Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Píanótónleikar í Gerðarsafni
JÓNAS Ingimundarson og Helga Bryndís Magnúsdóttir.
m
Jónas og Helga
Bryndís leika
fjórhent
PÍ ANÓLEIKARARNIR Helga
Bryndís Magnúsdóttir og Jón-
as Ingimundarson leika á tón-
leikum í Listasafni Kópavogs,
Gerðarsafni, mánudagskvöld-
ið 7. apríl kl. 20.30. Þau Helga
Bryndís og Jónas leika fjór-
hent efnisskrá með völsum og
ungverskum dönsum eftir
Brahms og slavneskum döns-
um eftir Dvorák.
Helga Bryndís á að baki
langt tónlistarnám, fyrst á
æskuárum í Vestmannaeyjum
og síðan í mörg ár í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík, sem
hún lauk með einleikaraprófi.
Síðar var Helga Bryndís í
framhaldsnámi bæði í Vínar-
borg og Helsinki um árabil.
Helga Bryndís hefur víða
komið við í íslensku tónlistar-
lífi, haldið einleikstónleika,
tekið þátt í kammermúsík og
starfað mikið með Caput-
hópnum. Hún starfar við
kennslu og píanóleik á Akur-
eyri.
Þau Helga Bryndís og Jón-
as þekkjast vel og hafa gert
töluvert að því að leika saman
fjórhent á píanó, fyrst á
námsárum Helgu í Tónlistar-
skólanum, en Helga var nem-
andi Jónasar í níu ár og síðan
þá alltaf annað slagið í gegn-
um árin. Oft hefur staðið til
að búa til efnisskrá og gefa
fólki kost á að hlýða á sam-
leik þeirra en af því hefur
ekki orðið fyrr en nú.
Auk samleiks þeirra mun
Helga Bryndís Magnúsdóttir
leika verk eftir Frans Liszt á
tónleikunum.
Samkvæmt venju á tónleik-
um „Við slaghörpuna" verða
stuttar kynningar látnar
fljóta með milli þess sem dans-
arnir duna.
Morgunblaðið/Þorkell
ELLY Ameling við upphaf fyrsta námskeiðsins á föstudag.
Ameling
kennir ís-
lenskum
songvurum
Morgunblaðið/Kr. Ben.
FRÁ myndlistarsýningunni í Menningarmiðstöðinni í Grindavik.
Snorri Snorrason, myndlistarmaður frá Selfossi, við tréskurðar-
mynd sína sem hann nefnir Fantasía um Thule og sækir myndefn-
ið í söguna um fund Thule árið 323 fyrir Krist.
Málverk og tré-
skurður í Grindavík
Grindavík. Morgunblaðið.
SÝNING á málverkum og tréskurð-
armyndum Snorra Snorrasonar,
myndlistarmanns frá Selfossi, í
Menningarmiðstöðinni í Grindavík
lýkur um helgina.
Snorri byrjaði að mála og skera út
í rekavið 1993 og má segja að honum
sé listin í blóð borin, því eftir að
hafa stundað margvísleg störf í gegn-
um árin bæði hér heima og í Banda-
ríkjunum lá leiðin í myndlistina án
þess að hann hefði lært til þess sér-
staklega. Fyrir nokkrum árum eða
um það leyti sem hann var að byija
fór hann á námskeið í tréskurði.
Kennarinn sá að hann hafði ekki
þolinmæði til að læra undirstöðuatrið-
in, svo hann hvatti Snorra til að halda
áfram út frá eigin hjarta.
Snorri hélt sína fyrstu sýningu í
Eden í Hveragerði 1993 og hefur
hann síðan haldið nokkrar einkasýn-
ingar og tekið þátt í samsýningum
á Suðurlandi og víðar.
SÖNGNÁMSKEIÐ (master-
class) hollensku sópransöng-
konunnar, Elly Ameling, hófst
á föstudag í Gerðubergi og lýk-
ur i dag, sunnudag. Námskeiðið
er haldið fyrir unga söngvara
en síðan Ameling hætti að
syngja opinberlega í febrúar á
síðasta ári hefur hún ferðast
víða um heim og haldið slík
námskeið. Hingað kom hún frá
Bandaríkjunum þar sem hún
hefur verið við námskeiðahald
í sjö vikur.
Ameling hefur verið talin ein
fremsta ljóðasöngkona á þess-
ari öld og hefur verið rómuð
fyrir raddfegurð og einstakan
skilning og túlkun á frönskum
og þýskum sönglögum.
Námskeiðið í Gerðubergi er
haldið á vegum Schuberthá-
tíðarinnar sem staðið hefur
undanfarnar vikur í Garðabæ
undir sljórn hollenska hljóm-
sveitarstjórans og píanóleikar-
ans, Gerrit Schuil.
Námskeiðið er opið áheyrend-
um en í dag, sunnudag, stendur
þaðfrákl. 10.00 til 12.30.
FUNDUR SJÓÐFÉLAGA
Fimmtudaginn 10. apríl 1997, kl. 17:15 í tónleikasal FÍH viö Rauðagerði 27, Reykjavík
1. Tónlist, kaffi og meðlæti.
2. Fundarsetning.
3. Skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 1996.
4. Kosningar.
5. Önnur mál.
6. Tónlist. Tríó Þóris Baldurssonar leikur nokkur lög.
Sjódfélagar eru hvattir til að mcetal
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
• Aðili að Verðbréfaþingiíslands •
Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Myndsendir 560-8910.
GoldStar GT-9500
Þráðlaus sími fyrir heimili og fyrirtæki, með innbyggt
símtæki í móðurstöð og innanhússtalkerfi milli
allt að þriqqia þráðlausra síma og móðurstöðvar.
Grunnpakki:
Aðalsími með einum
þráðlausum síma og öllum
fylgihlutum s.s. síma- og
rafmagnssnúrum,
hleðslutæki, rafhlöðu og
leiðbeininaum á íslensku.
Verð kr. 24.490,- stgr.
Auka þráðlaus sími:
Þráðlaus sími með
hleðslutæki, rafhlöðu og
leiðbeiningum á íslensku.
Verð kr. 11.900,- stgr.
S ístel
S I öumú la 37 ■ 1 0 8 Revkjavlk
Slmi 588 - 2800 - Fax. 566-7447
Endursöluaðilar:
Eyjaradíó - Vestmannaeyjum, Hátlðni - Höfn,
Snerpa - ísafirði, Metró - Akureyri,
Verslunin Heqri - Sauðárkróki