Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 23 þessi lífguðu upp á dauflega vist þessara lífsglöðu frænda okkar. Vopnaðir bareflum réðust þeir til inngöngu í svefnherbergið og skömmu síðar barst þaðan háreysti mikil, en af hvatningarorðum þeirra og gleðihrópum mátti greina að þeir höfðu yfirhöndina í bardaganum. Fljótlega birtust þeir í dyrunum með óvígan snákinn í hendinni. Hann fór í krukku þar sem hann skyldi hafður til sýnis gestum og gangandi. Við fórum í rúmið, en ekki fyrr en við höfðum grandskoðað alla króka og kima herbergisins til að ganga úr skugga um að þar leyndust ekki ein- hveijir af ættmennum kóbrunnar. Bílaviðgerðir og peningavandræði Við komum bílnum í yfirhalningu hjá Jörgen, því ýmislegt hafði geng- ið úrskeiðis í átökum undanfarinna vikna, svo sem ónýtir höggdeyfar, brotin fjaðrablöð, eyddir bremsu- borðar og brotin drifloka. Við náðum að kaupa höggdeyfa af Landcruser, en fjaðrablöð reyndist ómögulegt að fá. Því var gripið til þess ráðs að sjóða blöðin og sagðist suðumaður- inn, Jörgen, leggja haus sinn að veði í fullvissu þess að þau kæmu okkur yfir Sahara-eyðimörkina. Eft- ir að við höfðum dvalið nokkra daga hjá Dönunum vorum við og bíllinn tilbúin í slaginn enn á ný. En nú blasti við okkur nýtt vanda- mál; ferðasjóðurinn var uppþornað- ur. Leiðangurinn, sem barist hafði hetjulegum bardaga við vegleysur Afríku, sat nú fastur í torfæru er illvígust er allra; skuldafeninu. En okkur var kippt upp úr með dráttar- taug sem kom í formi víxils frá ís- landsbanka á Siglufirði. Við settum stefnuna í norður til landamæra Nígers með viðkomu í borgunum Jos og Kano. Lítið bar til tíðinda í Jos, en þar gátum við loks látið fylla á gaskúta okkar sem höfðu verið tóm- ir um hríð. Frá Jos til Kano er um 300 km. Leið eftir malbikuðum vegi. Leiðin var þó ekki fljótfarin sökum þess að malbikið hafði látið á sjá og líkt og efnahagur undanfarinna ára var það allholótt, einnig voru 14 vegatálmar hers og lögreglu á þessari leið. Verðirnir voru þó mjög vingjarnlegir og flestir vildu aðeins spjalla við þessa forvitnilegu túrista, sem sjaldséðir eru í Nígeríu. Sumir báðu þó um pening, en við þóttumst vera trúboðar og buðumst til að biðja fyrir þeim, hvað þeir létu sér vel líka. Til Kano komum við 8. október. Fornfræg borg Kano er stærsta borg norðurhlut- ans, íbúatala um 5 milljónir, og er þar mikið um fagrar byggingar og menjar frá þeim tíma að borgin var stórveldi sem réði yfir verslunarleið- um yfír Sahara. Við komum okkur fyrir á Kano Tourist Camp sem er besta tjaldstæðið sem við höfðum gist um langan tíma. Öryggi er þar gott, háir veggir og verðir í hliðinu sem meina öllum óviðkomandi að- gang. Þar eru salerni og sturtur sem virka, en það er nokkuð sjaldgæfur lúxus í þessum heimshluta. Einnig var á staðnum kínverskur veitinga- staður þannig að við gátum hvílt okkur á pastaáti um stund. Á staðn- um var hinn ágætasti reddari, Mu- hamed að nafni (við vorum komin á svæði múslimanna) sem var okkur innan handar um skoðunarferðir um borgina og útvegaði okkur vega- bréfsáritun til næsta lands, Níger. í Kano stoppuðum við í 4 daga og áttum þar ánægjulegar stundir, því þar er margt að sjá. Gamli bær- inn er líkur völundarhúsi með sín þröngu stræti og vissara er að hafa leiðsögumann við hendina vilji mað- ur ekki villast. Hið sama er að segja um hinn gríðarstóra Kurmi útimark- að, en þar er hægt að gera góð kaup á handunnum skartgripum, listmunum ýmiskonar og fatnaði. I kjötdeildinni var megn stækja, enda sinntu viðskiptavinir og slátrararnir þörfum sínum innan um varninginn, á milli þess sem prúttað var um verð. Þó svo að við hefðum ekki ætlað að versla neitt var atgangur sölumannana slíkur að við gengum á braut mörgum dollurum fátækari og með talsvert af varningi til að troða í yfirfulian bílinn. í GÓÐUM félagsskap með atvinnuflakkarnum Geoff, konu hans og eiganda veitingastaðarins kínverska á tjaldstæðinu, sem fjöl- skyldan fékk matarást á. hara-eyðimörkinni. íbúar þess eru af kynstofni Hausa, Djerma, Fulani og Tuareg, en þeir síðastöldu eru hirðingjar eyðimerkunnar. Þurrkar undanfarinna áratuga hafa neytt Tuaregana til að taka sér fasta ból- festu sunnar i landinu, sökum þess að lítil beit er eftir fyrir skepnur þeirra. Þurrkarnir hafa og haft það í för með sér að stór hluti hinna 9 milljóna íbúa landsins hafa flykkst til borgarinnar og fátækt eykst. Áætlun okkar hljóðaði uppá stutt- an stans í Níger; tvo daga í höfuð- borginni, Niamey, til að útvega vegabréfsáritunum fyrir Burkína, Mali og Máriitaníu og keyra svo áfram í vesturátt til Burkína Fasó. Það sem kom okkur mest á óvart á leið okkar vestur til Niamey var hversu góðir vegimir voru. Við liðum áfram til borgarinnar eftir nýjum malbikuðum vegi, sem sennilega er þróunaraðstoð frá Frökkum. Í Nia- mey lóðsaði greiðvikinn lögreglu- maður okkar á tjaldstæðið Camping Touristique sem við verðum að gefa LITUNARLAUGARNAR EFNIÐ eftir litunina í laugunum. frægu, Dye Pils, í Kano. Gamli bærinn var á öldum áður umluktur háum vegg, en þó að hann sé að mestu leyti hruninn standa borgarhliðin e_nn sem þögul vitni um forna frægð. í Kano er höll stórves- írsins og þó svo að segja megi að hann hafí ekki lengur nein pólitísk völd þá eru áhrif hanns gríðarlega mikil og mikið af borgarbúum telur hann leiðtoga sinn. Skrautlegir líf- verðir gæta hallarhliðsins og er það trú manna að þá bíti engin vopn sökum þess að þeir séu rammgöldr- óttir. Við skoðuðum einnig byggða- safnið, sem er tilkomumikið; og einn heitan dag klifum við Dala hæðina, en frá henni er hægt að hafa útsýni yfir alla borgina. I Kano eru hinir heimsfrægu litunarlaugar (Dye Pits). Þar er hægt að kaupa fata- stranga sem litaðir hafa verið í laug- unum, eða fá boli litaða með ekta indigolit. Þessi aðferð við litun á fatnaði hefur verið stunduð óbreytt í Kano í margar aldir. Atvinnuflækingur og fleira fólk Á tjaldstæðinu var staddur hinn heimsfrægi flökkumaður Geoff Crowther. Geoff er Ástrali að upp- runa, en síðustu 25 árum ævi sinnar hefur hann varið í að flækjast um Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Hann var einn af stofnendum Lon- ely Planet bókaútgáfunnar sem sér- hæfir sig í útgáfu hanndbóka fyrir fólk sem vill ferðast utan alfaraleið- ar. Útgáfan er orðin stórveldi á þess- um markaði og má segja að bækur þeirra séu biblíur þeirra er ferðast um þessar heimsálfur. Geoff kunni ekki við að vera orð- inn fastur á skrifstofu svo að hann seldi sinn hlut í fyrirtækinu og vinn- ur nú fyrir þá í lausamennsku. Nú var hann í leiðangri um Vestur-Afr- íku ásamt konu sinni sem er frá Kenýa. Yfír nokkrum bjórum rifjaði hann upp fyrir okkur ævintýraferðir undanfarinna ára og var þar af nógu að taka. Síðasta kvöldið okkar í Kano rúllaði rykugur Bedfordtrukk- ur, frá Encounter Overland fyrirtæk- inu breska, inná tjaldstæðið. Hann var með hóp af ævintýraþyrstum túristum á leið frá Englandi til Suð- ur-Afríku. Við skiptumst á upplýs- ingum við bflstjórann. Hann lét okk- ur í té ýmsar nytsamlegar upplýs- ingar um Mali og Máritaníu og þá sérstaklega hvernig komast mætti á sem öruggastan hátt frá Máritaníu til Marokko. Við gáfum honum nokkrar ráðleggingar varðandi Zaire og greinilegt var að hann hlakkaði lítt til þess að fara með hóp af fólki þar yfir. Níger Sunnudaginn 13. var kominn tími til að segja skilið við Kano og hina vingjarnlegu íbúa hennar. Við kvöddum Muhamed, sem reynst hafði okkur ákaflega vel, og eiganda kínverska matsölustaðarins, en á honum höfðum við fengið matarást hina mestu. Við skoðuðum matseðil hans í hinsta sinn, hrygg í bragði, framundan lá Sahel-svæðið og ein- hverra vikna pastaát. Áður en við lögðum í hann notfærðum við okkur hið hagstæða olíuverð í Nígeríu, en þar er hægt að fá 9 lítra af díselolíu fyrir dollarann. Með 500 lítra af olíu í maga Suburbansins héldum við yfir til Níger og frönskumælandi Vestur-Afríku. Landamæraverðimir Nígeríumegin voru eins og starfs- bræður þeirra, í hinum endanum, ákaflega leiðinlegir og í hróplegu ósamræmi við allt það alúðlega fólk sem við höfðum kynnst í landinu. Með sadískri nákvæmni fóru þeir yfír pappírana okkar og fundu þeim allt til foráttu. Að lokum nutum við blessunar þeirra og renndum yfír til Níger. Við vorum búin hinu versta þeg- ar við gerðum vart við okkur á landa- mærastöðinni Nígermegin. Við höfð- um heyrt að landamæraverðir þarna væru hinir smásmugulegustu og ekki væri óalgengt að það tæki heil- an dag að ganga frá formsatriðum á landamærunum. Ótti okkar reynd- ist ástæðulaus; á örfáum mínútum höfðu hinir vingjarnlegu landa- mæraverðir hleypt okkur inn. Níger, sem áður var frönsk nýlenda og dregur nafn sitt af Nígerfljóti, hlaut sjálfstæði árið 1960. Landið er um 1,2 milljónir ferkílómetra að flatar- máli, en stór hluti þess liggur í Sa- nokkuð slaka einkunn eftir dvöl okk- ar þar. Á tjaldstæðinu er bar sem virðist vera nokkuð vinsæll af bæjarbúum og er vart svefnsamt á staðnum vegna drykkjuláta langt fram á nótt. Við þorðum ekki að fara öll saman í bæinn á meðan við stöldruðum við í borginni, heldur urðum við ávallt að hafa einhvern til að gæta tjalds og búnaðar þar eð öryggisgæsla virt- ist vera í molum og það rann ekki af starfsmönnum tjaldstæðisins þessa tvo daga sem við gistum þar. V egabréfavandræði og svefnlaus nótt Áreynslulaust reyndist að fá vega- bréfsáritanir til Malí og Máritaníu; en þegar við fórum í sendiráð Burk- ína Fasó kom babb í bátinn. Vega- bréf mín og Birnu voru orðin full og ekkert pláss fyrir áritanir. Það var sama hvað við suðuðum í starfs- stúlku sendiráðsins, með þessi vega- bréf færum við ekki til Burkína. Við blótuðum nígeríska landamæraverð- inum, sem eyðilagt hafði síður í vegabréfum okkar, í sand og ösku. Það var settur á neyðarfundur í fjöl- skylduráðinu og möguleikar okkar ræddir. Eina vonin virtist vera að fara í norður frá Niamey, meðfram Nígerfljótinu og til bæjarins Gaó í Malí. Ferðahandbókin okkar sagði að þessi leið væri mjög erfíð; mjúkur sandur alsettur oddhvössum steinum og þyrnum þannig að gera mætti ráð fyrir mörgum festum og sprungnum dekkjum áður en til Gaó væri náð. Sýnt var að þetta yrði nokkurra daga krókur, en ekki var um annað að ræða. Birna var þó himinlifandi útaf þróun mála. Þessi leið þýddi að við myndum fara um Dogon-land í Malí, en það hafði hana langað að sjá. Við gengum snemma til náða, fram- undan var erfiður dagur. Ekki höfð- um við lengi sofið er við vöknuðum við nokkur læti rétt hjá tjöldunum okkar. Ég skyggndist út og sá þá að hlaupið hafði dugnaðaræði mikið í sauðdrukkinn starfsmann tjald- stæðisins og var hann í óða önn við að reyta illgresi og raka saman skrælnuðum laufum sem hann kom fyrir í myndarlegri hrúgu við tjöldin okkar. Við reyndum að sofna, en þá lýstist svæðið allt í einu upp eins og um bjartan dag væri að ræða. Við þustum út úr tjöldunum og kom- umst að því að vinurinn hafði kveikt í haugnum sem fuðraði upp svo að við lá að logamir sleiktu tjöldin. Við ákváðum að setja á brunavakt þar til berserksgangurinn rynni af manninum. Um miðnættið féll hann út af og við reyndum enn að sofna, en nú magnaðist hávaðinn frá bamum og gekk svo um hríð þar til allt geimið leystist upp í allsheijar slagsmálum er stóðu sleitulaust til klukkan 4 um morguninn, er allt datt í dúnalogn. Loks er svefninn var að fara sínum líknandi höndum um þreytta líkama okkar byijuðu kallaramir að kyija lofmllu sína til Allah frá bænaturn- um borgarinnar; í örvæntingu bæld- um við höfuðin ofan í koddana. Skömmu síðar göluðu hanar hverfis- ins inn nýjan dag. Þreytt og krump- uð hlóðum við bílinn og héldum út úr borginni. Misjafnir vegir og byssuglaður hermaður Það em um 200 km. frá Niamey til landamæra Malí. Fyrstu 150 km. voru furðu góðir, en malbikaður veg- ur hlykkjaðist meðfram Nígerfljót- inu. Við keyrðum rólega og nutum útsýnisins, en fljótsbakkarnir em þaktir gróðri og em í skemmtilegri andstöðu við skrælnaða eyðimörk- ina. Byggð er allnokkur við fljótið þar sem fólk getur stundað ræktun og veitt sér físk til matar. Eftir að malbikinu sleppti tók við sandslóði sem hafði gjörsamlega skolað í burtu, hvort sem um hefur verið að kenna fljótinu, eða rigningum. Sandurinn var blautur og illur yfírferðar. Brátt mjökuðumst við áfram í fyrsta gír í lága drifínu feg- in því að hafa soðið fasta driflokuna í Nigeríu. Subbinn stóð sig með prýði þar sem hann mjakaðist ofhlaðinn yfír torfæmmar, en oft var tæpt á því að við festum okkur. Sérstaklega voru blautir og djúpir árfarvegir skeinuhættir. Oft héldum við niðri í okkur andanum er bíllinn virtist vera að stöðvast, en andvörpuðum af létti er hann kraflaði sig áfram kveink- andi sér undan miskunnarleysi eig- endanna. Þessi 50 km. spotti var það seinf- arinn að það var komið myrkur er við tókum að nálgast landamærin. Tveir hermenn með alvæpni birtust á veginum og vildu fá að vita af ferðum okkar. Þeir tóku sér stöðu sitt hvomm megin á stigbrettum bílsins og fylgdu okkur að landa- mæmnum. Ekki höfðum við keyrt nema í nokkrar mínútur þegar þriðji hermaðurinn kom skyndilega út úr myrkrinu og stöðvaði bílinn. Hann miðaði AK 47 riffli sínum á höfuðið á mér og mddi út úr sér óskiljanleg- um orðaflaumi. Félagar hans reyndu að róa hann en hönd hans haggaðist ekki og ég horfði sveittur inn í byssu- hlaupið. Við horfðumst í augu á meðan tíminn stóð í stað. Hvað lengi veit ég ekki. Heila eilífð? Ef til vill örfá- ar sekúndur. Félagar hans voru nú orðnir óðamála. Loks lét gæinn sér segjast og byssan seig niður. Við þorðum að anda á ný. Hann brosti svo skein í hvítar tennurnar og sneri á braut. Myrkrið gleypti hann, en ekki hatursfullt augnaráðið sem greyptist inn í huga minn. Fljótlega eftir þessa uppákomu vomm við komin á landamærastöðina hvar okkur var vel tekið. Yfírmaðurinn kom fram úr rúminu til að heilsa okkur. Hann var klæddur náttserk með heljarmikla nátthúfu á höfðinu svo að halda mætti að hann hefði stokkið út úr einni af sögum Dic- kens ef hömndsliturinn hefði ekki komið upp um hann. Hann var mjög alúðlegur við okkur og gekk frá öll- um formsatriðum fyrir okkur á staðnum, klæddur þessum óher- mannlega búningi. Að því loknu benti hann okkur á góðan stað til að tjalda á og bauð okkur góðar nætur. Hvíldinni fegin skriðum við inn í tjöldin. Þessi áfangi var að baki, en fleiri ævintýri biðu okkar handan landamæranna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.