Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Gullfundur aldarínnar svik og preítir? Calgary, Toronto, Manila. Reuter. KANADÍSKA gullleitarfyrirtækið Bre-X Minerals, sem um skeið var talið að hefði fundið mikla gullæð í Busang í Indónesíu, tilkynnti á sunnudag að fyrirtæki, sem ráðið var til að kanna málið, hefði komist að þeirri niðurstöðu að fölsuð sýni hefðu legið hinum meinta gullfundi til grundvallar. „Við deilum áfalli þessu og undrun með hlutafláreigendum okkar og öðr- um yfír því að nú virðist að gullið, sem við töldum að við hefðum fund- ið í Busang, sé ekki til staðar," sagði í yfírlýsingu frá David Walsh, for- manni og framkvæmdastjóra Bre-X á sunnudag. Walsh vildi sjálfur ekk- ert segja við blaðamenn eða hlut- hafa. Skýrsluna gerði fyrirtækið Strat- hcona og í henni sagði að ekki hefði fundist nógu mikið gull í suðaustur- hluta Busang-eignarinnar til að hagkvæmt væri að vinna það og ólíklegt væri að það fyndist. Átt við sýni Bre-X fékk Strathcona til að gera könnun á svæðinu í mars eftir að efasemdir vöknuðu um stærð gul- læðanna í Busang. Bre-X hafði hald- ið því fram að þær væru 71 milljón únsa af gulli og þetta væri mesti gullfundur aldarannar. I niðurstöðum Strathcona sagði hins vegar að merki hefðu fundist um að átt hefði verið við sýnin, sem tekin voru í Busang, sem er í frum- skógum Bomeó. „Svo mikið hafði verið átt við borkjamasýnin og þær falsanir, sem fyrir þær sakir hafa átt sér stað á verðmætamati í Bus- ang, em slíkar og taka yfir það lang- an tíma að eftir því sem við best vitum em ekki til nein fordæmi í sögu námuiðnaðar nokkurs staðar í heiminum," sagði í skýrslunni. Frá verðbréfamarkaðnum í Tor- onto barst yfírlýsing um að hætt yrði að versla með hlutabréf í Bre-X vegna hinnar neikvæðu skýrslu. Dularfullt dauðsfall John Ing, sérfræðingur í gullvið- skiptum hjá Maiseon Placements í Toronto, sagði að þessar niðurstöður mörkuðu endalok Bre-X. Fyrirtækið hefði ekkert í höndunum og ætti málsóknir í vændum. Hlutabréfaeig- endur hafa að undanfömu skipst á orðrómi og sögusögnum á alnetinu undanfama mánuði og óvissan hef- ur aukist jafnt og þétt. Walsh notaði sína síðustu 10 þús- Reuter STAÐURINN í Busang í regnskógum Borneó þar sem um skeið var talið að fundist hefðu miklar gullæðar, en nú er haldið að hafi það lítið gull að geyma að ekki sé þess virði að vinna það. und kanadísku dollara (um hálfa milljón króna) til að reyna að fínna gull í Busang, sem fannst 1993. Hlutabréf í fyrirtæki hans urðu mjög eftirsótt þegar fréttir bámst um að í Busang gæti verið mikið gull að fínna. Efasemdir um gullið í Busang vöknuðu hins vegar þegar Michael de Guzman, helsti jarðfræð- ingur Bre-X, féll út úr þyrlu í Indó- nesíu á leið til fundar með starfs- mönnum Freeport-McMoRan Cop- per & Gold, bandarísks samstarfsað- ilja Bre-X. Því var haldið fram að de Guzman hefði framið sjálfsmorð, en fjölskylda hans hafnar þeirri skýringu og segir að hann mundi aldrei hafa tekið þátt í fölsunum eða blekkingum. Selt í skelfingu Viku síðar kom út skýrsla frá Freeport-McMoRan um að fyrstu sýni frá Busang hefðu leitt í ljós að þar væri lítið gull að fínna. í kjölfarið fóm eigendur hlutabréfa í Bre-X að selja þau í skelfingu. Markaðsvirði þess hafði verið þrjár milljónir kanadískra dollara, en þær urðu að engu þegar hlutabréfin í Bre-X hröpuðu úr 15 í 2,5 dollara. Einnig hafa viðskipti Walsh vakið athygli. Hann, kona hans og nokkr- ir starfsmenn fyrirtækisins seldu hlutabréf á síðasta ári fyrir andvirði 77 milljóna dollara þegar gengi þeirra var allt að 28,40 dollarar. Skömmu áður höfðu indónesísk stjórnvöld svipt fyrirtækið bráða- byrgðaleyfi, en stjóm Bre-X greindi ekki frá því fyrr en eftir hlutabréfa- söluna. Sprengjuárásir í Rússlandi Radujev lýsir ábyrgð á tilræðum Moskvu. Reuter. YFIRVÖLD í Tsjetsjníu gáfu í gær út handtökuskipun á skæmliðaleið- togann Salman Radujev eftir að hann lýsti yfír ábyrgð á tveimur sprengjutilræðum í suðurhluta Rússlands í síðasta mánuði, að því er segir í frétt Itar-Tass fréttastof- unnar. Sagði aðstoðarmaður Aslans Maskhadovs, forseta Tsjetsjníu, að Radujevs væri nú leitað og að yfír- völd hygðust koma í veg fyrir hermdarverk á borð við sprenging- amar, sem græfu undan traustinu á stjóm landsins. Að sögn talsmannsins, telja stjómvöld hins vegar ekki að Radujev hafí sjálfur staðið að baki sprengjutilræðunum, sem urðu í bæjunum Armavir og Pjatigorsk, en fjórir létu lífíð í þeim. „Allt sem Radujev segir er ávöxtur ímyndun- arafls hans,“ sagði talsmaðurinn, Ruslan Kutajev. Em tsjetjsensk stjómvöld sannfærð um að rúss- neskar sérsveitir hafí staðið fyrir sprengingunum til að vekja ótta við Tsjetsjena og sverta orðspor lands- ins. Radujev, sem tók um 200 manns í gíslingu í rússneskri borg fyrir hálfu öðm ári, er andstæðingur stjórnar Tsjetsjníu og hefur hvað eftir annað hótað árásum á Rússa, vegna þess að rússnesk stjómvöld neita að viðurkenna sjálfstæði Tsjetsjníu. í samtali við rússnesku sjón- varpsstöðina NTV á sunnudag kvaðst Radujev hafa fyrirskipað sprengjutilræðin og að þau mörk- uðu þáttaskil í stríði Rússa og Tsjetsjena. Einvígið á milli Dimmblár og Kasparovs Reuter KASPAROV lenti fljótlega í vandræðum gegn Dimmblá í skák- inni á sunnudag og það leyndi sér ekki á svipbrigðum hans. Tefldi „eins og maður“ og sigraði heimsmeistarann New York. Reuter. OFURTÖLVAN Dimmblá tefldi nú „eins og maður“ og bar sigurorð af Garrí Kasparov, heimsmeistar- anum í skák, í annarri skákinni í sex skáka einvígi þeirra. Hafa þau nú hvort sinn vinninginn en þriðja skákin verður tefld í dag. Skákin á sunnudag tók þijár stundir og 42 mínútur og sigraði Dimmblá eftir 45 leiki. Er þetta í annað, sem heimsmeistarinn lýtur í Iægra haldi fyrir tölvunni, en hún sigraði hann í fyrstu skákinni i fyrra einvíginu í febrúar fyrir ári. „Þetta var raunveruleg skák, ekki tölvuskák," sagði Joel Benj- amin, „þjálfari“ Dimmblár. „Bestu skákmenn hefðu verið fullsæmdir af þessari frammistöðu." Benjamin og aðrir sérfræðingar sögðu, að Dimmblá hefði komið afar vel út úr byijuninni en hingað til hafa flóknar stöður verið sterk- asta hlið bestu tölvanna. Þá hafa þær notið reikningsgetunnar en nú sýndi Dimmblá, að hún hefur góð- am stöðuskilning. Stórmeistarinn Lubo Kavalek sagði, að Dimmblá hefði teflt „frábærlega vel“ og haldið Kasparov í járngreipum all- an tímann. Kasparov, sem vann fyrstu skákina á Iaugardag fremur auð- veldlega, var hinn rólegasti þegar hann reis upp frá skákinni en mætti ekki á blaðamannafund að henni lokinni. Meðan á skákinni stóð tók hann oft um höfuð sér og átti greinilega í mestu vand- ræðum því að Dimmblá lokaði öll- um leiðum fyrir svörtu mennina hans. Rannsóknarverkefni Einvígið er að hluta skák og að hluta rannsóknarverkefni en verið er að vinna að smíði tölvu, sem ræður við mikinn fjölda flókinna útreikninga á sama tíma. Verður hún notuð við veðurspár, flugum- ferðarstjórn, sameindarannsóknir og fleira. ■ Sjá skákskýringu/55 Ár liðið frá stjórnarmyndun á Spáni „Stefnum áfram inn að miðju“ Malaga. Morgunblaðið. JOSE Maria Aznar, leiðtogi Þjóðar- flokksins (PP) á Spáni og forsætis- ráðherra landsins, segir að flokkur hans muni áfram stefna inn að miðju spænskra stjórnmála. Aznar lét þessi orð falla um helgina en þá var ár liðið frá því að hann tók við emb- ætti forsætisráðherra minnihluta- stjómar hægri manna. Aznar sagði að ár það sem liðið væri frá stjórnarmyndun Þjóðar- flokksins hefði markað þáttaskil í spænskum stjórnmálum. Þjóðar- flokkurinn hefði heitið því í kosn- ingabaráttunni í fyrra að vinna að „endurnýjun" lýðræðisins á Spáni. Þetta hefði tekist og nú einkenndi starfsorka og „vinnusemi" fram- göngu spænskra stjómmála í stað þeirra hneykslismála sem svo mjög hefðu sett mark sitt á stjórn Sósíal- istaflokksins (PSOE) í forsætisráð- herratíð Felipe Gonzalez. í sporum Tonys Blairs Þjóðarflokkur Aznars er sögulega tengdur alræðisstjóm Franciscos Francoss og stofnandi hans, Manuel Fraga, sem nú er forseti héraðs- stjórnar Galicíu, var ráðherra í stjórn einræðisherrans. Flokkurinn er einn- ig sögulega tengdur hefðarsinnum og hægri öflum innan katólsku kirkj- unnar. Frá því að Aznar tók við leið- togaembættinu hefur hann notað hvert tækifæri til að staðsetja flokk- inn sem miðjuafl í spænskum stjórn- málum. Þetta virðist honum hafa tekist, flokkurinn er nú aðeins einu prósentustigi á eftir Sósíalista- flokknum í skoðanakönnunum. Hann hefur því rofíð pólitíska ein- angrun flokksins ekki ósvipað því sem Tony Blair, hinum nýja forsæt- isráðherra Bretlands, hefur tekist sem leiðtoga Verkamannaflokksins. Aznar boðaði að Þjóðarflokkurinn myndi áfram stefna inn að miðju spænskra stjórnmála. „Við munum halda áfram á leið okkar inn að miðjunni, sem var eitt helsta mark- mið okkar sem við settum okkur er við komumst til valda," sagði forsæt- isráðherrann. Bjart er yfir ... Aznar vék að því að bjart væri yfír spænsku efnahagslífi um þessar mundir og boðaði að áram yrði hald- ið í því skyni að tryggja Spánverjum rétt til að vera í hópi stofnríkja Efna- hags- og myntbandalags Evrópu (EMU). Hann vék einnig að nýgerð- um samningi verklýðsfélaga og at- vinnurekenda um breytingar á vinnulöggjöfinni og sagði hann „sögulegan gjörning án fordæma" í sögu Spánar. Samningurinn kveður á um að innleiddir verði starfssamn- ingar til óákveðins tíma en atvinnu- rekendur munu eiga auðveldara en áður með að segja upp starfsfólki. Góðæri en fyrir hverja? Ef marka má skoðanakannanir telja Spánveijar almennt að stjórn Aznars sé heldur óspennandi fyrir- brigði en jafnframt að vinnusemi og hófstilling einkenni hana. Áköfustu andstæðingar stjórnarinnar eru þessu ósammála og talsmenn Sósía- listaflokksins væna Aznar og undirs- áta hans reglulega um ólýðræðislega stjórnarhætti. Spænska dagblaðið E1 Pais, sem jafnan er hallt undir Sósíalistaflokk- inn, segir í forystugrein á sunnudag að Aznar og menn hans hafi verið heppnir. Enginn hafí fyrirfram getað gert ráð fyrir því að efnahagsástand- ið batnaði svo mjög á aðeins einu ári. Þar ráði ytri aðstæður mestu. Blaðið setur fram það kunnuglega sjónarmið að góðæri ríki á Spáni en almenningur fái ekki notið þess. Þá segir blaðið það einkenna mjög framgöngu ríkisstjórnarinnar að allir þeir sem lýsi sig andvíga tilteknum ákvörðunum hennar séu flokkaðir sem „óvinir".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.