Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 31 v
ERLENDUR
SÆMUNDSSON
+ Erlendur J. Sæ-
mundsson
fæddist í Hafnar-
firði II. mai 1931.
Hann lést 30. mars
síðastliðinn. Hann
var sonur hjónanna
Sæmundar Sigurðs-
sonar, verkamanns
í Hafnarfirði, f. 4.2.
1894, d. 20.8. 1945,
og Guðrúnar Jóns-
dóttur, húsmóður
og verkakonu í
Hafnarfirði, f. 13.8.
1900, d. 16.8. 1993.
Systkini Erlends
voru Guðrún Margrét, f. 16.4.
1925, d. 11.1. 1949, Sigurbjörg,
f. 24.9. 1928, d. 8.10. 1994, og
Þórir, f. 7.11.1935, d. 5.4.1993.
Uppeldissystir hans er Særún
Axelsdóttir, dóttir Guðrúnar
Margrétar.
Hinn 20.8. 1964 kvænist Er-
lendur Maijorie Ann, f. 7.9.
1935, d. 21.8.1988. Þau eignuð-
ust þijá syni. 1) Víkingur
Andrew, f. 2.4. 1962, sambýlis-
kona hans er Hugrún Högna-
dóttir, f. 22.8. 1966,
og eiga þau tvo
syni. 2) Sæmundur
Eric, f. 6.6. 1964.
3) Guðjón Paul, f.
4.4. 1967. Erlendur
átti fyrir son, Guð-
mund Kr., f. 9.11.
1955, kona hans er
Þórdís Hjörvars-
dóttir, f. 15.12.
1957, og eiga þau
tvö börn.
Erlendur ólst upp
í Hafnarfirði, ungur
fór hann að vinna.
Hann var til sjós á
togurum Hafnarfjarðar, og
starfaði einnig sem verslunar-
eigandi og bílstjóri. Á árunum
1977-’80 bjó hann ásamt fjöl-
skyldu sinni norður á Sigiufirði
þar sem hann starfaði sem
verkamaður hjá SR, eftir það
flutti hann til Reykjavíkur og
starfaði sem húsvörður.
Útför Erlends fer fram frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði
mánudaginn 7. apríl og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Dauðinn kom og dauðinn tók,
mig einan eftir skildi. Elsku pabbi
minn, þetta var það fyrsta sem fór
um huga minn er ég gekk inn í
herbergi þitt á páskadagsmorgun.
Þú hafðir sofnað þínum hinsta
svefni. Dauðinn kemur alltaf eins
og reiðarslag, jafnvel eftir svo löng
og ströng veikindi. Elsku pabbi, þú
varst mín stoð og stytta, gegnum
þunnt og þykkt allt mitt líf, og nú
stend ég eftir einn. En ég veit þú
verður hjá mér, í huga mér og fjöld-
skyldu minnar.
Elsku pabbi, ég veit þú ert kom-
inn til betra og bjartara lands þar
sem engin þjáning er til. Þú ert
kominn til mömmu. Ég þakka þér
fyrir allt sem þú gafst mér.
Þú sæla heimsins svalalind,
6, silfurtæra tár,
er allri svalar ýtakind
og ótal læknar sár.
Æ, hverf þú ei af auga mér,
þú ástblíða tár,
er sorgir heims í burtu ber,
þótt blæði hjartans sár.
Mér himneskt ljós í hjarta skín
í hvert sinn, er ég græt
því drottinn telur tárin mín
ég trúi og huggast læt.
(Kristján Jónsson.)
Guð geymi þig, elsku pabbi minn.
Víkingur.
Elsku Elli afi.
Núna ertu farinn til Guðs, en ég
man alltaf eftir þér. Ég þakka þér
fyrir allar samverustundirnar og
hvað þú varst alltaf góður við mig.
Hérna er ljóð eftir Guðrúnu
langömmu mína.
Vinir kátir vors á fund
vona báti rugga.
Aðrir gráta gengna stund
Guð sig láta hugga.
Hugsaðu stund hlýtt til mín
huggaðu þann sem stynur.
Mæt svo veri minning þín
minn ágæti vinur.
Bless, elsku afi.
Þinn,
Hilmar Már.
Elsku Elli, það er sama í hvaða
mynd dauðinn birtist, hann er aldrei
velkominn. Þú skilur eftir þig stórt
skarð sem aldrei verður fyllt. Sökn-
uðurinn er sár, en ég hugga mig
við margar og góðar minningar um
Þ'gj
Ég veit að Margie, foreldrar þínir
og systkini sem kölluð voru burt
alltof fljótt taka á móti þér með
útbreiddan faðm. Það er huggun
harmi gegn að þú fékkst að sofna
eins og þú óskaðir þér, og ég veit
að nú líður þér vel hjá Guði og ert
laus við allar þjáningar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fýrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gefið mér og börnum mínum, elsku
Elli minn. Blessuð sé minning þín.
Megi góður Guð styrkja okkur öll.
Hugrún Högnadóttir.
Elsku afi, okkur langar að þakka
þér fyrir allar samverustundirnar
sem við áttum og alla þá ást og
hlýju sem þú gafst okkur. Við vitum
að þú og amma vakið yftr okkur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(H.P.)
Eftir lifir minning um góðan afa.
Guð geymi þig og ömmu.
Viðar Orn og Bryiyar.
Kær frændi minn, hann Elli, er
dáinn. Nú gengur hann þann stíg
sem ástkærir foreldrar hans og
systkini hafa þegar gengið og mun
þar mæta opnum örmum. Elli var
eini frændi minn af þessari kynslóð
sem komst á efri ár en það var
ekki eingöngu þess vegna sem hann
taldist uppáhaldsfrændi heldur
vegna þess hver hann var.
Elli var góður drengur og gott
var að vera í návist hans. Þess naut
ég einkum á mínum yngri árum og
nú seinni árin þegar við ættingjar
hans sóttum aukinn styrk hver til
annars eftir tíð andlát ástvina í fjöl-
skyldunni.
Elli var ávallt reiðubúinn að taka
málstað þeirra verr settu og vildi
að réttlætinu væri framfylgt enda
ekki langt að sækja hugsjónina um
jafnrétti, frelsi og bræðralag. Hann
var ekki fyrir það að berast mikið
á heldur sýndi þeim umburðarlyndi
sem á því þurftu að halda og var
laus við alla fordóma. Ungur man
ég eftir því að hann tók málstað
minn og bræðra minna þegar við
börðumst fyrir því að fá að safna
síðu hári á 7. áratugnum við tak-
markaða hrifningu foreldra. Þetta
er lítið og hversdagslegt dæmi en
þannig var Elli, tilbúinn að veija
málstað þess er átti undir högg að
sækja. Sjálfur gerði hann ekki mikl-
ar kröfur, allra síst um efnisleg
gæði enda sótti hann styrk sinn
fremur í hið andlega. Síðustu árin
var hann orðinn mikill sjúklingur
og bjó við erfið kjör, þau kjör sem
samfélag okkar er ábyrgt fyrir og
býður eldra fólki og öryrkjum. Aum-
ur var maður að geta ekki rétt hon-
um hjálparhönd í ljósi þess hve af-
stæð hugtök ríkidæmi og fátækt
eru. Oft steðjuðu erfiðleikar að en
ávallt var stutt í léttleikann sem bjó
í honum sem og í fjölskyldu hans.
Þessi húmor gat verið kaldhæðinn
en beindist þó einkum að honum
sjálfum. í veikindunum kom læknir
Élla eitt sinn að máli við hann og
sagði að hann yrði að hætta að
reykja vildi hann halda lífí. Elli svar-
aði að af tvennu illu vildi hann frem-
ur deyja af völdum reykinga en úr
leiðindum enda óttaðist hann ekki
dauðann.
Þrátt fyrir öldurót lífsins var hug-
ur Ella ávallt opinn og gætti jafnvel
stundum dálítillar ævintýraþrár.
Hann átti til að vera óhræddur við
að reyna eitthvað nýtt. Um tíma var
hann mikið á faraldsfæti og hafði
víða búsetu. Hann stundaði marg-
vísleg störf bæði til lands og sjávar.
Hann var verkmaður í bæ, stundaði
bústörf í sveitum og yngri árum
sigldi hann m.a. til Englands þar
sem hann kynntist síðar eiginkonu
sinni Maijorie en hún lést árið 1988.
Eignuðust þau þijá syni og hófu
sinn búskap að Urðarstíg 6 í Hafn-
arfirði þar sem móðir Ella bjó. Hús-
ið að Urðarstíg byggði faðir hans
Sæmundur af miklum myndarskap
árið 1928, en hann missti Ellu á
unglingsárum og nokkru síðar Mar-
gréti systur sína. Elli átti ekki langt
að sækja verklagnina og byggði síð-
ar við þetta hús sem honum var
kærast allra húsa staðsett í þeim
bæ sem hann unni mest. Þar ólst
hann upp á heimili góðra foreldra
og samrýndra systkina. Þessara ára
minnist Elli sjálfur í minningargrein
um móður sína Guðrúnu að henni
látinni 1993: „Ég minnist hins góða
anda sem ríkti heima, þegar við
sátum öll saman í eldhúsinu, pabbi
söng og sagði sögur, þú hjálpaðir
okkur að draga til stafs. Þótt aura-
ráð væru ekki mikil en fátæktin því
meiri man ég ekki til þess að hafa
lagst svangur til svefns.“ Og í minn-
ingargrein um systur sína Sigur-
björgu að henni látinni 1994 skrifar
Elli: „Ég man er við sem lítil böm,
umvafin ástúð góðra foreldra lékum
okkur bjarta sumardaga og á dimm-
um vetrarkvöldum uppi á lofti undir
súð þar sem lesnar vom sögur við
kertaljós ..." Þessar sögur hafa haft
mótandi áhrif á ungan dreng því
Elli var einkar góður penni. Fetaði
hann í fótspor móður sinnar og orti
§ölda kvæða og vísna þar sem til-
finningar og hugsanir fengu að
streyma óhindrað. Svo vel var ort
að hann fékk hól þeirra manna sem
vit hafa á og m.a. birtist kveðskap-
ur hans í Lesbók Morgunblaðsins.
Hann var hvattur til að birta Ijóð
sín jafnvel með útgáfu í huga. Man
ég að föður mínum Þóri, sem lést
1993, var tíðrætt um þennan hæfi-
leika bróður síns. Þótti honum sárt
til þess að vita að Elli skyldi hafa
brennt mörg þeirra ágætu ljóða sem
hann orti á yngri ámm. En eftir
hann liggur þó kveðskapur sem
hann orti síðar.
Áhugi Ella beindist ekki einungis
að kveðskap, hann hafði mjög gam-
an af að hlýða á tónlist og var
„country" tónlist hans uppáhald. í
henni fann hann þá gleði og þann
trega sem hann upplifði í eigin lífí.
Oft sátu þeir bræður, pabbi og hann,
hlustuðu og deildu um hver söngvar-
anna væri bestur. En tónlistin var
ekki eina deiluefnið því móður hans
og þeim systkinum varð oft tíðrætt
um þjóðmálin og hélt hver fram
sinni skoðun, þó allar gmndaðar á
jafnaðarstefnunni. Þessum umræð-
um fylgdu aldrei særindi heldur
vora þær ástríða sem hvergi annars
staðar en í þessum hópi var veittur
betri farvegur. Nú em þessar um-
ræður hljóðnaðar en vonandi teknar
upp i öðmm heimi, þeim heimi sem
Elli var óhræddur að mæta og vakti
forvitni hans því hann velti mikið
fyrir sér trú- og eilífðarmálum.
Að endingu vil ég þakka Ella og
þeim ástvinum mínum sem á undan
honum hafa kvatt fyrir það sem þau
innrættu mér með lífi sínu, hugsun-
um og gjörðum. Megi elska Guðs
umvefja þau eins og þeirra elska
hefur umvafið okkur sem eftir
stöndum. Ég votta sonum hans,
uppeldissystur og öðrum ástvinum
mína dýpstu samúð.
Sæmundur Rúnar Þórisson.
Hníg þú hóglega
í hafskautið mjúka
rððull rósfagur
og rís að morgni
frelsari, fijóvgari
fagur pðs dagur
blessaður, blessandi
bliður röðull þýður.
(J.H.)
Svo kvað Jónas um hringrás nátt-
úrunnar. Nú er minn ástkæri móð-
urbróðir Elli allur og horfinn á burt
í hringrás eilífðarinnar. Hann
kvaddi þennan heim á sjálfan páska-
dagsmorgun og hélt á vit annars
heims, á fund látinna ástvina. Þeirra
endurfunda hafði hann beðið, endur-
fundanna við sína ástkæm eigin-
konu, systkinin öll þijú, móður og
föður, en þau höfðu öll farið á und-
an honum yfir móðuna miklu. Hann
kynntist ungur sorginni þegar hann
missti föður sinn ungur drengur og
elstu systur sína skömmu seinna.
Hann hafði viðkvæma listamanns-
lund og fann tillfingum sínum far-
veg í ljóðum, því hann var skáld-
mæltur og orðhagur og elskur að
orðsins list. Konu sína missti hann
fyrir aldur fram fyrir 9 ámm og
móðir hans, bróðir og systir létust
öll fyrir nokkram árum og saknaði
hann þeirra sárt enda vom þau
mjög samrýnd. Það vom ávallt fjör-
ugar umræður í gangi og karpað
um heimsins gagn og nauðsynjar í
þessum glaðværa og samhenta
systkinahópi frá gamla góða Urðar-
stíg 6 I Hafnarfirði. Þegar Elli var
orðinn einn eftirlifandi var eins og
hann væri tilbúinn til þess að taka
á móti dauðanum þegar hann kveddi
dyra. Hann hafði um árabil átt við
erfiðan hjarta- og æðasjúkdóm að
stríða, en bar sínar þjáningar í hljóði
og hélt áfram að fara eigin leiðir
keikur og engum háður. Hann var
að vinna allt fram á síðustu ár, síð-
ast sem húsvörður við blokk í Sól-
heimum. Þar lagði hann mikla rækt
við garðinn sinn og hlaut viðurkenn-
ingu borgaryfirvalda fyrir fegursta
garðinn þetta ár. Þegar sjúkdómur-
inn ágerðist kom vel í ljós styrkur
hans og æðmleysi. Hann hafði öðl-
ast þroska og visku þess sem þekk-
ir bæði lífið og dauðann. Lífsnautna-
maður á yngri ámm og hófsemdar-
maður seinni árin, þekkti gleðina
og ljósið jafnt sem sorgina og
myrkrið. Á degi upprisunnar sofnaði
hann burt úr þessum heimi með von
ljóssins í hjarta.
Á bemskuheimili mínu á Urðar-
stíg bjuggu foreldrar mínir, bróðir,
amma, Særún frænka og Elli frændi
og ótal minningar leita á hugann gp.
frá þessu skemmtilega húsi, umluk-
ið hrauni og álfaklettum, og lífínu
þar. Elli bjó í risherberginu og var
togarasjómaður á þessum ámm. Það
var alltaf eitthvað spennandi og
óvænt við Ella. Hann kom færandi
hendi úr siglingum og löngum
stundum sat ég í risinu og hlustaði
á nýjustu plötumar, sem hann kom
með frá Englandi; Elvis, Fats Dom-
ino o.fl. Hann ók um á amerískum
kagga og bauð mér í ökuferð um
bæinn með hinum töffurunum og
pæjunum. Hann var skáldmæltur
og fór með ljóðmæli og hafði Stein-**
Steinarr á hraðbergi. Stundum
hræddi hann líftóruna úr okkur
bömunum með mergjuðum drauga-
sögum og uppátækjum. Hann hafði
næma tilfinningu fyrir orðsins list
og kom oft með óvænt sjónarhom
um lífið og tilveruna. Maður sæi
betur í myrkri en í björtu inn í eilífð-
ina.
Elli sótti eiginkonu sína til Hull
í Englandi og var oft kátt á hjalla
hjá þeim hjónum og stundum erfítt.
En samband þeirra dafnaði vel og
óx með ámnum. Þau eignuðust þijá
sonu.
í tvö sumur dvaldist ég hjá þeim
hjónum í sveitinni og var aðstoðar-
maður Ella hjá Jóni á S-Reykjum**'
og hjá Guðjóni í Gufudal. Þetta vom
ógleymanleg sumur. Elli hafði alltaf
nægan tíma við sín störf til að ræða
um allt milli himins og jarðar og
kom fram við mig 11 ára af fullri
virðingu. Hann opnaði augu bams-
ins fyrir fegurðinni í náttúmnni
jafnt í því stærsta sem því smæsta.
Við horfðum á blómin og stjömurn-
ar og hlustuðum á söng sólskríkj-
unnar. Fyrir allt þetta þakka ég.
Erlendur vann um ævina við
ýmis störf sem sjómaður, verkamað*v
ur, fjósameistari, bfistjóri og hús-
vörður o.fl. og lagði alúð í sín störf.
Hann átti stóra drauma, hagleiks-
maður í höndum og orðlist, en þeir
komu ekki allir á daginn. Hann
sættist við sitt hlutskipti og óx af
erfiðleikunum.
Ég og fjölskylda mín sendum
sonum hans og öðmm ástvinum
samúðarkveðjur.
Þetta ljóð orti Elli eftir lát eigin-
konu sinnar, Maijorie:
Þjáning mín leitar eftir svari
út í rökkur harmsins
en fær ekkert svar.
Og niður fölbleika vanga
hinnar hnígandi sólar
drýpur þögnin ^
á sorg mína,
og í homi þjáninga minna
þomar hún
og verður að dufti
sem fýkur í stormi lífsins
eilífa hringrás
en kemur þó aldrei aftur.
(Erlendur Sæmundsson.)
Sæmundur Haraldsson.
STEFANSBLDM
Skipholti 50 b - Sími 561 0771
Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró
r
Islensk framleiðsla
Sendum
myndalista
MOSAIK
Hanuirshöfði 4 - Revkjavik
simi: 587 1960 -Jax: 587 1986