Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 32
-^32 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR
- STEFÁNSSON
-4- Guðmundur
* Stefánsson
fæddist í Hólkoti í
Reykjadal í Suður-
Þing-eyj arsýslu 1.
apríl 1957. Hann
andaðist á Grensás-
deild 1. apríl síðast-
liðinn, fertugur að
aidri. Foreldrar
hans eru Stefán
Þórisson, vörubíl-
sljóri, og Gunnhild-
ur Sigríður Guð-
mundsdóttir, hús-
móðir. Systkini
hans eru Aðalheið-
ur, f. 27. maí 1955, gift Sigurði
V. Jónassyni, eiga þau tvö börn
og eru búsett á Akureyri, Þór-
ir, f. 15. apríl 1956, giftur Svan-
hvíti Jóhannesdóttur, eiga þau
fjögur börn og eru búsett á
Húsavík, Stefán, f. 24. nóvem-
ber 1960, giftur Lovísu Leifs-
dóttur, eiga þau fjögur börn
og eru búsett í Mývatnssveit,
Olga Ásrún, f. 14. mars 1963,
gift Siguijóni B. Kristinssyni,
eiga þau fjögur börn og eru
*'** búsett í Reykjavík, Gunnhildur,
f. 22. apríl 1964, í sambúð með
Leifi Hallgrímssyni, eiga þau
tvo syni og eru búsett í Mý-
vatnssveit.
Eftirlifandi eiginkona Guð-
mundar er Hólmfríður Fanndal
Svavarsdóttir, f. 20. nóvember
1961. Faðir hennar
er Svavar Fanndal,
rafvélavirki, giftur
Sólbjörtu Gests-
dóttur. Móðir
hennar var Krist-
björg Stefánsdóttir
en hún lést 8. nóv-
ember 1992. Eftir-
lifandi eiginmaður
Kristbjargar er 01-
afur Runólfsson.
Börn Guðmundar
og Hólmfríðy eru:
1) Kristbjörg Hild-
ur, f. 13. septem-
ber 1983. 2) Guð-
mundur Smári, f. 3. október
1990. 3) Ólafur Freyr, f. 1.
apríl 1994.
Guðmundur starfaði sem
veghefilssljóri hjá Vegagerð
ríkisins fyrstu starfsárin. I 14
ár starfaði hann hjá Isagá í
Reykjavík sem bifreiðastjóri.
Árið 1994 fluttust þau Guð-
mundur og Hómfríður ásamt
börnum búferlum til Frederic-
ia í Danmörku. Þar starfaði
Guðmundur hjá Aga a/s
Taulov-fyrirtækinu. Þau fluttu
síðan heim í janúar síðastliðn-
um sökum heilsubrests Guð-
mundar.
Utför Guðmundar fer fram
frá Laugarneskirkju mánudag-
inn 7. apríl og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
Elsku Gummi minn.
Það er svo erfitt að hugsa fram
í tímann og sjá bara fyrir sér tóma-
^rúm. Við sem ætluðum að eiga góð
ár í Danmörku þar sem þú ætlaðir
að fá tíma til að njóta fjölskyldu-
lífsins með okkur. En allt fer öðru-
vísi en ætlað er. Ég verð að trúa
því að Guð hafi ætlað þér eitthvað
enn mikilvægara en að vera hjá
mér og litlu börnunum þínum sem
sakna þín sárt. En við eigum fullt
af yndislegum minningum um þig
sem við geymum í hjörtum okkar
og enginn fær tekið frá okkur.
Ástin mín, ég vil að lokum þakka
þér fyrir allt það góða sem þú
hefur kennt mér og skilið eftir í
huga mér.
Guð geymi þig.
Þín,
40* Hólmfríður.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífeins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingiþj. Sig.)
Þá er þinni lífsgöngu lokið, elsku
Gummi minn, og þú laus við allar
þjáningar. Við minnumst þín frá
því þú varst lítill drengur og fram
til þess dags er þú kvaddir þetta
líf. Við fengum að hafa þig í 40
ár og við minnumst allra okkar
samverustunda og söknuður okkar
—v er mikill. Þú varst alltaf boðinn
og búinn að hjálpa okkur og gjöra
alla tilveruna svo bjartá og fagra.
Samband okkar var alltaf svo gott,
hvar sem þú varst, á íslandi eða
í Danmörku. Við minnumst
ánægjustunda við Hólkotstjörn í
sól og blíðu og spriklandi silung í
neti sem síðan var borðaður með
mikilli ánægju í eldhúsinu heima á
Hólkoti. Þú gjörðir alla hluti svo
vel og samviskusamlega. Við þökk-
um það að við fengum að vera hjá
þér er þú kvaddir þetta líf og fórst
— yfir á annað tilverustig og við vit-
um að þar hafa margir tekið vel á
móti þér. Við biðjum góðan Guð
að styrkja konuna þína og börnin
ykkar og senda þeim sólargeisla á
sorgarstund.
Mamma og pabbi.
Aðeins Guð einn veit, hvenær
æviförinni lýkur, hvenær við þurf-
um að kveðja þennan heim, því að
augu hans sáu mig og þig, áður
en við vorum ómyndað efni voru
ævidagar okkar ákveðnir og allir
skrifaðir í lífsins bók, áður en
nokkur þeirra orðinn var til, nú
kveð ég þig, minn yndislegi vinur,
bara um stund því seinna hittumst
við á ný. Ég hlakka til að hitta þig
á himnum þar sem bæði þú og ég
getum gengið sama veg. Eg hlakka
til að hitta þig á himnum, þar sem
saman getum við lyft upp höndum
hlið við hlið, þar við lofa munum
Guð um alla eilífð.
Elsku Gummi, yndislegi bróðir
minn og mágur.
Nú er þín þrautarganga á enda
og þú hefur kvatt þetta jarðneska
líf. Það er yndislegt til þess að
hugsa að nú hefur þú fengið nýjan
dýrðalíkama á himnum og fengið
að mæta frelsaranum þínum Jesú.
Þegar við hugsum til baka eru
minningamar um þig fallegar og
svo margar að vandi er að vinsa
úr. Stóri systkinahópurinn heima
á fallega æskuheimilinu okkar
brallaði margt sem ekki vissu
mamma og pabbi og varst þú þar
oft fremstur í flokki. Að stríða litlu
systmm þínum fannst þér nú ekki
leiðinlegt eða að láta þær þjóna
þér á ýmsa vegu. Seinna meir þeg-
ar við uxum úr grasi urðum við
svo jafningjar. Við minnumst þess
þegar við fluttum til ísafjarðar
langt í burtu frá öllum, hver var
það þá sem fyrstur var mættur í
heimsókn, nema þú, alltaf svo
tryggur. Hver var það sem kom
óbeðinn og hjálpaði okkur að
standsetja íbúðina okkar í Máva-
hlíð 30, nema þú. Það var svo
gaman að fá að fylgjast með því
líka þegar fallega konan þín, Hólm-
fríður, kom inn í líf þitt og þið
fóruð að búa og bömin fæddust
eitt af öðm. Alltaf fylgdist þú líka
með frændsystkinum þínum og
alltaf þurfti Gummi frændi að fá
koss þegar hann kom í heimsókn
frá litlum skvísum. Við minnumst
þess hvað það var erfitt að sjá á
eftir ykkur út til Danmerkur því
það var svo tómlegt hér þegar þið
vomð farin og langt á milli okkar
þó svo við gleddumst innilega með
ykkur að þora að taka þetta skref.
Það er svo gott nú á þessari stundu
að eiga allar þessar dýrmætu
minningar um þig því þær lifa
þótt þú sért farinn. Minningamar
um þig em eins og fallegar perlur
og við tökum eina í dag og aðra
á morgun og skoðum. Ein dýrmæt-
asta perlan er sú að við skyldum
öll síðastliðið sumar geta komið
saman og glaðst með mömmu og
pabba á sextugsafmæli mömmu.
Þá varst þú búinn að fara í þína
fyrstu aðgerð og allt virtist á góð-
um batavegi. En sumt fer á annan
veg en við ætlum, sumir fá mörg
ár en aðrir ekki, þú fékkst 40, og
við þökkum Guði fyrir þau. Vertu
sæll, elsku bróðir og mágur, Guð
blessi minningu þína.
Elsku Hólmfríður, Kristbjörg
Hildur, Guðmundur Smári, Óli
Freyr, mamma og pabbi og aðrir
aðstandendur. Megi friður Guðs
sem er æðri öllum skilningi varð-
veita hjörtu ykkar og hugsanir í
Kristi Jesú.
Olga Ásrún og
Sigurjón Bergur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku hjartans bróðir minn. Nú
þegar tekur að vora með hækk-
andi sól sem glæðir allt nýju lífi,
þá kólnar og dimmir í kringum
okkur, ástvini þína. Þitt líf hefur
slokknað. Tíminn stendur kyrr.
Allt er svo tómt og dapurlegt. Af
hveiju þú? Ég bara spyr en fæ
ekkert svar. Þú sem varst svo góð-
ur og við náðum alltaf svo vel sam-
an. Það var svo gott að tala við
þig og þú hafðir alltaf brennandi
áhuga á því hvernig gengi hjá
mér. En ég verð að trúa því að
þér hafi verið ætlað annað og
meira hlutverk og að nú líði þér
vel. Ósjálfrátt lít ég til baka og
rifja upp allar yndislegu stundirnar
sem við áttum saman. Skýrastar
eru æskuminningar úr sveitinni
okkar. Við ólumst upp í stórum
systkinahópi hjá yndislegum for-
eldrum. Við þrjú þessi elstu vorum
fædd sitt á hveiju árinu og nánast
eins og þríburar. Margt höfðum
við brallað saman. Við vorum dug-
leg að hjálpa til við bústörfin og
þegar við höfðum mjólkað allar
kýrnar og rogast út með mjólkur-
brúsana kepptumst við um það
hvert okkar fengi að keyra mjólk-
ina á dráttarvélarpallinum til kæl-
ingar í læknum. í heyskapnum var
það spurning hver fengi að snúa
heyinu þennan eða hinn daginn.
Allt var þetta gert í mesta bróð-
erni og passað vel að ekki yrði á
neinn hallað. Eða þegar við hlupum
með beijaföturnar okkar og hvert
og eitt kepptist við að finna gjöfu-
lustu krækibeijaþúfuna og „panta“
hana. Þá mátti enginn tína berin
á henni nema sá sem átti hana
pantaða. Ég man líka eftir fínu
sleðunum okkar sem pabbi smíð-
aði. Mikið vorum við stolt af þeim
og þær voru ófáar ferðirnar sem
farnar voru niður Hólkotsbrekk-
urnar. Eða þegar við fundum
gömlu ólaskautana sem amma og
afi áttu. Það gekk nú ekki alltaf
vel að festa þá á frekar smá stíg-
vélaða fætur, því skautarnir voru
svo langir. Seinna fengum við svo
þessa fínu glænýju skauta með
skóm og tönnum og þá gátum við
nú gert alls konar listir (að eigin
dómi). Og ekki vantaði svellið.
Allt Vestmannsvatn eins og það
lagði sig. Svona gæti ég haldið
áfram lengi, en þá yrði ég seint
búin.
Draumurinn um að prufa að
flytja á erlenda grund rættist hjá
ykkur á árinu 1994. Danmörk varð
fyrir valinu. Mikið voruð þið bjart-
sýn og glöð á þessum tímamótum.
Þarna virtist allt ætla að ganga
upp og fyrsta árið lék allt í lyndi.
En það átti ekki fyrir ykkur að
liggja að fá að njóta þess of lengi.
Veikindastríð og sjúkrahúslegur
settu mark sitt á síðara árið ykkar
þarna úti, en alltaf varstu jafn
bjartsýnn og sýndir ekki merki
þess að þú ætlaðir að gefast upp
strax. Síðastliðið sumar vorum við
Hilda mín svo heppnar, að geta
heimsótt ykkur til Danmerkur og
dvalið hjá ykkur í tvær vikur. Það
var yndislegur tími og nutum við
hans. Mikið var að gera hjá þér í
vinnunni, þannig að þú gast ekki
verið eins mikið með okkur og þú
vildir, en talaðir um það að næst
þegar ég kæmi skyldum við reyna
að stilla okkur saman, þannig að
þú yrðir í fríi. Nú er ljóst að það
verður að bíða betri tíma. Ekki
datt mér í hug þá, að tveimur
mánuðum síðar yrði ég komin til
ykkar aftur, en þá grúfði skuggi
veikindannj yfir á ný. Samt sem
áður þakka ég fyrir að hafa getað
verið svo nálægt ykkur. Það var
alltaf jafn gott að koma til ykkar
og ófáar voru grillveislurnar hjá
þér, aðallega heima á íslandi áður
en þið fluttuð út. Þá var nú borðað
vel og eitt var það sem alls ekki
mátti vanta. Það voru kartöflurn-
ar. Það vita allir sem til þekkja,
að okkar fólk er frægt fyrir
kartöfluát.
Gummi minn. Nú eru þetta allt
góðar minningar sem ég geymi í
huga mínum sem dýrustu perlur.
Þær verða mér ljós í myrkrinu um
ókomna tíð. Ég er viss um að
ömmurnar og afarnir okkar hafa
tekið vel á móti þér og nú líður
þér vel. Ég bil algóðan Guð að
blessa og styrkja okkur öll og þá
sérstaklega hana Hólmfríði þína
og börnin ykkar þijú.
Elsku bróðir, hvíl þú í friði og
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín systir,
Aðalheiður.
Liðin er ævi. Lokið er degi.
Ég leitaði að orði, og fann það eigi.
Leitaði að von, og leitaði að sögn.
Leitaði að bæn, og fann aðeins þögn.
Elsku hjartans Gummi bróðir.
Það er erfiðara en orð fá lýst að
þurfa að trúa því að þú sért farinn
frá okkur. Mér er það minnisstætt
þegar við öll fjölskyldan hittumst
sl. vor í sextugsafmæli mömmu.
Engan grunaði þá að aðeins tæpu
ári seinna yrðir þú farinn frá okk-
ur. Við sem eftir erum stöndum
ráðþrota og spyijum hvers vegna
þú? Þú sem varst sameiningartákn
fjölskyldunnar og alltaf sá sem var
fyrstur til að hafa samband. Það
var ekki ósjaldan sem ég reyndi
að vera á undan að hringja í þig,
en það tókst ekki alltaf. En við
verðum að trúa því að þér hafi
verið ætlað meira og stærra hlut-
verk hjá Guði. Minningar liðinna
ára hrannast upp en dýrmætastar
eru þær mér frá þeim fjórum árum
sem ég dvaldi hér í skóla. Alltaf
varstu boðinn og búinn til þess að
hjálpa litlu systur þegar mig vant-
aði aðstoð, hvort sem var að flytja
fyrir mig búslóðina eða keyra mig
út og suður, og svo síðast en ekki
síst, þú varst bara alltaf til staðar.
Það er mér líka minnisstætt þegar
ég kom í heimsókn til þín og þú
fórst að spila á harmonikkuna þína.
Þá fannst mér ég alltaf vera kom-
in í huganum heim á æskustöðv-
arnar okkar og það væri pabbi sem
væri að spila fyrir mig. Þau voru
líka ófá skiptin sem ég var boðin
til ykkar í mat og sérstaklega
minnisstætt þegar svið voru í mat-
inn. Þá borðuðum við vel og lengi
og höfðum miklar kartöflur með.
Ég gæti endalaust haldið áfram
að telja upp yndislegar samveru-
stundir sem við áttum saman, en
ég mun geyma þær í huga mínum
og ylja mér við minningarnar í
framtíðinni. Ég bið góðan Guð að
styrkja okkur öll og gæta en þó
sérstaklega hana Hólmfríði þína
og elskulegu börnin ykkar þijú og
mömmu og pabba. Ég er þess full-
viss að Kristbjörg tengdamóðin þín
og afar og ömmur taka á móti þér
og umvefja þig örmum sínum. Mig
langar að enda þessi rninningarorð
á versi sem amma Ása hafði svo
mikið dálæti á.
Nú legg ég augun aftur,
ó Guð þinn náðarkraftur,
mín veri vöm í nótt.
Æ virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka,
þinn engil svo ég sofi rótt.
Elsku Gummi minn. Hafðu þökk
fyrir allt og allt. Guð blessi minn-
inguna um yndislegan bróður.
Þín systir,
Gunnhildur.
Okkur langar til að kveðja góðan
vin okkar og saumaklúbbsmaka.
Skarð er fyrir skildi í vinahópnum.
Nú þegar leiðir okkar skilja um
sinn, er okkur efst í huga þakk-
læti fyrir margar ánægjustundir
og vináttu í gegnum árin.
Við þökkum góð kynni sem stóðu of stutt
þú stóðst okkur nærri svo traustur í lund.
þig burt hafa örlögin frá okkur flutt
þín plskylda styrk fái á erfíðri stund.
(Benedikt Olgeirsson.)
Elsku Hobba^ Kristbjörg, Guð-
mundur Smári, Oli Freyr, foreldrar
og aðrir aðstandendur, við sendum
okkar dýpstu samúðarkveðjur og
biðjum góðan guð að styrkja ykkur
í ykkar miklu sorg.
Minningin um góðan dreng lifir
um ókomna tíð.
Saumaklúbburinn og makar.
„Þegar þú ert sorgmæddur
skoðaðu þá aftur huga þinn og þú
munt sjá að þú grætur vegna þess
sem var gleði þín.“
(Kahlil Gibran — „Spámaðurinn".)
„Þú sem ert uppspretta orkunnar, geislar
þínir lýsa um allan heim, lýstu einnig upp
hjarta mitt til að það geti unnið sem þú“.
(Gayatri.)
Elsku frændi, það er erfitt að
kveðja, við frænkur þínar héldum
í vonina eins og allir en nú ert
farinn og við söknum þín.
Eftir sitja minningarnar um
stundirnar sem við systkinabörnin
áttum saman. Það var líf og fjör
á Hólkoti enda vorum við 10
„systkinin".
Þú varst ákveðinn, lífsglaður,
uppátækjasamur og stríðinn, með
óbilandi áhuga á bílum, sérstak-
lega vörubílum, fyrst var það Bed-
ford og síðan MÁN og við frænk-
urnar sátum oft undir moldarbarði
á Hólkotshólnum í bílaleik. Við
rákum kýrnar, fórum í fjósið og
fjárhúsin, vorum í heyskap, veidd-
um í Vestmannsvatni og syntum
þar af og til. Stundum stálumst
við til að vaða niður við Skógar-
girðingu, alltaf var fundið upp á
einhveiju við misjafnar undirtektir
foreldranna.
Oft gengum við móagöturnar
suður í Höskuldsstaði til Olla
frænda og Kristbjargar en þar
dvöldum við oft á sumrin þegar
við urðum eldri. Ekki fækkaði
uppátækjunum þó að árin liðu.
Aldrei féll þér verk úr hendi og
alltaf varstu boðinn og búinn til
að aðstoða við alla skapaða hluti,
enda einstaklega verklaginn. Hú-
morinn var alltaf á sínum stað jafn-
vel undir það síðasta, það þótti
okkur vænt um. Minningarnar eru
margar um góðan frænda og
traustan vin. „Systkina“böndin eru
sterk og ekki rofnuðu þau þó við
færum sitt í hveija áttina og stofn-
uðum fjölskyldu. Þú kvaddir þetta
líf á fertugsafmælinu þínu á falleg-
um degi. Veðrið var enn fallegra
þegar móðir okkar (Svana frænka)
og faðir þinn tóku á móti þér 1.
apríl 1957. Foreldrar þínir og
Svana frænka voru líka viðstödd
þegar þú kvaddir 1. apríl 1997.
Við kveðjum þig með ljóðum sem
Ása amma kenndi okkur, elsku
Gummi, um leið og við þökkum
fyrir allar samverustundirnar. Hvíl
í friði.
Elsku Hólmfríður, Kristbjörg,
Hildur, Guðmundur Smári, Olafur
Freyr, Stebbi, Hidda og Hólkots-
systkini. Guð veri með ykkur og
styrki ykkur í sorginni. Innilegar
samúðarkveðjur.