Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 13
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
JAKOB Björnsson bæjarstjóri gekk til liðs við kiwanismenn í
Kaldbak sem gáfu sjö ára börnum í bænum reiðhjólahjálma og
öryggisveifur um helgina. Hér er hann að færa Evu Snæbjarnar-
dóttur hjálminn sinn.
Bömin fengu
hjálma og veifur
Meira atvinnu-
leysi en í fyrra
Tveir á slysadeild
eftir umferðaróhapp
Hemlarn-
ir virkuðu
ekki
TVEIR voru fluttir á slysadeild
Fjórðungssjúkrahússins á Ak-
ureyri eftir umferðaróhapp á
Höfðahlíð, skammt austan við
gatnamót Háuhlíðar og Löngu-
hlíðar.
Bifreiðin fór út af veginum
og hafnaði á ljósastraur. Öku-
maður sagði lögreglu að hemlar
bifreiðarinnar hefðu ekki virkað
strax þegar á þeim þurfti að
halda og því hafí bifreiðin farið
út af veginum og lent á ljósa-
staurnum. Að sögn ökumanns
var vitað að hemlarnir væru
búnir að vera lélegir en ekki
komist í verk að láta lagfæra þá.
Karlmennska
og kynlíf
„KARLMENNSKA og kynlíf"
er heiti á erindi sem Arnar
Sverrisson sálfræðingur flytur
á fyrstu samræðustund með
körlum sem Reynir-ráðgjafar-
stofa efnir til í Deiglunni i
kvöld, þriðjudagskvöldið 6.
maí, kl. 21. Yfirskrif sam-
ræðukvöldanna er Karlar um
karla og verða þau haldin fjög-
ur kvöld nú í maímánuði.
í erindinu ljallar Arnar um
karlmennsku og kynlíf á breið-
um grundvelli, með sérstakri
skírskotun til kynfæra karla
sem táknmyndar. Að erindinu
loknu er gert ráð fyrir al-
mennri umræðu, en áætluð
dagskrárlok eru um kl. 22.30.
Þátttökugjald er 500 krónur.
Stopp-leikhópurinn
Skiptistöðin
sýnd í grunn-
skólunum
STOPP-leikhópurinn er á leik-
ferð á Akureyri með leikritið
„Skiptistöðin“ eftir Valgeir
Skagfjörð. Sýningar leikhóps-
ins eru sérstaklega ætlaðar
nemendum í 10. bekk í grunn-
skólum bæjarins, auk þess sem
haldnar eru tvær sýningar fyrir
foreldra.
Nemendur í 10. bekk í Gagn-
fræðaskóla Akureyrar sáu sýn-
inguna í gærdag og í gær-
kvöldi var foreldrasýning í skól-
anum. I dag verða tvær sýning-
ar í Glerárskóla, fyrir nemend-
ur Síðuskóla og GÍerárskóla og
í kvöld kl. 20.30 verður for-
eldrasýning í skólanum.
Á foreldrasýningunum ætla
hjúkrunarfræðinemar í Háskól-
anum á Akureyri að kynna nið-
urstöður í könnun sem þeir
hafa gert á útbreiðslu fíkni-
efnanotkunar í bænum.
Stakfélagar
samþykkja
ATKVÆÐAGREIÐSLA um
nýjan kjarasamning Starfs-
mannafélags Akureyrarbæjar,
STAK, við launanefnd sveitar-
félaga fyrir hönd Akureyrar-
bæjar fór fram í síðustu viku.
Niðurstaðan var sú að
samningurinn var samþykktur
með 69% atkvæða, nei sögu
31% og ógildir seðlar voru
engir. Alls greiddu 147 at-
kvæði af 299 sem voru á kjör-
skrá, sem er 49% kjörsókn.
Samningurinn gildir frá 1.
mars 1997 til 1. maí 2000.
MARGT var um manninn í
verslunarmiðstöðinni Sunnu-
hlíð á laugardag, en í tengslum
við Vordaga miðstöðvarinnar
afhentu fulltrúar i Kiwanis-
klúbbunum Kaldbaki börnum,
sem fædd eru árið 1990, að gjöf
reiðhjólahjálma og öryggisveif-
ur á reiðhjól. Klúbbar á Norður-
landi eystra hafa síðustu daga
verið að afhenda börnum
hjálma og veifur, en samtals er
Reyk-
skynjarinn
bjargaði
íbúunum
REYKSKYNJARI vakti húsráð-
anda í húsinu númer 23b við Hafn-
arstræti, sem er steinhús á tveimur
hæðum, á Akureyri um kl. 3 að-
faranótt mánudags, en íbúðin var
þá full af reyk og hafði vatnslögn
úr plasti brunnið þannig að vatn
flæddi um allt. Feðgar, ungur
maður og rúmlega tveggja ára
sonur hans, voru í húsinu.
Þykkur reykur um allt hús
Tilkynnt var um eldinn skömmu
fyrir kl. 3 aðfaranótt mánudag og
segir Tómas Búi Böðvarsson,
slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði
Akureyrar, að þegar að var komið
hafi mikill og þykkur reykur verið
um allt húsið, vatn flætt um gólf
en eldur ekki verið mikill. Gekk
vel að slökkva hann, síðan var
um að ræða 550 gjafir og er
heildarverðmæti þeirra um 1,6
milljónir króna. Það er orðinn
árviss atburður að Kiwanis-
klúbbar afhendibörnum á
svæðinu hjálma og veifur að
gjöf, en með því vilja Kiwanis-
menn stuðla að því í samvinnu
við fyrirtæki og stofnanir að
börnin eigi góð og viðurkennd
öryggistæki þegar þau taka
fram hjólin að vorlagi.
húsið reykræst og vatn sogað upp
af gólfi. Töluverðar skemmdir urðu
á húsinu.
Tómas Búi sagði að enn einu
sinni hefðu reykskynjarar sannað
gildi sitt, sennilega í þessu tilviki
MUN meira atvinnuleysi er nú á
Akureyri en var á sama tíma á liðnu
ári, en 437 manns eru á atvinnu-
leysisskrá í bænum en þeir voru í
lok apríl í fyrra 374.
Nákvæmlega jafnmargir voru
skráðir atvinnulausir um nýliðin
mánaðamót og var um mánaðamót-
in þar á undan, en nokkrar breyt-
ingar hafa orðið á milli kynja, þann-
ig hefur körlum á atvinnuleysisskrá
heldur fækkað milli mánaðamóta.
Þeir eru nú 183 en voru 191 í lok
mars, konur á atvinnuleysisskrá eru
GRÓSKA á Norðurlandi hvetur til
þess að A-flokkarnir á Akureyri
bjóði fram sameiginlega í næstu
bæjarstjórnarkosningum. Stofn-
fundur Grósku á Norðurlandi var
haldinn 1. maí og sóttu hann um
100 manns.
í ályktun fundarins kemur fram
að núverandi ástand í stjórnmálum
á íslandi sé ekki viðunandi, valda-
skiptingin sé í hróplegu ósamræmi
við vilja meirihluta þjóðarinnar og
nauðsynlegt að félagshyggjufólk
sameinist í breiðfylkingu gegn rang-
læti og misrétti sem viðgengst í þjóð-
félaginu. Tímabært sé að skapa nýja
vakningu í íslenskum stjórnmálum,
jafnaðar, réttlætis og farsældar.
Núverandi skipulag vinstriaflanna
sé dragbítur á baráttuna fyrir betra
bjargað tveimur mannslífum og því
væri aldrei um of brýnt fyrir fólki
að hafa slík þarfaþing í híbýlum
sínum. „í þessu tilviki hefði ekki
miklu mátt muna að illa færi,“
sagði hann.
254 og hefur fjölgað lítillega milli
mánaðamóta.
Alls eru rúmlega 100 manns á
atvinnuleysisskránni sem eru í ein-
hveijum hlutastörfum og sam-
kvæmt upplýsingum hjá atvinnu-
deild Akureyrarbæjar er sú tala
svipuð og verið hefur síðustu mán-
uði.
Ekki er mikið um laus störf, en
nú um mánaðamót auglýsti at-
vinnudeildin ijögur laus störf í bæn-
um sem er langt í frá nóg að mati
atvinnudeildar.
þjóðfélagi, tímabært sé að sameigin-
leg lífsskoðun félagshyggjufólks fái
að ráða ferðinni án þess að ágrein-
ingur um minni mál eyðileggi mögu-
leika á að ná fram sameiginlegum
markmiðum.
„Við fögnum því að fyrsta skerfið
skuli stigið með viðræðum A-flokk-
anna á Akureyri sín á milli og hvetj-
um þá til að sitja ekki við orðin tóm,
heldur ganga enn lengra og bjóða
fram sameiginlega í næstu bæjar-
stjórnarkosningum," segir í ályktun
Grósku á Norðurlandi.
í stjórn félagsins sitja Ása Arn-
fríður Kristjánsdóttir, Hafliði
Helgason, Jón Hrói Finnsson, Óttar
Erlingsson, Ragnar Sverrisson, Sig-
rún Stefánsdóttir og Þór Steinars-
son.
Viðræður
um sam-
eiginlegt
framboð
Á FÉIAGSFUNDI í Jafnaðar-
mannafélagi Eyjafjarðar, sem hald-
inn var á sunnudag, var jákvætt
tekið í erindi frá Alþýðubandalaginu
á Akureyri um hugsanlegt samstarf
flokkanna við bæjarstjórnarkosn-
ingar á næsta ári.
Alþýðubandalagið hefur óskað
eftir viðræðum við Jafnaðarmanna-
félag Eyjafjarðar um sameiginlegt
framboð í næstu bæjarstjórnar-
kosningum og sagði Gísli Bragi
Hjartarson, bæjarfulltrúi Alþýðu-
flokks í bæjarstjórn Akureyrar, að
samþykkt hefði verið á fundinum
að fara í viðræður við Alþýðubanda-
lagsmenn. „Við erum tilbúin í við-
ræður, en maður getur ekki gefið
sér neina niðurstöðu fyrirfram,
hvað út úr þessum viðræðum kem-
ur,“ sagði hann.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær
viðræður hefjast að sögn Gísla
Braga, en hann liti svo á að Alþýðu-
bandalagið ætti næsta leik.
Töluverðar skemmdir á íbúðarhúsi í eldsvoða
Morgunblaðið/Kristján
Stofnfundur Grósku á Norðurlandi
A-flokkarnir fram saman