Morgunblaðið - 27.03.1997, Page 25

Morgunblaðið - 27.03.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 25 ERLENT Ástralía á leið að verða lýðveldi? Margir Ástralir eru þeirrar skoðunar að ekki séu nema nokkur ár þar til þeir segi skilið við Breska samveldið og verði lýðveldi. Jóhanna Kristjónsdóttir fjallar um málið. UMRÆÐUR meðal stjórnmála- manna og ekki síður almennings í Ástralíu um hvort breyta eigi stjórnskipan landsins og gera það að lýðveldi hafa verið mjög áber- andi síðustu misserin í Astralíu. Bent er á að árið 1897 hafi hafist undirbúningur að þeirri skipan sem nú er og honum hafi lokið árið 1901. Því sé ekki fjarri lagi að á aldarafmæli þess megi byrja við- ræður um að Ástralía verði lýðveldi árið 2001. Núverandi forsætisráðherra landsins, John Howard, er afdrátt- arlaus fylgismaður þess að halda iandinu innan Breska samveldisins. En skoðanakannanir meðal manna síðustu tvö ár sýna allt annað: mik- ill meirihluti vill að Ástralía verði sjálfstætt lýðveldi og finnst það ekki í takt við nútímann að vera innan vébanda Breska samveldisins. Ummæli Bretaprins kveikjan Það er að sumra mati dálítið kaldhæðnislegt að það var Karl krónprins Bretlands sem endurvakti umræður um stöðu Ástralíu þegar hann var þar í heimsókn fyrir þrem- ur árum. Prinsinn komst þá svo að orði að þetta yrði ástralska þjóðin að ákveða. Hún ein gæti það. I kjöl- far þessara orða sem margir töldu bera því vitni að Karl væri að horf- ast í augu við nýjan og sjálfsagðan veruleika fóru svo enn á ný af stað umræður um málið. Þó að forsætisráðherrann styðji það að Elísabet Bretadrottning sé áfram þjóðhöfðingi Ástralíu eru margir flokksmenn hans í Fijáls- lynda flokknum svo og í samstarfs- flokknum, Þjóðarflokknum, á því að landið verði gert að lýðveldi. Fyrir kosningarnar á síðasta ári lofaði Frjálslyndi flokkurinn því að láta bera þetta upp á flokksþingi í desember í ár. Stjórnarandstöðuflokkurinn, Verkamannaflokkurinn, hefur kraf- John Howard forsætisráðherra. Paul Keating, formaður Verka- mannaflokksins. ist þess að Ástralía verði lýðveldi eigi síðar en 2001. Vera innan samveldisins er tímaskekkja að margra mati Meginástæðan fyrir því að áhugi hefur aukist mjög er tiltölulega ein- föld. Menn gera sér grein fyrir brejrttum tímum og benda á að Ástralía hafi smám saman losað um öll tengsl við Bretland nema þau formlegu. Því sé fáránlegt að voldugt land á borð við Ástralíu sem er og líklegt til að láta æ meira að sér kveða á nýrri öld sé innan sam- bands sem að flestra mati sé úr sér gengið og verði alger tímaskekkja innan fárra ára. Þeir séu fullfærir um að velja sinn eigin þjóðhöfð- ingja. Með því að verða lýðveldi muni Ástralir kunngera öllum heiminum að þeir séu ekki lengur viðhengi annars lands að sögn Brians Ever- ingham sem er Ástrali í fimmta lið og sögukennari í framhaldsskóla í Sydney. Styrkari tengsl við Asíu Efnahagsmál koma auðvitað inn í þetta. Ástralía hefur verið að efla viðskiptatengsl við Asíu samtímis því að Bretar eru að tengjast Evr- ópulöndum æ meira, segja menn og benda á að um 60% alls útflutn- ings Ástralíu á síðasta ári hafi far- ið til Asíulanda. Verðmæti þessa útflutnings var 43 milljónir ástr- alskra dollara. Útflutningur þeirra til var aðeins 11% af heildarútflutn- ingi þeirra. Þá má ekki gleyma því að fjöldi Ástrala sem er ekki af ensku bergi brotinn og raunar ekki evrópsku heldur skiptir máli í þessu sam- hengi. Eftir síðari heimsstyijöldina fluttust Suður-Evrópumenn 5 stór- um stíl til Ástralíu en hin síðustu ár hefur dregið úr flutningum Evr- ópumanna og Asíumenn komið í staðinn. Því finnst mörgum það skjóta skökku við að Ástralir sem fjarlægist Bretland stöðugt jafnt hvað uppruna íbúana varðar sem á öðrum sviðum sé sérstaklega tengt því með því að vera í samveldinu. Eins og áður segir eru auðvitað ekki allir á eitt sáttir og John How- ard sagði alveg nýlega að hann gæti ekki séð að með því að breyta stjórnskipun Ástralíu væri hags- muna manna betur gætt né tryggði það traustari stjórn og lýðræði. En þar sem Howard verður að reiða sig á samstarfsflokkinn til að halda völdum má heldur ekki fara of geyst. David Kemp menntamála- ráðherra hefur stungið upp á breyt- ingum á stjórnarskránni sem í raun ganga út á margt það sem Paul Keating, formaður Verkamanna- flokksins, hefur boðað. Keating er þekktur fyrir að vera harðsnúinn lýðveldissinni en hann hefur þó ekki komið fram með tillög- ur sem mundu í einu vetfangi svipta Ástralíu úr Breska samveldinu. Hins vegar er flestum ljóst að breytingar á stjómarfari Ástralíu eru aðeins tímaspuming. Helen Irving, prófess- or í stjómmálafræði í Tækniháskóla Sydney, segir að það sé fyrirsláttur þegar stjórnmálamenn tali um að það muni taka mjög Iangan tíma að gera þær breytingar sem þurfí til að landið verði lýðveldi. Hún seg- ist hafa rannsakað sérstaklega þeg- ar samningurinn var gerður 1897 og ástæðulaust sé að ætla að nútím- inn kreijist lengri tíma en næstu fjögurra ára til að koma þessu í gegn. Hvað sem stjórnmálamönnum líður er víst að ástralskur almenning- ur telur það um margt beinlínis niðurlægjandi að þeir búi ekki í sjálf- stæðu lýðveldi. Og kannski pólitík- usarnir fari að hlusta eftir því hvað mest fylgis virðist njóta hjá hinum óbreytta ástralska borgara. Chelsea Clinton í Afríku HILLARY Clinton, eiginkona Bandaríkjaforseta, og Chelsea, dóttir þeirra, eru nú á fyeggja vikna ferð um Afríku. í gær fóru mæðgurnar að Ngorongoro-gígn- um, sem er í þjóðgarði í norður- hluta Tanzaníu. Talið er að gígur- inn sé um 2,5 milljóna ára gam- all og hann hafi orðið til þegar strýta eldfjalls féll saman. Áður en lagt var af stað að gígnum höfðu þær viðkomu í tanzaníska þorpinu Olturoto þar sem íbúar af Masai ættbálki tóku vel á móti þeim. Á myndinni sést Chelsea Clinton (t.v.) dást að háls- meni, sem Joan Kosianga (t.h.) gaf henni. Mæðgurnar hafa þegar verið í Senégal, Suður-Afríku og Zimbabwe og halda í dag til Kampala í Uganda. Þaðan fara þær til Eritreu og halda á sunnu- dag til Bandaríkjanna. Spánn 9.000 berkla- tilfelli á ári Malaga. Morgunblaðið. SVO virðist sem berklatilfellum fari ekki lengur fjölgandi á Spáni og skráðum tilfellum í fyrra fækk- aði eilítið. Þetta kemur fram í skýrslu, sem yfirvöld heilbrigðis- mála á Spáni birtu á mánudag, á Alþjóðlega berkladeginum. Berklatilfelli eru enn mun fleiri í Suður-Evrópu en í ríkjunum í norðri. Verst er ástandið í Portúg- al þar sem berklar ná að geisa, einkum í fátækrahverfum stór- borganna Lissabon og Porto. Arið 1996 voru skráð berklatil- felli á Spáni alls 9.000. Hafði þeim fækkað nokkuð frá árinu á undan. Talsmenn heilbrigðisyfír- valda benda þó á að þessar tölur geti ekki talist fyllilega tæmandi þar sem hugsanlegt sé að einhver tilfelli séu ekki skráð. Berklar leggjast einkum á þá sem minna mega sín í samfélag- inu. Rannsóknir hafa sýnt að hin- ir fátæku og heimilislausu, drykkjusjúklingar og eiturlyfja- neytendur eru í mestri hættu. Meðferðin tekur yfírleitt sex til níu mánuði og því er oft erfitt að ná til þeirra sem lifa við jaðar samfélagsins. Spænsk yfirvöld hyggjast leggja aukna áherslu á forvarnar- starf og horfa sérstaklega til heil- sugæslustöðva í því viðfangi. „Við teljum okkur geta útrýmt þessum sjúkdómi þótt það verði ekki á þessum áratug,“ segir Francisco Babin, sérfræðingur í faraldursfræði. Þótt tilfellum á Spáni virðist ekki fara fjölgandi, líkt og við á í nágrannaríkinu Portúgal er fjöldinn þó enn yfír meðaltalinu í aðildarríkjum Evrópusambands- ins (ESB) þótt ástandið sé víðast hvar svipað í löndunum í álfunni sunnanverðri. Msi tíl að dvelja Ml Verð frá: 19.550«- ...þar sem þú vilt. Þú siglir með þína fjölskyldu og þinn bíl til Danmerkur á tveimur sólarhringum með Norrænu á ótrúlegu verði. Síðan hefur þú ótakmarkað frelsi til að velja ferðamöguleika. Þú skoðar Norðurlöndin og Evrópu á eigin hraða og siglir svo aftur heim í rólegheitum með Norrænu frá Bergen. Þetta er hið eina sanna frelsi í ferðalögum. Börn yngri en 3 ára ferðast ókeypis. á mann miðað við fjögurra manna fjölskyidu á eigin bíl til Evrópu ( 2 vikur. Siglt frá Seyðisfirði þann 05.06. Siglt heim 18.06. NDRRÆNA FE RÐAS KRIFSTD FAN Laugavegur 3, sími: 562 6362 Austfar ehf. Seyðisfirði, slmi: 472 I I I I og umboðsmenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.