Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Bandaríska loftferðaeftirlitið borið þungum sökum þegar vél flugfélagsins American Eagle hrapaði á sojabaunaakur í Indiana. Flugvélin var frönsk-ítölsk, af gerðinni ATR, og vegna hönnun- argalla reyndist mjög erfitt að hafa stjórn á henni í köldu veðri. Flug- menn og flugvélaverkfræðingar vissu að vandamálið fólst í því að gúmmíhólkur, sem gegndi því hiut- verki að eyða ísingu af flugvéla- vængjunum, var ekki nógu stór. Að sögn Schiavo komst FAA að þeirri niðurstöðu að of dýrt yrði að lengja búnaðinn og það hafi ekki verið fyrr en eftir þijú flugslys sem stofnunin hafi fyrirskipað breyting- arnar og bannað flug ATR-véla þeg- ar hætta er á ísingu. FAA þverskallaðist einnig við að verða við tilmælum Öryggisstofnun- ar samgöngumála (NTSB) um að fyrirskipa aukið bil milli flugvéla við lendingu. NTSB, sem er óháð stofnun og rannsakar flugslys, hafði komist að þeirri niðurstöðu að rekja mætti 51 slys á árunum 1983-93 til of lít- ils bils milli flugvéla. 27 manns létu lífið í slysunum og 40 flugvélar eyði- lögðust eða skemmdust. A þessum tíma hafði NTSB ítrekað óskað eftir breytingum á reglunum en loftferða- eftirlitið lét ekki undan fyrr en á síð- asta ári. Öryggisstofnun samgöngumála hóf árið 1982 að beita sér fyrir því að FAA skyldaði flugfélög til að nota betri flugrita, sem geta veitt mikilvægar upplýsingar um orsakir flugslysa. Stofnunin fór aðeins fram á flugrita, sem virka í sekúndubrot eftir að sprenging eða alvarleg vélar- bilun verður í flugvélum, og lagði áherslu á að þeir yrðu settir í þotur af gerðinni Boeing 737. FAA vildi hins vegar ekki skylda flugfélögin til þess. „Aðgerðaleysi FAA er óviðun- andi,“ sagði Jim Hall, yfirmaður NTSB, í apríl 1995. Rúmu ári síðar fórust 228 manns þegar breiðþota af gerðinni Boeing 747 frá flugfélag- inu TWA splundraðist í flugi og hrap- aði í sjóinn undan Long Island í New York skömmu eftir flugtak. Flugrit- inn var af gömlu gerðinni og því fengust ekki skýringar á dularfullum hávaða sem heyrðist örskömmu áður en vélin hrapaði. Upplýsingum leynt Schiavo riíjar upp fund með emb- ættismönnum FAA, sem létu þau orð falla að ef flugeftirspurnin ykist jafn- ört og verið hefur og ef ekkert lát yrði á uppgangi flugfélaga, sem bjóða ódýrustu fargjöldin, mætti bú- ast við u.þ.b. einu flugslysi á viku hverri eftir aldamót. Þegar Schiavo reyndi að afla sér gagna um þessa niðurstöðu harðneit- aði stofnunin því að þau væru til. „Næstu árin komst ég að því frá fyrstu hendi að það er því miður venja hjá FAA að halda upplýsingum leyndum." Ótrúleg slysa- og bilanasaga í bókinni er ennfremur lýst tilraun- um Schiavo til að fá loftferðaeftirlit- ið til að stöðva starfsemi ValuJet fyrir slysið mannskæða í Everglades. „Harmleikurinn afhjúpaði það sem hafði lengi vitað: ValuJet stefndi frá upp- hafi í alvarlegt slys; viðhald vélanna var hroðvirknislegt; slys- atíðnin var 14 sinn- um meiri en hjá öðr- um flugfélögum; stjórnendurnir voru ekki starfinu vaxnir; og eftirlitsmenn FAA sjálfs höfðu viljað stöðva starfsemi ValuJet nokkrum mánuðum fyrir slysið í Everglades.“ ValuJet var stofnað í Atlanta árið 1993 og uppgangur félagsins var ævintýralegur. A aðeins þremur árum íjölgaði flugvélunum úr MARY Schiavo. Hún sagði af sér sem yfireft- irlitsmaður samgöngu- ráðuneytisins vegna óánægju með aðgerðaleysi loftferðaeftirlitsins. BRAK flugvélar ValuJet sem fórst I Flórída 11. maí í fyrra. 110 manns létu lífið í slysinu. bók eftir Mary Schiavo, fyrrverandi yfireftirlitsmann bandaríska samgönguráðuneytisins. Hún sakar þar stofnunina um að hafa vanrækt það hlutverk sitt að bæta öryggi flugfarþega og lagt ofuráherslu á að standa vörð um fjárhagslega hagsmuni flugfélaganna. Bandaríkjaþing ákvað að breyta umboði FAA þannig að það yrði for- gangsverkefni stofnunarinnar að tryggja öryggi farþeganna. Legsteinastofnunin Schiavo skýrir frá reynslu sinni í bókinni Flying Blind, Flying Safe og segir þar að orðrómur hafi lengi ver- ið á kreiki um að embættismenn loft- ferðaeftirlitsins hafi látið fram- kvæma svokallaða „kostnaðar- og nytjagreiningu" þar sem meðalfar- þeginn, sem kynni að farast í flug- slysi, væri metinn til fjár. Þar á að hafa komið fram að mannslífið væri harla lítils virði miðað við þann fjár- hagslega skaða sem flugfélögin yrðu fyrir ef þeim yrði gert að verja millj- örðum dala í að bæta öryggi farþeg- anna. Þessi orðrómur hefur þó aldrei verið staðfestur. „Við setjum reglur með því að telja legsteinana," sagði embættis- maður FAA við blaðamann fyrir nokkrum árum. Schiavo segir að loft- ferðaeftirlitið hafi verið uppnefnt „Legsteinastofnunin" og allir, sem tengist flugmálum, hafi skilið kald- hæðnina á bak við nafngiftina, því FAA aðhafist ekkert fyrr en fólk deyi. Schiavo lýsir sér sem „varðhundi" sem hafi gegnt því hlutverki að hafa eftirlit með FAA. Loftferðaeftirlitið hafí á hinn bóginn staðið vörð um flugfélögin og tekið upp hansk- ann fyrir þau og flugvélaiðnað inn. „Hvað eftir annað afhjúp- uðu starfsmenn mínir starfshætti sem myndu ganga fram af almenningi: hroðvirknislegt eftirlit með flugvélum, tilsjón með flugmönnum, leg yfirsýn yfir starfshætti flugfélaga, andvaraleysi gagnvart sviknum vara- hlutum í flugvélar, glop- pótt öryggisgæsla á flug- völlum og úrelt flugumferð- arstjórnkerfí." „Óviðunandi aðgerðaleysi" Schiavo segir að loftferðaeftirlitið hafí aðeins gert ráðstafanir til að bæta flugöryggið þegar stofnunin hafi neyðst til þess eftir mannskæð flugslys, með tilheyrandi myndum af grát- andi ættingjum á sjónvarpsskjánum Hún nefnir sem dæmi flugslys, sem kostaði 68 manns lífið árið 1994, MARY Schiavo var yfir- eftirlitsmaður bandaríska samgönguráðuneytisins í maí í fyrra þegar 110 manns fórust eftir að eldur kviknaði í vörurými gamallar flugvélar af gerðinni DC-9 á leið frá Miami til Atlanta. Vélin fylltist af reyk og lík- legt er að farþegarnir hafi kafnað áður en þeir sukku ofan í fenin í Everglades í Flórída. Schiavo tók þetta slys mjög nærri sér, einkum vegna þess að hún vissi að hægt var að afstýra því. Flugvél- in var í eigu bandaríska flugfélagsins ValuJet og þremur mánuðum áður hafði Schiavo varað bandaríska loft- ferðaeftirlitið við því að flugfélagið hefði margsinnis brotið öryggisregl- ur og lagt til að það yrði svipt rekstr- arleyfi þegar í stað. FAA hundsaði þessar viðvaranir þrátt fyrir að eftir- litsmenn stofnunarinnar sjálfrar hefðu tekið undir þær. Stofnunin gat þó ekki sniðgengið Schiavo kvöldið eftir slysið. David Hinson, yfírmaður FAA, kom fram í ABC-sjónvarpinu ásamt Schiavo og lýsti yfir því að Valu-Jet væri öruggt flugfélag. „Ég myndi fljúga með því,“ sagði hann en Schiavo and- mælti honum í sjónvarpsþættinum. „Það er ekki mitt starf að selja farm- iða fyrir Valu-Jet,“ sagði hún. Schiavo greindi ennfremur frá því að samkvæmt gögnum loftferðaeft- irlitsins sjálfs væru flugslys fjórtán sinnum tíðari hjá ValuJet en stóru flugfélögunum í Bandaríkjunum þótt stofnunin hefði ekki viljað viður- kenna að sum flugfélög væru ekki jafnörugg og önnur. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Schiavo deildi á loftferðaeftirlitið. Hún hafði starfað sem yfireftirlits- maður samgönguráðuneytisins í rúm fimm ár og mikill hluti þess tíma fór í að kljást við FAA, þótt baráttan færi ekki fram í sjónvarpi. Hún hafði beitt sér fyrir því að stofnunin gæfi meiri gaum að flugörygginu og legði minni áherslu á að sinna þörfum flug- félaganna. Schiavo varð hvað eftir annað að láta í minni pokann vegna pólitískrar kænsku yfírmanna FAA og hún ákvað því að lokum að segja af sér til að geta skýrt frá brotalöm- unum í starfsemi stofnunarinnar op- inberlega. Þessi barátta varð til þess að Gróði fhigfélaga mikil- vægari en flugöryggi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.