Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 LISTIR MORGUNBIjVÐIÐ FRUMLEG OG KRAFTMIKIL Sýning á málverkum og teikningum norsku listakonunnar Önnu- Evu Bergmann stendur nú yfír í Listasafni Kópavogs. Anna-Eva Bergmann er fædd skömmu eftir síðustu aldamót. í tilefni sýningar- innar er hingað kominn Ole Henrik Moe fýrrverandi forstöðumaður Henie-Onstad Iistaverkamiðstöðvarinnar í Noregi en hann valdi verkin á sýninguna. Hildur Einarsdóttir ræðir við hann um feril Önnu-Evu Bergmann. Hún lést árið 1987. ANNA-Eva Bergrnann árið 1964 við eitt verka sinna. ANNA-Eva Bergmann var smávaxin kona, fríð og fíngerð og lífleg í fram- komu. Hún var greind kona sem hafði mikla þörf fyrir að vera sjálfstæð og að fínna sinn eig- in tjáningarmáta", segir Ole Henrik Moe sem var persónulega kunnur listakonunni. Moe segir að snemma hafí farið að bera á þessum skap- gerðareinkennum. „Þegar Anna- Eva var sextán ára tókst henni að heija út leyfí til að hætta venju- legri skólagöngu og hefja nám í lista-og handverksskóla. Skýringar- innam á hvers vegna hún svo ung fékk að ákvarða líf sitt má leita í óhefðbundnu uppeldi. Foreldrar hennar, skildu skömmu eftir að Anna-Eva fæddist. Móðirin var þá við nám í sjúkraþjálfun og hafði lítil tök á að sinna dóttur sinni. Faðirinn sem var sænskur, skipti sér ekkert af henni. Hún ólst því einkum upp hjá frændfólki sínu. Af þessum sökum vandist hún því snemma að sjá um sig sjálf,“ segir hann. Árið 1928 tók móðir hennar hana með sér til Vínar, þar sem þær dvöldu í nokkra mánuði. Naut Anna-Eva þar kennslu prófessors Steinhofs við Kunstgewerberschule. Að sögn Moe var kennslan mjög fijálsleg og féll Önnu-Evu vel í geð. Nokkru síðar fór hún ein til Parísar. Þar hitti hún Hans Hartung og þau giftust haustið 1929. „Var Ole Henrik Moe valdi verkin á sýninguna. þetta upphafið að ókyrru en jafn- framt gjöfulu og hamingjuríku skeiði í lífi hennar," segir Moe. Næstu árin dvöldu þau Anna-Eva og Hans Hartung til skiptis í Þýska- landi og við Miðjarðarhafsströnd Frakklands og unnu að list sinni. Hartung hafði þá þegar snúið sér alveg að abstraktverkum. En hann varð einn nafntogaðasti málari Par- ísarskólans og abstraktlistarinnar í Evrópu. Anna-Eva Bergmann gaumgæfði hins vegar mannfólkið Frábær fyrirtæki Þægilegur iðnaður Til sölu er lítið snyrtilegt iðnaðar- og þjónustufyrirtæki sem fram- leiðir úr harðplaasti. Öll nauðsynleg tæki fylgja. Hentugt fyrir einn til tvo aðila. Snyrtilegt vinnuumhverfi. Verð kr. 2,2 millj. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Frábær fyrirtæki 1. Ritfangabúð. Mjög þekkt. Selur einnig mikið af leikföngum og vörum fyrir ferðamenn. Frábær staðsetning. Laus strax. 2. Fallegur söluturn með siðiegan opnunartíma. Mikið af tækjum, t.d. (svél. Góð staðsetning. Laus strax. Sanngjarnt verð. 3. Kaffi- og matsölustaður. Selur heimilislegan mat. Er miðsvæðis og innan um marga vinnustaði. Gott eldhús. Aðstaða til að smyrja brauð. Verð aðeins kr. 2,0 millj. 4. Þekktur pizzastaður til sölu, sem einnig hefur góða aðstöðu til veitingasölu og skemmtanahalds. Mikil heimsendingarþjónusta. Lækkað verð. 5. Hlýleg og notaleg gjafavöruverslun í sérflokki til sölu strax. Er að mestu með eiginn innflutning. Draumavinnustaður þess smekklega. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVERI SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. og sýnir það að sögn Moe í eilítið háðskum skopteikningum. Til að staðfesta sjálfstæði sitt gagnvart manni sínum segir Anna-Eva í við- tali í Osló árið 1933 þegar þau halda þar sýningu á verkum sínum, „að hún skilji ekkert í abstraksjón- um“ hans. í riti sem gefið var út í tilefni farandsýningarinnar á verkum Önnu-Evu Bergmann skilgreinir Moe list hennar á þessum árum og segir hana vera í ætt við samfélags- gagnrýna stefnu sem réð ríkjum í Þýskalandi um þessar mundir, hina svonefndu „Neue Sachlichkeit" sem menn á borð við Georg Grosz og Otto Dix höfðu tileinkað sér. Að sögn Moe var Anna-Eva róttæk vinstri kona, þótt hún hafi ekki lát- ið til sín taka á stjómmálasviðinu. Á uppgangstímum nasismans í Þýskalandi hrökkluðust þau Anna- Eva og Hans úr landi vegna stjóm- málaskoðana. Abstraktlist Hart- ungs féll nasistunum ekki í geð. Þau fluttu til Spánar og byggðu sér hús á eyjunni Minorcu. Þar helgaði Anna-Eva málverkið einu helsta áhugamáli sínu, húsum og bygging- arlist. Líf alþýðunnar og persónu- lýsingar voru þó enn aðalviðfangs- efni hennar. Eftir tveggja ára veru á Spáni flúðu þau þaðan og til Frakklands en Franko ásakaði þau um undirróðursstarfsemi. Kaflaskipti verða í lífi henn- ar árið 1937 en þá skilja þau Anna-Eva og Hans Hartung. Ástæðan fyrir skilnaði þeirra telur Moe vera að Anna-Eva hafi verið mjög veik á þessum tíma. Móðir hennar sem var mjög viljasterk kona hafi held- ur aldrei verið hrifin af Hartung og hans list og hafi hún lagt hart að Önnu-Evu að skilja við hann. Anna-Eva fer þá með móður sinni til Noregs. Á stríðsárunum stund- aði hún ritstörf og vann við mynd- skreytingar. Hún hélt sig líka við skopteikningarnar og gerði einkum grín að nasistunum sem höfðu her- tekið Noreg. Þessar teikningar hafa aldrei birst opinberlega en verða líklegar gefnar út á bók á næstunni að sögn Moe. Á þessum árum lærði Anna-Eva þá tækni að skeyta málmþynnum í verk sín, sem átti síðar eftir að verða svo einkennandi fyrir list hennar. í Noregi giftist hún landa sínum, en Moe telur að hjónabandið hafi ekki verið hamingjusamt og þau skildu. Meðan á veikindum hennar stóð hætti hún að mála. Það er ekki fyrr en undir lok fímmta áratugar- ins að hún byijar að mála á nýjan leik. Það er fyrst þá sem hún nálg- ast Hans Hartung í stíl og fer að mála abstrakt. Ole-Henrik Moe segir að bestu skýringuna á þess- um stakkaskiptum sé að finna í söknuði eftir Hans Hartung sem hún hafi eflaust elskað enn, en um sama leyti tók hún upp samband við hann á ný, bréfleiðis. Árið 1950 ferðaðist hún um Noreg og í dagbók sinni lýsir hún þeim áhrifum sem hún varð fyrir af norsku landslagi, ekki síst birt- unni frá miðnætursólinni. Hún ein- setur sér að koma þessum áhrifum til skila ekki með natúralískum hætti heldur með sínum nýja tján- ingarmáta. Hans Hartung og Anna-Eva Bergmann náðu saman á ný þegar hún snéri aftur til Parísar árið 1952. Þau giftust í annað sinn árið 1957. Fyrst bjuggu þau í Par- ís en fluttu árið 1971 í nýbyggt íbúðarhús sem var með tveim stór- um vinnustofum, og var í útjaðri Antibes í Suður- Frakklandi. Þá er Hartung orðinn bæði frægur og vel efnaður. Frá sjötta áratugnum átti Anna-Eva heima í hinu alþjóðlega listamanna- samfélagi Parísar. Segir Moe að þó þau hafi ekki verið mjög félagslynd þá hafi þau átt þar marga góða vini, þeirra á meðal voru málararnir Soulages og Ma- nessier. Eftir að þau fluttu til Antibes hittu þau stundum Miro og Picasso. Moe segir að eftir að Anna-Eva hafi snúið aftur til Parísar sjáist engar persónur eða hús í verkum hennar heldur hafi hún nýtt sér form sem eigi sér fastan stað í norskri náttúru: fjöll og firði, haf, hjarnbreiður og steina. Segir hann að verk hennar hafi þótt bæði framandi og frumleg og þar hafi mámþynnutæknin gegnt lykilhlut- verki við sköpun ljóssins í myndum hennar. „Enginn sem dvalið hefur sum- arnótt í Noregi kemst hjá því að kannast við einstaka birtuna í myndum hennar. Hvernig hinar mismunandi þynnur sem hún not- ar, silfur, gull, ál, kopar, messing og ýmsar fleiri málmblöndur skapa fjölbreytileg litbrigði," segir hann og bætir við: „Síðar á ferlinum hættir hún að nota málmþynnu- tæknina og vinnur oft aðeins með svart og hvítt eða djúpa litatóna í einföldum flötum. Hún er þó stöð- ugt að gera fjöll." Moe segir ennfremur að þótt Anna-Eva Bergmann hafi verið að mörgu leyti rótlaus og framandi í því umhverfi sem hún bjó og starf- aði í mestan hluta ævinnar og stæði í skugga síns fræga eiginmanns, þá hafi hún notið mikillar viður- kenningar í lifanda lífi. „Hún hélt merkar sýningar í Frakklandi, ítal- íu og í Noregi og tók þátt í samsýn- ingum um allan heim og hlaut ein- róma lof gagnrýnenda fyrir.“ Sýningin á verkum Ónnu-Evu Bergmann er hingað komin að frumkvæði Stofnunar Hartung- Bergmann í Antibes í Suður- Frakklandi og norska sendiráðsins. Sýningin sem er farandsýning hef- ur verið sett upp víðsvegar í Nor- egi og fer héðan til Þýskalands. Skáld af Skagaströnd BÆKUR Ljóðabók FRÁ FJÖRU TIL FJALLS Eftír Rúnar Kristjánsson. Skákprent 1996,184 bls. ÞESSI ljóðabók er með þeim stærri sem sjást nú um stundir. I henni eru ein 117 ljóð og nokkrir tugir vísna. Tilefni ljóðanna eru af ýmsu tagi. Allmörg eru hér eftir- mæli, afmæliskvæði, kvæði ort til vina og skáldbræðra, trúarljóð, tækifæriskvæði ýmis konar og eitt ljóðabréf. Þá eru fjölmörg kvæði um átthaga skáldsins og einstök stemmningarkvæði. Vísunum er dreift inn á milli kvæð- anna. Ekki eru öll kvæðin ársett, en þau sem það eru virðast mér vera flest ort eftir 1990. Þetta er þriðja ljóða- bók höfundar. Tvær hinar fyrri komu út 1991 og 1993, svo að ekki verður annað sagt en að hann sé mikilvirk- ur við ljóðasmíðina. Bókin ber þess merki að ljóð liggja honum létt á tungu. Brageyra hans er næmt og honum skrikar hvergi fótur á hálu svelli stuðla og Rúnar Kristjánsson höfuðstafa. Vísur hans eru margar hveijar snjallar og vel kveðnar. Enginn þarf að velkjast í vafa um hvað skáldið er að segja hveiju sinni. Mál hans er hvergi vafið dulúð eða leynimáli sem velta þarf vöngum yfir. Hann fylgir fram í kveðskap sínum gam- alli og góðri alþýðu- hefð. Varla telst hann til stórskálda, en rödd hans er hljómþýð, hlý og einlæg og á vel skilið að fá að heyrast. SigurjónBjörnsson I i I Í \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.