Morgunblaðið - 06.04.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 06.04.1997, Síða 1
96 SÍÐUR B/C/D 77. TBL. 85. ARG. SUNNUDAGUR 6. APRIL1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Kristinn GENGIÐ FRA NÓTINNIÁ GRANDA Palestínu- menn vara Clinton við PALESTÍNSKIR embættismenn sögðust í gær hafa ákveðið að vara Bill Clinton Bandaríkjaforseta við því að „sprenging" á friðarferli Israela og Palestínumanna gæti hæglega leitt til frekari átaka á milli þjóðanna. „Oflum friðar er hafnað og ofheldisöflum otað fram,“ sagði Ahmed Abdel-Rahman, framkvæmda- stjóri sljórnar Palestínumanna. Hann seg- ir stjórnina hafa ákveðið að senda Clinton skilaboð til að útskýra „hversu alvalegt núverandi ástand sé“ en forsetinn mun eiga fund með forsætisráðherra ’lsraels um málið á mánudag. Vondaufir hægrimenn TVEIR af hverjum fimm kjósendum norska Hægriflokksins telja að Kjell Magne Bondevik, formaður Kristilega framfaraflokksins, myndi standa sig bet- ur í embætti forsætisráðherra en formað- ur flokksins, Jan Petersen. Þá taka rúm- lega 30% hægrimanna Thorbjorn Jag- land, forsætisráðherra Verkamanna- flokksins, fram yfir Petersen, að því er fram kemur í Aftenposten. Landsfundur Hægriflokksins stendur nú yfir og segir blaðið ljóst af ræðu Petersens að hann hafi gefið upp von um að fara fyrir nýrri ríkisstjórn eftir þingkosningar, sem haldnar verða síðar á árinu. Díana efnaðri en Karl DIANA prinsessa er efnaðri en fyrrver- andi eiginmaður hennar, Karl prins, að því er fram kemur í breska blaðinu Sunday Times. Þar segir að ástæðu ríkidæmis Diönu megi fyrst og fremst rekja til skiln- aðarsáttmála þeirra hjóna, sem hafi verið henni nýög í hag, svo og andláts föður hennar. Eignir hennar eru metnar á um 1,7 miHjarða ísl. kr. en sagt er að þar af sé um 1,5 milljarðar hlutur prinsessunnar við skilnaðinn. Er Díana sögð 916. ríkasti Bretinn en Karl kemst ekki á lista yfir 1.000 efnuðustu menn Bretlandseyja þar sem eignir hans heyri að stórum hluta til undir móður hans, Elísabetu drottningu. Snúast gegn Berisha KOMINN er upp klofningur í flokki Sali Berisha, forseta Albaniu, og hafa 20 þing- menn undirritað yfirlýsingu um, að þeir ætli ekki lengur að láta hann segja sér fyrir verkum. Klofningurinn í Lýðræðis- flokki Berisha, sem hefur mikinn meiri- hluta á albanska þinginu, er mesta atlag- an, sem gerð hefur verið að forsetanum. Ríkjasamband Rússlands og Hvíta-Rússland Samningur verði Rússum ekki byrði Sergei Jastrsjembskí verður nýr ráðgjafi Jeltsíns 1 erlendum málefnum Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hét því í útvarpsávarpi í gær að hann myndi leggja áherslu á bætta stöðu mannréttindamála í Hvíta-Rússlandi og að auka umbætur þar í landi. Jafnframt hét hann Rússum því að samningur, sem undirritaður var á mið- vikudag um ríkjasamband Rússlands og Hvíta-Rússlands, myndi ekki verða þeim byrði. Fullyrt var í gær að Jeltsín hefði rekið helsta ráðgjafa sinn í erlendum mál- efnum, Dmitrí Rjúríkov, á föstudag vegna óánægju með undirbúning hans fyrir ríkja- sáttmálann. Ekki kom fram í hveiju óánægjan með Rjúríkov felst en Sergei Jastijsembskí, talsmaður Jeltsíns, mun taka við störfum hans. „Við munum ekki stíga skref aftur á bak til að komast á sama stig og banda- menn okkar og félagar. Við munum gera allt til þess að lýðræðisleg verðmæti, tján- ingarfrelsi og fjölmiðlafrelsi verði sameig- inlegt ríkjunum í ríkjabandalaginu," sagði Jeltsín í ávarpinu í gær. Upphaf, ekki endir Skömmu áður en samningur þjóðanna var undirritaður var haldinn skyndifundur í rússnesku stjórninni og drógu Rússar töluvert úr vægi hans, en markmið Alex- anders Lúkasjenkós, forseta Hvíta-Rúss- lands, var að að sameina fyrrverandi Sovét- lýðveldin tvö. „Þetta er upphafið á leiðinni að sameiningu, ekki endir,“ sagði Jeltsín í gær og ítrekaði að samningurinn væri að- eins grunnur að frekari viðræðum um sam- einingu. Allir Rússar ættu að fá möguleika til að tjá sig um svo mikilvæga ákvörðun, sem sameining ríkjanna væri. Zairemenn funda í S-Afríku Lubumbashi, Pretoríu. Reuter. FULLTRÚAR Mobutu Sese Seko, for- seta Zaire, og skæruliða, sem náð hafa um þriðjungi landsins á sitt vald, hófu í gær friðarviðræður í Suður-Afríku. Borgarastyijöld hefur nú staðið í hálft ár í Zaire og hefur komið mjög niður á óbreyttum borgurum og flóttafólki, sem hrynur niður úr næringarskorti og sjúk- dómum. Ekki er vitað hversu lengi við- ræðurnar munu standa. Fulltrúar skæruliða fögnuðu því að gengið væri til viðræðna þó seint væri, sögðust hafa beðið um þær fyrir fímm mánuðum. Þeir sækja hratt fram gegn stjórnarhernum, náðu í fyrrinótt á sitt vald borginni Mbuji-Mayi, miðstöð dem- antavinnslu í landinu. Fögnuðu borg- arbúar þeim ákaft. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hvatti í fyrradag stríðandi fylkingar í Zaire til að gera hjálparstarfsmönnum kleift að aðstoða flóttafólk frá Rúanda til að snúa til síns heima en ástandið í flóttamannabúðum er víða skelfilegt. Aftur verður keypt mjólk í Barónsfjósinu NÁTTSTAÐIR í Nígeríu og Níger FRAMTIÐIN ER í PLASTINU B

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.