Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 35
-
Morgunblaðið/Þorkell
SVERRIR Guðjónsson, sem verður meðal einsöngvara, á æfingu ásamt Kammersveit Langholtskirkju.
fremur en líkamlegum en hreinsunar-
eiginleikar þessara þjáninga leiða að
Upprisunni. Svo kemur útbreiðsla
fagnaðarerindisins sem byggist á
þessu fómfúsa lífi sem endaði með
upprisu. Þær þjóðir sem ekki hafa
meðtekið boðskapinn, sem enn beijast
heiftúðlega hver við aðra munu tor-
tímast vegna eigin heimsku. „Því að
eins og allir deyja fyrir samband sitt
við Adam, svo munu allir lífgaðir
verða fyrir samfélag sitt við Krist.“
Handel er einstaklega fær í að teikna
upp framvindu sögunnar. Tóniistin
kemur til skila á leikrænan hátt sýn
hirðingjanna og niðurlægingu Krists
án þess að vikið sé frá sögulegum
frásagnastíl. í kórkaflanum „Glory to
God“ skrifaði hann við trompettrödd-
ina „da lontano e un poco piano“
þannig að þeir virkuðu eins og fjar-
lægir trompetar englanna. í lok kórs-
ins deyr tónlistin út um leið og engl-
amir hverfa. í altaríunni „He was
despised" eru fiðlutaktamir í miðhlut-
anum látnir tákna högg þeirra sem
börðu Jesú. Einsöngskaflinn „Thy
rebuke" er óvenjulegur því hann vafr-
ar úr einni tóntegund í aðra og á
þannig að tákna miskunnarleysi
manna gagnvart Jesú. Seinna kemur
svo sópranaría í dúr sem veitir smá-
huggun og kórinn „Lift up your he-
ads“ leiðir okkur inn í sigurkafla
píslargöngunnar.
I verkinu er auðvitað hinn frægi
Hallelujah kór. Georg II reis í hrifn-
ingu sinni á fætur þegar hann heyrði
hann fyrst og áheyrendur víðs vegar
um heim hafa fylgt fordæmi hans.
Morgunblaðið/Þorkell
„SÉ MANNI vel tekið hér
heima er engin ástæða til að
óttast hinn stóra heim,“ segir
Björn Jónsson tenórsöngvari.
tónleikar ásamt Jónasi og Þóru i
Kópavogi í næsta mánuði og þátt-
taka í flutningi á Sköpuninni á
Akureyri í júní, auk Messíasar.11
Björn segir viðtökumar hér
heima hafa komið sér í opna
skjöldu. „Mér hefur verið tekið
mun betur en ég þorði að vona og
er því bjartsýnn á framhaldið. ís-
lendingar gera miklar kröfur til
tónlistarfólks og sé manni vel tek-
ið hér heima er engin ástæða til
að óttast hinn stóra heim.“
En hvað býður ungs íslensks
tenórsöngvara úti í hinum stóra
heimi? „Eg stefni ótrauður á óper-
una og er þegar farinn að sækja
um prufusöng og þátttöku í söng-
keppnum. Það er hins vegar erfítt
að koma sér á framfæri í þessum
harða heimi og maður sér ekki
lengra en þrjá mánuði fram í tím-
ann á þessu stigi ferilsins."
Bjöm kveðst hins vegar hægt
Hándel sagðist hafa séð fyrir sér Guð
sitjandi á hásæti sínu umkringdan
englum þegar hann skrifaði kórinn
sem er mjög dæmigert fyrir tónskáld
með svo dramatískar tilhneigingar.
Mesta snilldarbragð Hándels við
samningu verksins er að semja tónlist
sem koma á í kjölfarið á hinum höfð-
inglega kór. Maður hefði haldið að
það væri ómögulegt á eftir þessum
hápunkti en laglínusnillingurinn
Hándel fann einmitt það sem vantaði
með aríunni „I know that my redee-
mer liveth."
Messías er persónulegasta verk
Hándels þar sem hann afhjúpar hina
bjargföstu trú sina og undirstrikar
hana með mikilfenglegum Amen
kafla í lokin. Hann notar kórinn meira
en í hinum óratóríunum og kynnir til
sögunnar Da Capo aríur í óperustíl.
Verkið féll ekki í geð hjá áheyrendum
í Lundúnum í fyrstu. Hándel flutti
það í Covent Garden og féll það
íhaldssömum kirkjunnar mönnum
ekki í geð. „Er hægt að breyta leik-
húsi í musteri... eða er leikarahópur
hæfur til að flytja guðs orð?“
Ný sjónarmið komu þó fram hjá
áheyrendum úr hinni vaxandi mið-
stétt. Þeir litu svo á að listin væri
ekki einungis dægradvöl heldur einn-
ig göfgandi. Hándel hafði ekki samið
Messías með þetta viðhorf í huga né
heldur fyrir þess konar áheyrendur
en vegna þeirra varð verkið vinsælt.
Þegar hann tók upp á því að flytja
það á líknartónleikum fyrir munaðar-
leysingjaheimili naut verkið mikilla
vinsælda sem áttu eftir að aukast enn
og sígandi vera á leiðinni inn á
„Evrópumarkað“, ef svo má að
orði komast, en nefnir ekkert óska-
land i þvi samhengi. „Mér er sama
hvar ég er svo lengi sem ég fæ
að syngja!"
Hjónakomin búa í Englandi, þar
sem Þóra starfar um þessar mund-
ir við Ensku þjóðaróperuna, og
Bjöm viðurkennir fúslega að vita-
skuld muni þau sækjast eftir þvi
að starfa á sömu slóðum í framtíð-
inni - en líkast til fái þau engu
um það ráðið.
I rimmunni sem er framundan
kveðst Bjöm sannfærður um að
hann muni njóta góðs af fram-
göngu landa sinna á undanförnum
missemm - menn á borð við Krist-
ján Jóhannsson, Kristin Sigmunds-
son og Guðjón Óskarsson hafi
komið íslandi á landakort óper-
unnar og þar með ratt brautina
fyrir yngra fólk eins og hann sjálf-
an. „Maður er sífellt að rekast á
fólk sem hefur unnið með þessum
mönnum og þekkir þá af góðu
einu. Það eina sem kemur þvi á
óvart er íbúafjöldi landsins: „Hvað
segirðu, erað þið ekki fleiri?““
En á Björn sér ekki draum eins
og flest ungt fólk á leið út i lifið?
„Jú, vissulega," svarar hann.
„Draumurinn er að geta unnið
fyrir sér með listinni. Meira fer
ég ekki fram á. Ég geri mér hins
vegar grein fyrir því að ekkert
er sjálfgefið í þessu starfi og
maður þarf að vera harður af sér
- jafnvel frekur undir vissum
kringumstæðum - til að koma sér
áfram. Lykillinn að velgengninni
hlýtur samt sem áður að vera
auðmýkt gagnvart listinni. Þá
speki hyggst ég temja mér!“
meir þegar leið fram á öldina. Nú
nýtur það þeirrar sérstöðu að vera
vinsælasta og þekktasta kórverkið í
hinum vestræna heimi.
Eftirlæti allra Englendinga
Eftir að Hándel fór að semja ensku
óratóríumar öðlaðist hann ekki bara
vinsældir hjá aðlinum heldur einnig
hjá miðstéttinni. Verkin urðu eftirlæti
allra Englendinga sem og Evrópubúa.
Hann varð ríkur en heilsu hans fór
hrakandi, þar á meðal sjóninni. Hann
gekkst undir aðgerðir en þær leiddu
til þess að hann varð blindur. (Þess
má geta að augnlæknirinn sem síðast
sá um Hándel sá einnig um J.S. Bach
með svipuðum árangri). Messías var
það síðasta sem Hándel heyrði af eig-
in tónlist en hann tók þátt í flutningi
hennar nokkrum dögum fyrir andlát
sitt 1759. Hann var í svo miklum
metum hjá Englendingum að hann
var grafinn í Westminster Abbey og
voru rúmlega þijú þúsund manns við-
staddir jarðarför hans. Hándel er þó
ekki bara þekktur sem tónskáldið sem
fullkomnaði ensku óratóríuna. Hann
er einnig frægur fyrir að hafa fengið
að láni tónlist úr eldri verkum og
notað í sín eigin. Óratórían Israel in
Egypt er frægasta dæmið um þetta.
Af rúmlega þij átíu köflum eru a.m.k.
fimmtán meira eða minna fengnir að
láni. I sumum tilvikum er ómerkilegri
tónlist breytt í gull en í öðrum notar
Hándel tónlistina nánast óbreytta.
Sá sem varð mest fyrir barðinu á
þjófnaði Hándels var þó hann sjálfur.
Hann sótti mikið í tónlist frá náms-
árum sínum á Ítalíu, tónlist sem yrði
hvort eð er ekkert notuð. Kóramir í
Messías eru gott dæmi um þetta.
„And he shall purify“ og „For unto
us a child is bom“ era umskrifanir á
ítölskum dúettum og kaflinn „All we
like sheep“, þar sem tónlistin virðist
túlka stefnuleysi hjarðarinnar, er í
raun fenginn að láni úr eldra verki.
„And the glory of the Lord“ notaði
Hándel svo seinna í konsert. Skondn-
asta dæmið er þó kórinn „His yoke
is easy“. Flúrið í kringum orðið „easy“
kemur dálítið á óvart en ástæðan
fyrir því er sú að á þessum stað í
upphaflega verkinu var ítalska orðið
„ride“ sem þýðir að hlæja.
Ætla mætti að vakað hafi fyrir
Hándel að spara sér tíma með því
að endumýta tónlist úr gömlum verk-
um sem hefði hvort eð er safnað lyki.
Þetta er skiljanlegt því hann hafði í
mörgu að snúast. Hann var ópera-
stjóri og þurfti sem slíkur að semja
fjölmargar óperar, stjóma þeim frá
sembalnum, standa í stappi við flytj-
endur ef þeir vora óánægðir með tón-
listina, þóknast aðlinum og semja
ýmsa tækifæristónlist fyrir konunga
og drottningar. Hann fékk hjartaá-
föll, taugaáfall og varð að lokum
blindur. Þó virðist þetta ekki alltaf
hafa verið gert til þess að spara tíma.
í einni aríu sýður hann saman tónlist
úr tólf verkum eftir sjálfan sig. Mað-
ur hefði haldið að fljótlegra hefði
verið að semja aríuna frá granni.
Mörgum hefur þó fundist lágkúralegt
að stela tónlist úr verkum annarra
og oft án þess að fara dult með það.
En er nokkuð að því að taka ósköp
venjulega tónlist og breyta henni
örlítið þannig að úr verði meistara-
verk?
Höfundur er félagi í Kór
Lnngholtskirkju.
Afrískir dansar
DANS
Loftkastalinn
JUBILEE AFRICAN
DANSFLOKKURINN
„Akuna Matata" eftir Orville J. Penn-
ant og M’Bemba Bangoura Tónlist:
M'Bemba Bangoura, Helgi Svavar
Helgason, Helgi Dacobsen, Erla
Björk, Hafsteinn Snæland, Marrit
Meintema, Rafael Lisniak, Thelma
Amunda, Michael Óskarsson. Dans-
arar og fimleikakonur: Anna Jóa,
Asa Gísladóttir, Hildur Ketilsdóttir,
Judith Þorbergsson, Kolbrún Vala
Jónsdóttir, Kolbrún Yr Gunnarsdótt-
ir, Kristín Björg Viggósdóttir, Lilja
Anna Gunnarsdóttir, Meri Nikula,
Nína Geirsdóttir, Sandra Erlings-
dóttir, Sigrún Grendal Magnúsdóttir,
Sólveig Hauksdóttir, Steinunn Ketils-
dóttir, Þorbjörg Gísladóttir, Guðjón
Guðjónsson, Björt Baldvinsdóttir,
Elsa Steinunn Halldórsdóttir, Maria
Katrín Jónsdóttir.
DANSFLOKKURINN Jubilee
African frumsýndi dansverkið „Ak-
una Matata“ í Loftkastalanum síð-
astiiðinn fimmtudag. Flokkurinn
samanstendur af áhugafólki og
stjórnandi hans er Orville J. Pennant
frá Jamaica. Hann hefur undanfarin
ár kennt afríska dansa í Kramhúsinu
og er sýningin unnin í samvinnu við
Kramhúsið. Dansarnir eru frá Vest-
ur-Afríku en afrískur dans tengist
oft og tíðum andaheimum og nátt-
úraöflum. Dansinn er tilbeiðsla um
rigningu, góða uppskeru og frjó-
semi. Þessir dansar útheimta mikið
þol og úthald því hljómfall tónlistar-
innar sem byggir á trommuslætti
er ávallt meðalhratt eða hratt og
engir hægir kaflar inn á milli. Vest-
ur-afríski dansinn sem sýndur var í
Loftkastalanum var karlmannlegur
með grófum hreyfingum og þungu
fótastappi.
Dansverkið „Akuna Matata“ eða
„samstaða" er dansað af nítján
dönsurum við undirleik átta tromm-
ara. í verkinu er sviðsett daglegt
líf Guineubúa í Vestur-Afríku, hvað
drífur á daga þeirra og hvernig
þeir styðja við bakið hver á öðrum
svo allir geti sáttir við unað.
Þorpsbúar tínast inn á sviðið, syngja
og kætast. Ókunnur maður bætist
í hópinn. Þar er á ferð trommuleik-
arinn M’Bemba Bangoura og
spinnst leikurinn út frá veru hans
í þorpinu. Verkið fer vel af stað.
Bangoura er fær trommuleikari
sem sómir sér vel á sviði og var
leikur dansaranna, sem eru af öllum
stærðum og gerðum, eðlilegur og
óþvingaður. Hvert hópdansatriðið
tók við af öðru og búningarnir voru
hver öðrum skrautlegri. Dansinn
útheimti gott úthald og um tíma
vantaði upp á kraftinn hjá dönsur-
unum og virtust þeir þreyttir. Þeir
náðu sér þó á strik seinni hluta
sýningarinnar og dönsuðu sannkall-
aðan gleðidans. Skammlaust hefði
mátt stytta sýninguna og fella út
nokkur dansatriði. Við það hefði
sýningin orðið heildstæðari og
framvindan jafnari og þéttari.
Dans eykur dans
Kramhúsið hefur um árabil verið
uppspretta ýmissa áhugaverðra list-
viðburða sem auðgað hafa listalíf
borgarinnar. Með aukinni þjálfun
og sýningartækifærum öðlast dans-
arar meira öryggi og sviðsreynslu.
Þannig aukast jafnframt möguleik-
ar áhugadansara til að nálgast list-
form sitt í líkingu við það sem at-
vinnudansarar gera. Aðstandendur
sýningarinnar hafa kjarkinn sem til
þarf og hafa lagt á sig mikla vinnu
við uppsetningu þessarar sýningar.
Fyrir það eiga þeir lof skilið. Dans
eykur dans og með sýningn Jubilee
African dansflokksins er það viljinn
fyrir verkið sem gildir.
Lilja ívarsdóttir
Morgunblaðið/Halldór
DANSFLOKKURINN Jubilee African.
Ormstunga á
Njáluslóðir
LAUGARDAGINN 29. mars verður
leikritið „Ormstunga“ leikið á Hellu.
Nánar tiltekið í hinu forna Hellu-
bíói. Það mun vera í tilefni af 70 ára
byggðarafmæli staðarins sem Gunn-
laugi og Helgu fögru er boðið á Njá-
luslóðir og verða sýningamar tvær,
kl. 13. og 17.
Þetta mun vera í annað sinn sem
leikurinn er leikinn utan höfuðborg-
arinnar en í janúar var sýnt á Hvann-
eyri í hinni fornu íþróttahöll.
Leiknum hefur verið boðið víða
og nú síðast til Noregs á leiklistar-
hátíð í Osló í byijun júní.
Einnig mun vera stutt í það að
hægt verði að kynna sér verkið og
sjá brot úr því á alnetinu en heima-
síða Ormstungu verður opnuð von
bráðar.
Sæll og bless
SÆLL og bless heitir samsýning
nema í Myndlista- og handíðaskóla
íslands i Galleríi Nema hvað í Þing-
holtsstræti 6. Sýningin verður opn-
uð næstkomandi laugardag kl. 20
og stendur jrfir í þijár vikur. Opnun-
artími gallerísins er á fimmtudögum
og föstudögum kl. 16-20 og á laug-
ardögum og sunnudögum kl. 14-17.
Sýning’ Jóns
Bergmanns
að ljúka
31. MARS lýkur sýningu Jóns Berg-
manns Kjartanssonar í Galleríi + í
Brekkugötu 35 á Akureyri. Sýning-
in er opin laugardag, sunnudag og
mánudaginn annan í páskum frá
klukkan 14.00 til 18.00.
Jón Bergmann er fæddur í
Reykjavík 1967 og búsettur þar.
Hann hefur haldið 4 einkasýningar
áður, 2 á íslandi og 2 í Hollandi.
Hann hefur tekið þátt í samsýning-
um í Englandi, Hollandi og á Is-
landi. Jón Bergmann sýnir í Gall-
eríi+ málverkaseríur og rýmisverk
úr úrklippum úr tímaritum. Kallast
sýningin „Hlutar“, samanber hluti
úr og hluti af.