Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 15 IÞROTTIR KORFUKNATTLEIKUR Hampa Keflvíkingar íslandsmeistarabikarnum á heimavelli í dag? Mögu- leikar Grind- víkinga- virðast litlir Morgunblaðið/Einar Falur FALUR Harðarson hefur leikið með Keflavíkurliðinu. Hér hefur hann leikið á Grindvíkinginn Helga Jónas Guðfinnsson. KEFLVÍKINGAR geta tryggt sér íslandsmeistaratitilinn í körfu- knattleik karla í dag með því að sigra Grindvíkinga. Þriðji leikur liðanna í úrslitunum hefst kl. 16 í Keflavík og hafa heimamenn fullan hug á að hampa íslandsmeistarabikarnum á heimavelli, en þeim hefur ekki tekist að sigra síðan 1994. Grindvíkingar eru núverandi íslandsmeistarar en hætt er við að þeir verði að sjá af meistaratigninni, ef til vill ekki í dag, en Keflvíkingar verða að teljast mun sigurstranglegri. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Astæðan er auðvitað fyrst og fremst sú að Keflvíkingar hafa sigrað í fyrstu tveimur leikjunum og þurfa aðeins að sigra í einum leik til við- bótar til að hreppa titilinn, en Grindvík- ingar verða að sigra í þremur leikjum í röð til að halda honum. Það verður að telja frekar ólíklegt að Keflvíkingar tapi þremur leikjum í röð gegn Grindavík, til þess eru þeir með of gott lið. Séu tölulegar upplýsingar úr leikj- unum tveimur skoðaðar kemur margt forvitnilegt í ljós. Þá sést til Aftureld- ing tekur á móti KA BARÁTTAN um íslands- meistaratitilinn í handknattleik hefst í dag, þegar Afturelding frá Mosfellsbæ og KA frá Akur- eyri eigast við i fýrstu rimmu liðanna, sem gætu orðið fimm. Leikurinn fer fram í Mosfellsbæ í dag kl. 16. Það er ljóst að nýtt nafn verður skráð á íslandsbikar- inn, þar sem hvorugt liðið hefur orðið meistari. Leikmenn KA hafa verið nálægt meistaratitlin- um, léku til úrslita um hann við Valsmenn 1995 og 1996 en urðu að játa sig sigraða. Lið KA býr yfir mikilli reynslu I sambandi við úrslitaleiki, þar sem auk þess að leika fimm leiki við Valsmenn 1995 og íjóra 1996, hafa þeir leikið til úrslita í Bikarkeppni HSÍ fjögur sl. ár og fagnað sigri tvisvar - 1995 og 1996. Enginn leikmaður KA-liðsins hefur orðið íslandsmeistari, aftur á móti þrír leikmenn Afturelding- ar - Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður, og Sigurður Sveins- son, sem urðu meistarar með FH, og Bjarki Sigurðsson með Vík- ingi. dæmis að Falur Harðarson hefur leikið mest allra en kappinn sá hefur verið inni á í 76 mínútur af þeim 80 sem í boði eru. Næstur er Damon Johnson með 75 mínútur og þar á eftir koma þeir Albert Óskarssonm, félagi Fals og Johnsons í Keflavík, og Jón Kr. Gíslason leikstjómandi Grindvíkinga og fyrrum þjálfari og leikmaður Keflavíkur, en þeir hafa báðir leikið i 71 mínútu. Sé leiktími þeirra fimm sem hófu leikinn í Grindavík á fimmtudaginn skoðaður sést að byijunarlið Kefla- víkur var inni á í 337 mínútur af 400 en fyrstu fimm hjá Grindavík í 308 mínútur. Varamenn Keflavíkur hafa sem sagt leikið í 63 mínútur en varamenn UMFG í 92 mínútur. Því hefur verið haldið fram að Kefl- víkingar hafi meiri breidd og geti því hvílt lykilmenn meira en Grind- víkingar. Það er rétt að Keflvíkingar eru með meiri breidd, og við komum að því síðar, en það er rangt að lykil- menn þeirra hvíli meira en lykilmenn Grindavíkur. Herman Myers hjá Grindavík hef- ur gert eitt stig hveija þá mínútu sem hann hefur leikið, er með 70 stig í 70 mínútur og er langstiga- hæstur í leikjunum tveimur. Næsti Grindvíkingur er Helgi Jónas Guð- finnsson með 28 stig og Unndór Sig- urðsson er með 23. Hjá Keflvíkingum er Damon Johnson stigahæstur með 49 stig, Falur er með 45, Guðjón Skúlason 29 og Albert Óskarsson með 28. Keflvíkingar ráða yfir meiri breidd eins og áður var sagt. Varamenn þeirra hafa leikið i 63 mínútur, gert 33 stig, tekið 9 fráköst, átt 14 stoð- sendingar, hitt úr 4 þriggja stiga skotum af sjö og úr 9 af 17 tveggja stiga skottilraunum. Varamenn UMFG hafa hins vegar leikið í 92 mínútur og á þeim tíma hafa þeir gert 22 stig, tekið 8 fráköst, átt 7 stoðsendingar, hitt úr 3 af 14 þriggja stiga skotum og úr 5 af 7 tveggja stiga. Ætli Grindvíkingar sér að eiga möguleika gegn Keflvíkingum verða þeir að koma jafn vel stemmdir til leiks í dag og þeir gerðu á fimmtu- daginn. En það dugar ekki. Þeir verða að halda einbeitingunni í 40 mínútur í hveijum leik, Keflvíkingar eru það sterkir að slaki leikmenn UMFG á eitt andartak er voðinn vís fyrir þá. Eitt sem verður líka að gerast er að lykilmenn liðsins nái sér á strik. Helgi Jónas hefur til dæmis verið mjög ólíkur sjálfum sér í leikjunum tveimur. Hann hefur verið með um 40% nýtingu í þriggja stiga skotum undanfarin þijú ár en var með 25% nýtingu (1/4) í öðrum leiknum og aðeins 9,1% nýtingu í fyrri leiknum (1/11) og það munar um minna. Helgi gerði 28 stig í leikjunum tveim- ur, 14 að meðaltali sem er tveimur stigum færra í leik að meðaltali en í úrslitakeppni síðustu þriggja ára. Marel Guðlaugsson hefur ekki heldur náð sér á strik. Hann hefur gert 15 stig í leikjunum tveimur (7,5 að meðaltali) en í úrslitakeppni síð- ustu þriggja ára var hann með 12,1 stig að meðaltali. Marel er með 25% nýtingu í þriggja stiga skotum úr leikjunum tveimur en var með 35,4% nýtingu í úrslitakeppni síðustu þriggja ára. Séu helstu skyttur Keflvíkinga skoðaðir kemur í ljós að Falur er með 52% nýtingu í þriggja stiga skot- um en 40,7% nýtingu í úrslitakeppni síðustu þriggja ára. Falur gerði 45 stig í leikjunum tveimur (22,5 að meðaltali), en síðustu þijú árin hefur hann gert um 15 stig að meðaltali. Guðjón Skúlason er með 56% nýt- ingu í þriggja stiga skotum en síð- ustu þijú árin hefur hann verið með 42% nýtingu. Hann gerði að meðal- tali 16,3 stig síðustu þijú árin en er með 14,5 stig núna. Albert er með 14 stig að meðaltali í leikjum vikunnar en var með 11 stig að meðaltali síðustu þijú árin. Hann tókk þá 5,1 frákast að meðal- tali, sem er það sama og í vikunni og árangur hans á öðrum sviðum er svipaður og undanfarin ár. — nafn á Islandsbikarinn 'fg|i KA eða Afturelding Valur (11 sinnum), Víkingur (7 sinnum) og FH (6 sinnum) eru einu liðin sem hafa orðið íslandsmeistarar síðan Fram varð meistari 1972. Þar áður höfðu Fram og FH haldið titlinum í 14 ár, hvort félag sjö sinnum þau ár. Þessi lið hafa orðið íslandsmeistarar karla síðan fyrst var keppt um titilinn árið 1940 Valur var meistari fjögur ár í röð, 1993-1996 Víkingur meistari fjögur ár í röð, 1980-1983 Þessi lið hafa náð titlinum þrjú ár í röð: Valur 1977-1979 , FH 1959-1961 Frám 1962-1964 Ármann 1952-54 Valur 1940-1942 Síðast 1996 Síðast 1992 Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríkjunum Arizona meistari I irslitakeppni bandarískra há- skólaliða í körfuknattleik, sem er með útsláttarfyrirkomulagi, lauk með fjögurra liða úrslitum um páska- helgina. í ár var Kansas talið sig- urstranglegast, en Minnesota, Kentucky, og North Carolina voru talin helsta ógnun liðsins. Allt stefndi í að þessi lið myndu komast í fjögurra liða úrslit, en í átta liða úrslitunum kom Arizona á óvart og sló út Kansas. í undanúr- slitum mættust því North Carolina og Arizona í öðrum leiknum, og Kentucky og Minnesota í hinum. í undanúrslitunum kom lið Ariz- ona enn á óvart og sló út North Carolina, 66-58. Meistaralið Kentucky vann síðan sterkt lið Minnesota, 78-69. Á annan í pásk- um mættust því Arizona og Kentucky í úrslitaleiknum sjálfum. í einum besta úrslitaleik í manna minnum var það síðan lið Arizona sem vann meistaratitilinn í fyrsta sinn, 84-79, í framlengdum leik. Leikurinn var æsispennandi frá upp- hafi til enda. 20 sinnum var jafnt í leiknum og 18 sinnum skiptust liðin á um forystu. Arizona náði 74-71 forystu á síðustu 20 sekúndunum, en Kentucky jafnaði með þriggja stiga skoti rétt fyrir leikslok. I fram- lengingunni missti Kentucky fjóra leikmenn úr byijunarliðinu útaf með fimm villur og Arizona skoraði öll tíu stig sín úr vítum. Titill Arizona kom mjög á óvart. Liðið sló út þijú af fjórum bestu lið- unum í keppninni. Þjálfari liðsins, Lute Olson, var með ungt lið en hann náði liði sínu „heitu“ á réttum tíma. Olson kom Iowa í Qögurra liða úrslit 1984, en langbesti leikmaður hans, Ronny Lester, meiddist illa á hné og lið hans komst ekki í lokaúr- slit. í úrslitum kvenna vann Ten- nessee annað árið í röð. I þetta sinn vann liðið Old Dominion, 68-59. Síðast 1972 Síðast 1987 Síðast 1954 1943 1946 1958 BLAK „Sálin sett að veði“ Lið Þróttar í Reykjavík skellti nöfnum sínum úr Neskaupstað í þremur hrinum gegn engri seint á föstudagskvöld. Liðið er á góðri leið með að tryggja sér íslands- meistaratitilinn. Reykjavíkurliðið hefur unnið tvo leiki í einvíginu en þarf þijá til að draumurinn rætist. Hrinumar enduðu 15:7, 15:9 og 16:14, en Norðfjarðarliðið hefur ekki enn náð að vinna hrinu í tveim- ur leikjum. Reykjavíkurliðið var mun betra í leiknum og sigurinn var mjög verðskuldaður. Heimaliðið náði sér ekki á strik í fyrstu og annarri hrinunni en í þeirri þriðju voru þeir klaufar að klára ekki dæmið, voru yfir, 14:11, þegar sóknin brást illa á lokakaflanum. „Við vorum slakir og það er ljóst að sálin verður sett að veði í næsta leik, við eigum mun meira inni en við höfum sýnt hingað til. Það hafa mikil meiðsli verið að heija á okkar mannskap og baráttuandinn kannski ekki verið upp á það besta en þó var þetta betra núna en í fyrsta leiknum, það vantaði þó ein- hveija einbeitingu í okkar leik. Við höfum samt fulla trú á því að við getum unnið þá í næsta leik,“ sagði Emil Gunnarsson, leikmaður Þrótt- ar í Neskaupstað. Liðin mætast þriðja sinni í íþróttahúsinu við Austurberg í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.