Morgunblaðið - 06.04.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 06.04.1997, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Kosningabaráttan í Bretlandi Hneykslismál yfírgnæfa málefnin BAKSVIÐ Fyrstu tvær vikur kosningabaráttunnar í Bretlandi hafa einkennzt af hneykslismálum frambjóðenda íhaldsflokksins. Verkamanna- flokkurinn siglir lygnan sjó og nú, þegar tæpar fjórar vikur eru til kosninga, virðist Auðuni Arnórssyni nánast kraftaverk þurfa til að koma í veg fyrir að Tony Blair taki við stjómartaumunum í vor. ÞESSAR kosningar snúast um traust,“ sagði Tony Blair, leiðtogi brezka Verkamannaflokksins, þegar hann í lok vikunnar kynnti með pomp og pragt kosninga- stefnuskrá flokks síns fyrir þing- kosningamar 1. maí næstkomandi. Gerólíkt því sem var fyrir kosning- arnar 1992 er það nú Verka- mannaflokkurinn og forystusveit hans sem njóta ímyndar trausts og áreiðanleika meðal brezkra kjósenda, á meðan fylgið reytist af íhaldsmönnum vegna innbyrðis deilna og hneykslismála, sem eng- an enda virðast ætla að taka. í skoðanakönnun, sem birt var í The Times á fimmtudag, tveimur vikum eftir að kosningabaráttan hófst formlega með tilkynningu Johns Majors forsætisráðherra um dagsetningu kosninganna, er mun- urinn á fylgi stóru flokkanna tveggja meiri en nokkru sinni; Verkamannaflokknum er spáð 55% fylgi, en íhaldsflokknum 28%. Þetta er versta útkoma íhalds- flokksins í skoðanakönnun frá því í október. Stjórnmálaskýrendur sjá ástæðu þessa slaka gengis íhalds- manna í kosningabaráttunni eink- um í hneykslismálum um einkalif Reuter ÍSLENSK DAGSKRÁ! Útvarpsleikhúsió: Bátur Nýtt leikrit eftir Eyvind P. Eiríksson. RÁS 1 Hljóðrásin Spjallþáttur um kvikmyndir og tónlist. RÁS 2 Leiklist í 30 ár Leiksaga Sjónvarpsins rifjuð upp. SJÓNVARPIÐ R/K/SUrVARP/Ð og vafasöm fjármál nokkurra frambjóðenda, sem hafa varpað öllum öðrum kosningamálefnum í skuggann. Ný kosningastefnuskrá íhalds- flokksins, sem kynnt var á mið- vikudag, þar sem meðal annars miklum skattalækkunum er heitið, virðist ekki breyta neinu þar um. Verkamannaflokkurinn hefur siglt lygnan sjó í kosningabarátt- unni fram að þessu. Það eina sem fjölmiðlar reyndu að gera sér mat úr og hefði getað skaðað flokkinn svo skömmu fyrir kosningar, snert- ir tengsl flokksins við verkalýðsfé- lögin. Flokksforystan hefur að yfir- lögðu ráði mánuðum saman látið sem minnst uppi um stefnu sína gagnvart verkalýðsfélögunum, af ótta við að endurvekja minningar um verkfallaveturinn 1979, sem varð síðustu ríkisstjórn Verka- mannaflokksins að falli. Leynilegt samkomulag við verkalýðsforystuna? Fram að þessu hefur kosninga- áróðursvél íhaldsflokksins ekki fundið neitt betra tilefni til að ráð- ast á Verkamannaflokkinn en sam- band Blairs og samheija hans við verkalýðsforystuna, sem svo litið hefur verið í sviðsljósinu. Blair hittir forystumenn verka- lýðsfélaga oft að máli fjarri kast- ljósi fjöimiðlanna. The Times segir að við lýði sé óopinbert samkomulag milli þess- ara aðila, sem gangi út á að verkalýðsleiðtog- arnir hafi hægt um sig __________ í kosningabaráttunni gegn því að ný ríkisstjóm Verka- mannafiokksins gangi að þremur helztu kröfum þeirra. Þær munu vera í fyrsta lagi aukin réttindi verkalýðsfélaga gagnvart vinnu- veitendum, lágmarkslaun sem gildi fyrir allt atvinnulífið, og að Bret- land gerist aðili að félagsmálakafla stofnsáttmáia Evrópusambandsins og bæti þannig réttarstöðu laun- þega. Blair er sagður álíta þetta sam- komulag réttlátt. Hann hefur hafn- að mörgum kröfum verkalýðsleið- toganna, svo sem að fyrirtæki verði knúin til að viðurkenna verka- lýðsfélög jafnvel þótt meirihluti starfsmanna hafi ekki greitt at- kvæði með því. í útvarpsviðtali í vikunni var hart lagt að Blair að kveða niður sögusagnir um að samkomulagið KJÚKLINGURINN, sem íhaldsflokkurinn hefur gert út af örk- inni til að elta Tony Blair á röndum í tilefni af því að hann skyldi ekki vera tilbúinn til að taka þátt í sjónvarpskappræðum, hittir hér hauslausan kjúkling sem styður Verkamannaflokkinn í kosn- ingabaráttunni. TONY Blair æfir sig nú hlutverki sigurvegarans. 27% munur á fylgi stóru flokkanna við verkalýðsforystuna fæli í sér að hún endurheimti „bakdyrameg- in“ þau völd sem af henni voru tekin á Thatcher-tímanum. Honum tókst ekki vel að kveða þessar sögusagnir niður með svörum sín- um. Hann sagði ekkert um hvernig stæði til að skilgreina „starf“ í lögum um viður- kenningu verkalýðs- félaga né um það hvort ________ viðkomandi löggjafar yrði getið í þingsetn- ingarræðu drottningar. Við kynningu kosningastefnu- skrár flokksins sagði Blair hins vegar skýrt og skorinort, að ekki stæði til að afnema mörg umdeild lög, sem sett hafa verið á 18 ára valdatíma íhaldsflokksins, kæmist Verkamannaflokkurinn að stjómartaumunum. Vafasöm fjármál og hliðarspor þingmannsefna í sviðsljósinu En íhaldsmönnum reyndist ekki mögulegt að gera sér mikinn mat úr þessum hugsanlega veika bletti andstæðingsins. Málið féll alger- lega í skuggann af hneykslismál- um um fjármálavafstur og einkalíf nokkurra þingmannsefna íhalds- flokksins, sem aftur á móti hefur veitt Verkamannaflokknum ríku- legan efnivið til að styrkja þá ímynd, sem hann vill draga upp af íhaldsflokknum í kosningabar- áttunni; ímynd þreytts og spillts flokks, sem hefur setið of lengi við kjötkatlana. í skilaboðum, sem Margaret McDonagh, kosningastjóri Verka- mannaflokksins, dreifði til frambjóðenda og starfsmanna flokksins, segir: „Brezka þjóðin hefur fengið nóg. Nóg _____________ af veikri forystu. Af stefnu, sem hygli þeim fáu, en ekki fjöldanurn. Af þreyttri, illa þokkaðri og ósamstilltri ríkis- stjórn.“ Á síðustu vikum hafa þrír þing- menn íhaldsflokksins, sem bjóða sig fram til endurkjörs, lent í hneykslismálum, sem gulu press- unni hefur verið kærkomið upp- sláttarefni. Fyrst lenti Neil Hamilton, þing- maður íhaldsflokksins í Tatton- kjördæmi, í því. Hann er sakaður um að hafa þegið fé og önnur hlunnindi fyrir að bera upp tiltekn- ar fyrirspurnir á þingi. Vegna svip- aðra ásakana hætti Tim Smith, þingmaður íhaldsmanna í Beac- onsfield, við að fara fram á ný. Smith var til skamms tíma ráð- herra en þurfti að segja af sér sem slíkur árið 1994 vegna hneykslis- máls, sem snerist um greiðslur fyrir þingfyrirspurnir. Hamilton neitar hins vegar að draga sig í hlé og segir sig vera saklaust fórnarlamb fjölmiðla. John Major og aðrir helztu forystu- menn flokksins hafa lagzt á eitt um að hvetja hann til að víkja, þar sem flokkurinn megi ekki við þeirri neikvæðu umfjöllun sem mál eins og hans valda. En hann heldur fast við framboð sitt, og hefur auk þess fengið flokksfélagið í kjör- dæmi sínu til að lýsa óbiluðum stuðningi við sig. Það hefur síðasta orðið um valið á frambjóðanda flokksins í kjördæminu. Á laugardag fyrir páska dró Sir Michael Hirst, formaður skozka íhaldsflokksins, sig í hlé, en til stóð að hann byði sig fram í Eastwood-kjördæmi, sem er ör- ugglega í höndum íhaldsmanna. Ástæða afsagnar Hirst var „gam- alt hliðarspor“. Sama dag sló Sunday Mail i Glasgow því upp, að hann hefði játað fyrir konunni sinni að hafa átt „fjölda ástarfunda við samkynhneigða". Sagði blaðið fyrrverandi aðstoðarmann Hirst hafa „stært sig opinberlega" af því að hafa átt í ástarsambandi við þingmannsefnið. Nýjasta hneykslismálið, sem brezku götublöðin smjatta á þessa dagana, upphófst einnig í páska- vikunni. The Sun afhjúpaði þá að Piers Merchant, þingmaður íhalds- manna í Beckenham-kjördæmi í suðausturhluta Lundúna, héldi fram hjá konu sinni með 17 ára gamalli stúlku, sem starfaði í næt- urklúbbi. Merchant hafði ekki gert flokksforystunni viðvart um hneykslið sem í vændum væri, og fékk því skýr skilaboð þaðan um að honum væri hollast að falla frá framboði. Þótt Merchant haldi því fram, að um ekkert kynferðislegt sam- band hafi verið að ræða - hann hafi kynnzt stúlkunni á fundi ung- liðahreyfingar íhaldsflokksins og þau væru aðeins vinir - þá náðist ljósmynd af þeim, þar sem stúlkan kyssir þingmanninn á almanna- færi. En á fundi í flokksfélaginu i kjördæminu sl. miðvikudagskvöld fylktu almennir flokksmenn sér að baki þingmanni sínum, og virtu þannig tilmæli flokksforystunnar að vettugi, rétt eins og gerzt hafði í kjördæmi Neils Hamilton. Hver er raggeit? Nýjasta tilraun íhaldsmanna til að beina kastljósi fjölmiðlanna frá hneykslismálum í kring um fram- bjóðendur sína að jákvæðari hlut- um, er ráðning leikara nokkurs, sem hefur tekið að sér að fylgja Tony Blair eftir hvert sem hann fer í kosningabaráttunni á næst- unni, iklæddur kjúklingsgervi. Tilefni þessa uppátækis er að Blair ákvað að draga sig út úr við- ræðum um áætlaðar sjónvarps- kappræður flokksleiðtoganna, en slíkar kappræður hefðu brotið blað í brezkri kosningasögu. Kjúkl- ingsgervið á að tákna að Blair sé raggeit, sem sé of huglaus til að mæta á hólminn. Kjúklingsmað- íhaldsflokkur- inn „þreyttur og spilltur" urinn tróð fyrst upp þar sem Blair kynnti kosningastefnuskrána á fimmtudag, en er ætlað að endur- taka þann leik á þeim stöðum, sem Blair heimsækir á kosningaferða- lagi sínu. Kosningastjórn Verka- mannaflokksins hefur samþykkt að hleypa kjúklingamanninnum inn á kosningafundina. Hugsanlegt er þó, að þetta áróð- ursbragð íhaldsmanna skili þeim ekki miklu. Alltént má telja víst að þau svör sem leikarinn, sem tók hlutverk kjúklingsins að sér, gaf • blaðaviðtali í vikunni, dragi all- nokkuð úr biti þess. Hann sagðist ekki styðja íhaldsflokkinn og hann hefði ekkert á móti Tony Blair. Heimildir: The Sunday Times, The Times, The Daily Telegraph, Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.