Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ _ .1 52 SUNNUDAGÚR 6. APRÍL 1997 MYNDBÖND/KVIKMYIMDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP ÚRKLIPPUBÓK Luhrmans hefur að geyma grunnhugmyndirnar að útliti myndarinnar. * Ast, ofbeldi og villt hugmynd kapparnir eru ekkert að rugla þegar þeir segjast vera að grípa til sverð síns. I þeirri heimsmynd sem birtist í verki Shakespeare skiptir trúin miklu máli. Luhrman taldi mikilvægt að halda þessum þætti í myndinni þrátt fyrir nútimalegar áherslur, og notaði mikið af helgimyndum og táknum tengdum kaþólskri trú. Styttur, húðflúr og annað skraut skjóta stöðugt upp kollinum. Umdeild eiturlyf Eiturlyf eru látin koma við sögu í mynd Luhrman enda hluti af tilveru nútímaglæpagengja. Luhrman lætur álfadrottninguna Mab, sem Merkútíó varar Rómeó við, vera nafn á eiturlyfi. Rómeó er í vímu þegar hann sér Júlíu í fyrsta skipti á grímuballinu og er öll hans upplifun í samkvæminu lituð af því. Rómeó er ekki viss hvort Júlía er raunveruleg eða draumsýn sem hann sér í vímu. Að sama skapi fær áhorfandinn að sjá Merkútíó syngja „Young Hearts Run Free“ í gegnum eiturlyfjavímu Rómeó og það gerir það að verkum að áhorfandinn er ekki viss hvort söngurinn á sér stað í raun og veru. Luhrman segir í viðtali við tímaritið The Face að í heimalandi sínu, Astralíu, hafi eiturlyfjanotkunin í myndinni verið hitamál. Sumum hafi þótt hneykslanlegt að skíta út klassískt verk Shakespeares með nútímaspillingu á meðan aðrir hafi varið Luhrman og bent á að á tímum skáldsins # hafi eiturlyfjanotkun verið vel þekkt. Ógnaröld í Mexíkóborg Veróna er í raun og veru Mexíkóborg þar sem myndin var tekin upp. Handritið var skrifað í Miami og hafði Luhrman þessar tvær borgir og Los Angeles í huga þegar hann ímyndaði sér söguviðið. Luhrman segir að Mexíkóborg hafi orðið fyrir valinu af því að þar var ódýrast að taka upp og auðveldast að fá að byggja heilu sviðsmyndirnar á ströndinni. Að sögn Luhrman endurspeglaði umhverfið einnig átökiu í myndinni. Allt var falt fyrir peninga og kvikmyndatökuliðið varð að ráða sérstaka öryggisverði til þess að vernda sig gegn glæpagengjum. •S 533 2000 Hótel Esja • Kringlan VOPNIN hafa vörumerki eins og rýting- ur svo ekki sé misræmi við textann. með byssum en ekki sverðum. Til þess að komast í kringum misræmi í orðum og hegðun var ákveðið að vörumerki vopnanna væru sverð, skylmingasver- ð og rýtingur. Nærmyndir af byssunum sýna áhorfendum að ► ÚTLIT og hönnun „William Shakespeare’s Romeo + Juliet“ er með því flottara sem sést f hefur í bíó undanfarið. Myndin er þó ekki eingöngu falleg fyrir augað heldur vel gerð í alla staði. Að sögn Baz Luhrman, leiksfjóra myndarinnar, lagði hann upp með spurninguna: Ef Shakespeare gerði kvikmynd í dag hvernig liti hún út? Luhrman gekk þó ekki vel að sannfæra Twentieth Century Fox um að leyfa sér að kvik- mynda nútímaútgáfu af verk- inu. Hann reyndi að sannfæra þá með því að sýna þeim mynd- bandsupptökur og úrklippubók þar sem hann hafði útfært margar hugmyndir að útliti myndarinnar en ekkert gekk. Það var ekki fyrr en Luhrman fékk Leonardo DiCaprio til þess að leika Rómeó að kvikmynda- fyrirtækið gaf honum grænt ijós. Húmor og hönnun Hvert einasta smáatriði í kvikmynd Luhrmans er útpælt. Hvort sem það eru peningarnar sem leikararnir nota eða einkennismerki lögreglunnar. Gamansemi réð einnig för í notaða í kvikmyndinni. hönnuninni, t.d. er mynd af leikstjóranum sjálfum á 100 dollaraseðlum Verónuborgar. I myndinni má einnig sjá fatahreinsuni- na Out Damn Spot, Shylock-bank- ann, billjardstofuna The Globe og Montague byggingarfyri- rtækið. Þessi atriði eru hluti af nútímasviðsm- ynd kvikmyndarin- nar. Unglingageng- in í Rómeó og Júlíu beijast SÉRSTAKT merki var hann- að fyrir lögregluna á Verona Beach. Með kryddi og þremur tegundum af osti ofan á. Ljúffengar brauðstangirnar fylgja öllum tilboðspizzum á Hótel Esju. Dauftdrama Hin fullkomna dóttir (The Perfect Daughter)_________ S p e n n u m y n d+1/z Framleiðandi: Renee Longstreet. Leikstjórr.Harry S. Longstreet. Handritshöfundar: Sean Silas og Renee Longstreet. Kvikmyndataka: Stephen Lighthill. Tónlist: Don Davis. Aðalhlutverk: Tracey Gold, Bess Amstrong og Harold Pruett. 91 mín. Bandaríkin. Cic-myndbönd. Útgáfudagur: 25. mars. Myndin er bönnuð innan 12 ára. ALEXANDRA Michaelson (Trac- ey Gold), lendir fyrir bíl og missir minnið að hluta. Þegar hún kemur heim til foreldra sinna kemst hún að því að ekki er allt með felldu t.d. hafa foreldr- arnir flutt í nýtt hús fyrir utan borgina og nála- förin á hand- leggjum hennar eru ekki bara eftir læknissp- rautur. Helstu gall- arnir við „Hina fullkomnu dótt- ur eru ófrumleiki efnisins og úr- vinnsla þess. Það má segja að myndin fjalli um átök tveggja heima, þ.e. skuggahliða borgarinn- ar og fjölskylduparadísarinnar, en handritið gerir illmennin bragðdauf og fjölskylduna að vælukjóum, svo að áhorfendum verður eiginlega sama um hvorir sigra í átökunum. í miðjunni stendur Tracey Gold og gerir sitt besta til að tjá hinar fló- knu tilfinningar sem bijótast um í vesalings Alexöndru, en litlir leik- hæfileikar verða til þess að Alex- andra verður álíka litlaus og ill- mennin og góða fólkið. „Hin fullkomna dóttir" er mynd sem gleymist jafn skjótt og henni hefur verið spólað til baka. Ottó Geir Borg MYIMDBÖND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.