Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 30/3-5/4 ►NÝ TEGUND hjarta- skurðaðgerðar var nýlega gerð á hjarta- og lungna- skurðdeild Landspítalans þegar stór hluti af vinstra slegli hjarta var skorinn brott til að gera hjartanu kleift að starfa eðlilega á ný. Um var að ræða fertug- an sjúkling með of stórt hjarta og hefur hann út- skrifast af gjörgæsludeild við góða líðan. ►RÍKISSTJÓRNIN hefur að ósk ASÍ breytt frum- varpi um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða og tryggt áframhaldandi fullt forræði verkalýðshreyf- ingar og samtaka atvinnu- rekenda á 10% lágmarks- iðgjandi í lífeyrissjóði. Til hafði staðið að launamenn gætu sjálfir ráðstafað þeim hluta iðgjalds sem var um- fram 10 þús. kr. á mánuði. ►FIMM ára telpa lést í bíl- slysi við Borgarnes á þriðjudag. Hún hét Hildur Harpa Hilmarsdóttir til heimilis á Engiþjalla 13 í Kópavogi. ► HJÓN úr Hafnarfirði og fimm ára sonur þeirra hafa legið lífshættulega slösuð á sjúkrahúsi eftir umferðar- slys á Reykjanesbraut ann- an dag páska. ►GÚSTAFBj arnason handknattleiksmaður bætti 31 árs gamalt markamet Hermanns Gunnarssonar þegar hann skoraði 21 mark í sigri íslendinga á Kínverjum i landsleik á Selfossi. Leiknum lyktaði 31:22 íslandi í vil. Met Her- manns var 17 mörk og sett i leik gegn Bandaríkjunum árið 1966. Neikvæð áhrif af þýskri frétt Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, óttast neikvæð áhrif fyrir flugfélagið af frétt sem þýska dagblaðið Bild Zeit- ung birti á fóstudag þar sem fram kemur að íslensku flugfélögin Flugleið- ir og Atlanta séu meðal tíu flugfélaga þar sem flugöryggi er ábótavant. Upp- lýsingar blaðsins byggðust á niðurstöð- um atugana þýska loftferðaeftirlitsins sem bar fréttina til baka í gær. Til athugunar er hjá Flugleiðum að höfða skaðabótamál á hendur þýska blaðinu. Aðeins verkfall hjá RARIK Kjarasamningur Iðju við vinnuveitend- ur var felldur með atkvæðum 72% þeirra félagsmanna sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu. Samningur RSÍ og RARIK var einnig felldur með miklum meirihluta en almennir kjarasamningar RSÍ við vinnuveitendur og við ríkið voru samþykktir með 80% atkvæða. Verkfall rafiðnaðarmanna hjá RARIK hófst á miðnætti á laugardag. Verk- fall bankamanna stóð í um hálfa aðra klukkustund aðfaranótt föstudags en var frestað eftir að samningur náðust. Boðuðum verkföllum flugvirkja og fé- lagsmarina í Matvæla- og veitingasam- bandi íslands var frestað áður en til þeirra kom þar sem samningar höfðu náðst. Þá var verkfalli, sem hófst í flest- um byggðarlögum á Vestfjörðum á miðvikudag, frestað samdægurs til 21. apríl næstkomandi án þess þó að sam- ið hefði verið. Fimm í fjársvikum Fimm menn sitja í gæsluvarðhaldi að kröfu RLR vegna rannsóknar á um- fangsmiklu fjársvikamáli. Alls hafa tíu verið handteknir vegna málsins. Menn- imir eru grunaðir um að hafa á skömm- um tíma svikið út um 35 milljónir króna, með því að gefa út tékka, víxla og skuldabréf í nafni félags sem átti engar eignir aðrar en kennitölu frá Hagstofu íslands. Mennimir keyptu byggingavörur, bíla og fasteign og komu í verð með einhveijum hætti. * Afram átök vegna landnemabyggða PALESTÍNSKA lögreglan handtók í vikunni um þijátíu félaga í íslömsku samtökunum Jihad, en Israelar segja þá hafa staðið að misheppnaðri tilraun til að ráða ísraelsk skólabörn af dög- um. Tveir Palestínumenn létu lífið I henni en ísraelar og Palestínumenn kenna hvorir öðrum um sprengingam- ar. Þá létu tveir Palestínumenn lífið í óeirðum á Vesturbakkanum, sem hafa nú staðið í á þriðju viku. Palest- ínumenn mótmæla fyrirhuguðum byggðum gyðinga á hernumdu svæð- unum en á fimmtudag lýsti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, því yfir að stjóm stn myndi áfram leyfa nýbyggðir, hvað sem liði mót- mælum Palestínumanna og annarra þjóða. Myndi hann færa Bill Clinton Bandaríkjaforseta þau skilaboð á fundi þeirra í þessari viku. Albönum heitið aðstoð FULLTRÚAR Evrópusambandsins, Öryggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu og ýmissa evrópskra ríkja, stað- festu á fundum með Bashkim Fino, forsætisráðherra Albaníu, í vikunni að þau myndu veita Alböndum, mat- væla-, efnahags- og hernaðaraðstoð til að koma á eðlilegu ástandi í land- inu að nýju. Mikil reiði ríkir í garð ítala, sem leggja fram um helming 5.000 herliðs til Albaníu, ( borginni Vlore í Albaníu, en tbúar þar fullyrða að ítalskt herskip hafí siglt vísvitandi á albanskan bát, með þeim afleiðing- um að hann fórst og um áttattu manns með honum, flest konur og börn. ►SVARINN andstæðing- ur Mobutus Sese Seko, forseta Zaire, var skipað- ur forsætisráðherra lands- ins á miðvikudag. Hann bauð skæruliðum, sem stefna að því að steypa Mobutu af stóli, sæti i rík- isstjórn sinni en þeir höfn- uðu boðinu. ►FORSETAR Hvíta- Rússlands og Rússlands, Alexander Lúkasjenkó og Borís Jeltsin, undirrituðu á miðvikudag stytta út- gáfu af samningi um að ríkin tvö stofnuðu með sér ríkjasamband. Er samn- ingurinn var undirritaður kom til mótmæla sjálf- stæðissinna í höfuðborg H víta-Rússlands. ►39 meðlimir sértrúar- safnaðar í Suður-Kalifor- niu frömdu sjálfsmorð i dyrabilviku. Trúði fólkið því að geimskip, sem væri i felum á bak við Hale- Bopp halasljörnuna, myndi sækja það og flytja út í geim. ►PAKISTANSKA þingið samþykkti i vikunni stj órnarskrárbreytingu sem dregur mjög úr rétti forsetans til að reka rík- isstjórnir frá völdum, skipa herforingja og hér- aðsstjóra. ►HELMUT Kohl, kansl- ari Þýskalands, lýsti á flmmudag yfir að hann hefði hug á þvi að leita eftir endurkjöri og verða kanslari í fimmta sinn. FRÉTTIR Lögmaður flytur mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur Telur skipan barnavemdar- mála brot á mannréttindum „SKIPAN barnaverndarmála sam- ræmist ekki þeirri reglu, sem kveðið er á um í mannréttindasáttmála Evr- ópu, að sjálfstæður og óvilhallur dóm- stóll skuli úrskurða um réttindi og skyldur manna,“ sagði Páll Ásgeir Davíðsson lögmaður í samtali við Morgunblaðið. Páll Ásgeir flutti próf- mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þar sem hann hélt því fram að heimildir bamaverndaryfirvalda til að taka íþyngjandi ákvarðanir um málefni foreldra og barna þeirra stríddu gegn mannréttindasáttmá- lanum, sem Alþingi samþykkti sem lög árið 1994. Umrætt mál fyrir héraðsdómi höfðaði kona gegn bamaverndar- nefnd Reykjavíkur, til að freista þess að fá þijú böm sín aftur. Þau höfðu verið tekin úr hennar forsjá þar sem hún á við þunglyndi og óreglu að striða og taldi bamavemdamefnd hana óhæfa til að annast þau. íþyngjandi ákvarðanir „Áður fyrr var dómsmálum skipað svo hér á landi að bæjarfógetar rann- sökuðu mál og dæmdu í þeim, en þessu var breytt," sagði Páll Ásgeir. „í 6. grein mannréttindasáttmálans er tekið skýrt fram, að þegar kveða skuli á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skuli hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Barnavernd- arnefnd fylgist með foreldrum, tekur skýrslur af fólki, fyrirskipar rann- sókn á foreldrum eða börnum þeirra og hefur þannig alla þætti rannsókn- ar máls á sinni hendi. Nefndin getur tekið ýmsar íþyngjandi ákvarðanir, eins og að setja börn á vistheimili eða kyrrsetja þau á sjúkrahúsi. Þar með tekur hún afstöðu til málefnis bamanna og foreldra þeirra." Páll Ásgeir sagði að barnavernd- armál gætu endað með að foreldrar væru sviptir forsjá barna sinna. „Með því er verið að taka ákvörðun um einkamálarétt foreldranna, þann grundvallarrétt að hafa börn sin hjá sér. Slíkar ákvarðanir verða hlut- lausir aðilar að taka. Þrátt fyrir að málum sé vísað til dómstóla getur málmeðferð barnaverndaryfirvalda tekið allt að 7 mánuði og á þeim tíma eru fjölskyldur sundraðar." Páll Ásgeir sagði að þótt mál kæmu til kasta dómstóla breytti það engu um brotið. „Mannréttindabrot má ekki líða, undir því yfirskini að bætt sé úr þeim síðar. Barnavernd- arlög miða að því að tryggja hags- muni barna, en bamaverndaryfir- völd em ekki hæf til að meta mann- réttindi foreldra. Það er lögfræðilegt álitamál, sem á að koma til kasta dómstóla." Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Isdans á páskum ÞÓ AÐ allir þrái að vetur kon- ungur lini senn tökin og vorið komi sem fyrst er ísinn og siýór- inn jafnan kærkominn leikvöllur barnanna. Þessir fjögur börn sem heita Bergþór Ingi, Dröfn, Smári Kristján og Jóhann Hall- dór eiga heima á bæjunum Dalbæ og Miðfelli í Hreppum og voru að leik á lítilli tjörn í aftanskini páskadagsins þegar smellt var myndafþeim. Nefndir á vegum ráðuneyta Konur 23% nefndarmanna í NEFNDUM sem skipaðar hafa verið á vegum ráðuneytanna á ár- unum 1995-97 eru konur 434, eða 23% af heildarfjölda nefndarmanna sem er 1902. Af 329 formönnum nefnda eru 66 konur, eða 20%. Þetta kemur fram í svari forsætis- ráðherra við fyrirspurn Guðnýjar Guðbjörnsdóttur alþingismanns. Lægst er hlutfall kvenna í nefnd- um landbúnaðarráðuneytisins. Þar eru nefndannenn 66 og þar af er ein kona. í nefndum samgöngu- ráðuneytisins er einnig aðeins ein kona, en þar er heildarfjöldi nefnd- armanna 25. í nefndum sjávarút- vegsráðuneytis eru fimm af 92 nefndarmönnum konur, eða rúm 5%. Hlutfall kynjanna er næst því að vera jafnt í nefndum félagsmála- ráðuneytis en þar eru konur 69 af 172 nefndarmönnum, eða um 40%. Samsvarandi hlutfall í heilbrigðis- °g tryggingaráðuneytinu er 35% og í menntamálaráðuneyti 32%. í öðrum ráðuneytum er hlutfallið frá 12-20%. Vestmannaeyjar Ung- kona kærir lík- amsárás KONA á þrítugsaldri hefur kært fyrrum unnusta sinn fyr- ir líkamsárás, eftir að hann kýldi hana í andlitið aðfaranótt laugardags. Konan hlaut mikla áverka af og þurfti að sauma sjö spor í andlitið, að sögn lög- reglunnar í Vestmannaeyjum. Parið mun hafa verið í teiti um nóttina og lent í rifrildi með fyrrgreindum afleiðing- um. Málið er nú í höndum Rann- sóknarlögreglunnar í Vest- mannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.