Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 100. TBL. 85. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ríkisstjórn Blairs kynnir stefnubreytingu í ESB-málum Boða nýja byrjun í Evrópusamstarfinu Búist við leiðtogakjöri í Ihaldsflokknum fyrir júnflok Reuter ALAIN Juppe, forsætisráðherra Frakklands, gaf eiginhandaráritanir á báða bóga þegar hann var í Nancy í gær. Sfðustu skoðanakannan- ir benda til, að vinstri- og hægriflokkarnir njóti jafn mikils fylgis. Hnífjöfn kosninga- barátta í Frakklandi París. Reuter. SKOÐANAKÖNNUN, sem birt var í Frakklandi í gær, bendir til þess að stuðningurinn við frönsku vinstri- flokkana hafi aukist og þeir séu nú með jafnmikið fylgi og bandalag hægriflokkanna. 38% ætla að kjósa mið- og hægri- flokkana, sem eru við völd í Frakk- landi, og fylgi sósíalista og kommún- ista er jafnmikið, ef marka má könn- un LCÍ-sjónvarpsins. Þetta er þriðja könnunin á tveimur dögum sem bendir til þess að vinstriflokkarnir séu í sókn. „Ég hef alltaf talið að kosningarnar yrðu tvísýnar,“ sagði Alain Juppe forsætisráðherra og bætti við að hann teldi eðlilegt að Jacques Chirac forseti lýsti yfir stuðningi við stjórnarflokkana. Embættismenn á skrifstofu for- setans sögðu hann vera að íhuga hvort hann ætti að lýsa yfir stuðn- ingi við flokkana í fyrsta sinn frá því hann boðaði til kosninganna. Dag- blaðið Le Monde sagði að forsetinn hefði þegar ákveðið að gera það í grein sem yrði birt í svæðisbundn- um dagblöðum á morgun. London. Reuter. DOUG Hender- son, Evrópu- málaráðherra í nýrri stjórn Verkamanna- flokksins í Bret- landi, sagði á fundi í Brussel í gær, að hér eftir yrði unnið með öðrum Evrópu- sambandsríkjum en ekki gegn þeim. Breska stjórnin hefur einnig ákveðið að undirrita fé- lagsmálakafla Maastricht-samn- ingsins en stjórn Ihaldsflokksins var honum andvíg. Búist er við, að íhaldsmenn kjósi sér nýjan leiðtoga í júlí. „Við ætlum að vinna með ykkur eins og félagar en koma ekki fram við ykkur eins og andstæðingar," sagði Henderson á fundinum í Brussel. „Hin nýja stjórn í Bret- landi lítur á Evrópu sem tækifæri, ekki sem ógnun.“ Á þessum fyrsta ESB-fundi bresks ráðherra eftir stjórnarskipt- in í Bretlandi sagði Henderson, að Bretar vildu gera Evrópusamband- ið lýðræðislegra og auka skilning al- mennings á mikilvægi þess og til- gangi. Gaf hann einnig í skyn, að breska stjórnin yrði sveigjanlegri en fyrri stjórn í utanríkis-, dóms- og innanríkismálum. Andvígir sameiningu WEU og ESB Henderson lagði hins vegar áherslu á, að Bretar myndu áfram annast landamæraeftirlit og væru andvígir því, að varnarbandalag Evrópuríkjanna, WEU, Vestur- Evrópubandalagið, yrði sameinað ESB. Fulltrúar annarra ESB-ríkja fögnuðu í gær yfirlýsingum Hend- ersons og þeirri ákvörðun bresku stjómarinnar að undirrita félags- málakaflann. í honum er kveðið á um ýmis réttindi launþega, til dæm- is lágmarkslaun, en stjórn íhalds- flokksins hélt því fram, að hann myndi draga úr sveigjanleika á breskum vinnumarkaði og auka verulega á atvinnuleysið. Um það eru þó skiptar skoðanir. Brian Mawhinney, formaður breska Ihaldsflokksins, kvaðst í gær búast við, að nýr leiðtogi flokksins yrði kjörinn síðast í júní. Lét hann jafnframt í Ijós von um, að leiðtogakjörið yrði ekki til að auka á sundrunguna innan flokks- ins um Evrópumálin. Óljós staða Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra, varð fyrstur til að gefa kost á sér í leiðtogakjörinu en hann er jafnframt oddviti Evr- ópusinnanna í íhaldsflokknum. Rúmur helmingur 165 þingmanna flokksins er hins vegar ýmist tal- inn til Evrópuandstæðinga eða þeirra, sem hafa miklar efasemdir um Evrópusamstarfið. Evrópuand- stæðingarnir Peter Lilley, fyrrver- andi ráðherra, og John Redwood hafa einnig gefið kost á sér og aðrir líklegir frambjóðendur eru þeir Stephen Dorell og William Hague. Michael Heseltine, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, ætlar ekki að taka þátt í slagnum en hann er nú á sjúkrahúsi vegna verkja fyr- ir brjósti. Fékk hann vægt hjarta- áfall 1993 en læknar segja líðan hans góða og verður hann útskrif- aður næstu daga. Henderson Yersta veður á flóðasvæðunum í Kanada Viðbún- aður í Winnipeg Winnipeg. Reuter. MIKILL viðbúnaður var við flóðgarðana í Rauðárdal í Manitoba í gær en þá var þar versta veður og verulegur öldu- gangur. Var óttast, að garðarn- ir brystu en þeir hafa staðist álagið hingað til og komið í veg fynr tjón í Winnipegborg. Ölduhæð á „Rauðahafinu" eins og flóðið eða nýja stöðu- vatnið í Suður-Manitoba í Kanada og Norður-Dakóta í Bandaríkjunum er kallað var um 70 sm og voru björgunar- sveitir við öllu búnar. Stjómvöld í báðum ríkjunum ætla að skipa sameiginlega nefnd til að fjalla um þessi mál og hvernig koma megi í veg fyr- ir önnur flóð þessum lík. Á þess- um slóðum var gífurlegt fann- fergi í vetur og í vorleysingun- um varð vatnsmagnið í Rauðá 22 sinnum meira en venjulega. Talið er, að það hafi náð há- marki en muni þó ekki sjatna að ráði næstu daga. Sterkir norðanvindar blása nú í Rauðárdal og búist er við, að áttin haldist út vikuna. Þá er hugsanlegt, að vindurinn snúist í suður og reyni þá enn meir á flóðgarðana en nú. Nýr og al- gildur blóð- flokkur Albany. Reuter. VÍSINDAMENN skýrðu frá því í gær, að þeim hefði tekist að breyta yfirborði rauðra blóðkorna þannig, að unnt yrði að búa til einn blóð- flokk, sem gengi hjá öllum án til- lits til blóðflokkagi-einingar. Þessi uppgötvun var kynnt á þingi bandarískra barnalækna en þar var meðal annars fjallað um blóðsjúkdóma í börnum. Sögðu vísindamennirnir, að að- ferðin við að breyta rauðu blóð- kornunum væri einföld og ætti eft- ir að koma að miklu gagni, til dæmis við líffæraflutninga og ekki síst í þriðja heiminum þar sem blóðbankar eru engir. Helfarar minnst ÍSRAELAR minntust í gær þeirra sem létu lífíð í helför- inni af völdum nasista í heimsstyrjöldinni síðari, sem kostaði sex milljónir gyðinga Iífíð. Lögðu landsmenn niður vinnu í tvær mínútur og minntust fórnarlambanna í þögn, sem rofín var af sírenu- væli er annars varar fólk við yfírvofandi loftárás. Fánar voru í hálfa stöng, umferð stöðvaðist og bflstjórar stigu út úr farartækjum smurn þeg- ar sírenuvælið heyrðist, og andlegir og veraldlegir leið- togar landsins lásu upp nöfn látinna ættingja sem létu lífíð í helförinni. A meðal þeirra var Benjamin Netanyahu for- sætisráðherra, sem minntist látinna ættingja Söru, eigin- konu sinnar, en fleiri en 100 manns úr fjölskyhlu hennar Iétu lífíð í útrýmingarbúðum nasista. Á myndinni er kveikt á sjötta kyndlinum við minning- arathöfn í fyrrakvöld, en hver kyndill táknar eina milljón manna sem létu lífið í helför- inni. Valdataka skæru- liða yfirvofandi Lubumbashi. Rcutcr. BILL Richardson, sendimaður Bandaríkjastjórnar i Zaire, sagð- ist í gær vera að vinna að því, að ekki kæmi til blóðsúthellinga þegar uppreisnarmenn næðu Kinshasa, höfuðborg landsins, á sitt vald. Enginn árangur var af viðræðum Mobutu Sese Sekos, forseta landsins, og Laurent Ka- bila, leiðtoga uppreisnarmanna. Richardson kvaðst vera kom- inn til að tryggja, að yfirvofandi valdataka uppreisnarmanna færi eins friðsamlega fram og unnt væri. Flutti hann jafnframt Ka- bila sérstök skilaboð frá Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna. Kabila sagði á blaðamanna- fundi í gær, að legði Mobutu nið- ur völd áður en skæruliðar tækju Kinshasa yrði öryggi hans tryggt en að öðrum kosti yrði hann rek- inn burt eins og rakki. ■ Tróðust undir/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.