Morgunblaðið - 06.04.1997, Side 33

Morgunblaðið - 06.04.1997, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 33 Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, þvi nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson.) Guðrún, Eva Ásrún, Valdís og Dóra Þórdís Albertsdætur. Ótrúlegt er að þetta sé stað- reynd, að þú sért horfinn frá okk- ur, elsku Gummi minn. Daginn sem þú hefðir orðið fertugur kvaddir þú þetta jarðlíf. Hver er tilgangur- inn spytjum við sem þekktum þennan hrausta og káta dreng? Ósjálfrátt leitar hugurinn í minningar bernskunnar þegar ég ei svo sjaldan dvaldi hjá ykkur í Hólkoti. Ég man þig syngja vísurnar sem Alli Bergur kenndi þér eða bara eitthvað hressilegt. Ég man þegar dregið var fyrir, mörg börn á öðrum endanum, Stebbi á hinum. Spennan hvað yrðu margir - og svo silungsveisl- an á eftir, alltaf jafn lífleg. Svo uxu börnin upp og stofnuðu fjölskyldur, ég flutti austur á firði, Gummi suður. Samverustundirnar urðu færri en dýrmætari eftir því. Þær eru ógleymanlegar heim- sóknir ykkar til okkar. Nú, svo hringingarnar þegar þú sagðir frá því sem var að gerast í þínu lífí. Allt var svo lifandi að maður hreifst með. Ég hlæ oft að því þegar þú sagð- ir við mig: Ég er með tvo Birni Ágústa hér. Æðruleysið og ein- lægnin sem þú sýndir eftir að þú veiktist. Það sá ég líka þegar ég hitti þig síðast fársjúkan þó kraft- ur væri að þverra. Elsku Hólmfríður, Kristbjörg H., Guðmundur Smári, Óli Freyr, elsku systir, mágur og systkini frá Hólkoti, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Ég kveð þig, kæri frændi, megi minningin um þig lýsa okkur gegn- um sorgina. Þú komst í hlaðið á hvitum hesti. Þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. Eg heyri álengdar hófadyninn. Ég horfi langt á eftir þér. Og bjart er alltaf um bezta vininn, og blítt er nafn hans á vörum mér. Þó líði dagar og líði nætur, má lengi rekja gömul spor. Þó kuldinn næði um daladætur, þá dreymir allar um sól og vor. (Davíð Stefánsson.) Heiðbrá og fjölskylda í Neskaupstað. SuðurlandsbrautlO 108 Reykjavik ♦ Sími 5531099 Opið ðll kvöld STEFÁN DA VÍÐSSON + Stefán Davíðs- son fæddist á Fossi í Vesturhópi 6. júní 1902. Hann lést í Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Davíð Guð- mundsson, f. 22.4. 1874, d. 25.2 1955, og Þórdís Hans- dóttir, f. 7.7. 1864, d. í janúar 1956. Systkini Stefáns voru: Halldór, Sig- urbjörn, Náttfríð- ur, Guðmundur, Þorbjörg, Soffía og Sigurlaug sem' er ein eftirlifandi systkinanna. Eiginkona Stefáns var Guðný Gísladóttir, f. á Brunngili 8. maí 1906, d. 4. apríl 1993. Þau gengu í hjónaband 23. ágúst 1930 og hófu búskap á Brunng- ili í Bitru. Þau bjuggu þar til 1940 og fluttu þá að Geithóli í Hrútafirði og bjuggu þar í fjög- ur ár og fluttu þá að Reykjum í Hrútafirði. Árið 1947 keyptu Nú er hann afi minn horfinn á vit feðra sinna og hefur lokið löng- um og farsælum ævidegi. Með honum er genginn afar góður og gegn maður sem var traustur og tryggur sínu starfi og hlutverki. Lífshlaupið hefur varla verið hon- um létt, þótt mér fyndist ávallt léttleiki yfir honum og engan barlóm að heyra. Ánægður með sig og sitt. Hans búskapur var mest fyrir tíma tækninnar í sveitum, sem bóndi, söðlasmiður og fleiri störf sem til féllu í sveit. Oft þurfti að byija á að smíða verkfærin svo hægt væri að framkvæma það sem gera þurfti. Hann var hagleiks- smiður hvort sem var á járn, leður eða tré og nutu ófáir góðs af, enda hjálpfús með afbrigðum. Hann hafði gaman af hestum og vildi þau jörðina Haug í Miðfirði og bjuggu þar til 1986, er þau fluttu til Hvamms- tanga, í Nestún. Þar dvöldu þau þar til Guðný dó 1993. Síð- ustu fjögur árin dvaldi Stefán á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Börn þeirra eru Ragnhildur, f. 18. apríl 1931, Jón, f. 11. ágúst 1932, Dav- íð, f. 24. des. 1933, Gunnar Hermann, f. 9. des. 1934, Elsa, f. 9. mars 1936, Jensína, f. 21. febr. 1937, Arndís Jenný, f. 3. júní 1938, Bryndís, f. 7. febr. 1940, Hauk- ur, f. 17. sept. 1941, Gísli Björg- vin, f. 28. sept. 1942, Fanney Svana, f. 17. sept 1949. Barna- börnin eru tuttugu og barna- barnabörnin yfir þrjátiu. Útför Stefáns fer fram frá Melstaðarkirkju mánudaginn 7. apríl og hefst athöfnin klukk- an 14. eiga viljuga gæðinga og ég minnist hans sem góðs knapa, þá kominn á efri ár. Það var hans gæfa að eignast góðan lífsförunaut, hana Guðnýu ömmu mína, sem var dugmikil kjarnakona, og saman áttu þau rúm 63 ár. Þau áttu barnaláni að fagna og eignuðust ellefu börn. Það hefur þurft þrautseigju og dugnað við að halda stórt heimili. Þau voru mjög gestrisin og höfðu ánægju af samskiptum við aðra. Heilsu afa hrakaði síðustu mán- uði, en áður var samt sjón og heyrn farin að gefa sig, en hugsunin samt alveg skýr. Ég er þakklát fyrir að hafa átt stund hjá honum áður en hann kvaddi. Hafi hann þökk fyrir allt. Blessuð sé minning hans. Guðrún Jósafatsdóttir. + Stjúpfaðir minn, BRYNJÓLFUR KETILSSON, Njörvasundi 33, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðju- daginn 8. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er góðfúslega bent á Krabbameinsfélag Islands. Fyrir hönd aðstandenda, Ingi K. Jóhannesson. + Ástkær eiginkona mín, DAGMAR SIGURÐARDÓTTIR, Heiðarholti 34, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju mánu- daginn 7. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Friðjón Þórleifsson. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EYJÓLFS KONRÁÐS JÓNSSONAR. Guðbjörg Benediktsdóttir, Benedikt Eyjólfsson, Margrét Beta Gunnarsdóttir, Sesselja Auður Eyjólfsdóttir, Guðmundur Ágúst Pétursson, Jón Einar Eyjólfsson, Herbjörg Alda Sigurðardóttir og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir, afi og langafi, EYJÓLFUR ÁGÚSTSSON bóndi, Hvammi, Landsveit, lést sunnudaginn 30. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Sigríður Kristinsdóttir, Katrín Eyjólfsdóttir, Már Jónsson, Ævar Pálmi Eyjólfsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Knútur Eyjólfsson, Edda Haltdórsdóttir, Selma Huld Eyjólfsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Anna Magnúsdóttir, systkini, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR SIGURÐSSON, Gnoðarvogi 66, Reykjavfk, er lést fimmtudaginn 27. mars síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðju- daginn 8. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélags íslands. Edda Guðjónsdóttir, Guðjón Sigurðsson og Guðný Þ. Pálsdóttir, Jóhannes Sigurðsson og Valgerður Andrésdóttir, Sigurður Logi Jóhannesson, Ólöf Edda Guðjónsdóttir, Andrés Már Jóhannesson, Einar Orri Guðjónsson og Tómas Hrafn Jóhannesson. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR hjúkrunarkona, Vogatungu 41, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð miðviku- daginn 26. mars. Samkvæmt ósk hinnar látnu hefur útförin farið fram í kyrrþey. Innilegustu þakkir til starfsfólks deildar 3 á Sunnuhlíð fyrir elskulegt viðmót og umönnun. Hjálmar Guðmundsson, Gunnlaugur Hjálmarsson, Guðný Andrésdóttir, Sjöfn Hjálmarsdóttir, Sigurjón Arnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, GUÐMUNDUR STEFÁNSSON frá Hólkoti, Reykjadal, Ffmurima 44, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju mánudaginn 7. apríl kl. 10.30. Hólmfríður F. Svavarsdóttir, Kristbjörg H. Guðmundsdóttir, Guðmundur S. Guðmundsson, Ólafur F. Guðmundsson, Stefán Þórisson, Gunnhildur S. Guðmundsdóttir og systkini hins látna. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ERLENDUR J. SÆMUNDSSON, Hátúni 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 7. apríl kl. 13.30. Víkingur A. Erlendsson, Hugrún Högnadóttir, Sæmundur E. Erlendsson, Guðjón P. Erlendsson, Guðmundur Kr. Erlendsson, Þórdfs Hjörvarsdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.