Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 45 BJARNIÞÓR ÞÓRHALLSSON + Bjarni Þór Þór- hallsson fædd- ist í Reykjavík 5. júní 1967. Hann lést í Reykjavík 23. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 2. maí. Við vorum farin að hlakka til sumarsins þegar síminn hringdi þennan örlagaríka dag. Hann Bjarni er dáinn. Fréttin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Síðasti vetrardagur breyttist skyndilega úr fallegum vordegi í myrkan sorgardag. Okkur setti hljóð; af hverju hann sem átti allt lífið framundan og svo margt ógert? Bjarni Þór er búinn að vera einn af fjölskyldunni lengi en hann kynntist Sillu systur á unglingsár- um. Það var engin lognmolla í kring- um Bjama og Sillu, alltaf eitthvað að gerast bæði í leik og starfi. Bjami var fjörmikill og atorkusamur og kom víða við þann allt of stutta tíma sem hann var á meðal okkar. Við höfum verið svo heppin að fá litla augasteininn þeirra, Þórhall Breka, stundum til okkar. Elsku Silla, þú ert sterk og með hjálp okkar allra munuð þið Breki kom- ast í gegnum þessa erfiðleika en missir ykkar er mikill. Sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnir elska og er það trú okkar að kraftur hans og dugnaður nýtist nú á öðrum stað. Með þessum fá- tæklegu orðum kveðjum við þig, elsku Bjarni Þór. Megi Guð vera með þér og gefa þér frið. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, - hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (Úr vöggukvæði eftir Halldór Laxness.) Elsku Silla, Breki, Gróa, Tóti, Diljá, Sveinbjörg og Bonni, við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Guð styrki ykkur í sorginni. Dóra og Kristján. Síðasti vetrardagur. Bjartur og sólríkur morgunn sem gaf von um að veturinn væri á enda og sumar- ið að ganga í garð. Það þykknaði upp þegar líða tók á daginn, þyrmdi yfir og heimur heillar fjölskyldu hrundi. Bjarni Þór var skemmtilegur og kraftmikill lítill drengur, uppá- tækjasamur gleðigjafi og auga- steinn allrar fjölskyldu sinnar. Hann var í stríðnari kantinum og kom það oftar en ekki niður á systr- um hans, þeim Diljá og Svein- björgu, þegar þau voru krakkar. Hann gat strítt þeim þar til þær grenjuðu eins og ljón, en hann hló yfir að bragðið hefði tekist. Stríðn- ina erfðu þær þó aldrei við hann og voru stoltar og hrifnar af stóra bróður sínum og mjög nánir vinir hans eftir að þau urðu eldri. Það dró ekki úr lífsgleði hans með árunum. Útgeislun og létt við- mót laðaði fólk að honum og gerði það að verkum að sóst var eftir félagsskap hans. Leiðir Bjarna Þórs og sambýliskonu hans, Sillu, lágu saman á menntaskólaárunum. Eftir framhaldsnám í Bandaríkjunum bjuggu þau sér fallegt heimili á Laugaveginum og eignuðust drenginn sinn, Þórhall Breka. Það sem okkur er efst í huga þegar við hugsum um Bjarna Þór er hlýjan sem hann átti mikið af og hafði ríka þörf fyrir að sýna. Alltaf var heilsað og kvatt með faðmlagi og kossi og þegar kom að fjölskyldunni átti hann aldrei nægilega sterk orð til að lýsa vænt- umþykju sinni. Þótt Bjarni Þór væri löngu flúttur að heiman og búinn að stofna eigið heimili eyddi hann miklum tíma í Goðalandi hjá foreldrum sínum, Tóta og Gróu, og yngri bróður sínum, Bonna, sem hann hélt mikið uppá. Þegar öll fjöl- skyldan var saman komin á góðum degi grunaði engan að til þess gæti komið að sæti Bjarna Þórs yrði svo fljótt óskipað. Sumarið mun koma en ekkert verður eins og áður. Sorgin skall á með harkalegum hætti og missirinn er mikill. Elsku Tóti, Gróa, Silla, Breki, Diljá, Sveinbjörg, Bonni og aðrir ástvinir, megi minningin um fallega brosið og hlýja hjartað hans Bjarna Þórs hjálpa ykkur í gegn um þann erfiða tíma sem framundan er. Hjördís, Rebekka og Atli Rafn. Þínum anda fylgdi glens og gleði gamansemin auðnu þinni réði því skaltu halda áfram hinum megin með himnaríkis glens við mjóa veginn. Eg vona að þegar lífi mínu lýkur ég líka verði engill gæfuríkur þá við skoðum skýjabreiður saman og skemmtum okkur, já það verður gaman. (Lýður Ægisson.) Samúðarkveðjur frá Danmörku, Steindór og fjölskylda. Kveðja frá vinnufélögum. Elsku Bjarni, þær stundir sem við áttum með þér í vinnunni voru góðar og skemmtilegar. Þú varst sanngjarn yfirmaður, samstilltir hópinn og ávallt var stutt í léttleik- ann og brosið. Við munum öll eftir árshátíðinni fyrir tveimur vikum, hve hress og ánægður þú varst yfir því að hafa okkur í heimsókn og er sú minning okkur mikils virði. Þú varst dugmikill maður, fullur atorku, og sterk persóna sem við munum aldrei gleyma. A kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þó fram honum miðar. Ég fínn það og veit að við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifír. Við flöktandi loganna falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í bijósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfír, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl, sem eygir í hugskoti sfnu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson.) í hugum okkar lifir minning um góðan yfirmann og vin. Elsku Silla, Breki og aðrir aðstandendur, Guð styrki ykkur í sorginni. Bjarni, Bjarki, Andrea, ívar og Anna. Kveðja Mér var brugðið þegar þær frétt- ir bárust, að minn góði æskuvinur, Bjami Þór, væri dáinn. Þá vakna minningar frá ungl- ingsárunum, frá þeim tíma þegar við vorum í Hvassaleitisskóla. Þegar hópurinn stóri, samhenti hittist, átti hann saman góðar stundir hvort sem það var í sjopp- unni á Háaleitisbrautinni eða heima hjá mér í Heiðargerðinu, þar sem við glöddumst og hlógum mikið og ræddum margt skemmtilegt. Efst á minningalistanum er þegar Bjami Þór, Bjarni Kriss og Styrmir áttu hugmyndina að því að fara í hvítasunnuferð. Við vorum svo mörg, tuttugu og eitt, svo við fómm í rútu upp í Hvalfjörð þar sem pabbi og mamma eiga sumarbústað. Við tjölduðum þar og áttum sam- an yndislega helgi þar sem Bjarni Þór var hrókur alls fagnaðar og hélt uppi fjörinu. Það var sungið, hlegið og farið í labbitúra og síð- ustu nóttina sváfum við úti undir berum himni og sáum sólina koma upg um morguninn. Ég veit að Guð geymir þig, Bjarni minn, og ég mun alltaf muna þig. Ég vil gera orð Davíðs Stefáns- sonar að mínum, þar sem hann segir: Margt er það, og margt er það, sem minningamar vekur. Þær eru það eina, sem enginn frá mér tekur. Þér, elsku Silla mín, og litla drengnum ykkar færi ég mínar samúðarkveðjur, einnig þér Diljá mín og fjölskyldunni allri. Guð veri með ykkur. Jóhanna Atladóttir. Því eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (V. Vilhjálmsson.) í dag kveðjum við vin okkar, Bjama Þór, sem hefur í gegnum tíðina verið órjúfanlegur hluti af til- vera okkar allra. í félagsskapnum var það hann sem leiddi saman ólíka hópa og var skipuleggjandinn. Orka hans og lífsgleði náði að smita okk- ur þannig að alltaf var gaman þeg- ar Bjarna naut við. Þegar við nú lítum um öxl og minnumst þín, kæri vinur, er það fyrir allar góðu stundirnar sem við lifðum saman og fyrir það eram við þakklátir. Við munum minnast þín eins og þú hefð- ir viljað láta minnast þín. Með gleði og stolti yfir því að hafa átt þig að. Okkar dýpstu samúðarkveðjur til Sillu, Breka og ijölskyldunnar allrar. Við kveðjum þig nú, vinur. Þú ert hluti af okkur öllum í gegnum tíma og rúm. Elfar Aðalsteinsson, Valdimar Jónsson, Björn Óli Ketilsson, Sveinn Þórhallsson, Björn Hjaltested, Sigurður Guðmundsson, Ragnar Þórisson, Arnar Sigurðsson, Gísli Jóhannsson. í þöglum draumi og gleðiglaumi mér geisli skín, sem degi bjartari dreifir skarti á draumlönd mín; hann vermdi hjartað og reifði ró og roða snart hverja stund, sem dó. (Hulda.) Kæri félagi. Þökkum góð kynni og góðar stundir hér heima og er- lendis. Megi guð almáttugur styrkja og blessa fjölskyldu og að- standendur í sorg sinni. Ari Gísli Bragason, Björn Kristjánsson. Kæri vinur. Það er einkennileg tilfinning að skrifa þér þetta síð- asta bréf frá Kaliforníu vitandi að við munurn ekki hittast aftur í þessu jarðlífí. Fréttin um andlát þitt fyllti mig bæði söknuði og trega og það var eins og tilveran stað- næmdist. Snögglega var dregið fyrir sólu, blómin virtust drúpa höfði allt í kringum mig og laufin á trjánum tóku að visna. Jafnvel skuggarnir á veggjunum létu lítið fyrir sér fara og haustið virtist hafa tekið við áður en vorið og sumarið gætu notið sín til fullnustu. Ég sat agndofa lengi vel og átti erfitt með svefn. Minningarnar hrönnuðust upp og leituðu stans- laust á mig enda af miklu að taka á þeim tuttugu árum sem við þekkt- umst. Manstu hvernig leiðir okkar lágu fyrst saman? Mig minnir að við höfum verið níu eða tíu ára gamlir á leið heim úr skólanum. Þetta var trúlega í febrúar og mik- ið slabb á götunum. Eitthvað vorum við að stríða hvor öðrum og allt í einu slettir þú slabbi yfir mig all- an. Ég svaraði þér náttúrulega í sömu mynt en þú hlóst bara að mér og hélst áfram. Þannig magn- aðist þetta í hálfgerð slagsmál. Ég man ég náði að leggja þig en vanda- málið var að þú hélst áfram að hlæja að mér allan tímann. Það var ekki með nokkru móti hægt að fá þig til að gefast upp. Á endanum gafst ég upp enda vonlaust að vinna þig. Leiðir skildu þennan dag og þann næsta hafði snjóað töluvert og ákjósanlegustu aðstæður til að hanga aftan í bílum „teika“ eins og við kölluðum það. Og hvern heldurðu að ég hafí fyrst séð þegar ég kom út á götuhorn? Þig auðvit- að hangandi aftan í fyrsta bíl sem fór framhjá. Þegar þú sást mig slepptir þú stuðaranum á bílnum, veifaðir, og komst hlaupandi í átt- ina til mín. Ég var ekki viss hvort þú vildir halda áfram deilunum og beið því átekta. Þú hins vegar heils- aðir mér með bros á vör eins og við hefðum verið vinir frá fæðingu og saman stukkum við aftan á næsta bíl og hentumst niður göt- una. Þannig leið veturinn og ávallt tóku við ný ævintýri. Ég eignaðist þig sem vin þennan vetur og við bundumst sterkum vinarböndum sem aldrei slitnuðu enda þótt síð- astliðin ár hafi oft liðið drjúgur tími á milli endurfundanna. Þetta lýsir líka einum af þínum aðal karakte- reinkennum sem aldrei hurfu: þú erfðir aldrei neitt við annan mann en þess í stað hélst ótrauður áfram í lífinu. Eftir því sem meira riijast upp fyrir mér úr fortíðinni get ég ekki annað en brosað að mörgum uppá- tækjum okkar og hugsa með stolti til ferðalaganna sem við fórum í bæði hér heima og erlendis. Auðvit- að manstu eftir sumrinu þegar þú kynntist Sillu fyrst. Við unnum þá saman í byggingarvinnu og komum litlu í verk vegna þess að ekkert komst að hjá þér nema Silla. Það er trúlega í eina skiptið sem ég komst upp með að missa kúbein á hausinn á þér án þess að þú svarað- ir mér á einhvern hátt í sömu mynt. Hugur þinn og hjarta vora hjá henni og ekkert virtist fá því hagg- að. Fjölskyldu þinni þótti mér afar vænt um að fá að kynnast og þú varst alltaf mjög hreykinn og stolt- ur af henni. Fjölskyldan þín hefur alltaf verið mjög samheldin og það var því ávallt með eftirvæntingu og tilhlökkun sem ég kom í heim- sókn til foreldra þinna hvert svo sem tilefnið var. Þegar ég svo ákvað fyrir um það bil tíu áram að leggja fyrir mig kvikmyndagerð varst þú einn af fáum sem studdir ákvörðun mína. Sá stuðningur skipti mig miklu máli eins og mér varð oft að orði síðar. Elsku Silla og Breki, Þórhallur, Gróa, Diljá, Sveinbjörg og Borg- þór. Ykkur sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og styrk. Hugur minn og hjarta er ávallt hjá ykkur. í snauðum heim ég hlusta á löngum vökum og heyri þyt af snöggum vængjatökum. Minn engill hefur lyft sér Ijóss í veldi, þar líður aldrei dapr guðs að kveldi. En ég er mold og mæni í heiðin blá, á meðan stundaglasið sandkom á. (Einar Ben.) Enda þótt þú sért nú farinn yfir móðuna miklu höfum við sem eftir sitjum minninguna um góðan dreng, ánægjuna og lífsorkuna sem endurspeglaðist frá þér, og hlátur- inn sem þú veittir okkur öllum. Fyrir það er ég ævinlega þakklát- ur. Hlátur þinn var afar smitandi og þú ert trúlega eina manneskjan sem ég gat aldrei sagt nei við. Slík var sannfæring þín og lífsgleði. Kæri Bjarni, ég vil þakka þér sam- fylgdina og ég mun ávallt sakna þín - þú ert og verður alltaf minn besti vinur. Ég veit að þér mun vegna vel á meðal engla himinsins og þú ert trúlega hrókur alls fagn- aðar þar eins og þú varst alltaf hérna hjá okkur. Það er gott að vita af traustum vini meðal stjarn- anna á himninum og ég veit að þar eigum við einn góðan veðurdag eftir að hittast á nýjan leik. Þangað til óska ég þér góðrar ferðar og alls hins besta. Eg mun líta eftir og aðstoða fjölskyldu þína sem best ég má líkt og þú myndir gera í mínum sporum. Farðu varlega og Guð veri með þér. Þinn vinur, Kristinn (Kiddi). í fjarveru þinni veiða allir hlutir hljóðir, líka ég. Ég horfi í kring um mig og þögla kvikmyndin mín heldur áfram í svart hvítu. (Anna S. Björnsd.) Þegar sorgin knýr dyra og hel- tekur hjörtun er fátt hægt að segja til huggunar, því að á þeim stund- um finnst okkur sem hún hafi fundið sér varanleg heimkynni. En tíminn hefur í sér fólginn lækn- ingarmátt. Lífir verður að sönnu aldrei samt, en þar kemur, að við verðum fær um að halda áfram. Með minningarnar að vopni leggj- um við aftur á brattann og finnum í berginu gróp og nibbu sem við vissum ekki að væri til og áður en varir er komin ný lífssýn; hjart- að rúmar meira og sálin sér dýpra. Elsku Silla mín og Þórhallur Breki. Bænir mínar eru hjá ykkur og Ijós Almættisins mun styrkja og sefa. Bjarni var góður maður, fullur af lífi og með óvanajega og ógleym- anlega útgeislun. í augunum bjó alltaf glampi sem var í senn skelm- islegur og kíminn og þegar svo hlátur hans bættist við var ekki nokkur maður sem gat staðist hann. Þetta gerði það að verkum að þegar fleiri en einn og tveir vora saman komnir var hann hrók- ur alls fagnaðar, kærkominn mið- depill sem setti af stað skemmtileg- ustu orkusveipi sem um getur. Það munu því margir sakna vinar í stað nú þegar Bjami er allur. Megi Guð leggja líkn með þraut þeim sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls hans. Ég kveð elsku- legan vin og félaga og mun minn- ingin um góðan dreng ætíð lifa. Jóna Björk Grétarsdóttir. Nú er Bjami vinur minn farinn. Það kom vissulega á óvart. Þau ár sem við höfum unnið saman og þekkt hvort annað eru mér mikils virði. Ávallt varstu til staðar fyrir mig. Þegar ég hugsa um þig man ég að þú varst bjartsýnn og húmorinn var aldrei langt undan. Þú áttir gi'eiða leið að fólki hvort sem þú þekktir það eða ekki. Það var þitt markmið að láta gott af þér leiða. Gleðin sem þú bjóst yfir var mér mikils virði. Mér er það einkar minnisstætt hvað krafturinn var mikill sem þú bjóst yfír og lést aldr- ei segjast heldur gerðir hlutina strax og vel. Það var það fyrsta sem ég tók eftir í fari þínu. Þú hafðir létta lund og lag á því að koma mér út af laginu, þess vegna sakna ég samverustunda okkar. Það kom greinilega fram í sam- ræðum okkar að Breki, litli sólar- geislinn þinn, var þér allt. Þú skilur eftir þig stórt skarð sem verður erfitt að fylla. Einu sinni var mér sagt að þeg- ar við sjáum manneskju sjáum við hana aðeins hálfa. Það er dapur- legt, en hluti af tilverunni, stað- reynd sem við fáum ekki breytt. Elsku Silla, Breki, Tóti og Gróa og aðrir aðstandendur. Mig tekur þetta sárt og hugur minn er hjá ykkur. Góði vinur, ég man þig. Jóna Einarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.