Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 42
v**f*-*wK*»wir »» mmátiiatf*** 42 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ OPIN HÚS í DAG FRÁ KL. 14-17 Brekkubyggö 47 - Gb. Sérlega fallegt raðhús 87 fm á tveimur hæðum ásamt 20 fm bílskúr. Fallegar innréttingar. Glæsilegt útsýni. Veró 8,7 millj. Vilhjálmur og Ragnheiður bjóða ykkur velkomin(n). Jörfabakki 6 - Rvk Sérlega falleg og björt 3ja herb. horníbúð 70 fm á 3. hæð. Húsið nýlega viðgert. Sameign nýstandsett. Verðlaunalóð. Verð 5,7 millj. Sæunn og Guðmundur bjóða ykkur velkomin(n). Furugrund 81 Sérlega falleg 3ja herb. íbúð 78 fm á 3. hæð neðst í Fossvogsdalnum við HK-svæðið. Fallegar innróttingar. Stórar suðursvalir. Verð 6,8 millj. Dómhildur og Gylfi bjóða ykkur velkomin(n). ÓðAL FASTEIGNASALA, SÍMI 588 9999. BÆJARHRAUNI 22, HAFNARFIRÐI, SÍMI 565 4511 FAX 565 3270. OPIÐ KL. 9 - 18. OPIÐ HÚS í DAG KL. 14-16 á mwi •k'Msm Hátún 5 - Rvk. - einbýli/tvíbýli Nýkomið í einkasölu þessi virðulega og mikið endurnýjaða húseign með bilskúr á þessum vinsæla stað miðsvæðis i borginni. Um er að ræða hæð, ris og bilskúr og hinsvegar samþykkta 3ja herb. íbúð í kjallara með sérinng. Hagstæð lán. Verð 15,9 millj. Verið velkomin(n). 46920-02. Opið hús í dag frá kl. 14-16 Hvammsgerði 1 - Rvk. - einbýli Nýkomið í einkasölu þetta virðulega 115 fm steinhús í þessu eftirsótta hverfi. 3 svefnherb., 2 saml. stofur o.fl. Verð 10,5 millj. Verið velkomin(n). 48742. Tjarnarmýri - Seltj. - 3ja herb. Nýkomin í einkasölu mjög falleg ca 70 fm íbúð á 1. hæð í nýlegu fjölbýli. Bílskýli. Sérgarður. Góð staðsetning. Áhv. húsbréf ca 4,5 millj. 48772. Fannafold - Rvk. - raðhús Nýkomið í einkasölu sérlega fallegt 140 fm endaraðhús auk bílskúrs. 4 svefnherb. Fallegur ræktaður garður. Upphituð innkeyrsla. Áhv. byggsjóður ríkisins til 40 ára ca 5 millj. Verð 13,5 millj. 47568. Lynghagi - Rvk. - 3ja herb. Nýkomin ( einkasölu falleg ca 90 fm ibúð á jarðhæð i góðu húsi. Sérinng. Parket. Suðurgarður. Frábær staðsetning. Áhv. 4,1 millj. hagst. lán. Verð 6,9 millj.41578. Langamýri - Gb. - 4ra með bílskúr Nýkomin glæsileg ca 90 fm endaíbúð á neðri hæð í litlu sambýli auk ca 30 fm bílsk. Vandaðar innréttingar. Parket. Möguleiki á sólskála. Áhv. ca 5 millj. byggsjóður. Verð 10 millj. 48663. Vesturbær - Kóp. - 3ja herb. Nýkomin í einkasölu björt og skemmtileg ca 80 fm jarðhæð í góðu fjórbýli. Nýlegt eldhús með vönduðum innréttingum. Sérþvherb. Suð-vesturverönd út í garð. Áhv. hagst. lán ca 3 millj. Verð 6,8 millj. 48773. Sumarhús við Brekkuskóg, Laugarvatni Fallegt nýlegt ca 50 fm sumarhús auk millilofts í landi Efri-Reykja, stutt frá Laugar- vatni. Landið er afgirt og mikið ræktað. Heitt vatn. Verð 3,5 millj. 48435. Höfum fengið í einkasölu fyrir Sparisjóð Hafnarfjarðar eftirtaldar eignir: Holtsbúð - Gb. - eínb. 350 fm. Verð: Tlboð. Brattholt - Mos. - einb. 190 fm. Verð 11,9 millj. Öldutún - Hf. - sérhæð. 160 fm. Verð 9,5 millj. Breiðvangur - Hf. - 5 herb. 120 fm. Verð 8,4 millj. Klukkuberg - Hf. - penthouse“ 105 fm 4ra. Verð 9,2 millj. Laufvangur - Hf. - 4ra. Ca 100 fm. Verð 7,2 millj. Góð greiðslukjör i boði m.a. 25 ára ibúðarkaupalán. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-13 frá mánudegi til föstudags Netfang: elly@mbl.is Þakkir HANNA vildi koma á framfæri sérstöku þakk- læti fyrir páskamessu sem flutt var í Sjónvarpinu á páskadag. Messað var frá Hvalsneskirkju og prestur var séra Önundur Björns- son. Hún segir þessa messu hafa verið sérstak- lega fallega og hlýlega og sönginn fallegan. Henni fannst einnig kirkjan fal- leg og stundin mjög hátíð- leg. Mannfæð í löggæslu borgarinnar ÞVÍ miður varð ég áþreif- anlega var við það um páskadagana hvað lög- gæslan er undirmönnuð, sérstaklega í miðborginni. Eg varð vitni að því þegar þrír unglingspiltar veittust að erlendum ferðamönnum um páskadagana. Þeir spörkuðu og létu öllum illum látum og eldra fólk sem var í miðbænum varð mjög skelkað _eins og gefur að skilja. Ég tel að það þurfi að fjölga verulega í lögreglunni. Það veitir ekki af til að hinn almenni borgari fái að ganga óáreittur um borgina. Auðvitað kostar aukin löggæsla sitt en ég tel að það muni borga sig. Hváð ef það fréttist frá erlendum ferðamönnum þegar þeir koma til síns heima frá íslandi að þeir þori bara ekki aftur til Islands vegna hræðslu við óaldarlýð? Gunnar Halldórsson. Fríkirkju- söfnuðurinn óskar eftir gögnum Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík verður hundrað ára 19. nóvember 1999. í tilefni af því er verið að rita sögu safnaðarins. Þeim, sem geta gefið upplýsingar, eiga bréf, myndir eða gögn frá starfi safnaðarins og geta látið af hendi, mun þakkað af alhug. Vinsamlegast hafið samband við Guðjón S. Björgvinsson, sagnfræð- ing í síma 562-9878 eða skrifstofu safnaðarprests í síma 552-7270. Stjórn safnaðarins. Albanía í upplausn SÍÐASTLIÐINN mið- vikudag var þáttur í Sjón- varpinu um Albaníu, „Al- banía, ríki í upplausn" í umsjón Hrannars Péturs- sonar. Mér fannst þetta góður þáttur og vel unn- inn. Hrannar sýndi góð vinnubrögð og skilaði efn- inu vel frá sér og á heiður skilinn. Gunnar Á. Ólafsson. Valdníðsla Valdsmenn fríða Qörðinn minn fá að níða og spilla. í huga svíður sársaukinn svo mér líður illa. Finns eru ráðin fölsk og ill fátt má nýta af gæðum heima kjamorkuúrgang víst hann vill velja og láta fjörðinn geyma. Landið vort er hjá Finni falt um fjörðinn verksmiðjum á að raða frá þeim streymir eitur um allt, öllu lífríki veldur skaða. Sigríður Beinteins- dóttir, 1997. Tapað/fundið Veski tapaðist VÍNRAUTT seðlaveski tapaðist líklegast í Heijólfsbyggingunni í Vestmannaeyjum eða í Herjólfi mjðvikudaginn fyrir páska. í vesinu voru m.a. skilríki. Finnandi vinsamiega hringi í síma 564-0078. Dansskór töpuðust SILFURLITAÐIR dans- skór töpuðust í lok febr- úar. Skórnir eru númer 4. Aþena sem er 8 ára saknar þeirra sárt. Skilvís finnandi hafi samband í síma 587-1964. Giftingahringur tapaðist GIFTINGARHRINGUR merktur „Þín Rakel“ tapaðist 3. apríl í Vesturbergi eða í leið 8 og 12 niður á Grensás og í World Class. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 567-8838. Dýrahald Högni í óskilum SVARTUR högni, slétt- hærður á feld, með hvítt framan á öllum loppum, ívið meira á hægri afturfæti og ofurlítið hvítur undir höku, hálsi og á kviði. Var ólarlaus og ómerktur. Upplýsingar í síma 566-8186. Víkveiji skrifar... LENGST af voru iðgjalda- greiðslur í lífeyrissjóði, sem kveðið er á um í lögum og/eða kjarasamningum, nánasjt eini pen- ingalegi sparnaður íslendinga. Innlendur lánsfjármarkaður var af þessum sökum mjög smár til skamms tíma. Vaxtagreiðslur rík- is, sveitarfélaga og fyrirtækja vegna framkvæmda, sem fjár- magnaðar voru með lánsfé, gekk nær óskiptur til erlendra sparenda. Þannig fóru miklir fjármunir úr landi. Þetta hefur breytzt, sem betur fer, í kjölfar stöðugleika og að slökktu verðbólgubáli, sem inn- lendur sparnaður brann fyrrum á, jafnskjótt og hann varð til. Fyrir skömmu svaraði viðskiptaráðherra fyrirspurn tveggja þingmanna um innstæður á reikningum banka og sparisjóða. Þær reyndustu rúmir 176 milljarðar króna. Skipting innstæðna var þessi: 1) Tékkareikningar 37,0 milljarðar króna. 2) Almennar spari- sjóðsbækur 14,7 milljarðar. 3) Annað óbundið sparifé 45 milljarð- ar. 4) Orlofsreikningar 2,1 millj- arðar. 5) Önnur verðtryggð innlán 52 milljarðar. 6) Annað bundið sparifé 13,0 milljarðar. 7) Gjald- eyrisreikningar 12,0 milljarðar. Samtals 176,1 milljarður. Máski er þessi sparnaður ekkert til að hrópa húrra fyrir - þegar horft er til hárra þjóðartekna? Betra er þó að eiga þessa summu en skulda, meinar Víkveiji. xxx RÁÐHERRA bankamála svaraði og annarri fyrirspum, sem forvitnileg er. Spumingin varðaði innstæður á gömlum sparisjóðsbók- um, sem ekki hafa verið hreyfðar lengi. Svarið fól í sér eftirfarandi: * 1) Engar innstæður á gömlum sparisjóðsbókum í Búnaðarbanka og Landsbanka bera vexti undir almennum lægstu vöxtum. * 2) Rúmlega 3.600 spari- sjóðsbækur með samtals rúmlega 30 m.kr. innstæðum hafa ekki hreyfzt í fimmtán ár. Spari- sjóðsbækur sem ekki hafa hreyfzt í 20 ár hafa verið fluttar á svonefnd- an biðreikning, sem og spari- sjóðsbækur með mjög lágar inn- stæður sem ekki hafa hreyfzt um margra ára skeið. * 3) Á biðreikningi em um 216 þúsund bækur með samtals rúmum 66 m.kr. Haldin er nafnaskrá yfir allar bækur sem fluttar hafa verið á biðreikning og jafnframt er eig- endum gert viðvart, ef unnt er að ná til þeirra. Máski lesa einhverjir þessar línur sem málið er skylt? xxx VIÐ tölum stundum digur- barkalega um íslenzkt sjón- varp; íslenzkt, já takk - og svo framvegis. Hlutfall íslenzks efnis í dagskrá „íslenzku" sjónvarps- stöðvanna er samt sem áður hverfandi. Í svari menntamálaráðherra á þingi fyrir skemmstu kemur fram að hlutfall íslenzks efnis af dag- skrá sjónvarpsstöðvanna árið 1996 var aðeins 16,58% af heild- arútsendingartíma! Ríkisút- varp/sjónvarp var með 35% ís- lenzkt efni, Stöð 2 19,9%, Sýn 7%, Stöð 3 5,3%. Er ekki kominn tími til að rétta agnarögn úr kútnum? xxx NÝLEGA var borið fram á Alþingi tillaga til þings- ályktunar, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum þess efnis að heimila skuli hægri beygju á móti rauðu Ijósi á gatnamótum." Þessi akstursmáti er heimill í Bandaríkjunum og Kanada og hefur gefið góða raun. Stöðvunar- skylda hvílir eftir sem áður á öku- manni sem hyggst beygja til hægri á rauðu ljósi eins og á gatnamótum þar sem stöðvunar- skylda er en ekki umferðarljós. Það hefur margt vitlausara ver- ið reifað við Austurvöllinn en þetta plagg, meinar Víkveiji.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.