Morgunblaðið - 06.04.1997, Side 41

Morgunblaðið - 06.04.1997, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Athyglisvert tón- listarnámsefni Frá Guðrúnu Ásmundsdóttur: NÝLEGA kom út hjá Námsgagna- stofnun tónlistar- og samþættingar- verkefnið Töfratónar. Námsefnið samanstendur af forleik, átta söng- lögum um árstíðirnar, þ.e. tveimur Guðrún ÓLAFURB. I Ásmundsdóttir Ólafsson sönglögum um hveija árstíð, og í því eru einnig tvær „ballettsvítur“. Höfundur verksins, Ólafur B. Ólafsson, starfar sem tónmennta- kennari við Öskjuhlíðarskólann í Reykjavík og hefur hann einnig samið vandaðar kennsluleiðbeining- j ar með námsefninu. Þá er öll tónlist- in útsett á einkar smekklegan hátt af Eyþóri Þorlákssyni tónlistar- | manni. Verkefnið Töfratónar var ' upphaflega styrkt af Námsefna- og verkefnasjóði Kennarasambands Islands. Unnið hefur verið með það sem skólaþróunarstarf í tveimur bæjarfélögum, Hafnarfirði og Garðabæ, og var sú vinna styrkt af Vonarsjóði. Undirrituð var þátttakandi í | skólavinnunni í báðum bæjarfélög- i unum og gjörþekkir því námsefnið, sem hér er til umfjöllunar. í Hafnar- I firði unnu sex grunnskólar bæjarins með námsefnið, og einnig tók Tón- listarskóli Hafnarfjarðar þátt í þessu samstarfi, enda var samvinna tónlistarskóla og grunnskóla ein hugmyndin að baki þróun námsefn- isins. í Hafnarfirði var Eyþór Þor- láksson tónlistarmaður fenginn til þess að útsetja tónlistina fyrir 1 hljómsveit, píanó og kór. Hátt í tvö þúsund börn tóku . þátt í vinnunni í Hafnarfirði. Starf- I inu lauk með tónleikum í Hafnar- borg og fjölbreyttri sýningu nem- enda. A tónleikunum voru lesin tvö verðlaunaljóð og á sýningunni voru ljóð nemenda á veggjum, svo og mynd- og handmenntaverk, sem nemendur höfðu unnið undir hand- leiðslu kennara sinna við undirleik hljómsveitar og kórs Tónlistarskóla Hafnarfjarðar ásamt kórum j grunnskólanna. Ií Garðabæ unnu allir nemendur í Hofsstaðaskóla verkefnavinnuna, söngva og dansa. Blásarasveit Tón- listarskóla Garðabæjar annaðist undirleik og var Herbert Hriber- schek Ágústsson fenginn til þess að gera sérstakar útsetningar fyrir hana. Bæði í Hafnarfirði og Garðabæ var unnið gott starf með námsefnið og byggt á hugmyndum höfundarins um að nota tónlistina sem grunn að annarri námsefnis- | vinnu. Hér er rétt að nefna að fleiri * námsgreinar geta komið inn í myndina. Má helst nefna íþróttir og leiki, náttúrufræði, samfélags- fræði, umferðarfræðslu, heimilis- fræði, stærðfræði og leikgerð. Bæði bæjarfélögin studdu mynd- arlega við bakið á þessum verkefn- um og stuðluðu með því að góðum nýjungum í skólastarfi. Slíkur stuðningur hefur örvandi áhrif á nemendur og er öðrum bæjarfélög- um til eftirbreytni. Töfratónar er tónlistar- og sam- þættingarnámsefni, sem nýtist flestum deildum grunnskólans og hefur í för með sér, að tónmennta- kennarinn, sem stundum er nokkuð einangraður í skólastarfinu, getur komið út úr tónmenntastofunni og staðið fyrir víðtæku og fjölbreyttu samþættingarstarfi með þátttöku kennara og nemenda í hinum ýmsu námsgreinum. Eins og að framan greinir er hluti námsefnisins vandaðar útsetningar fyrir hljómsveit. Þessar útsetningar geta komið að góðum notum innan veggja grunnskólans, t.d. fyrir þá nemendur sem lært hafa á hljóð- færi og þá sem syngja raddað. Einn- ig geta þær gefið byr í seglin fyrir samstarf grunnskóla og tónlistar- skóla. í kennsluleiðbeiningum Töfratóna er einnig bent á leiðir til notkunar skólahljóðfæra og nýtast þær nemendum, hvort sem þeir hafa stundað tónlistarnám eða ekki. Sönglögin eru áheyrileg og að- gengileg fyrir eldri sem yngri og raddsetningar auðlærðar. Textarnir falla vel að tónlistinni og varpa ljósi á árstíðirnar og bjóða upp á víð- tæka verkefnavinnu í öðrum náms- greinum eins og áður var nefnt. Bent er á notkun táknmáls í náms- efnisleiðbeiningunum og tákn með tali fylgir einum textanum, þ.e. Haustkoma, til að undirstrika þann möguleika. Þá er rétt að geta þess hér að hljómsnælda með sönglögun- um og „ballettsvítum" fylgir söng- bókunum og auðveldar hún innlögn námsefnisins. Lokaorð Höfundurinn Ólafur B. Ólafsson hefur unnið sérlega gott brautryðj- andastarf með námsefninu. Það opnar margvíslegar leiðir í skóla- starfinu, ekki hvað síst í listgrein- um. Sem tónmenntakennari til margra ára bæði í tónlistarskólan- um og grunnskóla geri ég mér glögga grein fyrir hversu mikilvægt nýtt tónlistarefni er fyrir grunn- skólann. Það er svo kennaranna að spila úr „tónum“ námsefnisins og stilla strengina fyrir ýmsar náms- greinar eftir því sem aldur og geta nemendanna leyfir. Að lokum vil ég benda kennur- um, sem ætla að vinna með náms- efnið, á að gott er að undirbúa vinnuna vel, t.d., með því að ræða vinnutilhögun fyrir skólalok í vor eða í upphafi skólaárs í haust. En allt fer það eftir umfangi náms- efnisvinnunnar hvernig að henni er staðið, og er mögulegt fyrir eina bekkjardeild að vinna með náms- efnið. Sennilega verður efnið einn- ig notað í tónmenntakennslu ein- göngu eða kennslu í einstökum greinum ef þannig stendur á. Eftir reynslu mína af Töfratónum finnst mér þó rétt að árétta að námsefn- ið hentar einstaklega vel sem sam- þættingarverkefni og vil ég hvetja kennara til að skoða samstarfs- möguleikana vel, þegar þeir kynna sér námsefnið. GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR, tónmenntakennari í Tónlistarskóla Garðabæjar. fYeeMOM'í Bæjarhrauni 14, Hafnarfirði Sími 565 3900 Kr- 090. Frábær listi fullur af glæsilegum vorfatnaói Afgreióslutími frá aóeins 3 dögum! . ■ - T ’ Vrj18. aprú -15 eða 23 nætnr 23. apríl 4 eða 20 nætur. 1. maí -12 nætur. Verðið miðast við fjóra fullorðna í íbúð með tveim svefnherbergjum. l.maí -12 nætur Verð pr. mann kr: 35.500.- Verðið miðast við tvo fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi. Verðið miðast við tvo fuUorðna í íbúð með einu svefnherbergi. Innif.: Flug, gisting á Halleyhótelinu, flutningur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar Eldri borgarar á Benidorm! umi Brottför: 8. apríl. Verð pr. mannfrá kr: 52.400.- Verðið miðast við 2 í íbúð með 1. svefnh. Innif: Flug, gisting á Trebol, flutningur til ogfráflugvelli erlendis, íslenskfararstjórn ogflugvaUarskattar BOKUNARSTAÐA Á BENIDORM tgi '9í cfj V1AJ0RCA o.apríi -14 nætur Verð pr. mann kr: Flug. á Bíll Verðið miðast við tvo fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi. á Pil Lari Playa Flugfargjald AGUST 12. ágúst J 1 ■PPSUI.T Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. BILLUI^D danmörk BILLUND Verð pr. mann kr. Verð pr. mann kr. 27.075.- 20.025, SlðVÁ-ALMENNAR TgHJ Sími: 567 1700 Flugv.skaltar innif. Vrrðið miðast við bd ( A flokki (I viku. 2fullorðnirog 2 böm 2-11 ára ferðast saman. Ef 2 fullorðnir ferðast saman, kr. 35.610.-pr. mann. Hákað og staðfesl fyrir 3. aprú. Flugvjkattar innif. Verðið miðast við 1 viku, 2fullorðnir og 2 böm 2-11 ira ferðast saman. Gildir ( brottf.: 3. eða 17. jdlC F.f 2 fullorðnir ferðast saman. kr. 24.110,-pr. mann. Bókað og staðfest fyrir 3. aprd. Vmboðsttwnn Plúsferða: Akranes: Auglýsingablaðið Pésinn StUlholti 18, sími 431 4222/431 2261. Gríndavík: Flakharinn Víkurbraut 27, sími: 426 8060 FERÐIR OPIÐ: Á VIRKUM DÖGUM kl.:9-18. Á LAUGARDÖGUM kl.: 10-14 Á SUNNUDÖGUM kl.:13-15 Faxafeni 5 108 Reykjavík. Sími: 568 2277 Fax: 568 2274 Sauóárkrókur: Vestnuiniuieyjar: Eyjabiió Straruivegi 60, Skagfirðingabraut 21, sími481 1450 sími 453 6262. Selfoss:Suðurgaróur hf. Akureyri: Ráðhústorg 3, Austurvegi 22, sími 182 1666. sími 462 5000. Keflavík:Hafnargötu 15, sími 421 1353 o I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.