Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1997 47 sumum en svipta aðra glórunni. Stella hafði sigrast á krabbameini fyrir tíu árum, en í þetta sinn var leikurinn tapaður. Þótt hún hafi verið komin af léttasta skeiði var hún ung í anda og hafði nóg fyrir stafni. Eg sé hana fyrir mér sitja í stólum sínum að fást við handa- vinnu með alla hluti tiltæka, hvem á sínum stað, í sínu boxi, raðað eftir stærð, lit eða gerð. Það reynd- ist oftast auðveldara að skjótast upp í Barmahlíð ti! að fá hnappa, tvinna eða garn heldur en leita í flækjunum heima. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt var gert af sömu vandvirkni og natni. Hún lagði sig eftir að læra rétt handtök þegar hún byijaði á einhveiju sem hún hafði ekki fengist við áður. Hún lærði m.a. að binda inn bækur og sauma lampaskerma og þegar hún hafði lært handtökin voru fram- leiddir listilega gerðir lampaskerm- ar þangað til markaðurinn varð mettaður. Hún sá til þess að allir ættu fagurlega merkt rúmföt, meira að segja bendlarnir voru fald- aðir og ekkert var sjálfsagðara en að sauma ballkjól á sonardóttur samkvæmt fyrirmælunum „eins og aðalleikkonan í myndinni var í!“ Barnabörnin og langömmubarnið hafa öll slefað í hökusmekki með alls konar útsaumi og applikering- um. Ókunnugir furðuðu sig á því að maður skyldi tíma að nota þetta, en þegar einn smekkurinn var orð- inn blautur í gegn var bara sá næsti tekinn með enn öðru mynstri, af nógu var að taka. Hin síðari ár var það postulínsmálun og búta- saumur sem hún fékkst aðallega við og eins og ætíð var handbragð- ið óaðfinnanlegt þótt hún væri kom- in hátt á áttræðisaldur. Postulíns- jólasveinarnir um síðustu jól höfðu hver sitt svipmót og glettnin skein út úr augum þeirra eins og hjá henni sjálfri. Kaupmannahafnarferðimar voru föst regla og lét hún sér ekki nægja minna en mánaðardvöl í útlandinu, oftast síðari hluta sumars. Strax og komið var til Kaupmannahafnar var stefnan tekin á handavinnu- verslun Evu Rosenstand og byijað á að kaupa útsaumsstykki sem hún svo saumaði í, milli þess sem hún fór í gönguferðir, heimsótti vini og kunningja og skoðaði sig um. Hvert borgarhverfi var tekið skipulega fyrir, götur, garðar og ekki síst verlsanir kannaðar. Dönsku blöðin las hún sér til ánægju og notaði þau til að undirbúa orlofið í Kaup- mannahöfn. Með úrklippu í hendi og barn í kerru fórum við fyrir nær aldarfjórðungi með strætisvögnum og lestum í lítið þorp á Norður-Sjá- landi til þess að kaupa skóþræl sem síðan hefur blasað við mér á stiga- pallinum í Barmahlíð og minnt á sumardag í Danmörku. Hin síðari ár rak hún sína einka endurvinnslu, eftir að hún hafði lesið dönsku blöð- in voru þau klippt niður, sjálf hélt hún eftir handavinnusíðunum, mat- gæðingarnir fengu uppskriftir, áhugafólk um léttbókmenntir fékk sögurnar og krossgáturnar voru endursendar til Kaupmannahafnar til vinkonu þar. Stella var afskaplega félagslynd átti auðvelt með að tala við fólk, hvort heldur það voru íslendingar eða útlendingar. Hún talaði ensku og dönsku reiprennandi og kom öllum á óvart með því að tala ítölsku fyrirhafnarlaust, þótt hún hefði ekki borið hana fyrir sig í mörg ár. Stella var hafsjór af fróðleik, hún kunni ljóð og ógrynni af vísum utan- að, vísur sem hvergi eru til á prenti. Hún var stundum beðin um að skrifa þetta niður, en ekki veit ég til þess að hún hafi gert það. Henni fannst það sjálfsagt að maður kynni vísu þegar búið var að fara með hana tvisvar, að ekki sé minnst á þrisvar. Ef til vill hefði verið betra að biðja hana að sauma þær út í krosssaum. Þegar ég nú kveð Stellu er mér efst í huga þakklæti fyrir samfylgd- ina, hjálpsemina, kátínuna og um- burðarlyndið. Blessuð sé minning hennar. Lovísa. SVANBJORG HALLDÓRSDÓTTIR + Svanbjörg Hall- dórsdóttir fæddist á Hnausum í Villingaholts- hreppi, Arnessýslu. Hún lést í Landspít- alanum laugardag- inn 26. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Hall- dór Jónsson, f. 5.3. 1885, d. 1.1. 1950, og Guðrún Jónas- dóttir, f. 9.7. 1890, d. J.2. 1965. Útför Svein- bjargar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Minningar um góða og ástríka foreldra eru dýrmætar. Söknuður er því mikill þegar leiðir skilja. Minningar um yndislega móður eru því okkur systkinum mjög dýrmæt- ar. Við getum þakkað henni fyrir það góða veganesti sem hún gaf okkur með móðurlegri ást og um- hyggju sinni alla tíð. Við vorum ekki háar í loftinu þegar hún sagði oft við okkur: „Ég get leiðbeint ykkur hvað er rétt og hvað er rangt en þið verðið að ala ykkur upp sjálf- ar - það breytir enginn öðrum en sjálfum sér.“ Hún átti sjálf erfiða æsku þar sem foreldrar hennar skildu þegar hún var fimm ára og faðir hennar hélt eftir systkina- hópnum. Hún átti yndislegan föður sem hún talaði alltaf um með mik- illi hlýju, en viðskilnaður við móður- ina var henni sár. Móðir hennar vann ýmsa verkakvennavinnu víða um land og á þeim tíma var oft erfitt fyrir konur að sjá um stóran barnahóp. En samband þeirra var mjög gott alla tíð og eigum við góðar minningar um elskulega ömmu. Við munum alltaf eftir því hversu hugsunarsöm 0g hve mikinn mannkærleika móðir okkar sýndi. Ef hún vissi af einveijum sem átti erfitt og þurfti á hjálp að halda var hún fyrsta manneskjan til að rétta hjálparhönd. Við förum fæst í gegn- um lífið án þess að verða fyrir ást- vinamissi en missir og söknuður móður okkar vegna andláts systur okkar Guðrúnar Nínu sem hún missti tæplega sjö ára gamla var alltaf mikill. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla, til sín úr heimi hér. Þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum, í húsi því, sem eilíft er. (V. Briem) Eftir að stjúpi okkar Jón Berg- steinsson dó fyrir rúmum fimm árum var eins og lífskraftur og lífs- vilji móður okkar minnkaði til mik- illa muna - en þau höfðu átt um 30 yndisleg ár saman. Við viljum þakka börnum og tengdabörnum stjúpa okkar, þeim Ragnhildi, Þórði Hauki, Regínu og Lárusi fyrir hugs- unar- og hgulsemi sem þau sýndu henni og sérstaklega í veikindum hennar. Ekki má heldur gleyma yndislegri konu, Ernu Sigurleifs- dóttur, sem bjó í sama húsi og hún. Erna er gull af manni sem alltaf er fús að hjálpa þeim sem hún telur þess þurfa auk þess að vera góður vinur. Við systkinin viljum þakka Páli Torfa Önundarsyni lækni og yndis- legu starfsfólki deildar 11E á Land- spítala fyrir mikla umhyggju gagn- vart móður okkar í þeim veikindum sem hún þurfti að ganga í gegnum. Hún lagðist fyrst inn á deildina í október 1996 og þurfti að liggja inni á deildinni vegna lyfjameðferð- ar einu sinni í mánuði og stundum oftar. í öll þau skipti sem hún var á spítalanum fékk hún að liggja inni á sömu stofu og á sama stað í herberginu sem e.t.v. sumum finnst smáatriði en þau skiptu hana miklu máli. Kærar þakkir. Guðrún og Anna Edda Asgeirsdætur. Mig langar til að minnast með nokkrum orðum Svanbjargar Halldórsdóttur. Svan- björg eða Svana eins og hún var jafnan nefnd var seinni kona föður míns, Jóns Berg- steinssonar, múrara- meistara. Faðir minn var búinn að vera ekkjumaður um árabil og við tvö eldri systkinin höfðum stofnað okkar eigin heimili, en yngsti bróðir okkar var enn í heimahúsum þegar þau Svana gengu í hjónaband. Hjónaband þeirra Svönu og föður míns var mjög farsælt. Faðir minn var alltaf mikið snyrtimenni, bæði í klæðaburði og í heimilishaldi. Eft- ir að þau Svana hófu búskap bjó hún föður okkar fallegt heimili, sem ætíð var ánægjulegt heim að sækja. Þau reyndust mjög samhent í sínu hjónabandi og fyrir okkur systkinin var það ómetanlegt hve faðir okkar naut mikillar umhyggju Svönu og hennar barna. Hann varð aldraður maður sem bar aldurinn vel alla tíð. Einmanakennd kvelur margt fólk þegar aldurinn færist yfir og afkomendur eru önnum kafnir að sinna sínum fjölskyldum. Það varð ekki hlutskipti föður míns. Það fór ekki fram hjá neinum sem sóttu þau hjón heim hve Svana lét sér umhugað um að faðir minn nyti ástúðar. Hitt er öllu sjaldséðara hve henn- ar börn létu sér annt um að þeim hjónum liði vel og töldu ekki eftir sér tíma né fyrirhöfn til að svo gæti orðið. Ekki létu þau sér nægja að hemsækja móður sína og föður minn daglega og létta undir með þeim á allan hátt. Þau hvöttu gömlu hjónin einnig til að lyfta sér upp og fóru með þau í ferðalög erlendis þeim til ómældrar ánægju. Eftir að Svana varð ekkja naut hún ekki síður umhyggju barna sinna. í lang- varandi veikindum hennar sýndu dætur hennar hjartalag sitt með því að veija öllum sínum frístundum með henni. Svana var glæsileg kona sem lét sér annt um útlit sitt. Aldrei kom ég svo inn á heimili hennar að hún væri ekki alltaf jafn vel til höfð og hún tók á móti gestum sínum eins og drottningu sæmdi. Það sem ein- kenndi hana var mikil festa í skap- gerð og jafnframt góðvild til allra. Svana lét sér alla tíð mjög annt um velferð okkar systkinanna. Hún var alltaf í góðum tengslum við okkur og fylgdist með gangi mála í fjöl- skyldum okkar. Börnum og barna- börnum okkar sendi hún gjafir og hún gladdist með okkur á gleði- stundum. Alltaf var jafn þægilegt að sækja hana heim og hún hélt sinni reisn fram til þess síðasta. Atvikin haga því svo að við Reg- ína verður stödd erlendis þegar Svana er kvödd. Við systkinin stöndum í þakkarskuld við hana fyrir hve vel var hugsaði um föður okkar til hans hinstu stundar. Ekki lítinn þátt í því áttu börn Svönu, þau Karl Halldór, Sigurður, Guðrún og Anna Edda. Ég vil fyrir hönd okkar hjóna, systkina minna og okkar fjölskyldna færa þeim inni- legar samúðarkveðjur við fráfail móður sinnar. Blessuð sé minning Svanbjargar Halldórsdóttur. Þórður H. Jónsson. Mágkona mín, Svanbjörg Hall- dórsdóttir, er látin 84 ára að aldri og er mér bæði ljúft og skylt að mæla nokkur orð eftir hana. Það eru liðin rúm fimmtíu ár síð- an fundum okkar Svönu bar fyrst saman á heimili hennar hér í Reykjavík og urðu kynni okkar strax vinsamleg. Hún var jafnan nefnd Svana meðal vina og ætt- ingja. Það man ég vel frá þessari fyrstu heimsókn minni á heimili hennar að mér fannst til um það fallega og notalega heimili sem þar blasti við, en þó man ég enn betur þann myndugleika, sem húsfreyjan bar með sér og mótaði allt andrúms- loft þessa heimilis án þess að slíkt virkaði á nokkurn hátt þvingandi eða fráhindrandi á gestina. Síðar, er ég kynntist henni nán- ar, og hún var orðin mágkona mín, komst ég að raun um að þau áhrif sem ég varð fyrir við fyrstu kynni voru ekki tilviljun ein, því að mynd- ugleikinn var henni eiginlegur og fylgdi henni alla ævi, í blíðu og stríðu. Heimili hennar var jafnan til fyrirmyndar að smekkvísi og snyrtimennsku, þar sem mikil gest- risni ríkti og allir nutu er þangað komu. Svana var fríðleikskona, bar sig vel og var jafnan svo smekkleg í klæðaburði að eftirtekt vakti. Og hún hélt sér svo vel, bæði andlega og líkamlega allt fram að síðustu ævidögum,- að undrun sætti. í átt- ræðisafmæli Svönu, fyrir fjórum árum, fann ég skýringu á því hvern- ig henni tækist að halda sér svo unglegri sem raun bar vitni og var á þessa leið: Hún var fædd í vorbyij- un, 20. apríl, og stefndi því beint inn í sumar og sólaryl í íslensku vornæturyndi. Nóttlaus voraldar- veröld mótaði hug og hönd frá upp- hafi og hefur það veganesti orðið henni heilladrjúgt. Þessar samlík- ingar skiljum við íslendingar öllum öðrum betur, en samtímis er okkur vel ljóst að vorhugur og bjartsýni eru ekki einráð. Þeim fylgir duttl- ungafuilt haustið og síðan vetur konungur. Þannig er 0g mannlífið sjálft. Þar skiptast á skin og skúrir. Aðalatrið- ið er að missa aldrei sjónar á yfir- burðum ljóssins og lífsgleðinnar. Okkur er öllum ætlað að njóta feg- urðar himinsins sem og hitt að standast áföll. Um miðja öldina orti Jón frá Ljár- skógum svo: Þótt hárin gráni og húmi að ævinnar kveldi er hamingjan alltaf rík ef stöðugt er hægt að halda við æskunnar eldi og æskunnar rómantík. Það er ekki vafi á því að Svönu tókst betur en flestum að hefja kyndil lífsgleðinnar hátt á loft og jafnframt halda við eldmóði æsk- unnar, löngu eftir að æskan var lið- in hjá, en slíkir hæfileikar eru ekki öllum gefnir. Nú vil ég bæta því við, að þótt Svana væri ungleg í útliti fram á elliár var hitt ekki síð- ur eftirtektarvert, að hún var síung í anda. Hún var alla tíð mjög hátt- vís í framkomu og var sem henni væri það eðlislægt að koma þannig fram að hvorki brygðist nærgætni hennar við aðra menn né heldur léti hún misbjóða sjálfri sér. Henni var mjög annt um orðstír sinn og sóma út á við og náði sú umhyggja reyndar til allrar fjölskyldunnar. Svana var alltaf mjög tillitssöm við þá sem hún sá að höfðu farið halloka í lífinu eða voru á einhvern hátt í vanda. Ég minnist þess allt- af, þótt liðin sé hálf öld, að fötluð stúlka um tvítugt var um tíma í vist hjá Svönu eða vinnukona eins og það hét á þeim tíma. Þessi fatl- aða stúlka kynntist manni og fór að búa með honum, en hann reynd- ist ekki vel og brátt var stúlkan í hinu mesta basli og úrræðalaus. Þegar Svana sá hvernig komið var < fór hún af stað til hjálpar og linnti ekki látum fyrr en hún hafði útveg- að stúlkunni viðunandi húsnæði og lífsviðurværi á vegum borgarinnar. Þetta var ekki auðvelt á þeim tím- um, en Svana beitti sínum myndug- leika til fulls og hafði sigur, enda þótt stúlkan væri henni óvanda- bundin. Þannig reyndist Svana þeim sem áttu bágt. Svana eignaðist fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi, vel metið dugnaðarfólk og atorkufólk, sem hún var stolt af, enda hafa þau öll sýnt henni ást og umhyggju svo af ber. Svana varð fyrir þeirri þungu sorg að missa fimmta barn sitt, stúlku níu ára að aldri. Svana greindist með illvígan sjúkdóm á liðnu hausti og átti í baráttu, sem oft var henni erfið. Hún fylgdist þó með því sem gerð- ist innan fjölskyldunnar og hjá nán- ustu vinum og vandamönnum alveg fram á síðasta dag. Við hjónin þökkum Svönu fyrir vináttu og tryggð gegnum árin og kveðjum hana með söknuði, klökk- um huga. Drottinn blessi minningu Svönu Halldórs og allt það sem henni þótti vænst um. jr Hallur Hermannsson. Elsku Svana mín er farin. Það er erfitt að kveðja þá sem maður elskar. Svana var falleg manneskja sem ég bar mikla virðingu fyrir og á ég góðar minningar um hana. Hún var mér traustur vinur og var ætíð til staðar, tilbúin að hlusta 0g ráð- leggja þegar einhver vandræði voru. Svana veitti mér mikla öryggistil- finningu þegar móður mín dó, hún lét mig vita að ég ætti hana að. Ég hafði samband við Svönu á nokkurra daga fresti allt mitt líf að undanskildum þeim árum sem ég bjó erlendis. Á mínum yngri árum bjó ég oft hjá Svönu, þegar foreldrar mínir voru í útlöndum. Svana hafði sér- staka kímnigáfu og var iðulega létt í lund, syngjandi og hlæjandi. Hún sá spaugilegu hliðarnar á lífinu. Það var gaman að vera með henni. Ég minnist ferðalags til Kaup- mannahafnar 1956 með Svönu og foreldrum mínum með ms. Heklu. Af einhveijum ástæðum voru for- eldrar minir ekki með okkur Svönu allan tímann í Kaupmannahöfn, svo við fórum tvær að versla og skemmta okkur um alla borgina. Á leiðinni heim með skipinu deildum við Svana káetu og eitt kvöldið þegar við höfðum boðið foreldrum mínum góða nótt ákváðum við að pússa okkur upp og fara á ball. Við læddumst upp, fórum á ballið og dönsuðum síðan fram á rauða nótt. Við hlógum rnikið þetta kvöld. Að eiga skemmtilegar minningar um einhvern er mikils virði. Ég vil þakka henni Svönu minni fyrir vináttuna í lífinu. Ég vil biðja Guð að hugga og styrkja börnin hennar og fjölskyldur þeirra og ég þakka þeim einnig fyrir allt á liðn- , um árum. Kristín Þorvaldsdóttir. íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitiö upplýsinga S. HELGAS0N HF SIEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SlMI 557 6677 íslenskur efnlviður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.