Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ GOÐRARVONARHOFÐI - TROLLASKAGI - 12.,AFANGI LJÓSMYNDARI mættur til að taka passamynd af Friðrik en Andri fylg'ist með múslimagalla frá Dye Pils. Náttstaðir í Nígenu og Níger NIGERÍA er Qölmennasta land Afríku, en íbúafjöldi þess er talinn vera 100 til 140 milljónir (ekkert manntal hefur farið fram síðan 1963). Landið er 924 þúsund ferkíló- metrar að stærð og er því skipt nið- ur í 21 fylki. Aðalútflutningur Níger- íumanna er olía, en einnig flytja þeir út kakó, gúmmí, timbur og tin. Gárungar segja þó að aðalútflutn- ingur Nígeríumanna séu peningar, en erlendar skuldir þeirra eru taldar nema um 25 billjónum punda. Höf- uðborg Nígeríu, síðan 1976, er Abuja. Forseti landsins er Sani Abacha hershöfðingi. Opinbert tungumál Nígeríu er enska. Saga Nígeríu Fyrr á öldum voru uppi háþróuð múslimsk þjóðfélög á svæði því sem nú á tímum er Norður-Nígería. Þessi hluti Afríku er byggður fólki af kyn- þáttum Hausa og Fulani; en veldi þeirra byggðist fyrst og fremst upp á því að úlfaldalestir sem fóru yfir Sahara, hvort sem þær voru á leið frá Vestur-Afríku til Miðjarðarhafs- ins eða Miðausturlanda þurftu að fara um lendur þeirra. I suðvest- urhluta landsins, sem byggður er af kynstofni Yoruba, var öflugt kon- ungsveldi þegar Portúgalar fóru að venja komur sínar í þennan hluta Afríku á 15. öld. íbúar suðvestur- hluta landsins voru síðan að mestum hluta fólk af ættbálki Ibo, en ólíkt grönnum sínum, Yoruba og Hausa- Fulani, höfðu Iboarnir ekki miðstjórn heldur réð hver höfðingi yfir sínu þorpi. í kjölfar Portúgalanna komu þrælakaupmennirnir. Ungir Níger- íumenn voru keyptir á 4 dollara af höfðingjunum, en seldir fyrir 130 dollara á þrælamörkuðum Ameríku. Yoruba konungarnir urðu svo háðir þessum viðskiptum að þegar þræla- Áfram heldur íslenska fjölskyldan, Fríðrík Már Jónsson, Bima Hauksdóttir, ogbömin Andrí, Stefán og Rannveig, að segja frá ævintýraferð sinni norður eftir Afríku, þótt heim séu komin og íslensk grámyglan tekin við. Reyndar hlýtur flest að verða hversdags- legt eftir að hafa horfst í augu við hvæs- andi kóbraslöngu í Nígeríu og inn í gapandi byssuhlaup í Níger. verslunin var aflögð, snemma á 19. öld, leið veldi þeirra undir lok. Nígería varð bresk nýlenda um aldamótin 1900. Bretar gerðu sér grein fyrir því að miðað við aðrar nýlendur í Afríku bjuggu Nígeríu- menn við háþróað þjóðfélagsskipu- lag; einnig bauð nýlendan upp á mikla efnahagslega möguleika. Bretarnir reyndu að þróa Nígeríu sem raunverulega „svarta“ nýlendu. Þegar kom að sjálfstæði Nígeríu, 1960, voru aðeins um 12000 Evrópu- menn í landinu, en íbúafjöldi nýlend- unnar var 32 miljónir. Bretar höfðu séð til þess að mjög erfitt var fyrir hvíta menn að fá vinnu, eða eignast fyrirtæki í landinu; öllu skyldi stjórn- að af Nígeríumönnum sjálfum. Þeg- ar Bretar skildu við var útlitið bjart hjá hinni ungu þjóð. Þingræði var virkt, efnahagurinn góður; landbún- aðurinn framleiddi nóg til að fæða þjóðina; fleiri Nígeríumenn höfðu hlotið háskólamenntun heldur en þegnar nokkurra annarra nýlendna; geysilega auðugar olíulindir höfðu fundist við ósa Nígerfljótsins. En óveðursskýin hrönnuðust upp á himni hinnar nýfijálsu þjóðar. Spenna var á milli íbúa hins mú- slimska norðurhluta og kristinna í suðri. Árið 1966 var fyrsta valdarán hersins (síðan hafa þau verið all- nokkur). Foringjar í hernum, af ætt- bálki Ibo, hrifsuðu til sín völdin og myrtu forsetisráðherra landsins, Sir Balewa; en hann var ættaður frá norðurhéruðunum og ákaflega vin- sæll meðal síns fólks. Seinna sama ár náðu herforingjar af ættbálki Hausa völdum og nú fóru norðlend- ingar að hefna sín á Ibounum, en þúsundum af þeim var slátrað í norð- urhluta landsins. Skelfíngu losnir Iboar flykktust heim og lýst var yfir sjálfstæði austurhlutans; hið skelfilega Biafrastríð var hafið. Það stóð í 3 ár og yfir milljón Biafrabú- ar týndu lífi, flestir sökum hungurs, en með hafnbanni á Biafra tókst Nígeríustjórn að svelta Biaframenn til hlýðni. Árið 1970 var Biafra ekki lengur til og austurhlutinn hafði sameinast Nígeríu aftur. Áttundi áratugurinn var tími mik- illa framfara í landinu. Olíuauðurinn streymdi inn og Nigeríumenn urðu millar á einni nóttu. Háhýsi risu og malbikaðar hraðbrautir voru lagðar um landið þvert og endilangt; ekkert verkefni virtist of stórt í sniðum fyrir þessa nýríku þjóð. En svo hrundi verðið á olíunni, og það sem verra var, sýnt þótti að miklu af auðnum hafði verið sóað í vonlaus gæluverkefni eða horfíð pfaní vasa spilltra embættismanna. Áttundi og níundi áratugurinn hafa verið Níger- íumönnum erfiðir. Lýðræðislega kjörnar ríkisstjórnir og herstjórnir hafa skipst á um að halda um stjórn- taumana, en flestar hafa þær átt það sameiginlegt að vera slæmar stjórnir. Spilling hefur vaxið með ógnarhraða og er hún lík og krabba- mein er breiðist út á öllum stigum þjóðfélagsins. Grimm einræðisstjóm undir forsæti Abacha hershöfðingja fór með völd í landinu þegar við rúlluðum inná nígeríska landamæra- stöð, við bæinn Mubi, á þeim Drott- ins degi 26. september árið 1996. Leiðinlegir laganna verðir Við vorum komin að landamær- unum um hádegi. Létt var yfir mannskapnum vegna þess að aðeins 200 km. voru til borgarinnar Yola og þar áttum við inni heimboð hjá Dönunum sem við höfðum kynnst í Kemerún en þangað höfðum við ætlað að vera komin fyrir kvöldið. Það kom hinsvegar fljótt í ljós að embættismenn landamærastöðvar- innar voru á öðru máli og ætluðu ekki að hleypa okkur í gegnum hlið- ið án þess að fá nokkuð fyrir sinn snúð. Okkur tókst, með ótrúlegri þolinmæði að smokra okkur í gegn- um tollinn og heilbrigðiseftirlitið (sic) án þess að missa dollara úr hálftómum ferðasjóðnum áður en kom að útlendingaeftirlitinu, en þeir voru ekki á þeim buxunum að láta þessa fiska, sem lent höfðu í nót þeirra, synda óhreistraða á braut. Tíu dollara fyrir að stimpla hvert vegabréf, sagði höfðinginn. Við mölduðum í móinn og sögð- umst vera búin að borga fyrir mán- aðar dvalarleyfi í landinu. Eftir langt þref tók hann loks upp stimpilinn sinn og gekk frá vegabréfunum. Er við vorum á leið út komumst við að því að bölvaður melurinn hafði, til að ná sér niðri á okkur, aðeins gefið okkur 2 daga í landinu. Við snérum til baka og fengum leiðréttingu, en þetta atvik átti eftir að setja strik í ferðaáætlunina vegna þess að dýr- mætar blaðsíður höfðu glatast úr hálffullum vegabréfunum við þessar æfingar, og nokkur lönd, sem fara fram á vegabréfsáritanir, voru eftir áður en við gætum hrósað sigri í Evrópu. Eftir þessa reynslu, og tveggja tíma töf, settum við stefnuna á bæinn Mupi. Þangað eru 50 km. á slæmum malarvegi en eftir það malbik til Yola. Eftir um 30 km. akstur komum við að fyrsta nígeríska vegatálm- anum. Við vorum látin stöðva bílinn og okkur gert að koma með alla okkar pappíra inn í strákofa nokk- urn er stóð við vegakantinn. Þar inni móktu nokkrir hermenn í svækjuhitanum, en yfirmaður þeirra hóf nú ákafa leit, í skjölum okkar, að einhveiju sem hann gæti flokkað undir lögbrot eða móðgun við Níger- íuríki. Honum til sárra vonbrigða var allt í stakasta lagi hjá okkur, en hann var ekki af baki dottinn og heimtaði vegaskatt af okkur. Við neituðum. „Þá verð ég að leita í bílnum," sagði hann. „Ekkert mál“, svöruðum við og komum okkur notalega fyrir á skuggsælum stað. Við notuðum tímann til að hita okkur kaffi og slappa af á meðan við fylgdumst með hermönnunum strita við að af- ferma og hiaða bíiinn í steikjandi hita. Eftir um klukkutíma þrátefli varð herforinginn að játa sig sigrað- an gagnvart nánasarskap okkar. Ekkert ólöglegt hafði fundist í far- angrinum, auk þess voru liðsmenn hans að niðurlotum komnir sökum hitans. Hann sagði okkur, önugur í bragði, að við mættum hypja okkur á braut. Við þökkuðum honum og buðum kaffisopa, hvern hann þáði ekki. Eftir þetta ævintýri áttum við ekki í neinum vandræðum með Iag- anna verði, en þessar tafir höfðu orðið til þess að við urðum að láta fyrir berast í Mupi yfir nóttina því að ekki er ráðlegt að vera á ferli á þjóðvegum Nigeríu eftir að skyggja tekur. Eitraður snákur og hressir Danir Við vorum komin til borgarinnar Yola um hádegi næsta dag og höfð- um fljótt uppi á húsi er við höfðum fengið að láni frá vinum okkar í Kamerún. Þetta var hið myndaleg- asta slot og að góðum dönskum sið var ísskápurinn fullur af bjór. Tveir danskir náungar, Jörgen og Hans, sem vinna þama í þróunarstarfi, komu í heimsókn. Þeim þótti mikið til þess koma að fá Norðurlandabúa í heimsókn og tóku þeir okkur í kynnisferð um bæinn. Yola er frem- ur óspennandi staður, en þar er stór útimarkaður sem gerði okkur kleift að birgja okkur upp af vistum. Svækjuhiti var í Yola þannig að okkur þótti vænlegast að koma okk- ur heim í hús og botnkeyra loftkæl- ingarnar. Við þóttumst himin hafa höndum tekið að geta um kvöldið skriðið upp í mjúk rúmin eftir misjöfn tjaldstæði undanfarinna vikna. Við lentum í basli með loftkælingunna í svefnher- berginu, um kvöldið. Þegar við færð- um til rúm til þess að komast að rafmagnstengli, birtist okkur hvæs- andi kóbraslanga á gólfinu. Hún hringaði sig upp í árásarstellingu, reisti upp hausinn og hvessti á okk- ur illilegar glyrnurnar, albúin þess að sprauta sinu banvæna eitri í þá er dirfst höfðu að raska næturró hennar. Mjúk rúmin misstu skyndi- lega allt aðdráttarafl og við yfirgáf- um herbergið í skyndi. Danimir urðu varir við skarkalann frá flótta okkar og komu á vettvang. Greinilegt var á svip þeirra að uppákomur sem i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.