Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Hvítárskáli
brenndur
Grund - Hvítárskáli hefur lokið
hlutverki sínu eftir 60 ára þjón-
ustu við Borgfirðinga og vegfar-
endur í Borgarfirði.
Slökkvilið Borgarfjarðar fékk
skálann til að æfa slökkvistarf og
reykköfun en síðan var hann lát-
inn brenna til grunna.
Fjöldi slökkviliðsmanna úr
Slökkviliði Borgarfjarðardala og
Slökkviliði Borgarness voru mætt-
ir á staðinn föstudagskvöldið 2.
maí undir stjórn Bernharðs Jó-
hannessonar slökkviliðsstjóra.
Tvisvar var kveikt í og þegar eld-
ur og reykur var orðinn mikill
fóru reykkafarar inn og á skömm-
um tíma var eldur slökktur og
allt reykhreinsað. í þriðja sinn sem
kveikt var í var eldurinn látinn
um eyðinguna og brann skálinn
til grunna á rúmri klukkustund.
Starfsemi í Hvítárskála hófst
árið 1936 þegar Theódóra Sveins-
dóttir byggði þáverandi skála, en
þetta er annar skálinn á Hvítár-
völlum. Alls hafa sex aðilar stund-
að rekstur söluskála á þessum
stað, en bensín og olíuvöi-ur hafa
ávallt verið á vegum OLÍS.
Rekstraraðilar hafa verið þess-
ir: Theodóra Sveinsdóttir, Þorgeir
Pétursson, Hvítárskáli sf. en að
þeim rekstri komu Davíð Ólafsson,
Ásgeir Guðmundsson, Haraldur
Jónsson, Jón Haraldsson og Stef-
án Höskuldsson; Ólafur Davíðs-
son, Steinunn Ingólfsdóttir, Stein-
þór Grönfeld.
Morgunblaoio/Anna lngoltsdottir
NEMENDUR á ferðaþjónustubraut Menntaskólans á Egilsstöðum.
Egilsstöðum - Menntaskólinn á
Egilsstöðum býður upp á nýjan
valkost fyrir þá sem vilja stunda
nám í ferðaþjónustu á framhalds-
skólastigi. Það er ferðaþjónustu-
braut og tekur nám þar fjórar ann-
ir eða tvö ár. Starfsnám hefst á
annarri önn en þá eru teknir 25
tímar.
Eftir að bóklegum áföngum lýkur
vinna nemendur lokaverkefni fyrir
fyrirtæki í ferðaþjónustu og ljúka
síðan náminu með seinni hiuta
Starfsnám
í ferða-
þjónustu
starfsnámsins, þ.e. þeir vinna 155
tíma hjá fyrirtæki sem þeim er út-
vegað starf hjá. Laun miðast við
nemalaun í matreiðslu eða fram-
reiðslu.
Eftir nám í ferðaþjónustubraut
eru opnar leiðir til frekara náms,
stúdentsprófs og framhaldsnáms í
ferðaþjónustu eða iðnnáms. Ferða-
þjónustubraut ME hefur verið í
samvinnu við aðra skóla í Finnlandi
og Skotlandi sem bjóða uppá sam-
bærilegt nám. Samvinnan felst m.a.
í nemendaskiptum og munu þrír
nemendur ljúka starfsnámi sínu
erlendis nú í sumar.
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
Fyrsta síldin til
Raufarhafnar
Raufarhöfn - Háberg GK 299
kom á mánudagsmorgun til Rauf-
arhafnar með fyrstu síldina sem
hér verður landað á þessari vertíð
en farmurinn er um 650 tonn.
Ekki var hægt að hefja löndun á
honum strax vegna þess að hér
var verið að skipa á land áburði
úr írafossi.
Viðleguplássið við hafnar-
bryggjuna er það lítið að ekki er
hægt að landa síld eða loðnu
meðan verið er að afgreiða frakt-
skip, þegar þau koma inn til hafn-
arinnar til að sækja lýsi, loðnu-
mjöl og síldarmjöl ásamt frosnum
fiskafurðum og ýmsu fleiru. Þetta
vandamál fer vaxandi vegna auk-
innar frystingar loðnu til útflutn-
ings en jafnhliða því hefur umferð
vöruflutningaskipa aukist um
höfnina á meðan loðnuvertíð
stendur.
Á áætlun um framkvæmdir hér
við höfnina er fyrirhugað að
lengja viðlegukantinn sem fyrir
er um 40 metra á árinu 1999
fyrir rúmlega 41 milljón króna.
Þessi tímasetning getur leitt af
sér ýmsa árekstra og örðugleika
hér í höfninni fram til ársins 2000
ef ekki verður brugðist við þess-
um vanda og framkvæmdum
flýtt. Hér er um mjög stórt mál
fyrir verksmiðju SR Mjöls og
byggðarlagið að ræða sem brýnt
er að leita til allra leiða til lausn-
ar á.
Vatnasvæði
Tungufijóts
ofan Faxa
leigt út
Selfossi - Veiðifélagið Lækjarmenn
hefur tekið á leigu til 10 ára vatna-
svæði veiðifélagsins Faxa sem nær
yfir Tungufljót ofan fossins Faxa
og allar ár sem renna í fljótið. Nú
á vormánuðum verður svæðið kann-
að og kortlagðir nýir veiðistaðir og
þeir staðir sem þegar eru þekktir.
Lækjarmenn munu selja veiðileyfi
á svæðið í sumar og mun dagurinn
kosta 1.500 krónur á dag hver
stöng. Veiðileyfin verða seld hjá
Guðmundi Sigurðssyni í Suðurgarði
á Selfossi.
Lækjarmenn telja vatnasvæðið
hafa mikla möguleika sem afþrey-
ingarsvæði fyrir útivistarfólk sem
kann að meta stangveiði. Þeir
hyggjast kanna svæðið mjög vel og
stefna síðan að því að hefja fiski-
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Hlutu verð-
laun fyrir úr-
valsmjólk
VERÐLAUNAAFHENDING
fyrir úrvalsmjólk á samlags-
svæði Kaupfélags Þingeyinga
fór fram á Hótel Húsavík fyrir
nokkru og fengu að þessu sinni
þrjátíu framleiðendur verðlaun.
Veitt voru viðurkenningarskjöl
fyrir úrvalsmjólk á sl. ári og
áletraðir diskar og brúsar fyrir
framleiðslu úrvalsmjólkur mörg
ár í röð. Myndin var tekin við
þetta tækifæri og sýnir verð-
launahafana.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
LÆKJARMENN og stjórn veiðifélagsins Faxa við undirskrift samnings.
rækt til þess að auka veiðina og
þá um leið vonina hjá stangveiði-
mönnum. Það er síðan liður í því
að búa svæðið undir að selja útlend-
ingum veiðileyfi inn á það. Þessi
áætlun Lækjarmanna er liður í því
að byggja enn frekar upp ferðaþjón-
ustuþáttinn í uppsveitum Árnes-
sýslu.
FÓLKÁFLÖTTA
&
jm
sýning í Kringlunni
Verið velkomin á sýningu
Rauða kross íslands um
málefni fólks á jlótta
á annarri hœð Kringlunnar
dagana 3.-7. maí.
L
i