Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
I
“SLENDINGAR eru almennt
jákvæðir gagnvart bókum og
telja að lestur sé af hinu góða,
enda ríkir sterk lestrarhefð í
menningu íslensku þjóðarinnar. Hins
vegar hafa rannsóknir sýnt að ekki
er nóg að vera jákvæður í hugsun
til að örva lestur bama heldur skipta
uppeldisaðferðir verulegu máli. Sem
sagt, það nægir ekki fyrir foreldra
að lesa uppi í rúmi á kvöldin þegar
börnin eru sofnuð vilji þeir örva
börnin til lesturs. Meira þarf til.
Þá hefur einnig verið sýnt fram
á með rannsóknum, að þær aðferðir
sem forfeður okkar notuðu, þ.e.
markviss upplestur fyrir heimilisfólk
alla daga ársins og umræða um það
sem lesið var, leiða til aukins mál-
þroska og hvetur til frekari lesturs.
Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor
í Kennaraháskóla íslands sem hefur
undanfarin ár unnið að rannsóknum
á málþroska, segir að forsendur
bama til að verða flinkir málnotend-
ur hafí breyst. Nú þurfi fólk að gefa
þessum þætti sérstakan gaum, en
áður kom hann meira af sjálfu sér.
„Það sem gerir gæfumuninn hvernig
fólki vegnar í lífínu er hversu flinkt
það er að búa til langar ræðueining-
ar,“ segir hún.
Hún tekur einnig fram, að fólk
verði að átta sig á því að þó að
börn læri að tala þurfí að lesa fyrir
þau, taia við þau og örva þau til að
lesa vilji maður að málþroski þeirra
verði góður. Lítil börn geti ekki
meðtekið það sem þau hafí ekki
upplifað. Hins vegar gefí bók strax
frá byrjun kost á mun víðara um-
ræðuefni, þar með auknum orða-
forða, flóknari málfræði, lengri setn-
ingum og öllu því sem barninu er
nauðsynlegt að heyra, til að því fari
fram.
Lestur eykur
orðaforða
Guðmundur B.
Kristmannsson dósent
í móðurmáli í Kenn-
araháskóla íslands
segir að erlendar rann-
sóknir bendi til að við
6 ára aldur búi bam
yfir 6.000-12.000 orða
forða. Búast megi við
að þau læri um 3.000
ný orð á hverju ári til
jafnaðar en þar af ein-
ungis 600-800 orð í
skóla. Hann segir
einnig að rannsóknir
bendi til að ekkert auki
orðaforða eins og lest-
ur.
Þeir sem hafa rann-
sakað lestur, mál-
þroska eða hvernig
örva beri börn til lest-
urs leggja allir áherslu
á að skapa þurfi það
andrúmsloft innan
heimilisins að lestur sé
áhugaverður. Það sé
gert með því að hafa
bækur alltaf við hönd-
ina sem hæfi þroska
og áhugamálum hvers
og eins allt frá einföld-
um myndabókum upp
í fræðirit. Einnig sé
mikilsvert að ræða um
innihald bóka við börn.
I kringum jól séu full-
orðnir spurðir hvað
þeir hafí verið að lesa,
ekki skipti síður máii
að börnunum gefíst kostur á að segja
frá sínum bókum.
Þá hafa erlendar rannsóknir sýnt
mjög sterka fylgni á milli þess
hversu mikið og á hvern hátt talað
er við börn og námsárangurs þeirra
í skólum. Og því meir sem lesið er
fyrir börn þeim mun betra, ekki síð-
ur eftir að þau hafa náð fæmi í lestri.
Mótast á æskuárum
Lestur
Bestur
Lestrarvenjur íslendinga hafa breyst verulega undanfama áratugi
og fagurbókmenntir hafa vikið fyrir öðrum tómstundum sem og-
*
annars konar ritmáli. Islendingar eru enn jákvæðir í garð bóka og
lesturs o g vilja að yngri kynslóðin lesi. Hildur Fríðríksdóttir komst
hins vegar að því að til að viðhalda áhuga á lestri milli kynslóða
nægir ekki að kaupa bækur og segja bömunum að lesa heldur
verður að ræða við þau um bækur, fara með þau á bókasöfn og
opna lykla að leyndardómunum.
Morgunblaðið/Þorkell
FRÆÐIMÖNNUM ber saman um að til að örva áhuga barna á lestri sé nauðsynlegt að fara með þeim á bókasafn, lesa fyrir þau
og sýna áhuga á því sem þau lesa.
Ágústa Pálsdóttir bókasafns- og
upplýsingafræðingur sem er að
vinna að lokaritgerð á rannsókn á
tómstundalestri þriggja kynslóða
innan sömu fjölskyldu, hefur komist
að því að lestraráhugi fullorðinna
virðist mótast á æskuárum. Þannig
kom fram að þeir sem sýndu áhuga
á lestri bóka sem börn voru líka
áhugasamir um að lesa sem fullorðn-
ir og öfugt. Einnig kom í ljós að
börn sem eru áhugasöm um lestur
hafa almennt fjölbreyttari áhugamál
en þau sem hafa lítinn áhuga á lestri.
Sömuleiðis virðast vera tengsl á
milli þessara barna og fjölbreyttrar
notkunar á fjölmiðlum, s.s. sjón-
varpi, útvarpi og dagblöðum. „í
rauninni voru foreldrar þessa hóps
barna þeir sem taka verulegan þátt
í því sem börnin eru að fást við,
hvort sem það er lestur eða aðrar
tómstundir," segir hún.
Þá má ekki gleyma félagslega
þætti þess að lesa upphátt fyrir börn.
Mörgum þykir fátt skemmtilegra en
að sitja og lesa fyrir barn og upplifa
með því gleðina við að uppgötva
nýja heima. Nýlegar bandarískar
rannsóknir hafa ennfremur sýnt
fram á að sé setið með barn í fang-
inu og lesið fyrir það frá unga aldri
hefur það örvandi áhrif á vitsmuna-
legan þroska heilans ekki síður en
tilfinningalegan og líkamlegan
þroska bamsins. Þetta undirstrikar
það sem Birna Sigþórsdóttir fjögurra
barna móðir segir í viðtali annars
staðar hér á síðunni: „Eg tel að
þetta sé ódýrasta, fljótlegasta og
einfaldasta leiðin fyrir fólk sem er
ofþjakað af alltof löngum vinnudegi
til að ná tengslum við börnin sín.“
Hver er staðan nú á íslandi?
Nokkrar rannsóknir hafa verið
gerðar á íslandi sem tengjast lestri,
bókaeign, bókakaupum og fleiru sem
gefa vísbendingar um stöðuna á
hveijum tíma. Hins vegar eru til
fáar samanburðarrannsóknir þannig
að erfitt er að glöggva sig nákvæm-
lega á þróuninni utan nokkurra
rannsókna Þorbjarnar Broddasonar
dósents við Háskóla íslands. Þær
voru gerðar á árunum 1968-1991
og eru þvi nokkuð komnar til ára
sinna. I þeim rannsóknum voru
10-15 ára börn meðal annars spurð
um Qölda bóka, fyrir utan skólabæk-
ur, sem þau höfðu lesið á síðustu
30 dögum. í ljós kom að bóklestur
minnkaði með hverri könnun (sjá
töflu).
Könnun Sigrúnar Klöru Hannes-
dóttur, prófessors við Háskóla Is-
lands, frá því í janúar 1997 gefur
væntingar um að þessi þróun sé ef
til vill að snúast við. I ljós kom að
tæplega 85% 10-12 ára barna fengu
bækur í jóiagjöf um síðastliðin jól
og hafði mikill meirihluti þeirra lesið
einhveijar þeirra strax í janúar.
Færri bækur voru gefnar eftir því
sem ofar dró í aldri, en þó höfðu
68% 16 ára unglinga lesið bók frá
jólum, þar með talið skólabækur (sjá
töflu).
Jólabókin
góð og gild
I úrtakinu voru 800 ungmenni af
öllu landinu, 400 strákar og 400
stelpur, og fengust svör frá 91%
þátttakenda í gegnum síma. „Þessar
niðurstöður komu mér skemmtilega
á óvart, því könnunin sýnir að alla-
vega jólabókin gerir ennþá mikið
gagn og höfðar til fólks. Einnig er
greinilegt að börnin lesa þessar
bækur. Sú sem las mest hafði til
dæmis lesið 16 bækur á þremur vik-
um,“ segir Sigrún Klara. Hún segist
ekki ennþá vera komin með endan-
legar niðurstöður um aldurshópinn
14 og 16 ára, nema að því leyti að
færri í þessum aldurshópi fái bækur
en í hinum yngri. „Hins vegar lesa
unglingar í þessum aldurshópum
fleiri bækur en þau'fá í jólagjöf sem
tengjast þá skólanum."
Hún segir athyglisvert að stór
hluti bókanna sem börnin fengu voru
ýmiss konar verðlaun og viðurkenn-
ingar, s.s. frá skólum, Umferðarráði
og fleirum. „Þetta sýnir okkur að
bók sem verðlaun er mjög algeng
og stendur fyrir sínu.“
Guðmundur B. Kristmannsson
telur að munur á verði barnabóka
og fullorðinsbóka geti haft áhrif á
það að unglingar fái færri bækur
en börn í yngri aldurshópum. Sigrún
Klara er ekki endilega sammála
þessu. Hún telur að ástæðan sé
fremur sú, að foreldrar og aðstand-
endur haldi að bókin sé ekki í tísku
lengur og því velji þeir eitthvað ann-
að. „Svo virðist sem fólk úti á landi
gefi bækur í jólagjöf síður en á höf-
uðborgarsvæðinu. Þetta á jafnt við
um þéttbýli úti á landi sem á smærri
stöðum. Við höfum enga skýringu á
þessu og er öfugt við það sem við
höfðum búist við,“ segir hún.
í nýrri könnun Gallup um jóla-
bókasölu, þar sem úrtakið var 1.200
manns á aidrinum 15-75 ára á land-
inu öllu, kemur fram að færri fengu
bók í jólagjöf í ár en í fyrra, eða
59% á móti rúmlega 73%. Þá fengu
menn einnig færri bækur en í fyrra
eða að meðaltali 1,3 bækur á móti
1,6 bókum árið áður. Fólk á aldrin-
um 55-75 ára fékk að meðaltali fleiri
bækur en þeir yngri eins og í fyrra.
Hins vegar þegar teknar voru saman
niðurstöður þeirra sem
keyptu bækur til jóla-
gjafa kom í ljós að það
voru 66% aðspurðra.
Var meðaltal bóka 2,3.
Hlutfall þeirra sem
svöruðu var 71%.
Lestrarátak og
áhrif þess
Hvað sem öðru líður
þá geta íslendingar
tekið sig á í lestri eins
og öðru þegar á reyn-
ir. Þannig tóku rúm-
lega 30.000 íslensk
börn þátt í Samnor-
rænu lestrarkeppninni
síðastliðið haust eða
70% allra grunnskóla-
nemenda. Á hálfum
mánuði lásu þeir
hvorki fleiri né færri
en 215 þúsund bækur,
sem jafngildir hæð
H allgrímskirkj uturns
væri öllum bókunum
raðað í 33 jafn háa
stafla.
En skyldi keppnin
hafa orðið nemendum
hvatning til að lesa
meira? Morgunblaðið
ræddi við kennara
þeirra þriggja bekkja
sem sigruðu í hveijum
aldursflokki. Ingileif
Daníelsdóttir, sem
kennir 3. ID í Brekku-
bæjarskóla á Akra-
nesi, telur að þeir, sem
seinir voru til í lestri,
hafi tekið framförum og að þeir lesi
meira nú en áður. Hins vegar voru
flestir í bekknum vel staddur í lestri
og þeir nemendur virðist halda sínu
striki.
Nína Magnúsdóttir, sem kennir
7. NM í Austurbæjarskóla, kannaði
nú í vikunni áhuga nemenda sinna
fyrir lestri í kjölfar keppninnar.
Heildarskoðun bekkjarins var sú, að
almennt þætti þeim meira gaman
að lesa nú en fyrir keppni, þau lifðu
sig meira inn í sögurnar og hefðu
aukið lesminni. Einn nemandi, sem
á við lestrarerfíðleika að stríða, taldi
sig eiga mun betra með að lesa
núna en áður eingöngu vegna þjálf-
unarinnar. Lestrarhestarnir sex í
bekknum lesa svipað nú og fyrir
keppni. Ellefu nemendur sem höfðu
áður tekið sér bók í hönd við og við
kváðust allir hafa aukið lestur. Af
fimm nemendum, sem sögðust sjald-
an eða aldrei lesa bækur, hafa þrír