Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 23 Óskar Guðjónsson saxófónleikari Með beinan tenórsaxófón á burtfarartónleikum BURTFARARTÓNLEIKAR Ósk- ars Guðjónssonar saxófónleikara frá Tónlistarskóla FÍH verða annað kvöld, miðvikudag, kl. 20.30 í sal skólans, Rauðagerði 27. Á efnis- skránni eru eingöngu tónverk eftir Óskar sjálfan en á tónleikunum mun hann meðal annars leika á sjaldgæft hljóðfæri, beinan tenór- saxófón, sem hann fékk á dögun- um frá Þýskalandi. Meðleikarar verða Hilmar Jensson á gítar og Matthías M.D. Hemstock á tromm- ur. Þótt Óskar sé nú að ljúka burtfararprófi er hann enginn ný- græðingur í heimi atvinnumennsk- unnar — hefur haft lifibrauð sitt af saxófónleik í tvö ár og meðal annars starfað með hljómsveitinni Mezzoforte. „Ég er ekki þessi ag- aði akademíski lærdómsmaður sem skólarnir krefjast og er því lengur að ljúka sumum hlutum en aðrir,“ segir tónlistarmaðurinn og hleypir brúnum, „en nú er loksins komið að þessu.“ Með sanni má segja að Óskar fari ekki troðnar slóðir á tónleikun- um en öll tónverkin sem flutt verða, átta talsins, eru eftir hann sjálfan. Hafa einungis tvö þeirra verið leikin opinberlega áður — annað hér á landi en hitt í Færeyj- um. „Fyrst námið hefur tekið svona langan tíma er alveg eins gott að gera þetta almennilega," segir Óskar en ætlast er til þess að um fjórðungur tónverka á burt- farartónleikum frá Tónlistarskóla FÍH sé eftir tónlistarmennina sjálfa. „Þessi lög hafa verið að þróast í mislangan tíma — það elsta er fjögurra ára gamalt en hið yngsta nokkurra mánaða.“ Vígir beinan tenórsaxófón Á tónleikunum mun Óskar vígja glænýjan beinan tenórsaxófón frá þýska fyrirtækinu Julius Keil- werth, þar sem hann er á hljóð- færasamningi fyrir milligöngu Andrésar Helgasonar hjá Tóna- stöðinni ehf. Er hljóðfærið, sem kom til landsins í liðinni viku, ein- ungis annað sinnar tegundar sem fyrirtækið framleiðir en það var fyrst kynnt opinberlega fyrir tveimur árum. „Julius Keilwerth hefur framleitt beina altsaxófóna með góðum árangri en þetta er fyrsti beini tenórsaxófónninn sem gerður hefur verið í áratugi. Hljóð- færið var frumsýnt á sýningu í Frankfurt árið 1995 en enginn hefur pantað það — fyrr en nú.“ Óskar prófaði beina tenórsaxó- fóninn fyrst á umræddri sýningu í Frankfurt og kveðst hafa „fallið fyrir honum“ þegar í stað. Það hafi þó tekið tíma að panta hljóð- færið. „Það kom mér á óvart að enginn skyldi hafa pantað það en eftir nokkra umhugsun lét ég slag standa og sé ekki eftir því — hljóð- færið er frábært og gefur leik mínum nýja vídd. Það minnir einna helst á Mercedes Benz-bifreið — „massíft" og stolt.“ Að áliti Oskars ber beini tenór- saxófónninn þeirri þróun sem orðið hefur á sviði hljóðfærahönnunar hin síðari misseri fagurt vitni. Sá böggull fylgi á hinn bóginn skammrifi að handverksmenn gamla tímans séu vandfundnir nú til dags og fyrir vikið anni fram- leiðslan ekki eftirspurn. Óskar gerir ráð fyrir að nota beina tenórsaxófóninn mikið á næstunni en framundan hjá hon- um eru verkefni af ýmsum toga. „Mezzoforte er að fara í hljóðver, þar sem við ætlum að vinna að ýmsum hugmyndum og í ágúst mun hljómsveitin koma fram á nokkrum tónlistarhátíðum í Evr- ópu. Þá spila ég í söngleiknum Evitu sem sýndur verður í Is- lensku óperunni í sumar og vinn að plötu með hljómsveitinni Funkstrasse. Síðan er aldrei að vita hvað maður gerir ef vel geng- ur annað kvöld, kannski verður ástæða til að taka upp plötu, það er orðið svo lítið mál ef efnið er til.“ Morgunblaðið/Einar Falur ÓSKAR Guðjónsson saxófónleikari með hluta af hljóðfærunum sem hann hefur fengið frá Julius Keilwerth. Sálumessa eftir ís- lenskt tónskáld frumflutt í Boston Boston. Morgunblaðið. SÁLUMESSA fyrir kór, hljómsveit og ein- söngvara eftir Sigurð Sævarsson var frum- flutt 5. apríl síðastlið- inn í Boston. Sigurður mun ljúka meistaragr- áðu í tónsmíðum og sönglist frá Boston há- skóla í vor og er sálu- messan lokaverkefni hans. Á efnisskrá tón- leikanna var einnig sónata fyrir básúnu og píanó eftir Sigurð. Var þetta annar flutningur hennar í Boston en hún hefur einnig verið flutt í Reykjavík og New York. Sálumessan er viðamikið verk, níu kaflar sem taka um 40 mínútur í flutningi. Verkið er heilsteypt, sterk- ur þráður frá fyrstu nótu til þeirrar síðustu. Finna mátti áhrif frá Frakk- landi: Duruflé, Fauré og Debussy, og frá breska tónskáldinu Benjamin Britten. Hljómsveitin var sparlega en smekklega notuð og var því áhrifamikil þegar hún lék af fullum styrk. Útsetningin, bæði fyrir hljóm- sveit og kór, var sérstök og mátti heyra persónulegan hljóm, mildan og framandi sem hóf latneska texta messunnar á flug. Verkinu var mjög vel tekið. Risu áheyr- endur hvað eftir annað úr sætum til að tjá hrifningu sína. Sigurður sagðist vera mjög ánægður með út- komuna, bæði verkin hefðu verið vel flutt. „Þetta er allt búið að gerast svo hratt. Ég byijaði í janúar á þessu ári að semja sálumess- una og lauk við hana stuttu fyrir tónleikana. Ég er mjög sáttur við verkið og þær móttökur sem það hefur fengið. Nú þegar hefur verið tekin ákvörðun um að flytja sálumessuna aftur næsta vetur hér í Boston á árlegum tónleikum fyrir nýja tónlist." Sigurður sagðist hafa tekið þátt í flutningi á fjölmörgum kirkjuverk- um í Boston. Þar á meðal hefur hann sungið einsöng í nokkrum sálu- messum og hafi það efalítið orðið kveikjan að verkinu. Aðspurður um framtíðina sagðist Sigurður vera bjartsýnn. Verkefni væru næg á næstunni. I sumar liggja fyrir verk- efni m.a. á sviði kirkjutónlistar og má þar nefna tónsetningu nokkurra íslenskra sálma. Að auki liggja fyrir tvær pantanir um verk. Sigurður Sævarsson Spurningar fyrir meistara SÍÐASTI þáttur spurningakeppni frönsku sjónvarpsstöðvanna France 3, „Spurningar fyrir meistara", verð- ur sýndur í Alliance Fran?ais, Aust- urstræti 3 (inngangur við Ingólfs- torg) á morgun, miðvikudag, kl. 20. Fyrsti þátturinn þar sem fjórir ís- lendingar kepptu saman var sýnd- ur í Alliance í apríl og þá vann Eg- ill Arnarson, 23 ára gamall, heim- spekinemi, en í úrslitaþættinum keppir hann gegn níu öðrum löndum. Einnig verða sýndir í Alliance allir aðrir þættir keppninnar frá kl. 13-18 og fólki boðið að líta inn þegar því hentar, segir í tilkynningu. JfL Melka Quality MEN'S Wear Einstakir eiginleikar Melka Durable og Melka cotton nobles fatnaðarins gera það að verkum að fatnaðinn þarf hvorki að strauja né pressa. HAGKAUP -ýfdlLflÖlskHldUMÉz ' »is/ ih N*jon*5Nistion» visniis)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.