Morgunblaðið - 06.04.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 06.04.1997, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Noröuráli hf. veitt starfsleyfi allt til ársins 2009: Ráðuneytið \ i y telur ákvæði nú " strangari KRÖFUR til mengunarvarna eru orðnar svo strangar að fyrsta skóflustungan var tekin í felulitunum . . . Laxveiðum í sjó frá Kúludalsá að ljúka? FÉLAGSSKAPUR veiðiréttareig- enda við laxveiðiár sem falla til Faxaflóa eru í samvinnu við Norð- ur Atlantshafslaxasjóðinn og Ríkissjóð, í þann mund að ganga frá kaupum á netaveiðiréttindum jarðarinnar Kúludalsár við utan- verðan Hvalfjörð. Samningsdrög liggja fyrir og komi ekkert óvænt uppá, verða þau undirrituð á næst- unni. Síðasta sumar veiddust um 2.500 laxar í lagnir Kúludalsár. Jón Gíslason, formaður Veiðifé- lags Laxár í Kjós, staðfesti þessa framvindu mála í samtali við Morg- unblaðið og lét þess getið að fé- lagsskapurinn ynni að því að kaupa upp réttindi allra þeirra jarða sem mega veiða lax í sjó samkvæmt undanþágu sem stjórnvöld veittu árið 1932. Hér er um að ræða Rauðanes og Lambastaði á Mýr- Reyndi að hlaupa á brott frá slysstað BIFREIÐ var ekið á ljósa- staur á gatnamótum Norður- fells og Fannafells um klukk- an 19.30 á föstudagskvöld, með þeim afleiðingum að hún stórskemmdist. Ökumaðurinn reyndi að flýja vettvang á tveimur jafn- fljótum en lögreglumenn hlupu hann uppi og handtóku. Maðurinn henti frá sér munum á flóttanum sem grunur leikur á að séu þýfi. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu og er grunaður um ölvun við akstur. um, Innra Hólm og Kúludalsá við utanverðan Hvalfjörð og svo Há- mundarstaði í Vopnafirði. Við þennan lista mætti bæta Þursstöð- um á Mýrum, en umræddur félags- skapur keypti réttindi Þursstaða snemma á síðasta ári og leigði réttindi Rauðaness til eins árs. „Þetta er skref fram á við og við vonumst til þess að þessi samn- ingsgjörð gangi eftir og greiði fyr- ir fleiri samningum," bætti Jón við. Jón taldi ekki tímabært að gefa upp kaupverð veiðiréttindanna, en Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að samningurinn sé sambæri- legur þeim sem gerður var við eig- endur Þursstaða á síðasta ári. Alls ætlar félagsskapurinn að fari um 50 milljónir í að kaupa upp veiðiréttindi umræddra jarða og skiptist kostnaður þannig, að ríkis- ALLS hafa 126 sérfræðimenntaðir læknar sem starfa hjá Ríkisspítölum jafnframt með höndum sjálfstæðan atvinnurekstur, sem þeir sinna utan vinnutíma hjá Ríkisspítölum, að því er segir í svari Ingibjargar Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra við fyrir- spurn Rannveigar Guðmundsdóttur um sérfræðimenntaða lækna. Auk þess segir í svarinu að greiðslur þess- ara lækna vegna sjálfstæðrar at- vinnustarfsemi fari eftir samningi Læknafélags Reykjavíkur og Trygg- ingastofnunar ríkisins um sérfræði- læknishjálp. I svarinu kemur ennfremur fram að kjör sérfræðimenntaðra lækna sem starfi eingöngu hjá Ríkisspítöl- sjóður greiðir 50%, veiðifélög við árnar sunnan Skarðsheiðar að Veiðifélagi Leirvogsár undan- skildu, 25%, veiðifélög norðan Skarðsheiðar 12,5% og eigendur hafbeitarstöðva 12,5%. Mjög hefur staða hafbeitarstöðva riðlast eftir að þessi skipting var ákveðin og sagði Jón Gíslason á Hálsi í Kjós að hlutur þeirri yrði að einhveiju leyti greiddur með „öðrum leiðum" og væri þegar séð fyrir því. Veiðifélögin hafa safnað hlut sínum í sjóðinn síðustu þrjú árin, en um fimm milljónir fóru í upp- kaupin að Þursstöðum. Jón sagði samstöðu veiðifélaga á svæðinu góða og hópurinn hefði auk þess notið í ríkum mæli reynslu Orra Vigfússonar við samningsgerð. Þá hefði hlutur ríkissjóðs skipt sköp- um og sérfræðinga sem auk starfs síns hjá Ríkisspitölum reki sjálfstæð- an atvinnurekstur séu þau sömu að öðru leyti en því að Ríkisspítalar greiði þeim læknum sem eingöngu starfi hjá þeim svonefnt helgunará- lag sem nánar sé kveðið á um í kjara- samningi milli fjármálaráðherra og Læknafélags íslands. Um það hvort aðrir sérfræðingar i hlutastarfi hjá Ríkisspítölum séu jafnframt með sjálfstæðan atvinnu- rekstur segir, að samkvæmt upplýs- ingum frá Tryggingastofnun ríkisins hafi fimm sjúkraþjálfarar sem séu í starfi hjá Ríkisspítölum fengið greiðslur frá stofnuninni á síðasta ári. um. 126 læknar hjá Ríkísspítölum með eigin rekstur JFélag stjórnmálafræðinga Viljum stuðla að bættri þjóð- málaumræðu Ragnar Garðarsson FÉLAG stjórnmæla- fræðinga hefur nú starfað í tvö ár. Það er fagfélag fólks, sem lokið hefur háskólagráðu í stjóm- málafræði. Nýlega var hald- inn aðalfundur félagsins, þar sem ný stjórn var kjör- in. Nýr formaður Félags stjórnmálafræðinga er Ragnar Garðarsson. - Hver eru markmið fé- lags stjórnmálafræðinga? „Markmið Félags stjórn- málafræðinga er að vera vettvangur stjórnmálafræð- inga til umræðna og endur- menntunar og tii þess að auka veg og virðingu stjórn- málafræðinnar á íslándi," segir Ragnar. - Hvað felst í þessu? „Það hefur verið haldið úti öflugri starfsemi sl. tvö ár til þess að vinna að þessu markmiði, með því að félagið hefur skipulagt fundahöldum, fyrirlestr- um og ráðstefnum. Til dæmis hafa nýútskrifaðir stjórnmálafræðingar og þeir sem nýkomnir eru úr fram- haldsnámi erlendis getað kynnt lokaverkefni sín á slíkum fundum. Einnig hefur verið gefin út ár- bók, þar sem safnað var saman nokkrum þeirra erinda sem haldin voru á fundum félagsins, og fleira sem ástæða þykir að halda til haga úr starfsemi félagsins. Á síðastliðnu ári tók félagið for- setakosningamar sérstaklega fyrir með fundaröð, þar sem frambjóð- endur til forsetaembættisins komu fram. Frambjóðendurnir fimm komu fyrst fram opinberlega á fundi á okkar vegum. Einnig var fjallað um forseta- embættið og málefni því tengd út frá fræðilegu sjónarmiði. Slík stjómmálafræðileg greining á for- setaembættinu og kosnigabarátt- unni er gott dæmi um það sem félag stjórnmálafræðinga getur lagt af mörkum til að stuðla að bættri umræðu um mikilvæg þjóð- mál og aukið skilning okkar á þeim. Önnur megináherzlan í starfinu á síðasta ári hefur verið umfjöllun um framtíðarhorfur í íslenzkum stjómmálum. Félagið stóð fyrir fundaröð, þar sem menn settu sig í spámannsstellingar og reyndu að sjá fyrir sér stjórnmál 21. aldarinn- ar. Éinnig var fjallað um framtíð- arhorfur í Evrópuumræðunni og fundur haldinn um fjölmiðla og stjórnmál. Á öllum þessum fundum héldu sérfræðingar á hinum ýmsu svið- um þjóðlífsins framsögu." - Eru stjórnmálafræðingar hæfastir til að stunda þjóðfélags- rýni? „Stjómmálafræðin veitir mönn- um gott veganesti til að greina strauma og stefnur í þjóðfélaginu. Eins og námið er upp byggt við Háskóla Is- lands er það frekar al- menns eðlis en menn hafa þurft að fara utan til framhaldsnáms til að öðlast sérfræðiþekk- ingu á undirsviðum stjómmála- fræðinnar. Helztu undirsvið stjómmála- fræðinnar eru opinber stjórnsýsla og stefnumótun, alþjóðastjómmál og stjórnmálaheimspeki. Ég vil fyrir hönd Félags stjórn- málafræðinga lýsa ánægju yfir því að stjómmálafræðiskorin við Há- skóla íslands hefur ákveðið að taka upp framhaldsnám í einu þessara undirsviða, M.A.-nám í opinberri stjómsýslu." ► Ragnar Garðarsson er fædd- ur í Reykjavík árið 1966. Hann tók stúdentspróf frá Mulernes Legatskole í Óðinsvéum 1986. Ragnar lagði stund á nám í stjórnmálafræði við Háskóla ís- lands, þaðan sem hann útskrif- aðist með B.A.-gráðu 1992. 1993-1994 stundaði hann fram- haldsnám í stjórnmálaheim- speki við London School of Ec- onomics and Politial Science (LSE), og lauk því með M.Sc.- gráðu. Ragnar hefur síðan unn- ið að sérverkefnum fyrir Há- skóla íslands og fleiri aðila, vefsíðugerð og fleira, auk þess að vera virkur á ýmsum sviðum félagsmála. Ragnar átti þátt í undirbúningi að stofnun Félags stjórnmálafræðinga 1995 og hefur setið í stjórn þess síðan. Eiginkona Ragnars er Ólafía Daníelsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. - En sinnir félagið ekki líka alþjóðamálum? „Jú, til dæmis hefur félagið þeg- ar tekið Evrópumálin fyrir, EES- samningurinn hefur verið skoðað- ur og félagið er í samstarfi við fagfélög stjórnmálafræðinga í öðr- um löndurn." - Hvað hyggst félagið taka sér fyrir hendur á þessu ári? „Þar sem stjórnarskipti í félag- inu eru nýafstaðin er ekki enn búið að fastsetja hvemig ársdag- skráin lítur út, en ýmislegt er á döfinni. Um þessar mundir er fé- lagið að vefvæðast: Heimasíða fé- lagsins er í vinnslu. Á henni verð- ur að finna eins konar leiðarvísi fyrir áhugafólk um stjórnmála- fræði - tengingar við heimasíður innlendra og erlendra aðila, sem varða viðfangsefni stjórmálafræð- innar, svo dæmi séu nefnd - auk almennra frétta af starf- semi félagsins. Félagið hefur hafið undirbúningsvinnu að útgáfu stjómmálafræði- tímarits í samvinnu við stjómmálafræðiskor Há- skólans. Þetta teljum við vera afar mikilvægt fyrir þróun fræðigrein- arinnar á íslandi, þar sem slíkan vettvang hefur alveg vantað fram að þessu. Félagið er ennþá í mótun, en með tilliti til þeirra fjölmörgu spennandi verkefna sem blasa við tel ég allar forsendur vera fyrir hendi til að félagið eflist enn frek- ar og takist ætlunarverk sitt: að efla og bæta þjóðmálaumræðu á íslandi.“ Útgáfa nýs tímarits í bígerð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.