Morgunblaðið - 27.03.1997, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 27.03.1997, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 47 BRÉF TIL BLAÐSINS Illa að málum staðið hjá KR Frá Ólafi Ögrnundarsyni: ÉG GET ekki stillt mig um að stinga niður penna og lýsa óánægju minni með hversu iila er staðið að því að styðja fyrstudeildarlið KR-stúlkna, en þær eru nú í lokabaráttunni um Islandsmeistaratitilinn við Grindvík- inga. A fyrsta leik liðanna í íþróttahúsi Hagaskóla síðastliðinn laugardag flölmenntu Grindvíkingar tii þess að hvetja sínar stúlkur en skammarlega fáir KR-ingar mættu, enda var leik- urinn illa auglýstur og því eins og þeim sem halda um stjómvölinn stæði nokkuð á sama hvemig færi. Vestur- bæjarliðið tapaði og töpuðu fyrsta heimaleiknum. Nærsti leikur var svo haldinn i Grindavík á mánudagskvöld. Ekki var staðið betur að málum þá. Ýms- ir hringdu í íþróttahús KR til að spyrj- ast fyrir um hvort yrði sætaferð en þar vissi enginn neitt, enda hafði ekkert verið ákveðið. Það var svo ekki fyrr en rúmlega fjögur, allt of seint, að ljóst var, að hópferð yrði farin. Sá leikur tapaðist einnig. Ef satt er sem sagt er að áhorfendur geti ráðið úrslitum þarf engan að undra. í salnum voru ef til vill tveir tugir KR-inga sem gerðu hvað þeir gátu til að hvetja stúlkumar en máttu sín lítils gegn fjölmenni Grindvíkinga. Óneitanlega læðist að manni sá grunur að áhugi forráðamanna KR fyrir kvennakörfubolta sé miklu minni en karlaboltanum. Ætli hefði verið annað upp á teningnum ef strákamir hefðu komist í úrslit? Enn er þó hægt að snúa dæminu við! Betra er seint en aldrei. Þriðji leikurinn fer fram fímmtudaginn 27. mars klukkan 20 í íþróttahúsi Haga- skóla. Það er ennþá möguleiki fyrir KR að hreppa meistaratitilinn, þann fyrsta síðan karlaliðið vann 1990. ÓLAFUR ÖGMUNDARSON, Tómasarhaga 12, Reykjavík. Söngvakeppni evrópskra sj ónvarpsstöð va Frá Vernharði Bjarnasyni: SÚ hefð hefur nú skapast í vali á fulltrúum íslands í Eurovision- keppninni að einu sinni á ári kem- ur yfirlýsing frá RÚV þar sem þegnum landsins er tilkynnt um hvaða aðili verði fulltrúi okkar í keppninni það árið. A fyrstu árum Eurovision-væð- ingar á íslandi var heljarinnar for- keppni hér heima fyrir, þar sem landsmenn allir sem töldu sig hafa ódauðlega tónsmíði í sinni hirslu eða bara lítið sætt lag gátu sent sína sköpun inn undir dulnefni og þar með átt möguleika á að setja spor sín í sögu alþýðumenningar Evrópu. Víst er að áhugi meðal íslenskra tónlistarmanna var tölu- verður þar sem innsend lög skiptu hundruðum. Eitthvað virtist þó kostnaður og fyrirhöfn öll af þessu uppátæki vaxa í augum stjórnenda RÚV svo ákveð- ið var að afleggja forkeppnina. Þess í stað er bara ákveðið uppi á kontór hver sé bestur í „djobbið" hvert árið. Ég er smeykur um að eitthvað yrði sagt ef slík vinnu- brögð væru iðkuð hjá t.d. íþrótta- hreyfingunni. Kannski væri best að hafa bara eina umboðsskrifstofu sem myndi bjóða út „gigg“ fyrir atvinnu-íslenska fulltrúa erlendis. Skrifstofa sú myndi þá hafa um- sjón með öllum þeim sem erlendis kæmu fram fyrir íslands hönd. Hún gæti meira að segja séð um að ráða forseta og sparað þjóðinni dýrar forsetakosningar. Eftir sitja spurningar eins og, á hvaða forsendum erum við að taka þátt í keppnum eins og Eurovision? Er það af kvöð eða er það eitthvað sem við viljum sjálfra okkar vegna og hvers vegna var þjóðin gerð að áhorfanda í stað þátttakanda? Sumir segja þetta engu máli skipta, Eurovision-lögin séu hvort eð er öll svo leiðinleg. Gott og vel, gefum þeim tæki- færi til að gera betur. VERNHARÐUR BJARNASON, Barðavogi 3, Reykjavík. Ú Ú 9 9 9 9 9 9 9 ^9 9 9 f ? H 9 9'JBh '9 * Plastprent hf. AÐALFUNDUR Aðalfundur Plastprents hf. verður haldinn þriðjudaginn 15. apríl 1997 kl.: 16.00 í húsnæði félagsins að Fosshálsi 17-25, Reykjavík. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18 gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borinn. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Plastprents hf. ® Aflmiklar dælur í ýmsum stærðum! Rafknúnar dælur 0,37 til 15 kw Hringrásardælur, brunndælur, sjódælur úr kopar, neysluvatnsdælur með jöfnunarkút, olíudælur, smúldælur o.fl. Dæmi um verð á dælum - 1 eða 3 fasa (verð m/vsk.j: PK alhliða dælur 40 lítra/mín. 40 m.v.s. kr. 7.180,- CK olíu- eða vatnsdælur 50 lílra/mín. 47 m.v.s. kr. 19.340,- JSW neysluvatnsdælur 160 lítra/mín. 60 m.v.s. kr. 33.850,- SVbrunndælur 600 lítra/mín. 12 m.v.s. kr. 55.500,- F bruna- og smúldælur 700 lítra/mín. 55 m.v.s. kr. 83.780,- PKm 60 Úrvalsdælur á ótrúlega góðu verði. Sendum um land allt. VÉLASALAN HF. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 552 6122. ítöiskfráChateau d'Ax í hágœðaleðri í mörgum litum. verð kr. 213.800 stgr. Opið laugardaginn 26. mars frá kl.l 0-16 Síðumúla 20, sími 568 8799.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.