Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 11 FRETTIR Páll Oskar lenti í 20. sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva EVRÓPUSÖNGVAKEPPNIN // / /L / í Dublin, Írlandi, 3. maí 1997 $/£/$/$/%/&/ Land Heiti lags 4/ % /f £/ 74 /4 fi fí 74 /<$ /j7 m /<e/4 ðy fé 4 74 tÉíMM/i f Röð 1. Kýpur Manan Mou KÉj - 2 3 4 4 10 4 10 5 - 1 - 3 12 7 - 1 7 4 4 5 12 98 5. 2. Tyrkland Dinle “ fPfj - 7 2 6 2 7 12 12 - 6 12 5 6 7 10 6 4 - 6 - 4 7 121 3. 3. Noregur San Francisco 0 24725. 4. Austurríki 3 1 5 3 12 21. 5. írland Mysterious Woman 8 6 3 10 a 1 7 4 10 6 8 7 8 8 10 10 - - 8 5 10 10 6 12 157 2. 6. Slóvenía Zbudi se 2 10 - - - [ - - - - - 2 4 7 4 - 3 5 - 10 - 7 3 - 3 60 10. 7. Sviss Dentro di me - 2 3 5 22723. 8. Holland Niemand heett nog tijd - 1 4 5 22723. 9. Ítalía Fiumi di Parole 6 5 - 1 1 10 10 7 8 4 8 - 6 12 3 5 - 3 7 4 - 10 3 1 114 4. 10. Spánn Sin Rencor 10 4 - - 6 5 8 6 3 2 4 - - 8 - 6 12 10 8 2 2 - - 96 6. 11. Þýskaland Zeit - - - 3 - - 5 - 5 - - - - - - - 3 1 - - - 5 - - 22 18719. 12. Pólland Ale Jestem - - 4 8 - 7 - 1 1 2 6 3 4 2 !:- 1 - 7 - 5 3 - - - 54 11. 13. Eistland Keelatud Maa 1 - - 6 8 3 - - 12 4 7 6 1 1 1 - - 4 - 8 8 - 10 2 82 8. 14. Bosnía-Herz. Goodbye - 8 - 4 - 2 - - - 3 - - - 4 - - - :|1; - - 1 - - 22 18719. 15. Portúgal Antes do Adeus - 0 24725. 16. Sviþjóð Bara Hon Alskar Mej - - 8 - 5 - 6 - - - - - - - - - - 6 - - 7 4 36 14. 17. Grikkland Dance 12 - 5 7 6 - 2 - - 7 - - 39 12713. 18. Malta Let Me Fly 5 12 10 - 7 - - - 6 1 - - - 5 - - 8 - - 3 1 8 - : - 66 9. 19. Ungverjal. Miért kell, hogy elmenj? - 3 - - 4 - - - - - - 5 5 - - - - 2 - - 5 2 8 5 39 12713. 20. Rússland Primadonna - - 1 5 - 12 8 7 - 33 15. 21. Danmörk Stemmen i mit liv - - 7 - - - 1 - - - - - - - 7 2 - - 1 - - 2 6 25 16. 22. Frakkland Sentiments, Songes 3 2 12 - 10 2 3 5 - - 12 12 3 6 2 4 - 2 6 - 4 10 95 7. 23. Króatía Probudi me 4 1 3 - 2 - 5 - 8 - - - - 1 - 24 17. 24. Bretland Love Shine a Light 7 7 6 12 12 8 12 12 8 5 10 10 10 10 7 12 10 1 12 12 12 12 12 _ B 227 1. 25.1'SLAND Minn hinsti dans 2 2 8 12 20. Tekið með kostum og kynjum ÍSLENSKA lagið „Minn hinsti dans“ í flutningi Páls Óskars Hjálmtýssonar lenti í 20. sæti í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva sem fram fór í Dyflinni síðastliðið laugardags- köld en það fékk alls 18 stig. Breska lagið „Love Shine a Light“ varð í fyrsta sæti keppn- innar með alls 227 stig. Portúg- al og Noregur lentu í neðstu sætunum og fengu hvorugt stig fyrir sitt framlag. Páll Óskar sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær eiga þeirri gæfu að fagna, þótt hann hefði ekki lent ofar í keppn- inni, að vera einn af þeim fáu keppendum sem héldi heim á leið með fjögur tilboð, m.a. um plötusamninga, í vasanum sem hann ætlaði að skoða nánar. Hann sagði ennfremur að hon- um hefði verið tekið með kost- um og kynjum í Dyflinni og að þetta hefði verið yndislegur tími frá upphafi til enda. Þá sagðist Páll Óskar vera ánægður með það hvernig hið nýja símakerfi, þar sem al- menningi í nokkrum löndum gafst kostur á að velja bestu lögin með því að pikka inn númer í gegnum símann, hafi komið upp um hinar hefð- bundnu dómnefndir í söngva- keppninni. „Því þessi fáu stig sem íslenska lagið fékk komu öll, nema tvö, frá löndum þar sem hið nýja símakerfið var notað. Sjónvarpsáhorfendur heima í stofu voru því að hugsa allt aðra hluti en þessar fyrir- fram skipuðu dómnefndir,“ sagði hann og benti til dæmis á að í Bretlandi hefðu um 250.000 manns tekið þátt í símakönnuninni, en þar hlaut íslenska lagið sex stig. Tekin hefur verið upp ný aðferð við að velja 25 lönd úr þeim 32 Evrópulöndum sem sækjast eftir því að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva, að sögn Kristínar Pálsdóttur, varadagskrárstjóra Sjónvarpsins, en í gær var enn ekki vitað hvort ísland hefði öðlast rétt til að taka þátt í Söngvakeppninni að ári. Lík- legt er að forsvarsmenn keppn- innar geri það heyrinkunnugt í dag, þriðjudag. í framtíðinni verða þátttöku- löndin valin þannig að þau sautj- án lönd, sem hafa hæstu meðal- stigatölu í keppninni síðustu fimm árin öðlast þátttökurétt að ári en við þau bætast síðan þau sjö lönd sem ekki voru með árið áður. Það land sem sigrar mun að sjálfsögðu einnig taka þátt að ári. „Hugmyndin að baki þessu nýja fyrirkomulagi er því sú að allir geti verið með að minnsta kosti annað hvert ár,“ segir Kristín. Stækkandi hópur stundar nám án lána BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra segir að könnun Hag- stofunnar sýni svo ekki verði um villst að hlutfali nemenda með börn hefur lítið sveiflast undanfar- in ár. „Á árunum 1992-1994 voru rétt rúmlega 30% nemenda með börn sem er svipuð tala og árið 1988. Hlutfall barnafólks var um 34% árið 1990 og 1991 og af þeim gögnum sem unnin hafa verið hjá Hagstofu íslands var hlutfallið lægst árið 1985 eða 22,7%. Þessi samantekt Hagstofunnar sýnir svo ekki verður um villst að stór hópur barnafólks stundar sitt nám án þess að taka lán og þessi hóp- ur hefur farið stækkandi eftir iagabreytinguna 1992,“ segir menntamálaráðherra. „Þegar kjör námsmanna með börn eru skoðuð kemur í ljós að einstætt foreldri með 2 börn getur fengið rúmlega 103 þús. kr. í lán á mánuði og verið með um 160 þús. kr. ráðstöfunarfé á mánuði þegar tillit hefur verið tekið til lána, barnabóta og meðlaga," seg- ir Björn Bjarnason. „Einstætt for- eldri sem ekki er í námi þarf að hafa tæplega 160 þús. kr. í laun á mánuði til að hafa sama ráðstöf- unarfé á milli handanna. Ég held að þetta sýni að það er enginn fótur fyrir því að núverandi lána- kerfi hreki barnafólk frá námi.“ Um skýringar á þeirri fækkun námsfólks með börn sem varð milli áranna 1994 og 1995 sagði Björn að hlyti að eiga sér aðrar skýringar en tengja mætti við lánasjóðinn því engin breyting hefði orðið á reglum sjóðsins gagnvart barnafólki um árabil. Kröfur um námsframvindu eru hins vegar skýrari en áður.“ „Eitt megineinkenni námslána- kerfisins hér á landi hefur verið hvað það er fjölskylduvænt og það hafa engar breytingar verið gerð- ar á því sem máli skipta í áranna rás.“ Varðandi aðfinnslur um sveigj- anleika kerfisins segir Björn Bjarnason að í því frumvarpi sem nú liggur fyrir Álþingi sé rætt um að koma til móts við þá sem höll- um fæti standa. „Endurgreiðslu- byrði lánanna er létt, sem ætti að auðvelda fólki að fjárfesta í eigin húsnæði að námi loknu og einnig er sett inn í frumvarpið ákvæði um að stjórnin hafi heimild til að taka tillit til veikinda og skipulags skóla,“ segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra. 33% færri foreldrar í námi en 1991 BARNAFÓLKI í lánshæfu námi á íslandi hefur fækkað um 33% frá því að lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna tóku gildi. Þar af fækkaði um 600 manns milli áranna 1994 og 1995 að því er fram kemur í blaði um lánasjóðsmál sem gefið hefur verið út af Stúdentaráði HÍ. Upplýsingar um fækkunina byggjast á könnun sem Hagstofa íslands hefur gert, að sögn Har- alds Guðna Eiðssonar, formanns Stúdentaráðs. Samkvæmt henni voru foreldrar í lánshæfu námi á íslandi 3.361 árið 1991, 2.890 árið 1992, 2.927 árið 1993, 2.858 árið 1994 en fækkaði í 2.258 árið 1995. Samkvæmt þessu fækkaði foreldrum barna í hópi námsmanna um 471 árið sem lög um LÍN tóku gildi. Fjöldi þeirra stóð hins vegar nokkuð i stað frá 1992-1994 og síðan varð aftur fækk- un um 600 foreldra í lánshæfu námi hér á landi árið 1995. Þróun námsmannafjölda almennt hefur hins vegar verið þannig að 1991-1992 voru 8.544 námsmenn skráðir í skóla sem veita lánshæft nám á íslandi en fjöldinn var 9.744 árin 1994- 1995. Lánþegum LÍN í námi hér á landi fækk- aði á sama tíma úr 5.672 í 4.289, samkvæmt skýrslu samstarfsnefndar námsmannahreyfing- anna. Um það hvers vegna svo mikil fækkun for- eldra í námi hafi komið fram milli áranna 1994 og 1995 þegar lögin höfðu verið í gildi frá 1992 sagðist Haraldur varpa fram þeirri skýringu að þeir foreldrar sem voru komnir af stað með nám þegar lögin tóku gildi „hafi þraukað og klárað sitt nám“ en færri hafi hins vegar skráð sig í nám eftir lagabreytingarnar. Haraldur segist telja að aðalskýringin á fækk- uninni sé kannski ekki sú að námslánin séu of lág heldur skipti meira máli að barnafólk bjóði ekki fjölskyldum sínum upp á að búa við þá áhættu og óvissu sem kerfi eftirágreiddra náms- lána hefur í för með sér en í því kerfí sé hvert próf nokkurs konar rússnesk rúlletta. Með fyrrgreindum breytingum á lögum um LÍN var tekið upp kerfi eftirágreiddra námslána þar sem námsmenn leita til banka um yfirdrátt- arlán sér til framfærslu þar til niðurstaða úr prófum er fengin. Eftir það eru lán greidd úr LÍN til þeirra námsmanna sem hafa staðist kröf- ur sjóðsins um námsframvindu. Frumvarp til breytinga á lánasjóðslögunum er nú til meðferðar í menntamálanefnd Alþingis og segir Haraldur að eins og frumvarpið lítur nú út taki það ekki nægilega vel á þeim göllum kerfísins sem helst snúa að barnafólki. „Við leggjum áherslu á að svigrúm í námi verði aukið því það er leið sem mun hjálpa barna- fólki,“ segir hann. M.a. beijast námsmenn fyrir nánari útfærslu greinar frumvarpsins um vaxta- styrki í stað vaxtalána og leggja áherslu á að hægt verði að víkja frá kröfum um námsárang- ur án þess að skerða lánsrétt ef námsmaður veikist, eignast barn, barn hans veikist eða ná- kominn ættingi fellur frá. Toyota Hilux Double Cap árg. '90, ek. 181 þús. km., uppt. vél, rauður, hús, 35" dekk hlutf. Verð 1.390.000. Ath. skipti. 3 AMC Wrangler Laredo árg. '90. ek. j 125 þús. km„ rauður, nýjar álfelgur ||| og dekk. 3 Verð 990.000. Ath. skipti. NÚ ER BRJÁLUÐ SALA - OKKUR VANTAR ALLAR GERÐIR BÍLA Á STAÐINN STRAXI - INNISALUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.