Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 6. APRÍL1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 29,'. STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ORYGGIIFLUGI Flugleiðir hafa hlotið margvís- lega gagnrýni á undanförn- um árum og þeim tæpa aldar- fjórðungi, sem fyrirtækið hefur starfað. Sú gagnrýni hefur beinzt að ýmsum þáttum í viðskipta- stefnu fyrirtækisins. Margt má um fyrirtækið segja í því sam- hengi en fráleitt að halda því fram, að ekki sé gætt fyllsta öryggis í rekstri flugvéla félags- ins eins og fram kom í fjölmiðlum í Þýzkalandi og víðar um Evrópu í fyrradag. Bezti vitnisburðurinn um þetta er að sjálfsögðu sá, að í rekstri áætlunarflugs Flugleiða hafa ekki orðið alvarleg slys, þótt ein- staka óhöpp hafi orðið, eins og óhjákvæmilega verður í rekstri allra flugfélaga. Þau alvarlegu slys, sem orðið hafa í íslenzku millilandaflugi eru frá fyrri tíð. Flugleiðir hafa lagt gífurlega áherzlu á að tryggja öryggi far- þega og áfallalausan rekstur flugvélaflota félagsins. Um þetta er engin spurning. Félagið hefur yfir að ráða vel menntuðu, vel þjálfuðu og hæfu starfsfólki og hefur búið þessu starfsfólki full- komnustu aðstöðu til þess að tryggja öryggi í rekstri flugvéla félagsins. Árangurinn er sá, sem að ofan greinir. í hvert sinn sem álitamál hafa komið upp í sambandi við öryggi í rekstri flugvéla Flugleiða, svo sem þegar fréttir hafa borizt af gölluðum varahlutum eða gallar hafa fundizt í flugvélum, hafa talsmenn Flugleiða gert skýra og undanbragðalausa grein fyrir því, sem að félaginu hefur snúið í þessum efnum. Hér skal full- yrt, að -íslenzkir farþegar Flug- leiða eru mjög öruggir um sinn hag um borð í flugvélum félags- ins. Fréttaflutningur á borð við þann, sem barst víða um lönd í fyrradag er auðvitað verulegt áfall fyrir Flugleiðir. Það er því miður ótrúlega auðvelt að koma höggi á fólk og fyrirtæki með ábyrgðarlausum fréttaflutningi. Það er auðveldara að vinna tjón með þeim hætti en bæta tjón. Saga Flugleiða í sambandi við öryggismál er hins vegar með þeim hætti, að forráðamenn fyr- irtækisins geta borið höfuðið hátt og hljóta að bregðast við þessum fréttaflutningi með því að koma á framfæri við fjölmiðla erlendis staðreyndum um öryggi í flugrekstri félagsins sem eru óyggjandi og óumdeilanlegar. Hið sama á við um hið unga fyrirtæki Arngríms Jóhannsson- ar, Atlanta, sem einnig varð fyrir barðinu á sögusögnum hins þýzka æsifréttablaðs og annarra fjölmiðla, sem tóku frétt blaðs- ins upp. Ferill Atlanta í öryggis- málum er með þeim hætti að fyrirtækið hefur algerlega stað- ið fyrir sínu og vel það. Enda blasir það við sam- kvæmt því, sem fram kom í Morgunblaðinu i gær, að þýzk flugmálayfirvöld hafa ekki gert nokkrar þær athugasemdir, sem réttlæta þá umfjöllun, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. Lykillinn að öryggi í flug- rekstri héðan frá íslandi er ein- faldlega mjög hæft starfsfólk, hvort sem um er að ræða flug- menn, flugvirkja eða aðra starfsmenn og hins vegar harðar kröfur, sem flugrekstraraðilar gera til sjálfra sín og starfs- manna sinna. Þess vegna getum við með vissu vísað ábyrgðar- lausum fréttaflutningi af þessu tagi á bug. Farþegaflug bæði innanlands og milli landa er okkur íslend- ingum afar mikilvægt. í fá- mennu samfélagi eins og hinu íslenzka mundi það á skömmum tíma vera á almanna vitorði, ef slakað hefði verið á slíkum kröf- um. Bezta staðfestingin á því, að íslenzku flugfélögin hafa hreinan skjöld í öryggismálum er sú staðreynd, að íslenzkir flugfarþegar telja sig áreiðan- lega öruggari um borð í ís- lenzkri flugvél en flugvélum flestra erlendra flugfélaga. ÁSTÆÐA ER TIL að minna hér á svo- felldar athugasemdir Jóns Gíslasonar í tengslum við hin miklu leikrit Sófókles- ar. „Þegar það er at- hugað, sem hér að framan hefur verið rakið, kemur í ljós, að persónu Oidípúsar hefur skáldið gætt ýms- um einkennum Aþeninga. Eins og þeir, er Oidípús skjótur til fram- kvæmda, reyndur, áræðinn, fljót- huga og óþolinmóður. Hann er vitur maður, fínnur til yfírburða sinna og er fullur sjálfstrausts, bjartsýnn og skjótur til að átta sig á óvæntum aðstæðum. Hann er tortrygginn og uppstökkur. Kostir og gallar Oidip- úsar eru hinir sömu og lýðræðisins í Aþenu. Þar sem er persóna Oidíp- úsar Laíossonar, goðsagnahetju frá Þebu, hefur Sófókles sýnt samlönd- um sínum og samtímamönnum e.k. skuggsjármynd af sjálfum þeim. Þeirri hugsun er erfitt að veijast. Fyrir utan ýmis skapgerðarein- kenni aðalpersónunnar, sem minna mjög á iundarfar Aþeninga, eru einnig önnur atriði, sem leiða hug- ann að samtíð skáldsins. Kemur þar fýrst og fremst til greina sjálft form leikritsins, sem er í rauninni rann- sókn sakamáls, morðmáls. Af mála- ferlum í Aþenu fóru miklar sögur, eins og Aristofanes hefur lýst, t.a.m. í gamanleiknum „Vespum" sem e.k. hliðstæðu Aþenuborgar. Hún var „polis týrannos", borg, sem undirokaði aðrar borgir, þrátt fyrir alla sína glæsilegu yfirburði, fram- takssemi íbúa sinna, gáfur þeirra, áræði, kjark og þrek. Ein af megin- stoðum lýðræðisins þá, eins og enn í dag var að allir væru jafnir fyrir lögum. Aþeningar urðu fyrstir til að mynda þjóðfélag, sem hafði þessa meginreglu að leiðarljósi... en skuggahliðin á framkvæmd þessarar hugsjónar var endalaust málaþras sem leiddi til feikilegrar sóunar á tíma manna og fjármun- um. Aristofanes lætur eina af per- sónum sínum í gamanleiknum „Skýjunum“ segja þegar hún er að virða fyrir sér uppdrátt að ættborg sinni: „Þetta getur ekki verið Aþena! Ég sé enga dómstóla að störfum...“ í Skýjun- um sakar Aristofanes Aþeninga um að sinna nánast engu nema málaferlum! í Antígonu er Sófokles einnig að fjalla um samtíð sína og umhverfí. Ántígona brauzt undan kvenlegri hlédrægni og krafðist réttlætingar. Þetta er leikrit um konu sem óskar þess að aðrir fái hlutdeild í ást henn- ar en ekki hatri. En til þess þarf viljastyrk fremur en kvenlega mildi. En Kreon konungur í Þebu gengur lengra en vald hans nær og vildi ráða þar sem guðimir eru í fyrir- svari. Það hefnir sín ávallt. Auk þessa fjallar Antígona um annað efni sem mætti einnig verða okkur nokkurt íhugunarefni: „Ugg- laust endurspeglast samtíð skálds- ins og vandamál líðandi stundar með ýmsum hætti í leikritum Sófo- klesar. Hér, í leikritinu „Antígonu", þokar skáldið í brennidepil vanda- máli, sem mjög var rætt einmitt um miðja 5. öld f.Kr.b., þegar upp- lýsingarstefna átti miklu og vax- andi fylgi að fagna: „Er ekki bezt að varpa fyrir borð trúnni á hina fomu guði? Eru goðsagnir og goð- svör ekki eintómar bábiljur?“ - Þess- um spumingum svöruðu margir hiklaust játandi. Sófokles hefur vissulega farið meistarahöndum um þetta viðkvæma mál. Bæði sjónar- miðin, hin fornhelga trú og viðhorf upplýsingarstefnunnar, eiga áhrifa- mikla fulltrúa í þessu leikriti, þar sem eru þau Antígona annars vegar og Kreon hins vegar. Þar eru ekki á ferð litlausir persónugervingar ólíkra skoðana, heldur þróttmiklar og eftirminnilegar persónur, blóð- heitar, ólgandi af ást og hatri. Hér hefur Sófokles gripið á vandamáli sem deilt mun um, meðan mannkyn er við líði á þessari jörð. Leikritið „ Antígona" er því af öllum leikritum Sófoklesar minnst háð stað og tíma, af því að þar er þreytt glíma við vandamál, sem hver kynslóð verður að ganga á hólm við.“ Mig langar í lokin að vitna í nokkrar eftirminnilegar setningar í þessum miklu leikverkum: Valdið hóf þig, en valdið varð þér líka að falli. (Kreon) En nú er hann fallinn í duftið. Sviptibyljir ógæfunnar hafa fært hann í kaf og brimöldur hörmung- anna hremmt hann. Því skalt þú, maður, gá að þér og spyija að leiks- lokum. Og engan dauðlegan mann skalt þú sælan prísa, unz hann hef- ur farsællega æviskeið sitt á enda runnið. (Kór) Ó, þú auga hins glóhærða dags. (Kór, minnir á Hómer). Því að ekkert er Seifí jafn hvum- leitt sem stóiyrði oflátungsins. (Maðurinn) á ráð undir rifí hveiju og aldrei brestur hann hugvitið. Dauðinn einn hefur ekki enn lotið valdi hans. (Kór) Athugaðu, hvemig fer fyrir tijánum á fljótsbakkanum í miklum vatnavöxtum: Þau, sem svigna fyr- ir straumþunganum, sjá hverri grein sinni borgið, en hinum, sem láta ekki undan, skolar straumurinn burt með stofni og rótum. (Hemon) Eins manns ríki er ekkert ríki. (Hemon) Dauðinn er brúðgumi minn. (Ant- ígona) Vini á ég enga. Aldrei skín mér hijáðri framar hið helga auga dag- stjömunnar. (Antígona, minnir á Hómer). Vizkan er það bjarg, sem ham- ingjan hví'ir á. Þeim, sem guðina óvirða, er háskinn vís. Með stóryrð- um kalla hrokafullir menn yfír sig harðan skapadóm. En þannig má þeim loks í elli sinni auðnast vizku að nema. (Kór) * Svo við snúum okkur aftur í lok- in að Alsnjóa má vel minnast þess að í Efesusbréfinu segir Páll m.a.: „Því að allt, sem er augljóst, er ljós“. Og þá er það ekki síður aug- ljóst sem er í „ljósi lita“; sbr. „ber sig það allt í ljósi lita“. Jónas var guðfræðingur og kunni skil á sínum fræðum. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 5. apríl UTLENDINGUR, SEM þekkir vel til ákveð- inna þátta í menning- arlífi okkar íslendinga hafði orð á því fyrir skömmu, að athygli vekti, hve margir ís- lenzkir óperusöngvar- ar væru að hasla sér völl á erlendri grund. Ein skýringin á því að svo margir góðir listamenn á þessu sviði kæmu frá svo fá- mennri þjóð væri sú, að þjóðin væri ein- staklega vel menntuð og vel upplýst. Nú er það að vísu svo, að íslenzkir óperu- söngvarar hafa getið sér gott orð á megin- landi Evrópu frá því snemma á öldinni. Þar fór fyrstur Pétur Jónsson en í kjölfar hans Einar Kristjánsson og Stefán ís- landi. María Markan náði svo langt á fyrri hluta aldarinnar að syngja í Metropolitan- óperunni í New York. Ekki fer lengur á milli máia, að tveir íslenzkir óperusöngvarar hafa náð að festa sig í sessi í fremstu röð óperusöngvara í Evrópu og að hluta til í Bandaríkjunum. Kristján Jóhannsson hefur sungið og syng- ur í helztu óperuhúsum beggja vegna Atl- antshafsins. Kunnáttumenn segja enga spurningu um, að hann sé í hópi nokkurra beztu tenórsöngvara í heimi. Hins vegar sé hæpið, að hann nái því markmiði að verða í hópi eftirmanna stóru tenóranna þriggja. Ástæðan sé fyrst og fremst sú, að hann komi frá íslandi og að svo fá- menn þjóð hafi ekki bolmagn til að veita honum þann stuðning, sem til þurfí. Pava- rotti hafí alla ítali að baki sér og bæði Carreras og Domingo hinn spænskumæl- andi heim. Það er auðvitað af sömu ástæðum, sem ýmsir framúskarandi listamenn íslenzkir, sem vakið hafa athygli erlendis, hafa ein- ungis náð takmörkuðum árangri. Það er erfítt að koma frá fámennri þjóð, sem býr langt norður í Atlantshafi og bijótast í gegn í þeirri hörðu samkeppni, sem ríkir úti í hinum stóra heimi. Þetta á ekki ein- ungis við um listamenn. íslendingar sem leita fyrir sér á vinnumarkaði í útlöndum kynnast því að það er auðveldara fyrir fólk frá fjölmennari þjóðum að hasla sér völl í viðskipta- og atvinnulífi. Hinn íslenzki óperusöngvarinn, sem hef- ur með afdráttarlausum hætti náð að festa sig í sessi í óperuhúsum Evrópu er Krist- inn Sigmundsson. Fyrir rúmri viku söng hann stórt hlutverk á frumsýningu á Pars- ifal eftir Wagner í Bastilluóperunni í París við góðar undirtektir áhorfenda. Eftir nokkrar vikur syngur hann í annarri óperu eftir Wagner, þ.e. í Lohengrin og er eftir- tektarvert að þessi ágæti söngvari skuli taka að sér hvert Wagner-hlutverkið á fætur öðru. Kristinn Sigmundsson er nú viðurkennd- ur óperusöngvari í öllum helztu óperuhús- um Evrópu. Hann hefur sungið í Scala- óperunni í Mílanó. Þótt hann hafí enn ekki sungið í Vínaróperunni hefur hann þrívegis fengið boð þaðan en ekki talið það henta sér og á næsta ári syngur hann í fyrsta sinn í Covent Garden í London. Söngferill Kristins í Evrópu byggist því nú orðið á traustum grunni og þeim hlut- verkum fjölgar, sem hann getur tekið að sér að syngja. Verður óneitanlega fróðlegt að fylgjast með því, hvort leið hans á eft- ir að liggja til Bandaríkjanna í Metropolit- anóperuna, þar sem Kristján Jóhannsson hefur þegar sungið nokkrum sinnum. Sólrún Bragadóttir, óperusöngkona, er einnig að láta að sér kveða í óperuhúsum í Evrópu og hefur verið búsett í Þýzka- landi um skeið. Þótt hún hafí haldið tón- leika hér heima nokkrum sinnum á undan- fömum árum hefði verið skemmtilegt að hlusta á þessa frábæru söngkonu í fleiri hlutverkum í íslenzku óperunni og væri æskilegt að forráðamenn óperunnar beittu sér fyrir því. Fleiri íslenzkir óperusöngvarar eru að hasla sér völl í Evrópu og fer ekki á milli mála, að þetta framtak íslenzkra lista- manna er þjóðinni til framdráttar á erlend- um vettvangi. En jafnframt er það um- hugsunarefni t.d. fyrir forráðamenn lista- hátíðar hér, hvort þeir geti nýtt sér þau persónulegu sambönd, sem óhjákvæmilega verða til í starfí þessara íslendinga til þess að fá hingað til lands framúrskarandi listamenn frá öðrum þjóðum. Má í því sambandi minna á, að þegar listahátíð var sett á stofn nutum við mjög tengsla Asken- asís við heimskunna erlenda listamenn, sem hingað komu fyrir hans milligöngu. Nú er svo komið að íslenzkir listamenn geta haft svipuð áhrif og Askenasí hafði þá, listahátíð hér til vegsauka. Þróunin í fjölmiðla- heiminum EIGNARHALD A fjölmiðlum hefur verið að færast á færri hendur hér á landi á síðustu árum, eins og allir vita og orðið tilefni töluverðra umræðna. Þó hafa þær umræður verið mun meiri í öðrum löndum af sama tilefni, þ.e. að eign- arhald á dagblöðum og útvarps- og sjón- varpsstöðvum hefur verið að færast æ meira í hendur færri og stærri fjölmiðlafyr- irtækja. Víða um lönd hafa verið settar strangar reglur um það, hversu mikinn hlut útgáfufyrirtæki dagblaða megi eiga í sjónvarpsstöðvum og öfugt. Þá eru einn- ig víða strangar reglur um það að hve miklu leyti útlendingar megi eiga hlut í fjölmiðlafyrirtækjum í viðkomandi landi. Þessi þróun var til umræðu skömmu fyrir páska á fundi forsvarsmanna fjöl- miðla víða um heim á Granada á Spáni. Þar flutti írskur blaðaútgefandi, Alan Crosbie að nafni, sem jafnframt er formað- ur samtaka evrópskra blaðaútgefenda, athyglisverða ræðu. Hann benti á, að í Bandaríkjunum hefði dagblöðum fækkað úr 1570 árið 1992 í 1532 á síðasta ári. Stórar dagblaðakeðjur keyptu gjarnan upp þau dagblöð, sem eftir væru og nú væri svo komið að 15 stærstu útgáfufyrirtækin vestan hafs réðu yfír meira en helmingi upplags dagblaða þar í landi. Alan Crosbie sagði, að sumir teldu þetta jákvæða þróun og á yfírborðinu kynni að vera skynsamlegt að auka hagkvæmni og draga úr kostnaði með því að fjölga dag- blöðum, sem gefín væru út af sama aðila. En þar með væri ekki öll sagan sögð. Fyrir rúmu ári hefðu tvö dagblöð í Banda- ríkjunum verið sameinuð, Milwaukee Jo- urnal og Milwaukee Sentinel. Með samein- ingunni hefði tekizt að fækka starfsmönn- um um 500 og Milwaukee hefði orðið eins- blaðs borg. Þótt blaðið væri orðið eitt þýddi það ekki menningarlega hnignun borgar- innar eða að skortur væri á upplýsingum. Hins vegar væri augljóslega sá munur á, að skoðanaskipti og rökræður væru fátæk- legri en áður. Síðan lýsti ræðumaður þeirri skoðun sinni, að skoðanaskipti og rökræð- ur væri drifkraftur þjóðfélagslegra umbóta og skortur á þeim lýsti hnignun. Samþjöpp- un, jafnvel einungis á einu sviði íjölmiðlun- ar, gæti dregið úr deilum og umræðum í viðkomandi samfélagi. Þá setti Alan Crosbie fram það sjónar- mið, að mikill meirihluti fólks gæti ekki tekið á móti öllu því mikla upplýsinga- magni, sem dembdist yfír. Ein ástæðan væri sú að að öll hlutföll hefðu brenglazt í hinni víðtæku upplýsingamiðlun. 1 því sambandi mætti minna á ummæli eins helzta forsvarsmann CBS sjónvarpsstöðv- arinnar í Bandaríkjunum, sem hefur látið eftirfarandi orð falla: „Látið er sem allt sé jafn mikilvægt, hvort sem um er að ræða fall Berlinarmúrsins eða nýjasta hneykslismálið í Washington. Okkur skort- ir orðaforða til þess að koma raunverulegu mikilvægi atburðanna til skila, m.a. vegna þess að við erum alltaf að snúa okkur að næsta fréttaviðburði.“ Hinn írski blaðaútgefandi sagði, að al- menningur gæti ekki tekið við öllu þessu óskilgreinda upplýsingaflóði og breytt því í þekkingu. Þess vegna m.a. væru fjölmiðl- ar að draga úr því upplýsingamagni, sem þeir kæmu á framfæri en þess í stað héldu þeir meira af skoðunum að lesendum sín- um. „Það er minna af fréttum en meira talað um fréttir. Það eru færri og færri SÓLSKINSSTUND í VESTURBÆNUM Morgunblaðið/Ásdís fréttamenn á stöðunum, þar sem atburð- irnir gerast. í þess stað er meira af fólki í upptökuherbergjum, sem er tilbúið til að lýsa skoðunum sínum á svipstundu." Rit- höfundurinn Scott Fitzgerald hefði eitt sinn talað um hin yfírborðslegu falsrök skoðana, sem byggðust á engu. Hann hafí getað verið að tala um þessa nýju þróun, dreifingu fyrirfram útbúinna skoð- ana, sagði hinn írski útgefandi. Alan Crosbie vék að ýmsum öðrum þátt- um í starfsemi fjölmiðla, sem vekja áleitn- ar spumingar og skýrði m.a. frá því að fyrir nokkrum árum hefði þáverandi for- sætisráðherra írlands verið spurður hvaða pólitískan blaðamann á írlandi hann hefði í mestum metum. Forsætisráðherrann hefði nefnt blaðamann á ritstjóm eins þeirra blaða, sem fjölskylda hans gæfí út. Þegar ummæli ráðherrans hefðu borizt til ritstjóra blaðsins hefði hann sagt að hann vissi ekki hvort hann ætti að hækka laun blaðamannsins eða reka hann, vegna þess, að lykilþáttur í starfi hans væri að halda fjarlægð. Hann mætti ekki vera of náinn neinum þeirra stjómmálamanna, sem hann væri að skrifa um. Ef svo væri gæti hann ekki gætt eðlilegs jafnvægis. Ef hann héldi ekki fjarlægð gæti hann ekki efnt til mál- efnalegs ágreinings. Dagblöðin sjálf þyrftu líka að gæta þess að halda slíkri fjarlægð. Dagblöðin gætu orðið of náin stjómmálamönnum og stjóm- málaflokkum. Þau gætu líka verið í of nánu sambandi við einstök fyrirtæki. Síðan lýsti Alan Crosbie þeirri skoðun, að í fjöl- miðlum um allan heim væri hin hefð- bundna skipting á milli ritstjórnar og aug- lýsingadeildar að verða þokukennd. Sú þróun leiddi til þess að það yrði til eins konar grátt svæði á milli ritstjómarefnis og auglýsinga. írski blaðaútgefandinn sagði, að alræð- ishyggjan kæmi ekki alltaf búin herstígvél- um með pólitíska stefnuskrá prentaða framan á hvítan bol. Viðskiptaleg alræðis- hyggja færi hljóðlega, vel klædd en með það að markmiði að þagga niður í öllum öðrum og útiloka samkeppni. Þegar þetta væri yfírfært á fjölmiðlafyrirtæki þýddi það að markmið starfseminnar væri ekki að flytja fólki fréttir og upplýsingar heldur að selja lesendur til auglýsenda. Ef valdið á fjölmiðlum væri fært til auglýsingadeild- anna og dagblaðið væri hluti af stóm og herskáu fjölmiðlafyrirtæki yrði afleiðingin slík, að hann mætti ekki til þess hugsa. Þótt ræðumaður hafí í þessum hugleið- ingum strangt tekið farið út fyrir umræðu- efnið, sem var samþjöppun valds í ijöl- miðlarekstri lýsti hann með þessum hætti hugsanlegum áhrifum þess, að fjölmiðlar færðust á færri hendur með þeim afleiðing- um, að viðskiptaleg sjónarmið yrðu yfír- gnæfandi og hin hefðbundnu ritstjómar- sjónarmið yrðu undir. Niðurstaðan yrði þróun í átt til alræðis, sem væri ekkert betra en það alræði, sem menn hefðu kynnzt af hálfu stjómmálamanna. Aðstæður á Islandi EF ÞRÓUNIN hér á íslandi er skoðuð í ljósi um- mæla Crosbies er náttúrlega Ijóst, að fækkun dagblaða hefur að sumu leyti orð- ið til þess að draga úr skoðanaskiptum og rökræðum. Alla vega er ljóst, að þau skoðanaskipti fara fram með öðrum hætti en áður. Morgunblaðið og Þjóðviljinn tak- ast nú ekki á í daglegri orrahríð eins og áður var. En að einhveiju leyti má kannski segja, að þau skoðanaskipti, sem áður fóm fram á milli dagblaðanna hafí færzt inn á síður þeirra dagblaða, sem eftir era. Þeir sem áður skrifuðu í Þjóðviljann skrifa gjaman í Morgunblaðið og lýsa sínum skoðunum eftir sem áður, svo að dæmi sé tekið. Þá er auðvitað Ijóst, að báðar sjónvarps- stöðvamar era vettvangur líflegra skoð- anaskipta og útvarpsstöðvarnar ekki síð- ur. Engu að síður er það staðreynd, að fækkun dagblaða hefur orðið til þess að breyta a.m.k. mjög þeim hætti, sem áður var á skoðanaskiptum og rökræðum. Það er svo annað mál, að það er ekkert víst, að það sé eitthvert harmsefni. Þvert á móti mundu margir segja, að þjóðfélagið hafí batnað við það, að illyrtar umræður á milli pólitískra dagblaða einkenni ekki lengur umræðurnar í samfélaginu. Það er vafalaust sitthvað til í því, að þróunin hafi að sumu leyti orðið sú í ís- lenzkri íjölmiðlun, að minni áherzla sé lögð á upplýsingamiðlun og meiri á að koma skoðunum á framfæri. Það er hvimleið þróun, sem verður þeim íjölmiðlum ekki til framdráttar, þegar fram í sækir, sem stunda þau vinnubrögð. Það era hins vegar eðlileg viðbrögð blaðamanna og þeirra, sem ábyrgð bera á rekstri ritstjóma og fréttastofa ljósvaka- miðla að leggja áherzlu á að tryggja sjálf- stæði þeirra á tímum mikilla umbrota í íjölmiðlaheiminum. „írski blaðaútgef- andinn sagði, að alræðishyggjan kæmi ekki alltaf búin herstígvél- um með pólitíska stefnuskrá prent- aða framan á hvít- an bol. Viðskipta- leg alræðishyggja færi hljóðlega, vel klædd en með það að markmiði að þagga niður í öll- um öðrum og úti- loka samkeppni.“ +■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.