Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JON HALLDOR HANNESSON + Jón Halldór Hannesson fæddist í Reykjavík 22. maí 1952. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 27. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kotstrandar- kirkju 3. maí. Horfinn er sjónum okkar kær vinur, Jón Halldór Hannesson, eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm sem hann tókst á við af æðruleysi. Kynni okkar Jóns hófust fyrir um áratug er konur okkar störfuðu saman um tíma. Varð það upphafið að trygg- um vinskap okkar Jóns og fjöl- skyldna okkar. Haustið 1988 sátum við saman á meiraprófsnámskeiði, hann í þeim tilgangi að efla fyrirtæki sitt á Hjarðarbóli og ég til þess að geta sinnt mínu starfi. Kynntist ég þeim víðsýna manni sem Jón var ekki síst er við sátum í matarhléum við eldhúsborðið á heimili mínu á Sel- fossi. Auk þess að ræða um lands- ins gagn og nauðsynjar þá miðlaði Jón okkur af ferskum og framandi hugmyndum um lifshætti og matar- æði, því eitthvað þótti honum þung- ur matseðillinn þetta haustið. Má þar nefna hrossakjöt, sviðahausa og slátur. Segja má að Jón hafí þarna markað upphafið að breytt- um neysluvenjum á okkar heimili. Á uppvaxtarárum sínum dvaldi Jón víða um heim með foreldrum sínum og kynntist ólíkum siðum og venjum hinna ýmsu þjóða. Án efa hefur það haft mikil áhrif á hversu viðsýnn og framsýnn maður hann var. Miðl- aði hann reynslu sinni til samferða- manna sinna sem ekki kunnu allir að meta skoðanir hans. Gaman verður að líta til baka eftir nokkra áratugi og sannreyna kenningar Jóns um þróun hinna ýmsu mála í landinu. Jón var einn af frumkvöðlum að stofnun Náttúrulagaflokks íslands og sýnir það vel áræði hans og þor til að ýta við gömlum gi.ldum. Við Jón höfðum þann sið að taka okkur gönguferðir í nágrenni heima- byggðar þegar stundir gáfust til. Var þá oft farið í Þrastarskóg í Grímsnesi því Jóni var mjög hug- leikin trjárækt á íslandi eins og umhverfið við Hjarðarból ber glöggt merki. í gönguferðunum kynntist ég vel áhugamálum hans, inn- hverfri íhugun og austrænni speki og ekki get ég neitað því að ein- hver áhrif hefur það haft á mig. Sérstaklega minnist ég einnar gönguferðar sem við fórum á gaml- ársdag 1993. Var tilgangur þeirrar ferðar að skipuleggja gönguleiðir fyrir hópa erlendra ferðamanna sem komu til landsins á vegum ferða- þjónustu þeirra Jóns og Gunnu. í ferð þessari lýsti hann fyrir mér hugmyndum sínum um áframhald- andi uppbyggingu ferðaþjónustunn- ar á Hjarðarbóli og þar mátti greina að framsýni Jóns átti sér vart tak- mörk. Flest sem um var rætt er nú komið til framkvæmda og er um að ræða nýjungar í ferðaþjónustu hér á Iandi. Ekki voru ferðir okkar Jóns ein- göngu innanlands. Við hjónin áttum því láni að fagna að fara ferðir til útlanda me þeim Jóni og Gunnu og voru þau sérlega skemmtilegir ferðafélagar sem ekki fóru troðnar slóðir. Einnig fórum við Jón nokk- urra daga ferð til Þýskalands og Hollands fyrir ári og er hún mér mjög minnisstæð. Jón hafði þá greinst með þann sjúkdóm sem nú hefur sigrað og kom oft fram í sam- ræðum okkar óbilandi trú hans á að hann myndi sigrast á sjúkdómi sínum. Þau Jón og Gunna hafa varið dijúgum hluta ævi sinnar saman hér á landi og erlendis og verið mjög samstiga í sinni lífsskoðun. Sam- taka hafa þau byggt upp glæsilegt ferða- þjónustubýli á Hjarðarbóli. Auk þess hafa þau saman starf- að að uppbyggingu og þróun Jhugunarfélags- ins á íslandi. Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn okkar Jóns og ólíkar lífsskoðanir við upphaf kynna okk- ar náðum við vel sam- an. Jón var einstakur vinur og lít ég á það sem mikið lán að hafa fengið að kynnast honum. Þjóðin er fátækari eftir fráfall Jóns. Við Ragnheiður og dætur okkar vottum Guðrúnu, sonunum þremur og öðrum ástvinum dýpstu samúð. Megi minningin um góðan dreng gefa okkur sem hann þekktum kraft til að takast bjartsýn á við framtíð- ina. Svanur Kristlnsson. Gleðin er léttfleyg og lánið er valt Lífið er spuming, sem enginn má svara. Vinimir koma og kynnast og fara kvaðning til brottfarar lífið er allt. Liðin að sinni’ er vor samvemstund, Síðustu kveðjur með andblænum líða. Velkomin aftur, er sjáumst vér síðar, sólanna drottinn oss blessi þann fund. (Freysteinn Gunnarsson.) í dag kveð ég góðan vin. Ég kynntist fjölskyldunni á Hjarðarbóli sumarið 1991, þegar ég var ráðin til þeirra sem túlkur í ferðum um Suðurland. Á Hjarðarbóli var ég meira en í vinnunni, ég var í góðum félagsskap og lærði það sem kunna þarf í leiðsögustarfi af Jóni. Jón kenndi mér meira en ferða- mennsku. Ég vissi af því að hann og Gunna voru kennarar í TM-hug- leiðslu, en hafði ekki hugmynd um hvað það var. Þegar ég lærði TM- hugleiðslu fann ég að þetta var eitt- hvað gott. Þá hafði Jón sagt mér frá heimspeki Maharishi Mahesh Jogi og fannst mér hún vera ein- föld og jákvæð lífsskoðun. Jákvæðni og réttsýni eru þeir eiginleikar sem ég man best í fari Jóns. Ég veit að hann heldur starfi sínu áfram glaður í heimi hinna réttsýnu, en við höldum áfram á okkar braut í þessum heimi. Sorgin hamlar för, en góðar minningar geta glatt okkur og styrkt. Elsku Gunna, Andrés, Hannes og Einar, ég og fjölskylda mín minnumst Jóns með hlýhug og sendum ykkur hjartans samúðar- kveðjur. Rúna Björg. Jón var einn af stofnendum ís- lenska íhugunarfélgasins og helsti forvígismaður þess alla tíð. íslenska íhugunarfélagið var stofnað árið 1975 til að kynna og kenna hugleiðslutækni Maharishi Mahesh Yogi, Transcendental Meditation eða innhverfa íhugun, eins og aðferðin var nefnd hér á landi. Þá hafði hreyfing Maharishi starfað víða um heim frá árinu 1957, þar á meðal í Bretlandi, þar sem Jón kynntist henni. Upp frá því urðu kenningar Maharishi um vitundarþroska þungamiðjan í hugsun hans og starfi en um þenn- an þátt í lífi Jóns langar mig að fara nokkrum orðum í þeirri von að aðrir verði til að fjalla nánar um æviferil og mannkosti hans. Eftir stúdentspróf héldu Jón og kona hans, Guðrún Andrésdóttir, til kennslu norður í land en því næst lá leiðin til Skotlands þar sem Jón lærði heimspeki og lauk BA- prófi í þeirri grein. Þótt hin vest- ræna heimspeki væri prýðisgóð þjálfun í skynsamlegri hugsun og á sinn hátt heillandi, fullnægði hún ekki þekkingarleit Jóns og ekki þeim kröfum sem hann gerði um að heimspekileg þekking kæmi að hagnýtum notum í daglegu lífi. Öðru máli gegndi um vedísk fræði Maharishi og einkum verklega hlið þeirra fræða, þ.e.a.s. innhverfa íhugun. Jón og Guðrún gerðust bæði kennarar í innhverfri íhugun og fræðum Maharishi og komu heim til að starfa við það. Fyrir þá sem ekki þekkja til inn- hverfrar íhugunar eða fræða Ma- harishi er ef til vill erfitt að skilja hvað veldur því að hæfileikaríkt fólk, sem allir vegir eru færir, kýs sér slíkt starf. Eflaust hefur það verið svo fyrir vini og ættingja Jóns. Starf íhugunarkennarans byggist ekki á eftirsókn eftir virðingu, góðri afkomu eða völdum, heldur á því að fylgja ákveðinni hugsun til enda eða einfaldlega að gera skyldu sína. Til þess að gera þessu grundvallar- atriði í ævistarfi Jóns einhver skil verð ég að leyfa mér að útskýra í hveiju þessi skylda er fólgin. Kjarninn í fræðum Maharishi er ákaflega einfaldur. Hann byggir á því að allir eigi kost á varanlegum lífsgæðum með því að þroska vitund sína og að hvötin til þroska sé svo eðlileg og innbyggð í lífið sjálft að nánast þurfi ekkert annað að koma til en að standa ekki í vegi fyrir henni. Liður í því er að stunda hug- lægt yoga eða innhverfa íhugun sem hluta af daglegu lífi; aðferð til að ryðja burt hindrunum og tengj- ast því sviði tilverunnar sem stýrir huga einstaklingsins sjálfkrafa til þroska og lífshamingju, jafn eðli- lega og áreynslulaust og það stýrir hveiju öðru náttúrufyrirbæri. Starf íhugunarkennarans felst í að kenna fólki að koma þessari tengingu (yoga) á við grunnsvið náttúrunnar eða tæra vitund. í þessari kenningu Maharishi felst engin ný speki enda er vedísk þekking sú elsta sem mannkynið á. Það sem máli skiptir er að að- ferð Maharishi virkar, auðvelt er að kenna hana hvetjum sem er og sýna fram á að hún virkar. Um það leyti sem Jón Halldór lauk kennara- námi í innhverfri íhugun birtist hver rannsóknin á fætur annarri í þekktum vísindatímaritum sem sýndi fram á heillavænleg áhrif inn- hverfrar íhugunar. Með mælingum var hægt að staðfesta þá djúpu lík- amlegu slökun sem birtist í hægum andardrætti, streitulosi og almennri vellíðan. Dagleg íhugun fólks hafði í för með sér mælanlegar breyting- ar á heilbrigði, andlegri færni og samskiptum, sem ekki var hægt að efast um. Þegar í ljós kom að tiltölu- lega fáa einstaklinga þurfti innan hvaða samfélags sem er til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild var íhugunarkennsla ekki lengur spurning um greiða við einstaklinga heldur skyldur við samfélagið. Eng- inn var betur að sér og skildi betur þýðingu þessara rannsókna en Jón. Fyrir þann sem upplifað hefur áhrif íhugunar á sjálfum sér, fengið þessar breytingar staðfestar vís- indalega, lært að kenna öðrum og vitandi að íhugun fólks hefur raun- veruleg áhrif á samfélagið, verður hreinlega ómögulegt að snúa sér til frambúðar að einhveiju allt öðru. Vitneskjan um þörf fólks fyrir inn- hverfa íhugun knýr menn til að halda áfram að kynna og kenna þennan sjálfsagða hlut sem samfé- lagið í raun kallar á en hikar samt sem áður við að notfæra sér vegna alls kyns fordóma. Starf íhugunar- kennarans er því í eðli sínu barátta við vanþekkingu. Eftir nokkurra ára ötult starf við íhugunarkennslu í Reykjavík, sem skilaði frábærum árangri, festu Jón og Guðrún kaup á Hjarðarbóli í Ölfusi. Tilgangurinn var í og með sá að koma þar með tímanum upp aðstöðu til að kenna vedísk fræði Maharishi í friðsælu umhverfi. Þau tóku að sér kennslu í Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi en byggðu smám saman upp gistiað- stöðu fyrir ferðamenn sem óx svo hratt að eftir nokkur ár gátu þau hætt kennslu og framfleytt sér af ferðaþjónustunni einni. Uppbygging ferðaþjónustunnar á Hjarðarbóli er gott dæmi um hvern- ig vedísk þekking, þekking á lög- málum náttúrunnar, getur nýst á hvaða sviði sem er. Uppbyggingin var stigbundin, hljóðlát og áreynslulaus. Lítil yfirbygging, réttar ákvarðanir teknar á réttum tíma, aðalatriði greind frá aukaatr- iðum og orkunni aldrei sóað til einskis. Aðferð Jóns hefur hvar- vetna vakið aðdáun og athygli þeirra sem starfa við ferðaþjónustu og orðið þeim hvatning. I dag er ferðaþjónustan á Hjarðarbóli ein sú stærsta á Suðurlandi. Árlega eru þar hundruð útlendinga í gistingu og ferðir fyrir þá skipulagðar um allt land. Ferðaskrifstofan á Hjarðarbóli veitti Jóni fjárhagslegt frelsi til að snúa sér í ríkari mæli að því sem hann ætlaði alltaf að gera, þ.e.a.s. að kenna innhverfa íhugun og fræði Maharishi. í þeim tilgangi festi hann kaup á húsnæði undir kennslumiðstöð í Faxafeni í Reykja- vík fyrir fjórum árum og þar hafði íslenska íhugunarfélagið samastað þar til óvænt veikindi Jóns bundu enda á allar fyrirætlanir hans fyrir hálfu öðru ári. Jón Halldór Hannesson kenndi hundruðum manna innhverfa íhug- un hér á landi, hélt ótal fyrirlestra til að kynna þekkingu Maharishi auk þess að skrifa greinar í dagblöð og tímarit. Saman þýddu þau Jón og Guðrún grundvallarrit um inn- hverfa íhugun á íslensku. Jón stóð jafnframt fyrir mörgum helgarnám- skeiðum og lengri fræðilegum nám- skeiðum á veturna á Hjarðarbóli. Eitt af merkilegustu verkum Jóns var þó stofnun Náttúrulagaflokks Islands fyrir síðustu alþingiskosn- ingar sem aðrir munu verða til að greina frá. Þar komu forystuhæfi- leikar, kjarkur og baráttuvilji Jóns glöggt í ljós. Æviverk Jóns í þágu íhugunar- kennslu verður aldrei metið í fjölda nemenda eða námskeiða heldur í þeim breytingum á lífi fólks sem kennslan kom til leiðar. Fyrir það verður verk hans ómælanlegt og fyrir það þökkum við hjá Islenska íhugunarfélaginu fyrir með: „Jai Guru Dev.“ Ég sakna Jóns sem frábærs vinar sem hægt var að leita til_ með allt milli himins og jarðar. Ég sakna hæverskunnar, rökvísinnar, húm- orsins og hlýjunnar sem voru ein- kennandi í fari hans og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast svo góð- um dreng. Guðrúnu, sonum þeirra þremur, Andrési, Hannesi og Einari, ásamt öðrum ættingjum, votta ég mína dýpstu samúð. Ari Halldórsson. Leitin eilífa að samræmi milli manns og umhverfis tekur sífellt á sig nýjar myndir. Fyrrum oftlega fálmkennd er leitin nú á vissan hátt meðvitaðri, því betur sem af- leiðingar iðnbyltingarinnar hafa komið í Ijós. Leiðin er samt þýfð og þyrnum stráð. íhaldssemi í lífs- háttum leiðir okkur stundum í mót- sögn við þekkingu okkar á náttúr- unni. En oft hnjótum við líka um hið óvænta og óþekkta, eitthvað sem ekki var reiknað með að gæti ráðið lífi og raskað venju. Þó má okkur vera ljóst að leitin er okkar lífsvon, svo mjög sem við höfum gengið nærri móður jörð. Jón Halldór átti opinn hug og hlýtt hjarta, sem fóstra vildi hvað það sem létt gæti þessa leit, enda bera verk hans þess glöggt merki. Störf Jóns Halldórs og fjölskyldu hans á sviðum ferðaþjónustu, um- hverfismála, vitundarfræða og heil- brigðismála bera vott um fijóa og áræðna hugsun. Hann hirti heldur ekki um að halda hlífiskildi yfir við- teknum vísdómi eða hagsmunum valdsins, ef ný þekking bauð svo. Það var lán mitt að kynnast Jóni Halldóri fyrir þremur árum vegna þróunarverkefnis á sviði lífrænnar framleiðslu. Jón starfaði fyrir vott- unarstofuna Tún, fyrst sem skoðun- armaður við úttektir og síðar sem fulltrúi í vottunarnefnd félagsins. Liðveisla hans við þá nýsköpun mótaðist af víðsýni og þekkingu og skal sérstaklega þökkuð hér. Hann sá lífræna framleiðslu sem leið til úrbóta í umhverfis- og heilbrigðis- málum, en gerði sér snemma grein fyrir því að sú leið gæti orðið tor- sótt ef maðurinn tæki ekki ábyrga stjórn á þróun erfðatækninnar. Jón Halldór var leiðbeinandi í ýmsum skilningi, ekki aðeins sem atvinnumaður á sviði íhugunar, heldur líka óbeint með þeirri skap- andi hugsun sem honum var svo töm. Þegar lífræna hreyfíngin tók á móti forystumönnum heimssam- taka á þessu sviði var Jóni falin leiðsögn hópsins í tveggja daga kynnisferð um Suðurland. Engum sem var með í för mun gleymast sú leiðsögn, sakir hinnar tilgerðar- lausu og kímniblönduðu þjóðlífs- og náttúrulýsingar, sem Jón birti okk- ur á svo fyrirhafnarlítinn hátt. Samt var eins og við værum öll að leita að einhveiju nýju og spennandi, handan næsta leitis. Enn heyri ég raddir utan úr heimi sem minnast þeirrar leiðarlýsingar með þakklæti og gleði. Nú er skarð fyrir skildi því leit Jóns Halldórs er lokið, að minnsta kosti á okkar sviði. Óvæntir þyrnar særðu góðan dreng. Leiðsögn hans varir þó enn og mun verma alla þá sem honum kynntust, þó vonandi helst hans allra nánustu. Gunnar Á. Gunnarsson. Látinn er vinur minn og félagi til margra ára, langt um aldur fram, Jón Halldór Hannesson á Hjarðar- bóli. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir þijátíu árum í Skógaskóla. Áfram vorum við bekkjarfélagar í menntaskóla, og síðar samstarfs- menn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Jón var um margt á undan sinni samtíð. Hann var í eðli sínu gagn- rýninn á ýmsar viðteknar forsendur okkur, en ávallt á yfirvegaðan og hógværan hátt. Meðal áhugasviða hans voru austurlensk fræði, skóla- mál, umhverfismál og lífshættir okkar í víðum skilningi. Á síðustu árum hafa þau hjón, Jón og Gunna, eins og þau voru ætíð nefnd, byggt upp myndarlega ferðaþjónustu í sveit. Þar má sjá byggðastefnu í sinni jákvæðustu mynd. Fólk sem í krafti menntunar og frumkvæðis hefur byggt upp sjálfstæðan atvinnurekstur sem byggist á beinum tengslum við að- ila erlendis, án þess að miðstjórnar- vald eða milliliðir við Faxaflóa komi við sögu. En þegar framtíðin blasti við Jóni gerði sá miskunnarlausi sjúkdómur krabbamein vart við sig fyrir rúmu ári síðan. Að baki er hetjuleg barátta og æðruleysi, en svo fór að læknavísindin áttu ekk- ert svar. Það er ótrúlegt að Jón skuli hafa orðið fyrir barðinu á þessum vágesti, af samferðafólki mínu hefði ég talið hann ólíklegast- an til þess, þar sem hann lifði lífinu á ábyrgari hátt en við flest hin. En eigi má sköpum renna, segir máltækið, og enn einu sinni erum við minnt á það hvað lífið og tilver- an geta verið óútreiknanleg. Við erum öll fátækari að Jóni gengnum, en jafnframt ríkari að hafa fengið að njóta samvista við hann. Ég veit að ég mæli fyrir munn bekkjarfélaga okkar í MH og fyrr- um samstarfsmanna í Fjölbrauta- skólanum þegar ég votta Gunnu og sonum þeirra þremur okkar dýpstu samúð og bið þeim blessunar og styrks. Sigurður og fjölskylda, Selfossi. Aldrei voru þeir tímar er ég og þú eða valdhafar þessir voru ekki. Og aldrei mun sá tími upp renna er við hættum að vera. (Bhagavad Gita 2:12) Við kveðjum Jón með þakklæti. Guðrúnu, Andrési, Hannesi og Ein- ari Pétri vottum við okkar dýpstu samúð._ Örn Sigurðsson, Árni Sigurðsson, Kristín Björg Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.