Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ '
FRÉTTIR
Gámunum
skipað upp
FJÓRUM gámum hafði verið
skipað upp úr Vikartindi á há-
degi í gær og var vonast til að
takast mætti að ná tuttugu gám-
um úr skipinu í gærdag. Gámun-
um var raðað upp í fjörunni, þar
sem tollvörður innsiglaði þá og
stóð til að flytja þá til Reykjavík-
ur.
Ágætt veður var á strandstað
í gær, logn og sléttur sjór.
Starfsmenn björgunarfyrirtæk-
isins Titan gátu því látið sig
síga niður að gámum á þilfari
skipsins, komið á þá böndum
og losað um þá. Fremri krani
skipsins, sem var komið í lóð-
rétta stöðu í vikunni, var svo
notaður til að hífa gámana í
land. Reiknað er með að kran-
inn nái að hífa 75% þeirra
gáma, sem enn eru í skipinu,
en fjórðungi þeirra verður ekki
komið á land nema aftari kran-
inn verði einnig réttur.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar á Hvolsvelli á hádegi
í gær hafði enn ekki sést til land-
eigenda, sem hugðust girða af
svæði í fjörunni. Sýslumaður
Rangæinga hafði sent landeig-
endum bréf, þar sem hann sagði
hæpnar lagalegar forsendur
fyrir slíkri girðingu.
ÞEIR sem vinna við að ná gámunum þurfa að láta sig síga að
þeim til að koma böndum á þá og losa um festingar þeirra.
Morgunblaðið/Þorkell
FYRSTA gáminum, sem næst frá borði Vikartinds með krana skipsins, slakað niður í fjöruna í gærmorgun.
►Lestrarvenjur íslendinga hafa
breyst verulega undanfama ára-
tugi og fagurbókmenntir hafa vik-
ið fyrir öðrum tómstundum sem
og annars konar ritmáli. íslending-
ar eru enn jákvæðir í garð bóka
og lesturs og vilja að yngri kyn-
slóðin lesi. En það þarf meira til.
/10
GróAi flugfélaga mikil-
vægari flugöryggi?
►Bandaríska loftferðaeftirlitið
borið þungum sökum. /12
Aftur mjólk í
Barónsfjósinu
►innan skamms mun aftur hægt
að kaupa mjólk í íjósinu, sem
franski baróninn Gauldréc Boilleau
byggði fyrir aldamót yfir kýrnar
sínar, og mun hafa verið fyrsta
mjólkurbú á íslandi. /20
Náttstaðir Nígeríu
og Níger
►Áfram heldur frásögn íslenskú
Afríkufaranna um slóðir þar sem
þeirýmist horfðust í augu hvæs-
andi kóbraslöngu eða inn gapandi
byssuhlaup. /22
Framtíðin er í plastinu
►í Viðskiptum/Atvinnulífí á
sunnudegi er rætt við Sigurð Odds-
son framkvæmdastjóra í Plastos.
/24
B
► 1-32
Kjörviðarskáld
á Gelgjutanga
►Tréskip eru sem óðast að víkja
fyrir fleyjum úr stáli, áli og trefja-
plasti. Ffylgst er með því þegar
einu síðasta vigi tréskipanna á ís-
landi, Bátastöð Jóns Ö. Jónassonar
á Gelgjutanga, var lokað. /1-2-16-
17
Ævintýrið um Gus Gus
►Gus Gus íjöllistahópurinn er nú
tíður gestur í tísku- og tórriistar-
tímaritum úti í heimi. /18
Keppnin um Ford-
fyrirsætuna
►21 stúlka á aldrinum 14-19 ára
munu keppa um titilinn Ford fyrir-
sætan 1997 i Perlunni hinn 10.
apríl nk. /29
C FERÐALÖG
Milljón farþegar í
millilandaflugi
Skotið af
haglabyssu í
fjölbýlishúsi
LÖGREGLAN í Hafnarfirði fékk
tilkynningu um tvo skothvelli úr
íbúð í fjölbýlishúsi í Hafnarfírðin-
um um kl. 1 á fóstudagsnótt. Þeg-
ar að var komið reyndist þar vera
á ferðinni maður á miðjum aldri
sem hótaði skaða sjálfan sig. Hann
ógnaði hins vegar ekki öðru fólki.
Maðurinn var ölvaður en mun
eiga við geðræn vandamál að
stríða, samkvæmt upplýsingum
lögreglu.
Að sögn lögreglu neitaði maður-
inn að fara á geðdeild og endaði
því í fangageymslum þar sem hann
var yfirheyrður á laugardag.
-----> ♦ <----
Þrír á slysa-
deild
ÞRÍR menn voru fluttir á slysadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir harð-
an árekstur tveggja bifreiða á
Engjaveginum í Reykjavík á tíunda
tímanum í gærmorgun. Samkvæmt
upplýsingum frá slysadeild voru
mennimir ekki taldir mikið slasaðir.
FARÞEGUM í millilandaflugi á
íslenskum áætlunarflugvöllum
fjölgaði um 11% á síðasta ári og
farþegum í innanlandsflugi fjölg-
aði um rúmlega 1%. Vöru- og póst-
flutningar jukust um 23% í milli-
landaflugi á síðasta ári en minnk-
uðu um 20% í innanlandsflugi,
samkvæmt upplýsingum frá Flug-
málastjórn.
Farþegar í millilandaflugi á ís-
lenskum áætlunarflugvöllum voru
alls 1.048.837 á sfðasta ári og þar
af voru 276.958 áningarfarþegar
á Keflavíkurflugvelli. I Reykjavík
fjölgaði millilandafarþegum um
84% og um 10% í Keflavík. Hins
vegar varð 46% fækkun á Egils-
stöðum og 34% á Akureyri.
Að meðaltali hefur heildarfjöldi
millilandafarþega aukist um 10%
á ári síðastliðin fimm ár.
Vöru- og póstflutningar í milli-
landaflugi jukust um 23% á síðasta
ári og námu þeir alls 24.044 tonn-
Fjöldi hefur auk-
ist um 10% á ári
síðustu fimm ár
um. Vöruflutningar jukust um 26%
en póstflutningar drógust saman
um 2%.
í Reykjavík jukust vöru- og
póstflutningar um 173% og um
21% á Keflavíkurflugvelli. Síðast-
liðin fímm ár hafa vöru- og póst-
flutningar í millilandaflugi aukist
að meðaltali um 15% á ári.
Farþegum fjölgar
í innanlandsflugi
Farþegar í innanlandsflugi voru
alls 382.087 á síðasta ári eða um
1% fleiri en árið áður. Farþegum
fjölgaði á öllum helstu áætlunar-
flugvöllum landsins nema einum.
Farþegum fjölgaði mest á Homa-
firði á síðasta ári eða um 12%. Á
ísafirði varð 6% aukning, 5% í Vest-
mannaeyjum og 3% á Egilsstöðum.
Flugvellimir í Reykjavík, Akureyri
og á Sauðárkróki vom með 1% fleiri
farþega en árið áður. Á Húsavík
fækkaði farþegum á hinn bóginn
um 3% á milli ára.
Undanfarin fimm ár hefur heild-
arfjöldi innanlandsfarþega aukist
að meðaltali um 3% á ári.
Vöm- og póstflutningar í innan-
landsflugi á síðasta ári voru 20%
minni en árið áður og námu allt
að 4.000 tonnum. Vöruflutningar
minnkuðu um 18% og póstur um
26%.
Samdrátturinn varð hlutfalls-
lega mestur á Egilsstöðum eða 38%
og um 22% í Reykjavík og á Húsa-
vík. Flutningar minnkuðu um 19%
á ísafírði, 17% á Akureyri, 12% á
Hornafirði og 7% á Sauðárkróki.
Að meðaltali hafa vöru- og póst-
flutningar í innanlandsflugi dregist
saman um 10% á ári síðastliðin
fimm ár.
► 1-4
Maní
►Fomar minjar og heillandi
mannllf á grískum skaga. /2
FerAapistill
►Aukin gæði með umhverfis-
stjómun. /4
ÍP BÍLAR_______________
► 1-4
Horfnir í gróAur
og gleymsku
► Af bílakirkjugörðum í Banda-
ríkjunum. /2
Reynsluakstur
►Musso E 23 á Eldfelli. /4
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak Stjömuspá 42
Leiðari 28 Skák 42
Helgispjall 28 Fólk í fréttum 44
Reykjavikurbréf 28 Bíó/dans 46
Skoðun 30 Útvarp/sjónvarp 50
Minningar 34 Dagbók/veður 55
Myndasögur 40 Maturogvin 4b
Bréf til blaðsins 40 Dægurtónl. 14b
Idag 42 Gárur 30b
Brids 42 Mannlífsstr. 30b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1&6
jJ