Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 21 UNNIÐ er af kappi í 40 kúa fjósinu, sem Boilleau barón byggði fyrir síðustu aldamót, við að innrétta þar nútima stórverslun. upp eftir um vorið. Keypti hann jörðina og búið af Andijesi Fjeldsted fyrir 36 þúsund kr. og tók þá þegar við búi og búslóð. Sigurður sonur Andijesar varð ráðsmaður barónsins í tvö ár. En vinnufólk það sem fyrir var fylgdi búinu. Á sumrin var margt kaupafólk, um 30 manns í heimili. Lét hann verkafólkið alveg afskiptalaust, og talaði aðeins við ráðsmann sinn eða verkstjóra. Hann var ljúfmannlegur í umgengni, en af verkafólki sínu krafðist hann fullrar virðingar og heimtaði t.d. að karlmenn tækju ofan þegar þeir sæju sig, við hvaða verk sem þeir væru. „Hús byggði hann handa sjálfum sér á Hvítárvöllum og hafðist þar aðallega við þeg- ar hann var heima, en það var sjaldan lengur en hálfan mánuð í senn, því hann virtist eirð- arlaus og vildi alltaf vera á ferðalagi. Á ve- turna dvaldist hann langdvölum í Reykjavík, en heimtaði að hann væri sóttur þangað hvernig sem á stóð. Varð þá að flytja hann á skipi upp á Akranes og hafa þar til hesta, er hann gæti farið á heim að Hvítárvöllum. Voru þessi ferðalög hans dýr og báru meiri vott um að í honum byggi eirðarlaus sál, heldur en fjáraflamaður og framsýnismaður. Baróninn var hinn mesti sælkeri og hélt sig vel í mat og drykk. Átti hann jafnan ærnar birgðir af áfengi, sem hann pantaði frá út- löndum. Kvaðst hann ekki geta borðað nema því aðeins að hann hefði vín með mat.“ Fólk í Borgarfírði rak upp stór augu þegar það sá bátinn Hvftá koma öslandi upp sam- nefnda á og lagðist að bryggju á Hvítárvöll- um. Tómas Guðmundsson segir að rekja megi í vissum skilningi til barónsins eitt af höfuð- snilliverkum íslenskra skáldmennta, kvæði Einars Benediktssonar Hugareldur. Valgerður kona Einars segir frá boði sem þau þáðu að Hvítárvöllum. Var báturinn sendur eftir þeim og dvöldu þau þar í viku í góðum fagnaði, en upp úr þeirri för hafi kvæðabálkur Einars orðið til. Hún segir: „Einar var einn þeirra fáu manna, sem baróninn batt verulegan kunning- skap við meðan hann átti heima hér á landi..." Er ekki að efa að þessir sfórhuga hugsjóna- og fjármálamenn hafi haft um margt að tala. Skaut sig í járnbrautarvagni Baróninn mun hafa verið félítill er hann kom hingað. Hafði eytt aleigu sinni í lúxuslíf, spilamennsku og síðast í einhveija konu vest- anhafs, að sagt er. Þó átti dánarbú foreldra hans einhver hlutabréf, sem bróðir hans í Baltimore var smám saman að selja handa honum. Leist bróðurnum af fyrri reynslu ekk- ert á þessi nýju fjármálaumsvif hans á ís- landi. I baróninum var mikill gróðahugur og honum datt ýmislegt fleira nýstárlegt í hug hér sem á mætti græða, m.a. stórt hrossabú, laxveiði til leigu fyrir Englendinga og þá með veiðihöll. Þegar hann sá að hveiju fór með búskapinn komst Boilleau að þeirri niðurstöðu að eina ráðið til að græða hér á íslandi væri útgerð, ekki skútuútgerð eða smábátaútgerð, heldur togaraútgerð, segir Árni Óla. Kom honum þá til hugar að stofna félag með 16-20 enskum togurum og fá leyfi fyrir þá að veiða í landhelgi frá Ingólfshöfða að Reykjanesi gegn því að Faxaflói væri friðaður. Skrifaði hann greinar um það og fékk Guðlaug Guð- mundsson til að bera fram frumvarp á þingi um þetta. Fannst honum þá sem allt væri klappað og klárt og fór að búa sig til utanferð- ar til að stofna félag í London til að hagnýta sérleyfið. Hann dvaldist í London um hríð til að útvega fjármagn í samvinnu við fjárafla- menn þar, en mun lítið hafa orðið ágengt. Þangað barst honum fréttin um að alþingi hefði eftir langar umræður fellt með jöfnum atkvæðum frumvarpið: 10:10. Hingað barst svo fréttin um afdrif baróns- ins. Milli jóla og nýárs lagði hann af stað frá London og hafði á orði að hann ætlaði til Parísar, Vínarborgar eða Ítalíu. En skammt fyrir utan London skaut hann sig í járnbraut- arvagninum. Var hann þá aðeins með eitt penny á sér og stórskuldaði í gistihúsinu. Þannig lauk ævi hins eina baróns, sem átt hefur heima á íslandi. Eignir hans hér voru seldar enda skuldaði hann talsvert fé. Edinborg keypti fjósið, en síðan eignaðist bærinn það. Það er fjósið sem baróninn reisti og stórverslanimar voru nú nær hundrað árum síðar að keppast um að fá undir nútíma stórmarkað. Þar hefur versl- unarkeðjan 10-11 að undanfórnu verið að breyta fjósinu og búa það undir opnun nýrrar verslunar innan skamms. Eþvotlavél,800snúninga Réttverðkr.61.900stgr. GE|ivottavél,1000snúninga Réttverökr. 69.900 stgr. RAFTÆKJAV E R S LU N HEKLA LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5775
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.