Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 45 FRÉTTIR Námskeið um lífsgæði og fatlanir HAFIÐ HULINN HEIMUR E S J A Sýningarsalur Nátturufræði- stofnunar v. Hverfisgötu 10 km Vorkoman í sjónum FÉLAG sálfræðinga er starfa að málefnum fatlaðra efna til nám- skeið um lífsgæði og fatlanir dag- ana 10.-11. apríl nk. að Borgartúni 6, Reykjavík. „A undanförnum árum og ára- tugum hafa orðið miklar áherslu- breytingar í þjónustu við ýmsa hópa fatlaðra á íslandi. Þessi þróun hefur eins og í nágrannalöndunum byggst á hugmyndafræði um blöndun og jafnan rétt fólks til lífsgæða óháð líkamlegu eða andlegu atgerfi. Aukin viðurkenning á rétti fatlaðra til valfrelsis og virkrar þátttöku í samfélaginu hefur m.a. leitt til þess að verið er að leggja niður sólar- hringsstofnanir og skapa fleirum möguleika á búsetu við eðlilegri aðstæður í samfélaginu. En hvað með lífsgæði? Hafa of- angreindar og aðrar breytingar í Veittu ferðastyrki ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum þessa árs úr sjóðnum Þjóðhátíðar- gjöf Norðmanna. Styrkir voru fyrst veittir úr sjóðnum 1976 og fór nú fram tutt- ugusta og fyrsta úthlutun. Ráð- stöfunarfé sjóðsins var að þessu sinni 565.203 kr. Styrkumsóknir voru 19 en samþykkt var að styrkja eftirtalda aðila: Samstarfshóp stofnana á sviði ungmennamála í Hafnarfirði, nemendur í Folda- skóla, Önfirðingafélagið í Reykja- vík, Djáknafélag íslands, Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og skátafélagið Mos- veija. Norska Stórþingið samþykkti eina milljón norskra króna að gjöf í ferðasjóð. Samkvæmt skipulags- skrá sjóðsins skal ráðstöfunarfénu, vaxtatekjum af höfuðstólnum, sem varðveittur er í Noregi, varið til að styrkja hópferðir Islendinga til Noregs. Afmælis- fundur AA AFMÆLISFUNDUR AA-samtak- anna verður haldinn að venju á föstudaginn langa, 28. mars, í Háskólabíói kl. 21 og eru allir vel- komnir. Þar tala nokkrir AA-félag- ar og gestur frá Al-Anon sam- tökunum, sem eru samtök aðstand- enda alkóhólista. Kaffiveitingar verða að fundi loknum. Fundurinn verður túlkaður fyrir heyrnarlausa. í dag eru starfandi 242 deildir um allt land, þar af á Reykjavíkur- svæðinu 127 deildir, erlendis eru 8 íslenskumælandi deildir. Hver þessara deilda heldur að minnsta kosti einn fund í viku og er fundar- sókn frá 5-10 manns og upp í 150 manns á fundi. Hér í Reykjavík eru margir fundir á dag og byija fyrstu fundimir kl. 9.30 og þeir síðustu um miðnætti. Þá fara fram þrír fundir á ensku í Reykjavík, segir í fréttatilkynningu. Páskavaka í Hafnarfjarð- arkirkju PÁSKAVAKA í Hafnarfjarðar- kirkju verður haldin á páskanótt. Hefst hún kl. 23.30 á laugardags- kvöld og stendur til kl. 00.30 á páskadagsmorgun. Tónlistin og upprisugleðin skipa veglegan sess á páskavökunni. Söng annast félagar úr Hljómkórn- um. Einsöngvari eru Signý Sæ- mundsdóttir. Á páskavökunni gefst kirkjugestum kostur á að kveikja á bænakertum við altarið og endumýja skírnarheiti sitt. þjónustu leitt til almennari og meiri lífsgæða fyrir fatlaða einstaklinga? Lífsgæði er hugtak sem erfitt er að henda reiður á og skilgreina. í daglegu tali tengist það öðmm hug- tökum eins og hamingju, velferð og vellíðan eða veraldlegri þáttum sbr. „lífsgæðakapphlaupi". Er hægt að mæla lífsgæði á hlutlausan hátt eða em iífsgæði skilyrðum háð sem ekki verða skilgreind á almennan hátt? segir í fréttatilkynningu. Þar segir ennfremur: „Þessar og fleiri spurningar em viðfangsefni námskeiðsins þar sem ýmsir sér- fróðir fyrirlesarar fjalla um efnið út frá mörgum mismunandi sjónar- hornum, heimspekilegum, fræðileg- um og persónulegum. Námskeiðið á erindi til allra sem á einhvern hátt tengjast fötluðum í lífi eða starfi." Meistaramót Reykjavíkur í dorgveiði Á REYNISVATNI í Reykjavík er hafið meistaramót Reykjavíkur í dorgveiði. Mótið er opið öllum. Verðlaun em veitt fyrir stærstu fiska sem veiddir verða í vetur í dorgveiði. Opið er alla virka daga þegar veður leyfir frá kl. 13-19 og um helgar kl. 10-19. Veiðileyfi kostar 2.850 kr. og em fimm fiskar inni- faldir í veiðileyfinu. Veiðimenn fá inneignarnótu nái þeir ekki að klára veiðikvótann þann dag sem veiði hefst og gildir hann út almanaksár- ið eða þar til kvótinn, fimm fiskar, er tæmdur. Tekið skal fram að for- eldrar og börn á framfæri þeirra mega nýta kvótann saman. Mótinu lýkur um leið og ís tekur af vatninu. ÚTIVIST fer sína árlegu söguferð á föstudaginn langa, 28. mars. Að þessu sinni verður genginn Kára- staðastigurinn niður á Lögberg og áfram um Þingvelli og endað á Spönginni. Riíjuð verður upp saga hins forna NÝSÝN, áhugafólk um nýjar leiðir fyrir einstaklinga og fjöl- skyldur til að kynna sér upp á eigin spýtur íslenska náttúru, sögu og samfélag, hefur undan- farið leitað til ýmissa aðila um samstarf og fengið góðar undir- tektir. Það fyrsta sem Nýsýn gerir er að minna á möguleika sem þeir hafa sem vilja auka þekkingu sína á og njóta þess sem sjórinn hefur upp á að bjóða, segir í fréttatilkynningu. Um páskadagana frá fimmtu- degi fram á mánudag verður hægt að heimsækja fjóra staði á Suðvesturlandi sem kynna sér sérstaklega lífríki sjávar. Þessi staðir eru: í sýningarsal Náttúrufræði- stofnunar Islands, Hlemmi 3, eru sýnishorn af þörunga- og dýra- tegundum sem lifa í sjó eða tengjast honum á einhvern hátt. Líkt er eftir umhverfi þeirra í sýningarskápum. Sýningarsalur- inn er opinn laugardag kl. þings og þingstaðar eftir því sem tækifæri gefst. Ef færð leyfir verð- ur einnig gengið að Öxarárfossi. Leiðsögumaður verður Sigurður Líndal, prófessor. Farið verður með rútu frá Um- ferðarmiðstöðinni kl. 10.30. í Sæfiskasafninu í Höfnum eru sýndir helstu íslensku nytjafisk- arnir og ýmsar tegundir sædýra. Safnið er opið alla dagana frá kl. 14-16. Inni í Ferðasetrinu, Sandgerði, er sýning á fuglum frá svæðinu, sýnt er frá botndýrarannsóknar- stöðinni BIOICE og sjóbúrum með sjávardýrum. I Sandgerðis- fjörum er einn aðalviðkomustað- ur farfugla og fargesta og geta gestir Fræðasetursins fengið sjónauka leigða til að skoða þá nánar. Opið laugardag, sunnudag ogmánudagkl. 13-17. Á útivistarsvæði Miðbakkans í Reykjavíkurhöfn er alla daga hægt að fylgjast með þörunga- og botndýralífi hafnarinnar í stórum kerum með sírennandi sjó úr höfninni. I grunnum bakka við kerin er einnig hægt að kynn- ast þörungum og dýrunum nánar og snerta þau. Upplýsingar um umhverfisþættina í sjónum hveiju sinni verða á standi við kerin. Kvöldvaka á föstudag- inn langa í FRÍKIRKJUNNI í Hafnarfirði verður kvöldvaka á föstudaginn langa sem hefst kl. 20.30. Athöfnin fer fram með þeim hætti að safn- ast verður saman við stóran kross sem hangir i kórdyrunum. Flutt verður dagskrá í tali og tónum sem tengist atburðum föstudagsins langa. Þegar líður á athöfnina verður slökkt á rafmagnsljósum í kirkjunni en tendruð sjö kertaljós undir kross- inum. Við bjarmann frá kertaljósun- um verður sunginn sálmurinn „Ég kveiki á kertum mínum við krossins helga tré“. í rökkrinu mun klari- nettleikarinn Guðni Fransson flytja tónlist. Athöfninni lýkur svo með því að unglingar lesa síðustu orð Krists á krossinum og slökkt verður á ljósunum undir krossinum. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Þóru Guðmundsdóttur. Borgarstjóri setur málstofu INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir verður gestur á málstofu Sam- vinnuháskólans á Bifröst miðviku- daginn 2. aprí! kl. 15.30 í hátíðar- sal skólans. Mun hún fjalla um end- urskoðun og uppstokkun á opin- berri þjónustu. Á hveiju misseri efnir skólinn til nokkurra málstofa um málefni sem ofarlega eru á baugi og tengjast námsefninu, rekstrarfræði, á ein- hvem hátt. Þetta er fimmta og síð- asta málstofa þessa misseris því nú tekur við vinnsla misserisverkefna hjá nemendum sem þeir starfa við í fyrirtækjum víðsvegar um landið. Málstofan er öllum opin. Aukin sam- vinna Rauða kross félaga „LANDSFÉLÖG Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Evrópu hyggjast auka samvinnu sína veru- lega til þess að verða betur í stakk búin að takast á við þau vaxandi vandamál sem blasa við almenn- ingi víða um álfuna. Sérstök áhersla verður lögð á baráttuna gegn vaxandi fátækt og heilbrigð- isvandamálum sem blasa við stór- um hluta íbúa Austur-Evrópu. Þetta var niðurstaða Evrópuráð- stefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Kaupmannahöfn í síðustu viku þar sem 53 landsfélög Rauða kross hreyfingarinnar komu saman undir merkjum samvinn- unnar. Rauði kross íslands und- irbjó og stýrði meðal annars um- ræðum um starf hreyfingarinnar með því fólki sem minnst má sín;“ segir í fréttatilkynningu frá RKI. Þar segir ennfremur: „ Margar þjóðir Evrópu standa frammi fyrir velferðar- og heilbrigðisvanda sem óþekktur hefur verið í álfunni um áratugaskeið og ríkisvaldið stend- ur víða vanmáttugt frammi fyrir þessum vanda. Hlutverk Rauða krossins og Rauða hálfmánans er að bæta aðstæður þeirra sem minnst mega sín og tala máli þeirra í samfélaginu. Til þess að hreyfing- in geti gegnt þessu hlutverki vel og ráðstafað kröftum sínum skyn- samlega er mikilvægt að vandað sé til mats á því hveijir megi sín minnst, segir í _yfirlýsingunni. Rauði kross Islands gerði samn- ing við Rauða háifmánann í Úsbe- kistan um aðstoð við fræðslu til fatlaðra barna. Jafnframt efndi félagið til samstarfs við Rauða hálfmánann í Túrkmenistan um heilsuvernd, eflingu ungmenna- starfs og fleira. Ennfremur gerðu Rauða kross félögin á Norðurlönd- um samstarfssamning við systur- félög sín í Eystrasaltslöndunum. Samningurinn miðar að því að efla fjárhagslega stöðu hinna síðar- nefndu." Fundur um jafnréttismál á Egilsstöðum FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hef- ur boðað til fundar í Valaskjálf miðvikudaginn 2. apríl kl. 20.30. Fundarefnið er framkvæmdaáætl- un ríkisstjórnarinnar í jafnréttis- málum, gerð verður grein fyrir núgildandi áætlun og hvað miðar við gerð nýrrar áætlunar. Ávarp flytja Páll Pétursson, fé- lagsmálaráðherra og Elín R. Lín- dal, formaður Jafnréttisráðs. Form og gerð framkvæmdaáætlana ræð- ir Elsa S. Þorkelsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs og Ruth Magnússon, kennari verður með innlegg heimamanns. HÁALEITIS APÓTEK Háaleitisbraut 68 VESTURBÆJAR APÓTEK Melhaga 20-22 eru opin til kl. 22 —á— Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Háaleitis Apótek 13.30-16. Aðvörunarskilti sett upp á Skeiðarársandi ALMANNAVARNIR rík- isins í samvinnu við Vegagerð ríkisins hafa lokið við gerð og upp- setningu viðvörunar- skilta á Skeiðarársandi. Skiltunum er ætlað að vekja athygli ferða- manna á þeirri hættu sem m.a. stafar af sand- bleytum og kviksyndum á þeim svæðum sem Grímsvatnahlaupið fór yfir í nóvember 1996. Jafnframt hafa Almanna- varnir ríkisins í samvinnu við almannavarnanefndimar í Aust- ur- og Vestur-Skaftafellssýsl- um, þjóðgarðsvörður í Skafta- felli, Ferðamálafélag Austur- Skaftafellssýslu og björgunar- sveitimar Kára í Öræfum og Kyndil á Kirkjubæjarklaustri tekið saman leiðbeiningarbækl- ing fyrir almenning. I bæklingn- um er fjallað nánar um þær hættur sem á svæðinu geta leynst og settar fram einfaldar leiðbeiningar og vamaðarorð til ferðamanna. Bæklingur þessi er kominn út á íslensku og er hægt að nálgast hann í þjónustumið- Kviksyndl - Sandbleyta Danger re-Ouicksand k> Hoeds AdmWítxaUpn stöðinni í Skaftafelli, á hótelum og hjá ferðaþjónustubændum á svæðinu. Fljótlega eftir páska mun umræddur bæklingur einn- ig verða fáanlegur á dönsku, ensku, frönsku og þýsku. „Það er eindregin ósk Al- mannavarna ríkisins og sam- starfaðila þeirra að ferðafólk kynni sér umræddar upplýsingar og fylgi þeim leiðbeiningum og varnaðarorðum sem þar eru. Með réttri hegðan og vakandi aðgæslu minnka líkur á að fólk verði fyrir líkams- og/eða eigna- tjóni þegar það ferðast um svæð- ið,“ segir í frétt frá Almanna- vörnum ríkisins. Söguferð um Þingvelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.