Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR HIN óumflýjanlega staðreynd lífsins, dauðinn, er eitthvað sem flestir ef ekki allir vilja hugsa sem minnst um. Skynsem- in segir okkur að ein- hvern tíma kemur að þeim tímapunkti í lífi hvers og eins að við deyjum, en flest lifum við samt eins og við séum ódauðleg með öllu. Sú staðreynd að h'fið endar einhvern tíma er sjaldnast ofar- lega í meðvitundinni á meðan dauðinn er fjar- lægur og ekkert sér- stakt gefur til kynna að hann sé á næstu grösum. Margir kannast við breytingar á eigin viðhorfum til lífsins eftir að dauðinn hefur að einhveiju leyti verið nálægur. Oft verða við slíka reynslu stökkbreyt- ingar á gildismati, lífsstíl og verð- mætamati mannanna. í stór- straumum lífsins eiga margir það til að óska þess að þeir væru dauð- ir. í flestum tilvikum er þetta af því lífið er svo þungbært fyrir við- komandi að kvölin við það að lifa lætur þessa útgönguleið virka sem ákjósanlega lausn á vandamálinu. Hún virkar mun auðveldari en það að takast á við uppákomur lífsins, sem oft geta verið um tíma ansi erfiðar eða algjörlega óyfirstígan- legar. Hver þekkir ekki þetta? Þessi ósk er þó oftast ekki byggð á raun- verulegum vilja til að hætta að lifa því lífsviljinn er öllu yfirsterkari að því er virðist og í raun oft merki- legt hversu menn halda fast i lífið þrátt fyrir verulega skerðingu á heilsufari með öllum þeim ann- mörkum sem því geta fylgt eða öðru því sem gerir lífið óbærilegt að mati hvers og eins. Málið horfir aðeins öðruvísi við þegar ekki er um neitt val að ræða. Lífslok eru óhjá- kvæmilega innan sjón- máls og ekkert fær því breytt hvorki með góðu eða illu. Samn- ingar við guð og menn gilda einu. Lífstíls- brejrtingar sömuleiðis. Sólin er að hníga til viðar. Það er ef til vill mögulegt með ýmsum ráðum að horfa fram hjá því stund og stund. En allt minnir á að stundin nálgast. Verk- urinn í kroppnum, þrekleysið_ til daglegra athafna, einmanaleikinn í reynslunni, óttinn við hið óþekkta, að vera háður öðrum, að vera með einhvern sjúkdóm inni í sér sem maður sér ekki og vill ekki vita hvernig lítur út. Af hveiju kom hann þarna? Er ekki hægt að skera hann burt? Hvað gerði ég rangt? Breytt þjóðfélagsstaða. Orðinn sjúklingur með ólæknandi sjúk- dóm. Breyttur fjárhagur. Áhyggjur af þeim sem eftir lifa. Búinn að beijast og beijast en er að tapa fyrir þessum skratta. Hvernig getur nokkur skilið hvað það er að horfast í augu við dauð- ann nema sá sem reynt hefur? Það var í Bretlandi á sjötta ára- tugnum að núlifandi kona, læknir að nafni Dame Cicely Saunders, vakti athygli á breyttum þörfum fólks sem lifir í skugga ólæknandi sjúkdóma, í nánd við dauðann. Fyr- ir hennar atbeina varð til hug- myndafræði sem nefnd var því góða gamla nafni Hospice. Hospice er Koma þarf upp líknarheimili, segir Hrund Helgadóttir, þar sem þörfum hinna deyjandi er sinnt. upphaflega nafn sem notað var fyr- ir gistiheimili pílagríma og seinna þá sem voru deyjandi og höfðu ekki í önnur hús að venda. Hugtakið Hospice nær í dag yfir hvort tveggja, hugmyndafræðina sem liggur að baki þess hvernig um þá er annast sem standa frammi fyrir því að dauðinn er fyrirsjáan- legur innan skamms tíma og einnig er Hospice líknarheimili fyrir þá hina sömu. Nú á tíunda áratugnum eru til þúsundir líknarheimila út um heiminn, sem rekin eru með Hospice hugmyndafræðina að leiðarljósi. Enn er ekkert slíkt til staðar á Islandi en sannarlega er ekki minni þörf á því hér en annars staðar. Hins vegar er hér á landi, sem víða annars staðar í heiminum, til fólk sem hefur lagt sig eftir að starfa í heimahúsum í anda Hospice hugmyndafræðinnar. Það var árið 1987 að fámennur hópur hjúkrun- arfræðinga og lækna fór af stað með skipulagt starf í samvinnu við Krabbameinsfélag íslands. Sjúkl- ingahópurinn var krabbameins- sjúklingar með langt genginn sjúk- dóm. Þó svo Hospice hugmynda- fræðin hafi upphaflega orðið til vegna þarfa krabbameinssjúklinga þá hefur hún síðan þróast hérlendis og erlendis þar sem sjúklingum með ýmsa aðra banvæna _sjúkdóma er sinnt á sama hátt. Á þessum tíu árum sem liðin eru frá því þetta starf hófst fyrst hér á landi hefur orðið grundvallarbreyting á umönn- un krabbameinssjúklinga með langt genginn sjúkdóm. Sá hópur hjúkr- unarfræðinga og lækna sem starfa eingöngu við líknarmeðferð hefur stækkað nokkuð á þessum 10 árum sem liðin eru og hugmyndafræðin hefur breitt úr sér eins og gos- brunnur vegna starfs þessa fólks og er nú aðferðum, sem þróaðar hafa verið af Hospice, beitt til ein- kennameðferðar víða á sjúkrahús- um og öðrum stofnunum hér á landi. En betur má ef duga skal. Það er nú svo, að á meðan ekki finnst allsheijar lækning við sjúk- dómnum krabbameini og þeim sem fá sjúkdóminn fjölgar ár frá ári þá hefur Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO eindregið ráðlagt íbúum heimsins að snúa sér að því að efla líknarstarf meðal þjóða sinna og draga úr vonlausum rándýrum lækningum. Við Islendingar eigum að taka þessar ráðleggingar til greina og leggja án tafar fjármagn í það að koma á fót líknarheimili þar sem þörfum hinna deyjandi er sinnt við bestu mögulegu aðstæður. Á und- anförnum tíu árum hafa sjúklingar í síauknum mæli kosið að deyja heima. Ekki hafa þó allir þær að- stæður á heimili sínu að þessi val- kostur sé fyrir hendi. Aðstaða á líknarheimili býður upp á alla þá viðeigandi þjónustu sem mögulegt er að fá á sjúkrahúsi og þá einstakl- ingshæfðu þjónustu, kyrrð og per- sónulega rými sem heimilin hafa. Einnig koma sjúklingar til tíma- bundinnar einkennameðferðar s.s. verkjastillingar eða hvíldarinnlagn- ar á líknarheimilið. Allt eru þetta sjúklingar sem þarfnast ekki lengur meðferðar á stórum, rándýrum sjúkradeildum en þarfir þeirra og aðstandenda þeirra eru samt sem áður miklar, sérhæfðar og ólíkar því sem gengur og gerist þegar um meðferð til að læknast er að ræða. Líknarmeðferð er virk meðferð sem stuðlar að því að minnka einkenni sjúkdómsins og gera viðkomandi kleift að lifa lífinu á sem bestan hátt. Meðferðin er í eðli sínu ákaf- lega heildræn og tekur til flestra þátta sem móta líf og umhverfi hverrar persónu fyrir sig. í Bretlandi og víðar er „pallia- tive care“, líknarmeðferð, viður- kennt sérnám í læknisfræði og hjúkrunarfræði. Hjúkrun í líknar- meðferð byggist á vel menntuðum, sérhæfðum hjúkrunarfræðingum sem starfa óvenju sjálfstætt. Líkt og þegar teknar voru upp hjarta- skurðlækningar á íslandi, en þá var sendur til Svíþjóðar hópur hjúkrunarfræðinga og lækna til að læra það sem læra þurfti af Svíum, þyrfti að senda fólk héðan til náms og kynningar á því hvernig mætti sem best setja í framkvæmd og reka starf á líknarheimili. Erlendis hefur víða tekið langan tíma að þróa starf við slíka stofnun í það sem vel má una við og er óþarfi að eyða tíma í að lenda í sömu pyttum og aðrir ef komast má hjá því með góðum undirbúningi. Á mínum vinnustað, hjúkrunar- þjónustunni Karitas, þar sem stunduð er líknarmeðferð í anda Hospice hugmyndafræðinnar er svo til daglega andvarpað út í loft- ið spurningunni „HVAR ER HOSPICE-IГ???? íslendingar, þörfin fyrir líknarheimili er mikil. Látum nú hendur standa fram úr ermum. Búum á þann besta hátt sem þekktur er að þeim sem standa andspænis erfiðum, ólækn- andi sjúkdómum og þurfa að horf- ast í augu við að senn líður að lífs- lokum. Stuðlum enn betur að því að þeir geti dáið með reisn. Höfundur starfar við hjúkrunarþjónustunu Karitas. Að deyja með reisn? Hrund Helgadóttir Um álög íslensks handknattleiks NULEIKANDI handboltamarkmenn á íslandi kunna ekki til verka, ekki frekar en fyrirrennarar þeirra í áratugi. Þið sem stand- ið handboltavaktina nú um stundir eruð því fæddir inn í þetta um- hverfi, eruð samdauna ruglinu. Furðu vekur þó, að þið skulið ekki merkja neitt, því að ástandið er að drepa handboltann í þessu landi. í heimsmeistara- keppninni hér á landi 1995 var ákveðið á fundi í Hveragerði hvernig andstæðingarnir skytu á markið í Reykjavík daginn eftir (fréttatími í sjónvarpinu). Margfaldir bikarmeistarar íslands í handknattleik, deikiarmeistarar ís- lands, verðandi Islandsmeistarar 1997, fóru til meginlandsins í vetur (1997) í Evrópuleik. Engin mar- kvarsla var í leiknum, liðið var rass- skellt. Orsök ófaranna var á tæru. „Þeir skutu ekki eins og í fyrri leiknum." (Viðtal í Degi-Tím- anum.) Þó nokkrir landsleikir voru til und- irbúnings fyrir heims- meistaramótið 1995. Markmennirnir fengu á sig að jafnaði yfir 30 mörk (í leik) í þessum leikjum. Kunnáttuleysið og ruglið sagði til sín og varð markmönnunum um megn. Haukamark- maðurinn lék síðast þessara leikja. Eftir leikinn var hann sendur strax heim í rúm. Hinir fengu áfallahjálp og aðhlynningu á staðnum. Það stoðaði náttúrulega ekkert. Þrátt fyrir ótrúlega karlmennsku og þrek allra, þjálfara, markmanna og útispilara, datt liðið snemma úr keppni, rúið öllu þori. Sama verður í Japan. Spurningin er bara þessi: Þegar sálfræðingurinn verður kom- inn í markið, hvaðan kemur áfalla- hjálpin þá? Kunnáttuleysið og ruglið sagði til sín, segir Geir Kristjánsson, og varð markmönnunum um megn. Hvernig stendur á öllu þessu rugli? Sagan útskýrir það: í upphafi handboltans á íslandi og áfram, blessunarlega lengi, léku markverðir að mestu án utanaðkomandi af- skipta. Þar kom þó, að þjálfarar létu til sín taka á þessu sviði handboltans sem öðrum. Ohamingjan var bara sú, að þjálfarar höfðu hvorki þekk- ingu né skilning á því sem þeir voru aðútskýra. í sjónvarpinu á sunnudagskvöld- um er íþróttaþáttur. í inngangi má sjá þjálfara Hauka baða út báðum höndum og láta öllum illum látum. Fyrir mér er þetta mynd af þjálfara með sýnikennslu í markvörslu. Skrattinn var kominn í hús. í glímunni við þyngdarlögmálið notar kunnáttumaður í marki tækni, sem maðurinn uppgötvaði og gekk uppréttur eftir það. Tækni þessi byggist á því, að standa í fæturna, beinn og lóðréttur. Báðar hendur nið- ur með hliðunum, sem notast þaðan eftir þörfum og aðstæðum til frekari athafna. Skrattinn sem nú var hlaupinn í íslenska markið fór þveröfugt að með þeim afleiðingum, að hann er afvelta (og það standandi) á því augnabliks- brotabroti sem gildir. Þetta sést best í vítaköstum. Tekin er upp staða og báðar hendur settar upp fyrir haus. Jafnframt eru furðulegar og óskiljan- legar tilfæringar með fótum. roa' ,bo% aí"/ 1 Tilboð 20% afsláttur Verð frá kr. 2.450. Sníðum þær í gluggann þinn. Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, f FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333. Geir Kristjánsson Dæmi A: Stappað er í gólfið títt og fast í djöfulmóð, með fótunum. B: Líkaminn settur í keng (hendur enn fyrir ofan höfuð) og þannig tifað ótt og títt í gólfið, með fótunum. Með hvoru sem er, er gjarnan fléttaður ógurlegur krampi í bolinn. Stundum er farið öðruvísi að. Hend- ur upp fyrir haus og staðið á öðrum fæti. Með hinum fætinum eru teikn- uð tákn út í loftið, áhrif frá yoga að mér skilst. Líka er hreyfing með tilvísun í karate. Þá er spyrnt út í loftið. í gegnum tíðina hafa margir verið liðtækir í þessu. Einn kunni þetta allt upp á sína tíu. Að standa á öðrum fæti var stolt hans. Sá varð landsliðsþjálfari. Og svo barði ógæfan að dyrum Sænskir handboltamenn heim- sóttu landið, lugu landann fullan og hafa haft íslenskan handbolta að spotti alla tíð síðan. „Samvinna og verkaskipting markvarða og útispil- ara er fjöreggið í varnarleiknum," sögðu þeir. Þetta er alrangt. Það er engin verkaskipting, engin samvinna, ekk- ert „tonn fyrir tonn“, ekkert beint samband á milli markvarða og úti- spilara. Allir boltar sem koma á markið, líka þeir sem kom af vörn- inni, eru markmannsins eins, enda útispilarar úr leik fyrir löngu. Allir boltar sem útivörnin stoppar eru markverði óviðkomandi. Hann er enginn þátttakandi í því, hefur ekk- ert með þá að gera. „Svía-púki“ var sem sagt kominn til landsins og fer barasta beint, ómengaður, inn í hausinn á þjálfaranum, þar sem ís- lands-skrattinn var fyrir. Þeir sam- einuðust og út úr höfði þjálfarans spratt, alskapaður, dragbíturinn „Sveiattan". (Beygist eins og Satan.) Sveiattan og markvörður eru gjör- ólíkir. Markmaðurinn er söngvinn mjög og alltaf með á nótunum. Þetta eru frumatriði, því handbolti er hrynjandi, hljómlist. Liðin eru söng- kórar og syngja sitthvort verkið. En markmaðurinn syngur alltaf í kór með andstæðingunum. Meðan hans menn syngja „Brennið þið vitar..." syngur markvörðurinn með and- stæðingunum „Popp lag í G-dúr ...“ Kórstjórinn er sá sem heldur á sprotanum og boltinn er sprotinn. Línur eru dregnar frá hvorri mark- stönginni og saman í einn punkt þar sem boltinn er. Þannig myndast „geiri“ á milli boltans og marksins. „Geirinn“ er alltaf til staðar hversu mikil hreyfing sem er á boltanum eða hversu margir eru á milli bolt- ans og marksins. Alltaf er verið inn- an geirans, ef staðið er á markl- ínunni, eða aðeins fyrir framan hana. Þaðan er svo þotið fram á réttum tíma til að loka geiranum (mark- inu). Það má aldrei fara af stað of fljótt, því þá eru menn „dauðir" á rétta staðnum og stundinni, líklegast á röngum stað á röngum tíma. Það er í góðu lagi, að þjóta af stað að- eins „of seint“, því stefnan er þá örugglega rétt, atrenna er í gangi, og hrynjandin er rétt, því hér eru kórfélagar að syngja saman. Og allt í einu er markvörðurinn kominn með sprotann í hendurnar. Hann mundar hann hátt á lofti og syngur: „Allt eins og blómstrið eina.“ Sveiattan er laglaus, en hann er lestrarhestur. Hann les allt, bækur, menn, leiki, hvaðeina. Hann er í lestrarklúbbi með þjálf- aranum. Þeir lesa saman, pæla, kort- leggja. I leiknum finnur hann sig ekki. Hann er alltaf að laga peys- una. Hann er með hendurnar fyrir ofan haus, aldrei eðlilega niðri, en oftast þó aðeins fyrir neðan axl- arhæð. Hann tekur allt í einu á rás út í bláinn, stekkur hæð sína með rosalegum tilburðum og fær boltann yfir sig eða undir. Hann er sem í álögum. Hann er í álögum. Hann er ís- lenskur markvörður, bestur í heimi, í álögum. Til að losa hann úr álögum þarf að loka hann inni með fjölkunn- ugum manni. Ég er íjölkunnugur og það tekur mig tvo klukkutíma að vinna á honum með mínum tól- um, sem eru blað, blýantur, reglu- strika og hljómkvísl. Höfundur er verkamaðurá sjötugsaidri og Framarí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.