Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D 77. TBL. 85. ARG. SUNNUDAGUR 6. APRIL1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Kristinn GENGIÐ FRA NÓTINNIÁ GRANDA Palestínu- menn vara Clinton við PALESTÍNSKIR embættismenn sögðust í gær hafa ákveðið að vara Bill Clinton Bandaríkjaforseta við því að „sprenging" á friðarferli Israela og Palestínumanna gæti hæglega leitt til frekari átaka á milli þjóðanna. „Oflum friðar er hafnað og ofheldisöflum otað fram,“ sagði Ahmed Abdel-Rahman, framkvæmda- stjóri sljórnar Palestínumanna. Hann seg- ir stjórnina hafa ákveðið að senda Clinton skilaboð til að útskýra „hversu alvalegt núverandi ástand sé“ en forsetinn mun eiga fund með forsætisráðherra ’lsraels um málið á mánudag. Vondaufir hægrimenn TVEIR af hverjum fimm kjósendum norska Hægriflokksins telja að Kjell Magne Bondevik, formaður Kristilega framfaraflokksins, myndi standa sig bet- ur í embætti forsætisráðherra en formað- ur flokksins, Jan Petersen. Þá taka rúm- lega 30% hægrimanna Thorbjorn Jag- land, forsætisráðherra Verkamanna- flokksins, fram yfir Petersen, að því er fram kemur í Aftenposten. Landsfundur Hægriflokksins stendur nú yfir og segir blaðið ljóst af ræðu Petersens að hann hafi gefið upp von um að fara fyrir nýrri ríkisstjórn eftir þingkosningar, sem haldnar verða síðar á árinu. Díana efnaðri en Karl DIANA prinsessa er efnaðri en fyrrver- andi eiginmaður hennar, Karl prins, að því er fram kemur í breska blaðinu Sunday Times. Þar segir að ástæðu ríkidæmis Diönu megi fyrst og fremst rekja til skiln- aðarsáttmála þeirra hjóna, sem hafi verið henni nýög í hag, svo og andláts föður hennar. Eignir hennar eru metnar á um 1,7 miHjarða ísl. kr. en sagt er að þar af sé um 1,5 milljarðar hlutur prinsessunnar við skilnaðinn. Er Díana sögð 916. ríkasti Bretinn en Karl kemst ekki á lista yfir 1.000 efnuðustu menn Bretlandseyja þar sem eignir hans heyri að stórum hluta til undir móður hans, Elísabetu drottningu. Snúast gegn Berisha KOMINN er upp klofningur í flokki Sali Berisha, forseta Albaniu, og hafa 20 þing- menn undirritað yfirlýsingu um, að þeir ætli ekki lengur að láta hann segja sér fyrir verkum. Klofningurinn í Lýðræðis- flokki Berisha, sem hefur mikinn meiri- hluta á albanska þinginu, er mesta atlag- an, sem gerð hefur verið að forsetanum. Ríkjasamband Rússlands og Hvíta-Rússland Samningur verði Rússum ekki byrði Sergei Jastrsjembskí verður nýr ráðgjafi Jeltsíns 1 erlendum málefnum Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hét því í útvarpsávarpi í gær að hann myndi leggja áherslu á bætta stöðu mannréttindamála í Hvíta-Rússlandi og að auka umbætur þar í landi. Jafnframt hét hann Rússum því að samningur, sem undirritaður var á mið- vikudag um ríkjasamband Rússlands og Hvíta-Rússlands, myndi ekki verða þeim byrði. Fullyrt var í gær að Jeltsín hefði rekið helsta ráðgjafa sinn í erlendum mál- efnum, Dmitrí Rjúríkov, á föstudag vegna óánægju með undirbúning hans fyrir ríkja- sáttmálann. Ekki kom fram í hveiju óánægjan með Rjúríkov felst en Sergei Jastijsembskí, talsmaður Jeltsíns, mun taka við störfum hans. „Við munum ekki stíga skref aftur á bak til að komast á sama stig og banda- menn okkar og félagar. Við munum gera allt til þess að lýðræðisleg verðmæti, tján- ingarfrelsi og fjölmiðlafrelsi verði sameig- inlegt ríkjunum í ríkjabandalaginu," sagði Jeltsín í ávarpinu í gær. Upphaf, ekki endir Skömmu áður en samningur þjóðanna var undirritaður var haldinn skyndifundur í rússnesku stjórninni og drógu Rússar töluvert úr vægi hans, en markmið Alex- anders Lúkasjenkós, forseta Hvíta-Rúss- lands, var að að sameina fyrrverandi Sovét- lýðveldin tvö. „Þetta er upphafið á leiðinni að sameiningu, ekki endir,“ sagði Jeltsín í gær og ítrekaði að samningurinn væri að- eins grunnur að frekari viðræðum um sam- einingu. Allir Rússar ættu að fá möguleika til að tjá sig um svo mikilvæga ákvörðun, sem sameining ríkjanna væri. Zairemenn funda í S-Afríku Lubumbashi, Pretoríu. Reuter. FULLTRÚAR Mobutu Sese Seko, for- seta Zaire, og skæruliða, sem náð hafa um þriðjungi landsins á sitt vald, hófu í gær friðarviðræður í Suður-Afríku. Borgarastyijöld hefur nú staðið í hálft ár í Zaire og hefur komið mjög niður á óbreyttum borgurum og flóttafólki, sem hrynur niður úr næringarskorti og sjúk- dómum. Ekki er vitað hversu lengi við- ræðurnar munu standa. Fulltrúar skæruliða fögnuðu því að gengið væri til viðræðna þó seint væri, sögðust hafa beðið um þær fyrir fímm mánuðum. Þeir sækja hratt fram gegn stjórnarhernum, náðu í fyrrinótt á sitt vald borginni Mbuji-Mayi, miðstöð dem- antavinnslu í landinu. Fögnuðu borg- arbúar þeim ákaft. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hvatti í fyrradag stríðandi fylkingar í Zaire til að gera hjálparstarfsmönnum kleift að aðstoða flóttafólk frá Rúanda til að snúa til síns heima en ástandið í flóttamannabúðum er víða skelfilegt. Aftur verður keypt mjólk í Barónsfjósinu NÁTTSTAÐIR í Nígeríu og Níger FRAMTIÐIN ER í PLASTINU B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.