Morgunblaðið - 27.03.1997, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SIGURÐUR Þórir segir að það sé hneyksli að engar starfsregl-
ur séu til fyrir nefndina sem úthlutar listamannalaunum ríkisins.
Maður er
manns gaman
„ Vinsamlegast mætið
ekki í krínó-
línu og skiljið sverðin
eftir heima!u
Kór Langholtskirkju undir stjóm Jóns Stef-
ánssonar flytur óratóríuna Messías eftir
Hándel í dag, skírdag, og á morgun, föstu-
daginn langa í Langholtskirkju. Magnús
Ragnarsson fjallar um verkið og höfundinn.
AÐ ER margt um manninn
í sýningarsal Norræna
hússins þennan vota vetrar-
dag í mars. Engu að síður er lítið
skrafað og gesturinn fær að spóka
sig óáreittur í salnum þótt hann
■ i standi í miðjum manninum. Hvernig
má það vera? Er hann svona illa
liðinn? Vill enginn taka hann tali?
Það skal ósagt látið en sennilegri
skýring er hins vegar sú að mann-
skapurinn er ekki af holdi og blóði
heldur hugarfóstur Sigurðar Þóris
Sigurðssonar listmálara sem fært
hefur hann í mynd.
„Ég hef alla tíð fjallað um mann-
inn í myndum mínum þótt sjónar-
hornið hafi verið breytilegt,“ segir
listamaðurinn. „Hér áður fyrr mál-
aði ég mest „heimsósómamyndir1*
sem fólu í sér sterka þjóðfélags-
gagnrýni en síðan sneri ég mér um
tíma að atvinnulífsmyndum - hin-
um hráa hversdagsleika. Fyrir fá-
einum árum ákvað ég hins vegar
að söðla um - fá aðra sýn á tilveru
mannsins. Og vitaskuld lá þá beint
við að kynna fegurðina til sögunnar
sem andstæðu við ósóma þjóðfélags
sem er á heljarþröm af manna völd-
um. Ætli þetta sé ekki öðrum þræði
tilraun til að vekja manninn til
umhugsunar um að honum stafi ógn
af sjálfum sér og að enginn komi
til með að bjarga honum nema hann
sjálfur."
Sigurður Þórir segir að maðurinn
í myndum sínum sé ekki beinlínis
firrtur - frekar afskiptalaus enda
sé hann ekki lengur í tengslum við
sitt nánasta umhverfi. Þá eru sam-
skipti karls og konu listamanninum
• ‘ hugleikin. „Reynsluheimur kynj-
anna er ólíkur og það undirstrika
ég yfirleitt í verkum mínum. Und-
antekningar eru þó til,“ segir hann
og gjóar augunum á mynd þar sem
karl og kona renna saman í eina
heild. „Ef til vill er þetta framtíðar-
sýn - togstreitan úr sögunni.“
Sjálfur lítur Sigurður Þórir á list
sína sem ákveðinn realisma, þótt
hann hiki eilítið þegar þetta stóra
orð hrýtur honum af vörum. „Það
sem maður hugsar er hluti af veru-
leikanum. Þessi verk eru því tilvís-
anir í líf mitt og lífsspeki mín hlýt-
ur að speglast í þeim.“
Engar starfsreglur
En það eru fleiri menn sem Sig-
urður Þórir lætur sig varða en
mennirnir á myndunum, svo sem
starfsbræður hans, myndlistar-
menn. Einkum og sér í lagi hefur
hann áhuga á að færa í tal mynd-
listarmenn sem sitja í nefnd þeirri
sem úthlutar listamannalaunum
ríkisins. „Listamenn eiga ekki að
vera í oddaaðstöðu í nefnd sem
úthlutar launum til listamanna. Það
er grundvallaratriði. Engu að síður
er þessu svo farið hér á landi, þar
sem tveir myndlistarmenn sitja í
nefndinni ásamt einum listfræðingi.
Ég veit ekki hverjir þessir menn
eru og hvers vegna þeim hefur ver-
ið falið þetta vald en það gefur
auga leið að þeir eru í aðstöðu til
að taka geðþóttaákvarðanir, sem
þeir hafa nýtt sér út í ystu æsar,
enda eru engar starfsreglur til fyrir
nefndina - sem er náttúrulega
hneyksli."
Sigurður Þórir fullyrðir að nefnd-
armenn hiki ekki við að hygla „vin-
um og kunningjum“, svo sem hann
kemst að orði, og í seinni tíð hafi
naumhyggjufólk, „sem leggur
stund á svokallaðar nýlistir", verið
áberandi á listanum yfir launþega.
Listmálarar, einkum af hans kyn-
slóð, hafi hins vegar um nokkurt
skeið ekki átt upp á pallborðið og
þegar laununum var síðast úthlut-
að hafi til að mynda enginn slíkur
verið á listanum. Kveðst Sigurður
Þórir þekkja nokkur dæmi þess að
myndlistarmenn hafi sótt um lista-
mannalaun ár eftir ár án þess að
fá nokkuð fyrir sinn snúð.
Sigurður Þórir vandar stóru
listasöfnunum heldur ekki kveðj-
urnar - þau séu hætt að sinna sípu
hlutverki. „Hvorki Listasafn Is-
lands né Kjarvalsstaðir áttu full-
trúa við opnun sýningar minnar í
Norræna húsinu og þeir eru ekki
komnir enn. Þetta er ekkert eins-
dæmi. Að mínu viti ber þessum
aðilum skylda til að kynna íslenska
myndlistarmenn á breiðum grund-
velli og þess vegna hljóta þeir að
þurfa að mæta við opnanir sýninga
til að eiga möguleika á að tryggja
sér það besta sem hver og einn
hefur fram að færa.“
Að áliti Sigurðar Þóris sýna
þessi dæmi glögglega að mál
myndlistarmanna eru í ólestri á
íslandi. „Það er löngu tímabært
að marka heildarstefnu í þessum
málum hér á landi en stefnuleysið
er beinlínis farið að standa lista-
mönnunum fyrir þrifum, svo sem
dæmin sanna. Því fyrr, því betra!"
Sýningunni í Norræna húsinu
lýkur sunnudaginn 6. apríl en sama
dag lýkur annarri sýningu Sigurðar
Þóris sem stendur yfir þessa dagana
í Galleríi Ófeigs. Þar sýnir hann
myndir unnar í vatnslit og gouache.
GEORG Friedrich Handel er
nú fyrst og fremst þekkt-
ur sem höfundur stórbro-
tinna óratóría. Hann full-
komnaði ensku óratóríuna og ekki
minni menn en Haydn og Mend-
elssohn fylgdu í fótspor hans. Sjálfur
Beethoven sagði: „Hándel er mesta
tónskáld sem uppi hefur verið. Við
gröf hans myndi ég taka ofan og
krjúpa." Það er því nokkuð merkilegt
að flestar óratóríur hans eins og
Messías urðu til fyrir tilviljun.
Hándel fæddist í Halle í Saxlandi
1685, sama ár og J.S. Bach. Hann
var barnungur þegar ljóst varð að
hann var gæddur miklum tónlistar-
hæfileikum þrátt fyrir að engan tón-
listarmann væri að fínna í fjölskyld-
unni. Atta ára sótti hann tíma hjá
virtum organista í Halle sem kenndi
honum á fjögur hljóðfæri, kontra-
punkt og tónsmíðar. Eftir þijú ár
varð organistinn að viðurkenna að
strákurinn kunni orðið mun meira en
hann sjálfur.
Hándel stundaði nám í Hamborg
og á Ítalíu en var svo ráðinn í þjón-
ustu kjörfurstans af Hannover. Hann
bað þó fljótlega um leyfi til að heim-
sækja Lundúni. Þar var ópera hans
Rinaldo sett upp við góðar undirtekt-
ir. Hándel uppgötvaði að Lundúnir
voru ákjósanlegur dvalarstaður. ít-
alska óperan hafði ekki hafið innreið
sína þar, sköpunargáfan var í lág-
marki eftir að Purcell féll frá auk
þess sem Englendingar voru vellauð-
ugir og tónlistarunnendur Lundúna
sennilega þeir þakklátustu í heimi.
Hann bað því aftur um leyfi frá
Hannover en sneri aldrei aftur.
Hann lifði góðu lífi í þjónustu Önnu
Englandsdrottningar þar til hún féll
óvænt frá og kjörfurstinn af Hannov-
er, formlegi vinnuveitandi hans, var
beðinn um að taka við krúnunni og
verða Georg I. Hándel var skiljanlega
kvíðinn en það reyndist ástæðulaust
því hinn nýi konungur tvöfaldaði laun-
in hans og gerði vel við hann. Hann
var gerður að óperustjóra, samdi
hveija óperuna á fætur annarri og
ýmsa tækifæristónlist fyrir hirðina,
frægust þeirra Vatnasvítan og tónlist
samin vegna krýningar Georg II sem
síðan hefur verið notuð við allar ensk-
ar krýningarathafnir.
Hæðst að
óperum Handels
Um 1728 voru Lundúnabúar orðn-
ir leiðir á ítölsku óperunum. Með til-
komu Betlaraóperunnar við enskan
texta eftir John Gay, þar sem meðal
annars var hæðst að óperum Hánd-
els, voru örlög ítölsku óperunnar ráð-
in. Óperufélagið fór á hausinn en
Hándel stofnaði sitt eigið og fór nú
til Italíu í leit að söngvurum. Annað
óperufélag var stofnað og skartaði
m.a. geldingnum guðdómlega Farin-
elli. Þessi tvö félög áttu í harðvít-
ugri samkeppni sem endaði með
gjaldþroti beggja 1737. Tuttuga ára
barátta fyrir tilveru ítalskrar óperu
í ensku tónlistarlífi hafði mistekist.
Hándel varð að snúa sér að ein-
hveiju öðru en óperum, því tónlistar-
formi sem hann hafði alltaf haft
mestar mætur á. Þó svo hann hafi
samið marga góða konserta og só-
nötur þá átti betur við hann að semja
stórsniðna og dramatíska tónlist, sér
í lagi fyrir mannsröddina. Lausnin
varð óratórían.
Óratóría er leikræn tónlistar-
skemmtun um trúarlegt efni sem
ekki er leikin á sviði heldur sungin.
Hándel hafði samið nokkrar á yngri
árum í Þýskalandi og á Ítalíu sem
hann lagði til hliðar og svo nokkrar
í Englandi sem fengu misjafnar við-
tökur. Eftir frumsýningu siðustu
óperu hans 1741 virðist hann hafa
fengið sérstaka andagift því frá 22.
ágúst til 14. september samdi hann
Messías og í lok október hafði hann
lokið við aðra sem heitir Samson.
Hann fékk boð um að koma til
Dyflinnar og halda nokkra styrktar-
tónleika fyrir líknarfélög. Þangað fór
hann með nýju verkin í farteskinu,
sennilega orðinn þreyttur á Lundúna-
borg og íbúum hennar.
Hann hélt marga styrktartónleika
sem allir hlutu mjög góða aðsókn
enda Hándel fremsta tónskáld Bret-
landseyja. Messías flutti hann ekki
fyrr en á þrettándu tónleikunum 13.
apríl 1742 (taki hinir hjátrúarfullu
eftir því). Aðstandendur tónleikanna
bjuggust við miklu fjölmenni og sendu
þvi út tilmæli um að konur íjarlægðu
pilsgjarðimar undan kjólunum og
FJÓRIR einsöngvarar taka þátt í
flutningnum á Messíasi ásamt Kór
Langholtskirkju. Þrír þeirra eru
islenskum söngunnendum að góðu
kunnir, Ólöf Kolbrún Harðardótt-
ir sópransöngkona, Sverrir Guð-
jónsson kontratenórsöngvari og
Loftur Erlingsson barítonsöngv-
ari, en einn er tiltölulega nýr á
sjónarsviðinu - Björn Jónsson
tenórsöngvari sem á liðnu ári lauk
framhaldsnámi frá hinum virta
Guildhall School of Music and
Drama í Lundúnum.
Björn endurnýjar nú kynni sín
við hlutverkið en fyrir fimm árum
söng hann hluta þess ásamt Kór
Langholtskirkju á Listahátíð í
Reykjavík - á ári söngsins. Að
þessu sinni syngur hann hlutverk-
ið hins vegar í heild sinni, þannig
að meira mun mæða á honum. „Ég
leyfi mér að segja að ég sé að
þreyta frumraun mína í þessu
skemmtilega verki en þetta er
jafnframt stærsta hlutverk mitt á
Islandi til þessa. Tónleikarnir
leggjast því vel í mig, ekki síst
þar sem ég er með svona gott fólk
í kringum mig.“
Björn verður að sönnu ekki inn-
an um ókunnugt fólk á tónleikun-
um en tónlistarferil sinn hóf hann
í Kór Langholtskirkju undir stjórn
karlar kæmu ekki með sverðin á tón-
leikana. Þannig myndi skapast meira
rými. Raunin varð sú að sjö hundruð
manns troðfylltu sal sem ætlaður var
sex hundruð áheyrendum. Dyflinn-
arbúar voru yfir sig hrifnir af verkinu
og gagnrýnandi The Dublin Journal
átti varla til orð til að lýsa hrifningu
sinni. Hann óskaði þess heitast að
heimsbyggðin fengi að vita að tón-
skáldið og allir flytjendur gáfu þókn-
un sína til líknarmála.
Ekki er vitað fyrir víst hvort Hánd-
el samdi Messías sérstaklega fyrir
tónleikana í Dyflinni eða hvort hann
valdi efniviðinn með tilliti til þess að
um var að ræða styrktartónleika fyr-
ir líknarfélög. Hún er efnislega gjör-
ólík öðrum óratóríum Hándels. Hinar
flalla um sögur úr Biblíunni þar sem
persónur eru sungnar af ákveðnum
flytjendum (eins og í óperu). Messías
er hins vegar samin við texta beint
úr Biblíunni en bókmenntaáhugamað-
urinn Charles Jennens tók hann sam-
an.
Hugleiðingar um fæðingu
Krists
Messías er í þremur hlutum og eru
einskonar hugleiðingar um fæðingu
Krists, pínu hans og dauða og uppris-
una. Eftir forleikinn segir tenór frá
þeirri huggun sem koma Krists mun
hafa í fór með sér og kórinn lýsir
yfir að þá komi dýrð Drottins í ljós.
Fjallað er um myrkrið sem grúfir
yfír þjóðunum fyrir komu frelsarans
en svo fagnar kórinn fæðingu bams-
ins og henni er lýst á mjög myndræn-
an og leikrænan hátt. I öðrum hluta
lýsir Hándel þjáningum Krists í písl-
argöngunni, ekki sem harmsögu líð-
andi stundar heldur sem eilífri átaka-
sögu. Hann lýsir andlegum þjáningum
Jóns Stefánssonar og fyrsti söng-
kennari hans var Ólöf Kolbrún
Harðardóttir. „Þetta er allt Jóni
og Ólöfu að kenna,“ segir söngv-
arinn og brosir í kampinn.
Vorið 1993 lauk Björn einsöngv-
araprófi frá Söngskólanum í
Reykjavík og settist þegar um
haustið á skólabekk i Guildhall,
annar Islendinga á eftir Þóru Ein-
arsdóttur sópransöngkonu - eig-
inkonu sinni. Þaðan brautskráðist
hann síðastliðið sumar.
Allar götur síðan hefur Björn
verið störfum hlaðinn. Strax að
námi loknu tók hann til starfa hjá
English Touring Opera, þar sem
hann söng meðal annars í Rigo-
letto eftir Verdi, en það sem af er
þessu ári hefur hann að mestu
verið á heimaslóð. „Þannig er mál
með vexti að Jónas Ingimundarson
píanóleikari heyrði mig syngja
ytra fyrir áramót og bauð mér að
taka þátt í tónleikum í Borgarleik-
húsinu í byijun janúar ásamt Þóru
Einarsdóttur, Bjarna Thor Krist-
inssyni og Arndísi Höllu Ásgeirs-
dóttur. Síðan hefur eitt leitt af
öðru og undanfarið hef ég verið
þátttakandi í listkynningu í grunn-
skólum á vegum Fræðsluskrifstofu
sveitarfélaganna, sem hefur verið
gaman, og nú standa fyrir dyrum
Sama hvar ég er
svo lengi sem ég
fæ að syngja