Morgunblaðið - 27.03.1997, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 27.03.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 39 HESTAR ANDVARI frá Ey stóð sig vel á yfirferðinni og sigraði í tölti sex vetra stóðhesta og eldri. Knapi er Magnús Benediktsson. í TÖLTI fimm vetra stóðhesta sigraði Eiður frá Oddhóli, knapi Sigurbjörn Bárðarson. Vel mætt á stóðhestastöðina ANDVARI frá Ey sigraði í tölti sex vetra og eldri stóðhesta á stóðhesta- stöðinni í Gunnarsholti um síðustu helgi, knapi var Magnús Benedikts- son, starfsmaður Hrossaræktar- samtaka Suðurlands. Höfðu And- vari og Magnús betur í viðureign við Loga frá Skarði og Sigurbjörn Bárðarson en báðir hafa þessir hest- ar hlotið 9,5 fyrir tölt í kynbóta- dómi. Hljómur frá Brún og Hulda Gústafsdóttir urðu í þriðja sæti, Andvari frá Skáney og Þórður Þor- geirsson urðu í fjórða sæti og Þröst- ur frá Búðarhóli og Þráinn Þor- valdsson í fimmta sæti. Af fimm vetra hestum varð efst- ur Eiður frá Oddhóli sem Sigubjörn Bárðarson sat en Gýmir frá Skarði og Kristinn Guðnason komu næstir. Skorri frá Blönduósi og Vignir Sig- geirsson urðu þriðju og Svaði frá Arbakka og Páll Bjarki Pálsson ráku lestina. Einnig var keppt í 100 metra flugskeiði þar sem Svartur frá Una- læk og Þórður Þorgeirsson höfðu sigur, skeiðaði Svartur vegalengd- ina á 8,4 sek. en Ferill frá Kópa- vogi sem Leifur Helgason sat varð í öðru sæti á sama tíma en Svartur lá báða sprettina en Ferill aðeins annan þeirra og gerði það gæfu- muninn. Mjölnir frá Dalbæ og Magnús Benediktsson komu næstir en Kópur frá Mykjunesi og Sigur- björn Bárðarson urðu í fjórða sæti. Á föstudag var boðið upp á dóma kynbótahrossa og hlaut þar hæsta einkunn 7,93, Tinna frá Akureyri, 7,70 fyrir byggingu og 8,16 fyrir hæfileika. Eigandi hennar er Sveinn Ragnarsson og sýndi hann hryss- una. Hún er undan Garði frá Litla Garði og Von frá Akureyri. Af stóð- hestum hlaut hæsta einkunn Kynd- ill frá Kjarnholtum sem verður sex vetra í vor. Hlaut hann 7,88 í aðal- einkunn, 7,83 fyrir byggingu og 7,93 fyrir hæfíleika. Kyndill er al- bróðir Kolbrár og Kolfinns frá Kjamholtum undan Hrafni frá Holtsmúla og Glókollu frá Kjam- holtum. Eigandi er Magnús Einars- son ásamt hópi manna, en knapi var Þórður Þorgeirsson. Hnokki frá Bræðratungu, sem er fímm vetra, hlaut 7,82 í aðaleinkunn, 8,10 fyrir byggingu og 7,54 fyrir hæfíleika. Faðir hans er Páfí frá Kirkjubæ, móðir er Stjarna frá Bræðratungu en eigandi er Sveinn Skúlason í Bræðratungu. Magnús Benedikts- son sýndi hestinn. Alls hlutu fímm hross fullnaðardóm. Aðsókn á sýningu stöðvarinnar var prýðileg og líklegt að hestamenn af höfuðborgarsvæðinu hafí farið austur og keypt eldsneyti og mjólk i leiðinni. Verkfallið hefur því líklega haft frekar jákvæð áhrif á aðsóknina öfugt við það sem menn óttuðust. Veður var hið besta en vallarskilyrði vom afleit. Talsvert hlóð í hóf og var brautin þung yfirferðar. Valdimar Kristinsson Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson VALUR frá Heggstöðum og Hafliði Halldórsson slógu í gegn á sýningu FT um helgina. Ný stjarna komin fram Pollarnir fengu páskaegg hjá Gusti FYRSTA stórsýning ársins í reiðhöll- inni í Víðidal var haldin um helgina af Félagi tamningamanna. Félags- menn sýndu þar listir sínar og hesta sinna þijú kvöld við þokkalegar und- irtektir. Lögð var áhersla á að vera með faglegar sýningar og tókst það með ágætum. Einnig voru sýnd kyn- bótahross, bæði stóðhestar og hryss- ur. Nemar á Hólum vom með nokk- ur atriði og komust vel frá sínu. Það er dirfska að halda sýningu svo snemma enda bára margir hest- anna þess merki. Útreiðar fóm mjög seint af stað í upphafi vetrar og þar bætist við að tfðarfarið hefur ekki verið hagstætt til þjálfunar hrossa. Af þessum sökum vom hrossin mörg hver ekki í því þjálfunarástandi að þau sýndu sínar bestu hliðar. Eigi að síður vom ágætir toppar sem glöddu augað og ber þar hæst sýning Hafliða Halldórssonar og Vals frá Heggsstöð- um, sem að því er best verður séð er ný stjama í röðum gæðinga. Valur er fagur hestur, prúður á fax og tagl og fótaburður einstakur. Af öðmm atriðum mætti nefna Prinsana tvo frá Hvítárbakka og Hörgshóli sem Viðar Halldórsson og Sigurður Sigurðarson sýndu með prýði. Tveir góðir hestar svipaðir að getu og fegurð svo ekki verður upp á milli gert. Snorri Dal var með Greifa sinn í tvöföldum taumi í góðu atriði. Þrír stóðhestar voru sýndir sóló hver og einn. Þar voru á ferðinni Hlekkur frá Hofi, Hjörvar frá Ketils- stöðum og Galsi frá Sauðárkróki. Betur hefði farið að hafa þessa höfð- ingja saman þrjá. Sýning Félags tamningamanna gekk prýðilega fyrir sig. Nú í fyrsta skipti tekst að halda sýningartím- anum innan skikkanlegra marka, tveir og hálfur tími að hléi með- töldu. Að lokinni þessari sýningu hafa menn hugleitt hversu margar sýningar sé hægt að halda á hveijum vetri í höllinni. Þær verða þijár að þessu sinni. Fáksmenn verða með sýningu um miðjan apríl og Norð- lendingar og Sunnlendingar verða saman með sýningu í byijun maí. Þá verða Vestlendingar með sýningu í reiðhöll Gusts 4. til 6. apríl þannig að af nógu er að taka. Valdimar Kristinsson OPNIR vetrarleikar voru haldnir hjá Gusti í Glaðheimum um síðustu helgi þar sem keppt var i tölti. Þátttaka var mjög góð enda veður eins og best verður á kosið. Keppt var í öll- um fiokkum og þar á meðal svoköll- uðum pollaflokki sem ætlaður var knöpum tíu ára og yngri. Hlutu allir knapar í þeim flokki sérstaka viður- kenningu fyrir þátttökuna og páska- egg að auki. Einnig var keppt í flug- skeiði sem er að verða vinsælasta skeiðgreinin um þessar mundir. Keppnin gekk vel fyrir sig þrátt fyr- ir erfíð vallaskilyrði vegna hláku. En úrslit urðu annars sem hér segir: Opinn fiokkur 1. Sigrún Erlingsdóttir, Gusti, á Ási frá Sigríðarstöðum. 2. Magnús Guðmundsson, Sörla, á Líkjör frá Stangarholti. 3. Guðlaugur Pálsson, Herði, á Jarli frá Álfhólum. 4. Halldór G. Victorsson, Gusti, á Darra frá Fosshóli. 5. Halldór Svansson, Gusti, á Muggi frá Stóra-Kroppi. Karlaflokkur 1. Guðmundur Skúlason, Gusti, á Fjöður frá Svignaskarði. 2. Theódór Ómarsson, Sörla, á Fengi frá Keflavík. 3. Victor Ágústsson, Gusti, á Funa. 4. Haukur Þorvaldsson, Andvara, á Kulda frá Grímsstöðum. 5. Smári Adólfsson, Sörla, á Liston frá Ketilsstöðum. Kvennflokkur 1. Anna B. Ólafsdóttir, Sörla, á Mustafa. 2. Ásta B. Benediktsdóttir, Herði, á Grána. 3. Þóra Ásgeirsdóttir, Gusti, á Kópi frá Reykjavík. 4. Linda Friðriksdóttir, Gusti, á Adam frá Götu. 5. Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, Sörla, á Ægi frá Svínhaga. Ungmennaflokkur 1. Hildur Sigurðardóttir, Gusti, á Blesa frá Kálfhóli. 2. Þórir Kristmundsson, Gusti, á Hróki Ríp. 3. Inga R. Hjaltadóttir, Gusti, á Feng frá Holtsmúla, 4. Birgitta Kristinsdóttir, Gusti, á Jötni. 5. Guðmundur Jóhannesson, Gusti, á Stíg frá Skálholti. Unglingaflokkur 1. Bergiind R. Guðmundsdóttir, Gusti, á Maistjörnu frá Svigna- skarði. 2. Daníel I. Smárason, Sörla, á Seiði frá Sigmundarstöðum. 3. Sigríður Þorsteinsdóttir, Gusti, á Gusti frá Litlu-Gröf. 4. Eyjólfur Þorsteinsson, Sörla, á ísaki frá Heggsstöðum. 5. Sigurður Halldórsson, Gusti, á Drótt frá Kópavogi. Barnaflokkur 1. Svandís D. Einarsdóttir, Gusti á Ögra frá Uxhrygg. 2. María Einarsdóttir, Gusti, á Kol- skeggi frá Vindheimum. 3. Elka Halldórsdóttir, Gusti, á Bytj- un frá Kópavogi. 4. Vala D. Birgisdóttir, Gusti, á Rökkva úr Skagafirði. 5. Reynir A. Þórsson, Gusti, á Þrym frá Vindheimum. Pollaflokkur 1. Rósa B. Þorvaldsdóttir, Sörla, á Árvakri frá Sandhólafeiju. 2. Ómar Á. Theódórsson, Sörla, á Rúbín frá Ögmundarstöðum. 3. Guðný B. Guðmundsdóttir, Gusti, á Litla Rauð frá Svignaskarði. 4. Þórhildur Blöndal, Gusti, á Þokka frá Vallanesi. 5. Hagalín V. Guðmundsson, Gusti, á Vöggi frá Felli. 100 metra flugskeið 1. Siguijón Gylfason, Gusti, á Stytt- ingi frá Ketilsstöðum, 9,38 sek. 2. Axel Gíslæason, Andvara, á Errí frá Fornusöndum, 9,52. 3. Guðlaugur Pálsson, Herði, á Jarli frá Álfhólum, 9,56. 4. Þórarinn Halldórsson, Andvara, á Freymóði frá Efstada, 9,59. 5. Halldór Svansson, Gusti, á Lómi frá Bjarnastöðum, 10. FRÉTTIR Stærðfræði- kennsla og menntun stærðfræði- kennara ÍSLENSKA stærðfræðafélagið heldur málþing þriðjudaginn 1. apríl kl. 13-18 í stofu 101 Odda, húsi félagsvísindadeildar HI undir yfírskriftinni: Stærðfræðikennsla og menntun stærðfræðikennara. „Stærðfræðikennsla í skólum hefur verið í sviðsljósi síðan TIMSS könnun leiddi í ljós slaka kunnáttu skólabama í stærðfræði. Nú er í gangi endurskoðun á námskrá bæði í grannskólum og framhalds- skólum, auk endurskoðunar á menntun tilvonandi stærðfræði- kennara. Nýlega gerðu Háskóli íslands, Háskólinn á Akureyri og Kennaraháskóli íslands samning um samstarf um endurmenntun stærðfræðikennara á grunnskóla- stigi. Þetta er einungis eitt af því sem er í bígerð í þessum málum. Margt er að gerast á bak við tjöld- in. Þess vegna býður Stærðfræða- félagið öllum þeim sem áhuga hafa á þessum málum á málþing þar sem hægt verður að ræða þau ítar- lega,“ segir í fréttatilkyninngur. Ennfremur segir: „Málþingið skiptist í tvo hluta; framsöguerindi og opnar umræður þar sem allir fá tækifæri til að tjá sig. Þeir sem vilja ávarpa fundinn formlega, til dæmis með myndefni eða stuttu erindi, era beðnir um að hafa sam- band við stjóm félagsins fyrir kaffihlé. Það kemur sterklega til greina að samþykkja ályktun í lok fundar- ins. Að minnsta kosti gætu fundar- menn orðið sammála um að fagna þeim skrefum sem verið er að taka í þessum málum.“ ♦ » ♦----- Fermingar- guðsþjón- usta í Malmö ÍSLENSK fermingarguðsþjónusta verður haldin í St. Pauli-kirkjunni í Malmö á annan í páskum kl. 14. Prestur er sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son, prestur í Gautaborg. Organ- isti er Jón Ólafur Sigurðsson. ís- lenski kórinn í Lundi syngur í messunni. Fermd verða: Hildur Þórarinsdóttir, Lundi. Hjördís Guðmundsdóttir, Arlöv. Þórður Ægir Þórisson, Staffantorp. Einnig verður skírn. íslendinga- félagið í Malmö býður í messu- kaffí í safnaðarheimilinu að lokinni messu. FERMINGARMYNDIR Allir timar aö ver&a upp panta&ir BAR^A ^FJÖLSKYLDll LJOSMYNDIR Sípil 588- 7644 Armúla 38

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.