Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÁTTU það bara eftir þér. Það er enginn dónaskapur svona á átján ára fresti, ropaðu bara . . . Hæstiréttur dæmir í máli flugstjóra Skerðing á lífeyri var ekki ólögmæt Yfirbug- aðir með mace-gasi LÖGREGLAN í Reykjavík þurfti að beita svokölluðu mace-gasi í tveimur tilvikum á föstudag og laugardag til að yfirbuga menn sem verið var að handtaka. í fyrra tilvikinu á föstudags- morgun var gripið til þessa ráðs til að hemja mann sem staðinn var að innbrotum í bifreiðar. Sást til tveggja manna reyna að fara í óleyfi inn í bifreiðir við Skólavörðu- stíg og voru þeir handteknir á hlaupum skömmu síðar. Annar þeirra veitti mótspyrnu við handtöku og var því talin ástæða til að beita mace-gasi á hann til að yfirbuga hann. Menn- irnir skildu eftir tvö bílútvarpstæki og tónjafnara þar sem til þeirra sást fyrst. Gekk berserksgang Þá þurfti að yfirbuga mann með mace-gasi í íbúð í austurborginni aðfaranótt laugardags. Maðurinn hafði gengið þar berserksgang. Engin meiðsli hlutust af. HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Eft- irlaunasjóð Félags íslenskra at- vinnuflugmanna af kröfu flug- manns um bætur vegna skerðingar lífeyris. Flugmaðurinn taldi skerð- inguna bijóta gegn jafnræðis- og jafnréttissjónarmiðum íslensks rétt- ar og að rétti hans hefði verið rask- að umfram aðra sjóðsfélaga. Maðurinn starfaði sem flugstjóri frá 1944 til 1979 og greiddi iðgjöld í Lífeyrissjóð atvinnuflugmanna frá stofnun hans 1953 og þar til hann var lagður niður 1974. Inneignir sjóðsfélaga höfðu þá rýrnað svo mjög, að þær námu aðeins þriðj- ungi greiddra iðgjalda. Eftirlauna- sjóður FÍA var stofnaður 1974 og flutti flugmaðurinn réttindi sín yfír í hann. Aunnin réttindi hans voru reiknuð til stiga á tvo vegu. Annars vegar voru innstæður í lífeyris- sjóðnum metnar til stiga í samræmi við kauplag 1974, en hins vegar voru réttindi, sem talin voru töpuð, reiknuð til svokallaðra skilorðs- bundinna stiga. Þau voru í sérstök- um sjóði, sem kallaður var verð- tryggingarsjóður og stóð ekkert fé að baki þeim í upphafi, en öflun fjár til sjóðsins var með þeim hætti, að 2% iðgjald af launum allra flug- manna rann til hans. Lífeyrisréttindi fiugmannsins á grundvelli skilorðsbundjnna stiga voru skert um 60% árið 1991, en árið áður nam framlag í verðtrygg- ingarsjóðinn 53,4% af greiðslum úr honum og aftur voru réttindin skert um 90% 1993. Flugmaðurinn sagði að hann hefði mátt treysta því að eftirlaunasjóðurinn tryggði honum lífeyrisgreiðslur á grundvelli skil- orðsbundinna stiga hans, eins og verið hafði frá því að hann hóf töku lífeyris árið 1979. Því til stuðnings benti hann á að á árunum 1981 og 1982 hefðu lífeyrisgreiðslur verið skertar um 10% og hefði það bitnað jafnt á greiðslum samkvæmt skil- orðsbundnum og óskilorðsbundnum stigum. Skilorðsbundin stig gáfu ekki sama rétt Hæstiréttur bendir á, að sjóður- inn hefði eingöngu verið ábyrgur fyrir réttindum samkvæmt óskil- orðsbundnum stigum og aldrei hefði verið kveðið svo á að skilorðsbundin stig gæfu sama rétt. Hæstiréttur bendir á, að trygg- ingafræðileg úttekt á stöðu verð- tryggingarsjóðsins miðað við árslok 1991 hafi ekki verið hnekkt, en samkvæmt henni var nauðsynlegt að skerða lífeyri um 80%, að óbreyttum 2% iðgjöldum. Ekki hafi verið sýnt fram á að skerðingin hafí verið ómálefnaleg og órök- studd, enda frá upphafi verið gerð- ur skýr greinarmunur á greiðslum á grundvelli skilorðsbundinna og óskilorðsbundinna stiga. Þá hafi flugmaðurinn ekki sýnt fram á að hann fengi minna í sinn hlut en verið hefði að óbreyttri reglugerð lífeyrissjóðsins, miðað við stöðu sjóðsins og framlag til hans. Rýmlngarsal; Vegna breytinga Blússur 49ððr- 990 Buxur 5.900. 990 Jakkar "8,900," 1990 Kápur 12.900; 2990 ffiáþusalan Snorrabraut 56 S: 562 4362. Djöflaeyjan sýnd með íslenskum texta Eykur aðgengi heyrnarskertra að íslenskri menningu Björn Hermannsson dag, 6. maí, gefst um 26.000 íslendingum í fyrsta skipti tækifæri til að njóta íslenskrar kvikmyndar til fulls. Ástæðan er sú að í dag verður íslensk kvikmynd sýnd með íslenskum texta í fyrsta sinn. Myndin er Djöflaeyja Friðriks Þórs Friðrikssonar og fer sýn- ingin fram í Háskólabíói. Björn Hermannsson er framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra og segir hann að það kunni að hljóma fjarstæðukennt að um 26.000 íslendingar geti ekki notið íslenskra kvikmynda í bíóhúsum né íslensks sjónvarpsefnis til fulls vegna skertrar heyrnar en sú sé samt sem áður raunin. „Þessar tölur hljóma kannski fjarstæðu- kenndar vegna þess fálæt- is sem ríkt hefur um þarfir þessa hóps og skorts á umræðu um aðstæður hans.“ - Hver var aðdragandinn að þessari sérstöku sýningu á Djöfla- eyjunni? „Eitt af hagsmunamálum heyrnarlausra og heyrnarskertra í landinu er að fá íslenskt sjón- varpsefni textað og kvikmyndir einnig. Við höfum iengi barist fyrir því að þetta yrði gert hjá Sjónvarpinu en höfum talað þar fyrir daufum eyrum. Hópurinn er ansi stór sem gæti nýtt sér þetta, eða um 10% þjóðarinnar. Þegar Djöflaeyjan var frumsýnd og fékk jafn góðar viðtökur og raun bar vitni vaknaði sú hug- mynd að fá hana textaða. Þetta tókst með velvilja Friðriks Þórs og Islensku kvikmyndasamsteyp- unnar og stuðningi frá fyrirtæk- inu Texta, sem sér um textunina, og Lionsklúbbnum í Njarðvík og nokkrum fyrirtækjum.“ - Það gera sér sennilega ekki margir grein fyrir því hvað það fylgir því mikil félagsleg og menningarleg einangrun að vera heyrnarskertur? „Nei, en textun af þessu tagi hefur það einmitt að markmiði að auka aðgengi heyrnarskertra að íslenskri menningu og samfé- laginu yfirleitt. Þessi hópur verð- ur ekki virkur þátttakandi í þjóð- félagsumræðunni eins og við hin nema honum sé gert kleift að fylgjast með fjölmiðlum. Það gera sér kannski ekki marg- ir grein fyrir því að heyrnartæki leysa ekki allan vanda því að umhverfishljóð trufla mikið; það þarf því ekki nema einhvern skarkala í börnum til að fólk með heyrnartæki missi af stórum hluta þess sem fram fer. Það er því mjög mikilvægt að sjónvarpsefni sé textað og með textun Djöflaeyjunnar vildum við sýna fram á það.“ - Er verið að vinna frekar að framgangi þessa máls? „Við erum einnig að kalla sam- an hópa til að vinna að þessu baráttumáli; Félag heyrnar- lausra, Heyrnarhjálp, Félag eldri borgara í Reykjavík, samtök nýbúa og Rauða kross íslands. Þessir hópar eru að hefja mark- vissa vinnu að því að fá íslenskt efni textað í sjónvarp. Til þessa á að nota textavarpið, síðu 888, og á ekki að trufla venjulega út- ►Björn Hermannsson er fædd- ur í Reykjavík 26. ágúst árið 1958. Hann lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Islands árið 1979. Starfaði hjá Brunabóta- félagi Islands og Vátrygginga- félaginu árin 1979 til 1991. Þá hóf hann nám við Samvinnuhá- skólann á Bifröst og útskrifað- ist þaðan sem rekstrarfræðing- ur árið 1993. Hann var gesta- nemi við háskólann í Árósum í Danmörku árið 1993 til 1994 og lagði þar strund á upplýs- ingafræði. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra frá árinu 1994. Hann situr og í sljórn Öryrkja- bandalagsins. Björn er kvænt- ur Helgu Bestlu Njálsdóttur og eiga þau þrjú börn. sendingu; þeir sem þurfa á textun að halda eiga að geta kallað hana upp á skjáinn. Þetta hefur verið gert við sérstök tækifæri eins og þegar áramótaskaup hefur verið sýnt og ávörp forsætisráðherra og forsetans. Sjónvarpið hefur hins vegar borið við of miklum kostnaði þegar við höfum óskað eftir því að þetta yrði gert við allt íslenskt efni. Við getum rétt ímyndað okkur að þetta er mikið öryggisatriði fyrir þennan stóra hluta þjóðarinnar, til dæmis ef vá ber að garði; það er vitanlega mikilvægt að heyrnarskertir geti fylgst með fréttum og tilkynning- um undir slíkum kringumstæðum eins og aðrir. Til að halda kostn- aðinum niðri ætlum við að reyna að stofna hóp sjálfboðaliða til að slá inn texta við íslenskt efni. Er vel þegið að fólk setji sig í samband við okkur sem hefur áhuga á því að veita okkur lið. Þetta hefur tíðkast á blindrabókasafninu þar sem sjálf- boðaliðar hafa lesið bækur inn á hjóðsnældur í sjálfboðavinnu.“ - Sérðu það fyrir þér að þetta verði að veruleika í náinni fram- tíð? „Það er sífellt verið að auka þjónustu við notendur sjónvarps en svo virðist sem þessi hópur áhorfenda hafi einfaldlega gleymst eða orðið útundan af ein- hveijum orsökum. Ég tel að þeg- ar menn hafi skoðað þessi mál af sanngirni verði þeim kippt í liðinn. Þetta er spurning um að sem flestir hafi jafnan aðgang að þessum miðli.“ Um 26.000 íslendingar eru heyrnar- skertir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.