Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 27 Þróun í dreifingu og smásölu matvæla VERSLUNARRÁÐ íslands gengst fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 8. apríl nk. með prófessor John Daw- son í Sunnusal Hótel Sögu kl. 8-9.30. „Þróun á sviði dreifingar og smá- sölu matvæla hefur verið hröð á und- anfömum áratug og óhætt er að full- yrða að enn sér ekki fyrir endann á henni. Hvað einkennir þessa öru þró- un og hvert stefnir hún? Hverjir verða undir og hveijir ofan á í hinni óvægnu samkeppni? Hvemig em íslenskir inn- og útflutningsaðilar eða matvæla- framleiðendur í stakk búnir til að takast á við þessa þróun í nútíð og framtíð? Framsögumenn eru dr. John Daw- son, prófessor við Háskólann í Edin- borg, Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs ÍS og Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands. Umræður og fyrirspumir að framsögum loknum. Dr. John Dawson hefur getið sér gott orð fyrir hagnýtar rannsóknir og ráðgjöf á sviði dreifingar og smá- sölu matvæla bæði á Bretlandseyjum og meginlandi Evrópu auk þess að sinna kennslu og fræðistörfum við áskólann í Edinborg og á Spáni. Framsögur verða á ensku undir yfír- skriftinni „Present and Future Deve- lopments in European Food Retail- ing,“ segir í fréttatilkynningu frá Verslunarráði íslands. ------» ♦ ♦------ Fyrirlestur um endur- vinnslu og förgun VÉLADEILD Tækniskóla íslands stendur fyrir fyrirlestraröð um um- hverfismál á þessari önn. Fyrirlestr- arnir em hluti af umhverfisfræðiá- fanga sem kenndur er í véladeild skól- ans. Næstkomandi þriðjudag, 8. apríl, mun Magnús Stephensen, bygging- artæknifræðingur og deildarstjóri hjá Sorpu, fjalla um stöðuna í sorphirðu, endurvinnslu og förgun á Islandi. Einnig mun hann horfa með spá- mannsaugum til framtíðar hvað þessi málefni varðar, segir í fréttatilkynn- ingu. Fyrirlestur Magnúsar hefst kl. 17 og er haldinn í stofu 325 á 2. hæð í húsnæði Tækniskólans á Höfðabakka 9. Fyrirlesturinn er ölium opinn, en að honum loknum verða umræður. -----------» ♦.■♦----- Lýst eftir ökumanni LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir ökumanni ljósblárrar fólksbifreiðar af tegundinni Dodge Aries, sem átti aðild að umferðarslysi í Feilsmúla skammt vestan Grensásvegar, við innkeyrsluna að bifreiðastöð Hreyfils fímmtudaginn 27. mars sl. um kl. 13.50. Sextán ára gömul stúlka á reið- hjóli var á leið austur eftir gangstétt- inni sunnan götunnar þegar hún varð fyrir Dodge-bifreiðinni, sem einnig var ekið austur Fellsmúla og beygt til hægri í veg fyrir stúlkuna. Við áreksturinn féll stúlkan í götuna en ökumaður bifreiðarinnar, sem var karlmaður á sextugsaldri með der- húfu á höfði, ók á brott án þess að huga að stúlkunni sem handleggs- brotnaði. Ökumaður Dodge-bifreiðarinnar er beðinn um að gefa sig fram við rann- sóknardeild lögreglunnar í Reykjavík hið fyrsta. Moreomblaðið/Jón Svavarsson V ann marg- miðlunartölvu Á FRAMADÖGUM, atvinnulífsdögum Há- skóla íslands þann 7. mars sl., efndu Lands- banki Islands og Landsbréf til verðlaunaget- raunar. Getraunin fólst í því að sýningar- gestir svöruðu nokkrum spurningum um þjónustu fyrirtækjanna. I verðlaun var AST margmiðlunartölva frá EJS. Dregið hefur verið úr réttum lausnum og er vinningshafi Soffía Haraldsdóttir, nem- andi áfjórða ári í viðskiptafræði við Há- skóla Islands. Verðlaunin voru afhent þann 18. mars sl. í Háskólabíói, í frimínútum hjá háskólanemum sem sækja tíma þar. Á mynd- inni er vinningshafinn ásamt syni sínum og fuiltrúum Landsbankans og Landsbréfa þeim Tómasi Hallgrímssyni, útibússtjóra í Vesturbæjarútibúi og Sigurbjörgu Bene- diktsdóttur, ráðgjafa hjá Landsbréfum. HmPIMÍSÍIiIiIííSEBÍI Þab er fátt sem kemur í stabinn fydr langdrœgni og öryggi NMT farsímans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.