Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Barnavernd gegn ofbeldi í skólum AR HVERT á fjöldi barna um sárt að binda vegna líkamlegs og andlegs ofbeldis sem þau verða fyrir í ís- lenskum skólum af hálfu skólafélaga sinna. Hve stóran hluta íslenskra skólabama hér er um að ræða hef ég ekki tölur um en samkvæmt norskum rannsóknum tengjast um 10% nemenda þar í landi endurteknu markvissu ofbeldi/ein- elti (bullyism) sem ge- rendur eða þolendur og má gera ráð fyrir svip- aðri stærð hér á landi. Ennfremur er það vitað að tíðni ofbeldis/einelt- is er hlutfallslega u.þ.b. tvisvar sinnum meira hjá yngstu árgöngun- um innan grunnskólanna og helgast m.a. af því að þeir nemendur eiga sér flesta yfirburðamenn hvað stærð og aflsmuni snertir. Norðurlöndin, England og Japan eru þau lönd sem hafa lagt hvað mesta áherslu á rannsóknir á of- beldi/einelti (bullying) í skólum og leitast við að skilgreina og skilja vandamálið. Yfirvöld menntamála í Japan leggja gífurlega áherslu á þennan málaflokk og hafa staðið fyrir landsherferð gegn „bullyism" í skól- um. Þar í landi er menntun talin einn mesti áhrifavaldur í lífi einstakl- ingsins og allt sem truflar skóla- göngu og nám hvers og eins litið alvarlegum augum og talið mikil- vægt að ryðja öllum slíkum hindr- unum úr vegi. Norska menntamálaráðuneytið fór af stað með herferð gegn of- beldi í skólum á landsvísu árið 1983. Það fólst í fyrirbyggjandi aðgerð- um, s.s. fræðslu, útgáfu bæklinga- /myndbanda og einnig vinnuhópum fyrir foreldra og kennara. Þessi herferð skilaði góðum árangri og var grundvölluð á rannsóknum og kenningum Olweusar sem er einn af fremstu fræðimönnum Norð- manna á þessu sviði. í rannsóknum hans kom fram að foreldrar höfðu oft litla hugmynd um hvemig hægt væri að hjálpa bami sínu ef þeir á annað borð fengu vitneskju um líðan þess. Mjög fáir gerendur höfðu fengið viðbrögð kennara og foreldra við atferli sínu. Af þessu má sjá að foreldrar verða að vera vel á verði gagnvart minnstu vísbendingum um að barn verði fyrir eða á þátt í ofbeldi innan skólans. Almennt ríkir mikil afneit- un innan skóla á ofbeldinu/eineltinu og ástæða til að ætla að kennarar uppgötvi síst að slíkt á sér stað innan bekkjar. Afneit- un og þekkingarskort- ur kemur gleggst fram í viðbrögðum skóla. Algeng viðbrögð slíkra skóla era þau að það er ekki tekið mark á barni sem kvartar und- an áreitni/ofbeldi/ein- elti og leiðir til þess að skilvirkar aðgerðir til að stöðva óheillavæn- lega þróun komast ekki í framkvæmd. Þekk- ingarskortur innan slíkra skóla kemur fram í yfirheyrslum og hártogunum um hvað gerðist sem leiða ekki til neins, gera aðeins illt verra og und- irstrika að ekki er tekið mark á til- finningum fórnarlambsins. Ásakan- ir um að viðkomandi kalli á ein- hvern hátt á áreitni, aðkast, of- Foreldrar verða að vera vel á verði gagnvart minnstu vísbendingum um það, segir Krisljana Bergsdóttir, hvort bam verður fyrir eða á þátt í ofbeldi innan skólans. beldi/einelti gefa til kynna mikla einföldun á stærra vandamáli, þ.e. að ef fórnarlamb breytir sér þá muni ofbeldið hætta. Barn sem verður fyrir ofbeldi- /einelti í skóla kemst ekkert undan og á sér engar bjargir, það er skyld- ugt að mæta á sinn vinnustað. Af- leiðingar þess konar hjálparleysis gagnvart stöðugri ógnun og óör- yggi eru hræðilegar og valda þung- lyndi og niðurbroti og jafnvel varan- legum skaða. Það er jafnframt mik- ið tilfinningalegt álag fyrir þolanda ofbeldis að fullorðna fólkið skuli alveg líta fram hjá þjáningum þess og horfa aðgerðaiaust á, jafnvel áram saman. Fullorðnir geta ímyndað sér hvernig það væri að mæta alltaf á vinnustað þar sem þeir vita aldrei hveiju þeir geta átt von á þann daginn og verða fyrir endurtekinni niðurlægingu í formi ofbeldis/eineltis. Ein ástæða fyrir afskiptaleysi hinna fullorðnu er talin vera sú að það er fyrst og fremst fórnarlambið Kristjana Bergsdóttir sem líður. Kennarinn og aðrir í hópnum fínna ekki fyrir neinu og jafnvel þótt fórnarlambið kvarti eða sýni merki um álag er ekki víst að tekið sé mark á því í bekk þar sem mikið er um að vera. En með auk- inni þekkingu á ofbeldi/einelti hefur það komið fram að það eru ekki eingöngu fórnarlömbin sem líða heldur einnig þeir nemendur sem era hlutlausir áhorfendur að árás- um og ógnunum geta orðið fyrir tilfinningalegu álagi. Megin tilfinn- ing fórnarlambanna er niðurlæging og höfnunartilfinning. Börn sem beita ofbeldi/einelti í samskiptum sínum við önnur börn eiga í raun við alvarleg vandamál að stríða og þeim fyrir bestu að þessari óæski- legu hegðun í samskiptum séu sett mörk. Rannsóknir sýna að þau ein- beita sér illa að námi, lenda í mikl- um árekstrum við umhverfi sitt og era í stórri áhættu að komast í kast við lög og reglur á unglings- og fullorðinsárum. Starfsfólk skólanna þarf að skoða viðbrögð sín við ofbeldis-/ein- eltistilfellum, eða grun um slíkt, vandlega, vegna þess að skortur á • stuðningi við fórnarlambið getur verið túlkað af öðrum sem merki um að frekari árásir séu leyfilegar. Aðgerðaleysi hinna fullorðnu gagn- vart ofbeldi er sama og samþykki og það veganesti fá nemendur út í lífið. Aðgerðir fullorðinna jafnframt sem hugsaðar eru sem stuðningur við fórnarlambið virka því miður oft sem jafnvel óbeinar refsingar og einangrun, s.s. að láta viðkom- andi barn vera inni í frímínútum eða á einhvetju öðra róli en skólafé- lagarnir, jafnvel fá frí úr tímum, senda til sálfræðings, látið skipta um sæti innan bekkjarins, skipta um bekk eða jafnvel neyðist við- komandi til að skipta um skóla. Hvað skyldu mörg börn hafa lent í því að þurfa að skipta um bekk eða skóla vegna ofbeldis undanfarin nokkur ár? Það væri fróðlegt að sjá tölur um það ef þeim er einhvers staðar haldið til haga, en slíkar ástæður skólaskipta eru oft mjög duldar og þar er eins með einelti og kynferðislegt ofbeldi að um þetta ríkir oft þögnin ein. Samfélag sem vill vernda börnin sín getur ekki lokað augunum fyrir því ofbeldi/einelti sem fjöldi skóla- skyldra bama býr nauðugur við innan íslenskra skólastofnana í dag. Strangt eftirlit með skólunum er nauðsynlegt í þessum málum, fram- kvæmt af óháðum aðilum, því at- huganir sem gerðar eru innan skól- anna af starfsfólki tengdum þeim era marklitlar og eru til dæmi um alvarlegt vanmat slíkra athugana á ofbeldi meðal nemenda. Við þurfum skýra stefnu innan samfélagsins alls gegn ofbeldi og að hvar sem er komi skýlaus skila- boð um það að ofbeldi er ekki liðið. Höfundur erkennari, með BA-prófí uppeldis- ogsálarfræði og er meðlimur í foreldrafélagi. Á DÖGUNUM sendi ég línu til Morgun- blaðsins vegna galla á samræmdu prófi í stærðfræði. Þar skýrði ég frá nokkrum ann- mörkum á prófinu og fyrirkomulagi þess. Þessi skrif voru ekki hugsuð sem árás á prófsemjendur eða Rannsóknastofnun uppeldis- og mennta- mála. Þvert á móti vora þau hugsuð sem varn- aðarorð til að læra af. í svarbréfi prófsemj- enda 4. maí varpa þeir fram mjög réttmætri spurningu: „Er kannski tímabært fyrir stærðfræðikennara að iíta í eigin barm og skoða í hvaða farvegi stærðfræðikennslan er?“ Þetta eru orð í tíma töluð. En þau varða ekki aðeins stærðfræðikennara, heldur alla þá, sem móta menntastefnu í landinu. Hvert barn er dæmt til að sækja skyldunám í áratug og gangast undir samræmd próf að því loknu. Markmiðið er, að barnið öðlist sem besta færni í að komast af í þjóðfé- laginu, sem bíður þess að loknu skyldunámi. En hvaða hlutverki gegnir stærðfræði í þessu sam- hengi? Gegnir hún lykilhlutverki í skyldunámi? Já, vitanlega. En ég á erfitt með að styðja þá skoðun, að samræmda prófið frá 28. apríl sl. sé réttmætt sýnishorn af þeirri stærðfræði, sem mikilvæg er til að komast af í nútímaþjóðfélagi. Menn- ingin tekur stöðugum breytingum og þar með hlýtur stærðfræði einn- ig að gera það. Hæfileikar eins og að geta talið, staðsett hluti, hannað, teiknað, mælt, lesið úr upplýsingum, útskýrt og fært rök fyrir máli sínu era öllum nauðsynlegir. Þetta eru grundvallarþættir stærðfræði, sem þekkjast í öllum menningarsamfé- lögum. En þeir eru hluti af menning- unni og taka því breytingum með henni. Það er að mínu mati útbreiddur misskilningur, að stærðfræði sé til- búinn pakki af þekkingu, óbrigðul sannindi, sem urðu til fyrir löngu í sinni endanlegu mynd. Hún er þvert á móti snar þáttur í þróun menning- ar, sá þáttur, sem leikur eitt stærsta hlutverkið í mannlegum samskipt- um og viðleitni mannsins til að afla sér betra lífsviðurværis. Því er ekki fráleitt að spyija, hversu mikilvæg sú rúmfræði er þegnum upplýsinga- þjóðfélagsins, sem Grikkir og Babýloníumenn sköpuðu svo hug- vitssamlega löngu fyrir fæðingu Krists. Eða reikniaðferðir, sem til urðu á 15. öld. Eða algebran, sem menn iðkuðu á 19. öld. Nú má eng- inn skilja það svo, að ég vilji leggja niður alla algebru og rúmfræði. En framsetning og notkun þessara efn- isþátta hefur breyst í tímans rás og það er álitamál hvort skólinn og þar með prófgerðin hafi tekið mið af þess- ari þróun. E.t.v. má leiða rök að því, að við búum í raun við tvenns konar stærðfræðimenningu. Annars vegar er nokk- urs konar elítustærð- fræði, sem byggist á fornum hefðum og býr nemendur fyrst og fremst undir akadem- ískt nám. Hins vegar er eins konar hagnýt stærðfræði, sem stuðl- ar að bættri fæmi þegnanna til að komast af í þjóðfélagi síns tíma. Við megum ekki gleyma, að kunn- átta allra íslenskra nemenda, sem ljúka skyldunámi, er metin á um- ræddu prófi. Þess vegna er afar mikilvægt, að prófið sé réttmætt sýnishorn af þeirri stærðfræði, sem býr þá undir líf og störf í þjóðfélag- inu og þar með talið framhaldsnám. Allir 10. bekkingar voru skyldaðir til próftöku, jafnt þeir sem munu stunda stutt starfsnám og hinir sem hyggja á sértækt háskólanám, þar sem mikillar stærðfræðikunnáttu er Af hverju eru öll börn skuldbundin til próf- töku? spyr Meyvant Þórólfsson. Stenst það út frá mannúðarsjón- armiði að skylda alla í slíka píslargöngu, sem elítuprófið er? þörf. Ég tel, að prófið frá 28. apríl og fyrirkomulag þess með áður- nefndum gildrum, dæmagerðum og tímapressu, hafi verið dæmigert elítupróf, sem þjónar fremur þeim, sem ætla sér í akademískt nám. Sú staða, sem við stöndum frammi fyrir, vekur margar spurn- ingar. Af hveiju eru öll börn skuld- bundin til próftöku? Stenst það út frá mannúðarsjónarmiði að skylda alla í slíka píslargöngu, sem elítu- prófið er? Væri ekki skynsamlegt að hafa slík próf sem valkost, enda hljóti þeir einir rétt til menntaskóla- náms, sem þreyti þau og nái tilsett- um árangri? Hinir eigi kost á prófi úr hagnýtara efni, sem prófar þá fyrst og fremst í að leysa stærð- fræðileg vandamál úr veruleika upp- lýsingaþjóðfélagsins. Höfundur er aðstoðarskólasljóri Hjallaskóla og ístjórn Samtaka stærðfræðikennara, Flatar. Stærðfræðipróf Meyvant Þórólfsson Burt með ofurtolla og vörugjöld i LENGI höfum við landsmenn beðið eftir þeim degi, að hægt væri að kaupa niður- soðið kjöt á hagstæðu verði frá útlöndum. Á síðustu misserum hef- ur verið hægt að kaupa hér á landi reykt svínakjöt (skinku) og er verð í Nóatúni í gær, 3. maí, kr. 698 fyrir 454 gr. Vara þessi er frá hinu alþekkta fyrirtæki Tulip í Danmörku, auðkennd Majesty. Fyrir viku keypti ég sams konar niðursuðudós suður á Kanaríeyjum fyrir 440 prseta, eða kr. 217. Fyr- ir kr. 698 fengi ég 3,2 dósir þar syðra. Hvað lengi eigum við íslending- ar að sætta okkur við þá svívirðu, að ríkis- sjóður taki slík fanta- gjöld af innflutningi matvæla? Neytenda- samtökin virðast al- gerlega máttlaus í þessari baráttu, en bændur landsins mjög sterkir að hamla á móti innflutningi kjöts, sérstaklega svínabændur. II Menn bundu miklar vonir við GATT-sam- komulagið um tolla- mál, en það reyndust mestu von- brigði aldarinnar, þegar upp var staðið. Sumar vörar jafnvel hækk- uðu. III Þann 25. ágúst 1984 reit ég Leifur Sveinsson Rabb í Lesbók Morgunblaðsins og nefndi: Gens una sumus, við erum allir einnar ættar. Þar segir m.a.: „Forráðamenn bænda hafa allmik- inn áhuga á tak- mörkun land- búnaðarframleiðsl- unnar, eru að fíkra sig áfram og sjálfs- gat að gefa þeim hæfilegan umþótt- unartíma, þannig að fær leið finnist að lokum. Mark- miðið í framtíðinni hlýtur að vera að framleiða ekki kjöt eða DÓSIRNAR sem höfundur gerir að umtalsefni. meira mjólkurafurðir en dugi til innan- landsneyslu." Tæp þrettán ár eru liðin síðan þetta var skrifað og umþóttunartíminn því löngu liðinn. Menn bundu miklar vonir við GATT-sam- komulagið, segir Leifur Sveinsson, en það reyndust mestu von- brigði aldarinnar, þegar upp var staðið. IV Ef bændur halda öllu lengur dauðahaldi í ofurtollana eru þeir aðeins að stytta í sinni eigin heng- ingaról. Hræðsla við frelsi leiðir því miður oftast til dauða. Sam- keppni við útlenda kjötframleið- endur er aftur á móti af hinu góða og gæti lyft bændastéttinni upp úr þeim öldudal, sem hún hefur hjakkað í svo lengi. Höfundur er lögfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.