Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 11
aukið lestur mikið en tveir sögðust
ekki lesa meira.
Haukur Svavarsson, kennari í
Snælandsskóla í Kópavogi, gerði
óformlega könnun nú í vikunni með-
al nokkurra 9. og 10. bekkja skól-
ans, en 10. I hlaut fyrstu verðlaun
í elsta aldurshópnum. Hann segir
að heildarniðurstaðan sé sú að lang-
tímaáhrifin virðist vera lítil. Sá hluti
hópsins sem lesi mikið hafi haldið
því áfram og sömuleiðis hafi þeir
sem lesi að öllu jöfnu lítið haldið
óbreyttum venjum. „Þau hafa í
gegnum býsna mörg ár komið sér
upp þessum venjum og það þarf lík-
lega meira til að breyta þeim,“ sagði
hann.
Guðmundur B. Kristmannsson var
einn þeirra sem stóð að rannsókn á
læsi í tengslum við alþjóðlega rann-
sókn 1991 og hefur haldið áfram
að rannsaka þessi mál út frá ýmsum
sjónarhornum. Hann telur til dæmis
mikilvægt að hafa bekkjarbókasafn
tiltækt í skólastofunni til að auka
áhuga barna og unglinga á lestri.
Hann bendir á, að í unglingadeildum
sé ekkert slíkt.
Fleira lesið en bækur
Samkvæmt rannsóknum lesa
stelpur yfirleitt meira en strákar,
bæði dagblöð og bækur. Strákar
nota hins vegar tölvur meira en
stelpur og þar komast þeir ekki hjá
því að lesa. Leiða má að því líkum
að fullorðið fólk lesi meira nú en
nokkru sinni áður þó að ekki sé um
fagurbókmenntir að ræða heldur en
fagtímarit og aðrar bókmenntir sem
snúa að starfi viðkomandi. Framtíð-
arspurning íslensku þjóðarinnar
snýst því kannski ekki endilega um
hvort menn lesi eða ekki heldur hvað
þeir lesa. Með einhæfari og sérhæfð-
ari orðaforða, oft úr erlendum
tungumálum, er aukin hætta á að
málnotkun, máltilfinning og orða-
forði íslendinga verði mun fátækari
haldi þeir ekki vöku sinni.
Mikilvægt
að kynna
börnum
kosti bóka
Á HEIMILI Árna Valdimars
Kristjánssonar og Ragnheiðar
Skúladóttur er ekki bannað að
lesa við matarborðið eins og
sums staðar tíðkast, heldur sjá
menn þar tækifæri til að sam-
eina hvort tveggja í senn; að
taka inn andlega og líkamlega
næringu.
Árni segir að þessi háttur
hafi verið hafður á alla tíð á
heimilinu, þótt það eigi ekki við
um hverja máltíð. Raunar fari
það eftir eðli máltíðanna. „Ég
var í þannig starfi að ég var
oft að vinna á tímum sem aðrir
voru að borða,“ útskýrir hann.
„Þegar ég var heima voru mál-
tíðirnar ekki endilega í föstum
skorðum. Núna komum við
kannski hvert á sínum tíma í
mat vegna vinnunnar hér, þann-
ig að sumir eru byrjaðir að
borða en aðrir eru að klára.“
Hann segir að þau hjónin vilji
að börnin njóti aga og leiðsagn-
ar en lífið sé alls ekki bundið
við fastar og ófrávíkjanlegar
reglur.
Arni starfaði sem matreiðslu-
maður í Reykjavík áður en fjöl-
skyldan flutti norður í Fnjóska-
dal fyrir rúmum tveimur árum.
Hugmyndin var upphaflega að
stunda sauðfjárrækt en vegna
Morgunblaðið/Kristján
VIÐ KVÖLDVERÐARBORÐIÐ. Þau sem voru heima þegar ljósmyndara bar að garði. F.v. Elva
Margrét Árnadóttir, Sigríður Geirsdóttir Árdal sem var í heimsókn, Eyþór Árni Árnason, Davíð
Már Arnason og heimilisfaðirinn Árni Valdimar Kristjánsson.
þess að illa áraði ákváðu þau
að venda sínu kvæði í kross og
gerast loðdýrabændur.
Þau Ragnheiður og Árni eru
bæði „lestrarhestar" og hafa
verið frá því þau voru börn.
Einnig hafa þau verið dugleg
við að vekja áhuga barna sinna
fjögurra á bókum. Sá elsti, Daði
Már sem er 16 ára, hefur þó
aldrei lesið mjög mikið, ef frá
eru talin nokkur undanfarin ár
og einkum eftir að þau fluttu í
Fnjóskadalinn.
Á heimilinu hefur tíðkast að
lesa fyrir börnin á kvöldin allt
frá eins árs aldri og þar til þau
eru orðin læs en þá hefur því
nokkurn veginn verið hætt. Að
vísu hlustar Eyþór Árni, sem
er 12 ára, ennþá oft á sögur sem
verið er að lesa fyrir yngri
systkinin, sem eru 4 og 6 ára.
Árni segir að bókum hafi
ekki verið ýtt að börnunum á
annan hátt en þann að þau hafi
alltaf fengið aðstoð við að velja
bækur, sem þau hafi beðið um.
Sömuleiðis sé venjan að fletta
upp í bókum til að fá staðfest-
ingu á því sem þurfi í það og
það skiptið eða eins ogþegar
var verið að tala um bróður
Árna sem flutti til Danmerkur
þá hafi verið náð í landabréfa-
bókina.
„Ég held að áhugi barna fyr-
ir lestri vakni með því að þau
kynnist bókum á þann hátt að
þau skynji að í þeim sé eitt-
hvað, sem þau geta lært eða
þeim finnst gaman að. Einnig
held ég að ferðir á bókasafn
skipti máli, því til dæmis fengu
okkar börn strax 2-3 ára að
velja sér myndabækur á bóka-
safninu meðan við vorum að
velja eitthvað annað. Nú förum
við alltaf 1-2 í viku á bóksafn
inn á Akureyri,“ segir Árni.
Barnabókaútgáfa 1993-1996
Skáldsögur, Ijóð og leikrit Annað
19931
Sem dæmi má nefna að
árið 1995 voru 80
barnabókanna þýddar
úr erlendum tungu-
málum, 42 voru
íslenskar, 6 kristin rit, 1
iræðirit og 2 erl. bækur
á þýsku og ensku.
Ný barnabók eftir íslenskan höfund á 12 daga fresti.
Samkvæmt upplýsingum sem fengnar eru í Bókatíðindum Félags íslenskra
bókaútgefenda og Skáldatali sem Lindin gaf út 1992, hafa um 110 íslenskir
rithöfundar gefið út frumsamdar barna- og unglingabækur á árunum 1986
til 1996. Fjöldi bóka eftir þá er um 311. Þetta jafngildir því að ný barna-
eða unglingabók eftir íslenskan höfund hafi komið út á um það bil 12 daga
fresti að meðaltali á þessu tímabili. Hér eru ekki taldar með þýddar eða
endurútgefnar barnabækur.
Hefur þu lesið einhverja bok á siðustu 30 dögum?
(Aldur þáttakenda er 10-15 ára 1979-1991, en 10-14 ára 1968)
Heimild: Þorbjörn Broddason
8i—
- %
1 7
6,7%
Reykjavík
ESI Akureyri
ÍZ3 Vestmannaeyjar
1968 1979 1985 1991
Hlutfall þeirra sem lásu
mikið eða ekkert
Engin
bók
Fleiri en
10 bækur
1 1968 I 1 11% I 30% I
I 1979 I 11% I 20% I
1985 115% I 13% ;
! 19911 : 18% 6% J
Fá íslensk ungmenni bækur í jólagjöf?
Könnun Sigrúnar Klöru Hannesdóttur var gerð um miðjan janúar
síðastliðinn. I úrtakinu voru 400 stelpur og 400 strákar á aldrinum 10 til 16
ára. Spurt var um þær bækur sem þau hefðu fengið í jólagjöf og hvort eða
hve mikið þau hefðu lesið. Svörun var rúmlega 90%.
1 Oára 84,1% fengu bækur í jólagjöf. 68% fengu fleiri en eina bók, allt upp í 15-20 bækur hvert barn. |m , 88,6% höfðu lesið bækur frá því um jól. nlrS'’
1 2 ára 83,6% fengu bækur í jólagjöf. 56% fengu fleiri en eina bók, allt upp í 15-20 bækur hvert barn. 79,2% höfðu lesið bækur frá því um jól.
1 4 ára 63% fengu bækur í jólagjöf. 79% höfðu lesið bækur frá því um jól. Þetta er talsvert færri bækur í jólagjöf á þessum aldri en þau lesa engu að síður mikið og ekki minna en þau sem eru 12 ára.^_
16 ára
53% fengu bækur í jólagjöf.
68% höfðu lesið bók eða bækur fyrstu vikur ársins.
Morgunblaðið/Þorkell
Á BÓKASAFNINU. Vikulega birgja þau sig upp af bókum á safninu. F.v. Eyrún Sif Helgadóttir,
Birna Sigþórsdóttir, Tryggvi Steinn Helgason, Hanna Þóra Helgadóttir, Helgi Gunnar Kristjánson
og Andri Rafn Helgason.
DAGLEGUR upplestur úr bókum
er hluti af uppeldisaðferðum
þeirra Birnu Sigþórsdóttur og
Helga Gunnars Kristinssonar,
sem búsett eru í Hafnarfirði. Þau
eiga fjögur börn, tvær telpur, 7
og 9 ára, og tvo drengi, 5 og 12
ára, sem þau hafa lesið fyrir á
hveiju kvöldi frá rúmlega eins
árs aldri og að minnsta kosti þar
til þau eru orðin rúmlega læs. „Ég
tel að þetta sé ódýrasta, fljótleg-
asta og einfaldasta leiðin fyrir
fólk sem er ofþjakað af alltof
löngum vinnudegi til að ná tengsl-
um við börnin sín,“ segir Birna.
Hún segir kvöldlesturinn ekki
taka langan tíma eða einungis
5-10 mínútur að sinna hverju
barni. „Á þessum tíma náum við
að setjast niður með börnunum
þegar þau eru komin í rúmið, lesa
söguna, gera upp daginn og
minna þau á að enginn sé til eins
og þau. Þess vegna eigi þau að
gæta sín í umferðinni og tíminn
sé alltof dýrmætur til að standa
í því að rífast við systkini sín eða
aðra,“ segir Birna.
Áður fyrr þegar þrjú barnanna
voru ólæs voru lesnar þrjár bækur
á hverju kvöldi. Nú er elstu börn-
in þrjú orðin læs en samt er lesið
að minnsta kosti tvö kvöld í viku
fyrir Hönnu Þóru, sem er níu
ára. Einnig hermir Tryggvi
Steinn, 12 ára, stundum upp á
Lesafyrir
bömin 365
daga ársins
Birnu gamalt loforð um að hún
muni lesa fyrir hann svo lengi sem
hann óski þess. „Það kom til af
því að þegar hann var að verða
læs í kringum sjö ára aldurinn
hætti hann allt í einu að þekkja
A frá B. Ástæðan var sú að hann
taldi að ég mundi hætta að iesa
fyrir hann, svo ég gaf honum
þetta loforð," segir Birna.
Henni finnst einnig mikilvægt
að börn viðhaldi því að lesa upp-
hátt og f innst miður að flest börn
hætti því þegar þau hafi náð
ákveðnum hraða í lestri. Hún hef-
ur því markvisst haldið áfram að
láta Tryggva lesa fyrir sig upp-
hátt tvisvar í viku. „Þar kemur
Mogginn að góðu gagni, því á
forsíðu sunnudagsblaðsins er allt-
af einhver lítil, skemmtileg frétt,
sem hann les fyrir mig. Auk þess
les hann stundum fyrir systkini
sín eða uppskrift fyrir mig,“ seg-
ir hún. Þess má geta að nýlega
vann Tryggvi í upplestrarkeppni
í Hafnarfirði, þar sem áhersla var
lögð á vandaðan upplestur.
Birna álítur að strákar hafi
meiri málþroska en stelpur og
tekur fram að sér finnist það
raunar dálítð undarlegt þar sem
hún viti að stúikum gangi mun
betur en drengjum í grunnskóla.
Hún nefnir síðan dæmi um setn-
ingar frá drengjunum eins og
þegar sá eldri sagði fjögurra ára
gamall þegar hann horfði á litla
trillu í Hafnarfjarðarhöfn: „Þessi
er að fara að róa til fiskjar." Og
sá yngri sagði fimm ára gamall
þegar ekið var framhjá Stjórnar-
ráðinu: „Hver heldur skrifstofu
hér?“ Hún segir að stelpurnar
tali ekki svona og segir ástæðuna
ekki geta verið bókavalið á þess-
um aldri, því sömu bækur hafi
verið lesnar fyrir öll börnin.
Eitt af því mikilvæga í lestrar-
uppeldinu, að mati Birnu, eru
vikulegar ferðir fjöiskyldunnar á
bókasafnið, þar sem hver fjöl-
skyldumeðlimur á sitt skírteini.
Alltaf er tekin ein bók á mann
og oft fleiri. Tryggvi Steinn les
til dæmis 5-7 bækur í viku og
margar mjög þungar og fræðileg-
ar. „Stundum ofbýður mér næst-
um því,“ segir Birna og nefnir
nokkrar nýlegar bækur sem hann
hefur lesið eins og Stóru skipabók
Fjölva og frásagnir af trillukörl-
um.