Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 57 FRÉTTIR STARFSMENN og eigendur Bíljöfurs talið frá vinstri: Elvar Þór Hjaltason, Guðmundur Bjarnason, Hlöðver Baldursson, Halldór Bjarnason, Hreinn Eyjólfsson, Guðni Sigurjónsson, Ei- ríkur Bjarnason, Markús Úlfsson og Baldur Arnar Hlöðversson. Bíljöfur í nýtt og rúmbetra húsnæði BÍLJÖFUR ehf. hefur flutt bílaverk- stæði sitt frá Nýbýlavegi 2 í nýtt húsnæði að Smiðjuvegi 70 (hús Sóln- ingar hf.), Kópavogi, þar sem við- skiptavinum verður boðið upp á víð- tæka viðgerðaþjónustu. A sama stað er til húsa SHELL-smurstöð sem starfrækt er í samvinnu við Skeljung hf. Bíljöfur ehf. er fimm ára gamalt fyrirtæki sem frá stofnun hefur ann- ast viðgerðir og viðhald á Chrysler, Dodge, Plymouth, Jeep, Skoda og Peugeot bifreiðum. Bíljöfur mun áfram þjónusta þessar bifreiðir sem Námskeið um kirkjuna og lífsskrefin Á VEGUM safnaðaruppbyggingar- nefndar Biskupsstofu verður haldið mánudaginn 12. maí málþing um fræðslu kirkjunnar og hvernig hún tengist æviferli einstaklinganna. Málþingið verður í Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, Akureyri og hefst kl. 17 og lýkur um kl. 23. Málþing- ið er opið öllum. Það er m.a. ætlað og aðrar tegundir bifreiða. Allir starfsmenn hafa haldgóða menntun og áralanga reynslu í viðgerðum af öllu tagi. Markús Úlfsson og Baldur Arnar Hlöðversson stofnuðu Bíljöfur ehf. 1. apríl 1992 og keyptu um leið öll tæki og tól verkstæðis Jöfurs hf. sem samtímis fól þeim að annast við- gerðaþjónustu fyrir bílaumboðið. Með flutningunum verður Bfljöfur óháður Jöfri hf. um varahlutainnkaup. 1 framtíðinni kaupir Bíljöfur ehf. vara- hluti þar sem verð og gæði fara best saman, segir í fréttatilkynningu. prestum, starfsmönnum safnaða, fulltrúum sóknarnefnda, kennur- um, fræðsluaðilum og áhugafólki um kristindómsfræðslu. Fyrirlesarar verða Guðni Þór Ólafsson, Guðmundur Guðmunds- son, Anna Elísa Hreiðarsdóttir, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Svav- ar Alfreð Jónsson, Stína Gísladótt- ir, Pétur Þórarinsson, Dalla Þórðar- dóttir, Hannes Örn Blandon og Valgerður Valgarðsdóttir. Þátttökugjald er ekkert og skrán- ing fer fram hjá Fræðsludeild kirkj- unnar á Akureyri. Undirbúningur sveitarstjórna- kosninga hefjist nú þegar KVENNALISTINN hélt árlegt vor- þing að Heimum á Hvalíjarðarströnd 3.-4. maí sl. Þar voru ræddar nýjar hugmyndir og nálgun í kvennabar- áttu og leiðir til að koma þeim á framfæri og í framkvæmd. Mikill vilji kom fram til að halda áfram að bjóða fram til Alþingis og sveita- stjórna eftir þeim leiðum sem tryggja best framgang kvennabar- áttu og kvenfrelsissjónarmiða. í lok fundarins var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Vorþing Kvennalistans, haldið að Heimum á Hvalfjarðarströnd 3.-4. maí 1997, skorar á kvenna- listakonur að hefja nú þegar undir- búning að næstu sveitarsjtórnakosn- ingum og vinna markvisst að aukn- um áhrifum og völdun kvenna í sveitarstjórnum um allt land. Með auknum verkefnum og víð- tækara hlutverki eru sveitarstjórnir að verða æ mikilvægari og áhuga- verðari vettvangur fyrir konur. Þær þurf að sækja fram og taka málin í sínar hendur með kvenfrelsi og bætta stöðu kvenna að markmiði. Jöfn þátttaka kvenna og karla við stjórnun samfélagsins er eina leiðin til að tryggja jafnrétti og lýðræði sem stendur undir nafni. Sjónarmið kvenna verða að fá aukið vægi í ís- lensku samfélagi og að því hefur Kvennalistinn ávallt unnið. Mikill árangur hefur náðst en betur má ef duga skal. Því heitir Kvennalistinn á konur að bretta upp ermar og ætla sér stóran hlut í næstu sveitar- stjórnakosningum." Rannsókna- stofnun í hjúkr- unarfræði formlega opnuð RANNSÓKNASTOFNUN í hjúkr- unarfræði verður formlega opnuð miðvikudaginn 7. maí kl. 17 með athöfn í húsnæði námsbrautarinnar í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Megintilgangur með stofnun Rannsóknastofnunar í hjúkrunar- fræði er að efla rannsóknir kennara I I I l Ur dagbók lögreglunnar Líkamsmeiðingar og innbrot UM HELGINA var tilkynnt um 7 líkamsmeiðingar, 10 innbrot, 10 þjófnaði og 19 eignarspjöll. Til- kynnt var um stuld á 5 ökutækjum og í tveimur málum komu fíkni- efni við sögu. í tveimur bílþjófnað- anna voru bifreiðar fengnar að láni eftirlitslaust á bílasölum. Afskipti þurfti að hafa af 50 manns vegna ósæmilegrar ölvun- arháttsemi á almannafæri. Þijátíu og fímm manns reyndist nauðsyn- legt að vista í fangageymslunum. Þá þurftu lögreglumenn 18 sinn- um að fara á vettvang vegna kvartana yfir hávaða og ónæði í fjöleignarhúsum. Sviptir á staðnum Tólf ökumenn, sem stöðvaðir voru, eru grunaðir um ölvuna- rakstur. Jafn margir ökumenn voru kærðir fyrir að aka yfir leyfi- legum hámarkshraðamörkum. Tveir þeirra voru sviptir ökurétt- indum „á staðnum". Harður árekstur varð með tveimur bifreiðum á Miklubraut við Snorrabraut á föstudagskvöld. Bifreiðarnar voru báðar fluttar af vettvangi með kranabifreið. Ökumennirnir ætluðu sjálfir að leita aðstoðar á slysadeild teldu þeir þess þörf. Tilkynnt var um 2. til 5. maí. 22 önnur umferðaróhöpp til lög- reglunnar í Reykjavík um helgina. Á laugardag var tilkynnt að barn hefði drukkið hreinsilög. Sjúkraliðsmenn og læknir, sem komu á vettvang, töldu ekki ástæðu til aðgerða. Á laugardag féll 17 ára gamall piltur af reiðhjóli á Seltjarnarnesi og rotaðist. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Um morguninn voru tveir menn fluttir á slysadeild eftir slagsmál í Lækjargötu. Annar reyndist nef- brotinn og hinn sennilega kinn- beinsbrotinn. Vitað er hveijir áttu þarna hlut að máli. Á sunnudag var bifreið ekið á ljósastaur við Lækjargötu. Öku- maðurinn meiddist í andliti og fékk innvortis áverka. Hann var fluttur á slysadeild. 14 tilkynningar um sinuelda Um helgina var 14 sinnum til- kynnt um sinubruna í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík. Að marggefnu tilefni er fólki bent á að í lögum um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi segir að bannað sé að kveikja í sinu og brenna sinu innan kaupstaða eða kauptúna eða í þéttbýli er jafna má til kauptúna. Brot á lögunum varða sektum. Nauðsynlegt er að foreldrar og forráðamenn reyni að sjá til þess að börn þeirra hafi ekki eldfæri undir höndum. Þeir brýni og fyrir þeim þær afleiðingar er kunna að verða ef eldur er kveiktur og eðlilegt má telja að þeir fylgist sérstaklega með börnum sínum í nálægð við þau svæði sem bjóða upp á sinu- brennur. Hætta er á að lítil börn geti lokast inni á milli mikilla sinu- elda. Lögreglan mun á næstunni reyna að fylgjast með sinusvæð- um, s.s. í Fossvogi og í Elliðaár- dal, og eru foreldrar og forráða- menn barna jafnframt hvattir til þess að leggja henni lið til þess að stemma stigu við þeim ósið sem sinubrennur eru. Fulltrúar lögreglunnar á Suð- vesturlandi ákváðu á fundi sínum í síðustu viku að beina þeim til- mælum til verktaka að þeir hugi í sumar sérstaklega að merking- um vegna verklegra framkvæmda og reynt verði að hvetja ökumenn til að virða þær merkingar sem settar verða upp. Þá var og ákveð- ið að gangast fyrir sameiginlegu verkefni í lok maí. námsbrautarinnar og þar með að renna styrkari stoðum undir fræði- mennsku í hjúkrun á íslandi. Stofn- unin mun einnig gegna mikilvægu hlutverki í rannsóknatengdu fram- haldsnámi í framtíðinni en það nám mun hefjast við námsbraut í hjúkr- unarfræði haustið 1998. Einnig mun Rannsóknastofnunin þjóna heilbrigð- isstofnunum landsins við að skipu- leggja og framkvæma rannsóknir á hinum ýmsu sviðum hjúkrunar. í tengslum við opnun Rannsókna- stofnunarinnar verða haldnir vinnu- fundir með þekktum fræðimanni í hjúkrun, dr. Ivo Abraham, prófessor við University of Virginia í Bandaríkj- unum og kaþólska háskólann í Leu- ven í Belgíu. Á vinnufundunum verð- ur m.a. fjallað um alþjóðlegt rann- sóknasamstarf, meðferðarrannsóknir og umsjónarhjúkrun. Er það von námsbrautarinnar að þátttaka í fjöl- þjóðlegum rannsóknum í náinni fram- tíð verði lyftistöng fyrir fræði- mennsku í hjúkrun á Islandi samhliða því að hjúkrunarþjónusta í landinu eflist. f É mS TRÍÓIÐ Vestanhafs ■ KAFFI Puccini er ekki ein- göngu kaffihús heldur einnig sér- verslun með kaffi. Fyrir nokkrum vikum setti Barnie’s fyrirtækið á markað enn eina kaffitegundina, Cool Café Blues, sem kynnt verður á blúskvöldi þriðjudagskvöldið 6. maí. Það er tríóið Vestanhafs, skip- að þeim Björgvini Gíslasyni, Jóni Ingólfssyni og Jóni Björgvins- syni, sem leikur fyrir gesti. Kaffi Puccini hefur jafnframt boðið upp á jazzveislu með tríói Björns Thor- oddsen og nú hefur verið afráðið að jazzkvöld verður alltaf síðasta fimmtudagskvöld í mánuði og blús- kvöld fyrsta þriðjudagskvöld í hverjum mánuði. Fundur félagsmála- ráðherra um jafnréttismál NÚGILDANDI þingsályktun um framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna var samþykkt á Alþingi 7. maí 1993 og gildir hún til ársloka 1997. Unnið er að gerð nýrrar fram- kvæmdaáætlunar til fjögurra ára sem taka mun gildi um næstu ára- mót. Félagsmálaráðherra efnir til sam- ráðsfunda víða um land með fulltrú- um sveitarstjórna og félagasamtaka sem og öðrum sem áhuga hafa á verkefninu. Markmið fundanna er að ræða áherslur í jafnréttismálum og safna hugmyndum og ábending- um varðandi gerð framkvæmdaáætl- unarinnar. Næsti fundur verður á Hótel Varmahlíð þriðjudaginn 6. maí kl. 20.30. Ávörp flytja Páll Pétursson, félagsmálaráðherra og Elín R. Lín- dal, formaður Jafnréttisráðs, Elsa S. Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs ræðir form og gerð framkvæmdaáætlana, Herdís Sæ- mundsdóttir, kennari, flytur innlegg heimamanns og loks verða almennar umræður. Anægðir með framkvæmd varnarsamnings HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra átti fund með William Coh- en, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, og starfsliði hans í Washing- ton sl. miðvikudag. „Á fundinum lýstu báðir aðilar ánægju sinni með framkvæmd varn- arsamnings þjóðanna frá 1951 og voru sammála um mikilvægi íslands sem hlekks í þeirri keðju sem tengir Bandaríkin og Kanada við Evrópu. Rætt var um fyrirhugaða stækkun Atlantshafsbandalagsins í kjölfar leiðtogafundarins í Madríd í sumar. Utanríkisráðherra lagði áherslu á að þess yrði sérstaklega gætt að þær þjóðir sem ekki verður boðin aðild að bandalaginu í fyrstu umferð fái ótvíræða staðfestingu á því að bandalagið verði áfram opið nýjum aðildarríkjum. Utanríkisráðherra lagði einnig áherslu á að skilyrði fyrir aðild að Atlantshafsbandalag- inu yrðu að vera hin sömu fyrir öll umsóknarríki og að ekki mætti að- skilja öryggi Eystrasaltsþjóðanna frá öryggismálum Evrópu almennt. Af hálfu Bandaríkjamanna kom fram sérstök ánægja með framlag íslands við enduruppbyggingu Bosn- íu og þátttöku íslenskra lækna, hjúkrunarfólks og lögreglumanna við hjálparstörf þar. Almennt var rætt um friðarsamtarf Atlantshafs- bandalagsins (PfP) og frekari þróun þess í framtíðinni. Varðandi al- mannavarnaæfínguna Samvörð 97, sem haldin verður á íslandi í júlí nk., var það skoðun beggja að æfing- in væri vissulega táknræn fyrir þær breytingar sem orðnar eru í öryggis- málum Evrópu. Æfingin væri m.a. markverð fyrir það að vera sú fyrsta innan friðarsamstarfs NATO sem snýst um viðbrögð við náttúruham- förum. Áréttuðu Bandaríkjamenn það sérstaklega að þeir teldu æfing- una mikilvægt framlag til friðar og öryggis í Evrópu,“ segir í fréttatil- kynningu frá utanríkisráðuneytinu. Rætt um bresku kosningarnar FÉLAG stjórnmálafræðinga boðar til opins hádegisverðarfundar í dag, þriðjudag 6. maí, kl. 12.00 á efri hæð Lækjarbrekku. Karl Blöndal, stjórnmálafræðingur og starfandi fréttastjóri erlendra frétta á Morg- unblaðinu, mun ræða um úrslit bresku kosninganna 1. maí. Karl fór sérstaklega til Lundúna til að fylgjast með síðustu dögum kosningabaráttunnar og eru fáir ís- lendingar eins vel upplýstir um efn- ið, segir í fréttatilkynningu. LEIÐRÉTT Sýning Hallsteins í Asmundarsafni RÖNG mynd birtist með myndlist- ardómi um sýningu Hallsteins Sig- urðssonar í blaðinu síðastliðinn sunnudag. Myndin var frá sýningu í Ásmundarsal en átti vitaskuld að vera frá sýningu Hallsteins í Ás- mundarsafni. Beðist er velvirðingar á mistökunum og rétt mynd birt. Skautbúningur, ekki peysuföt í VIKULOKUNUM síðasta laugar- dag var missagt að ein fyrirsætan hefði klæðst peysufötum. Um skaut- búning var að ræða og er hér með beðist velvirðingar á mistökunum. FOLK Á FLOTTA- ráðstefna í Norriena húsinu Ráðstefna um málefiii fólks á flótta verður haldin í Norrœna húsinu fimmtudaginn 8. maí kl. 14.00. Allir velkomnir! RAUÐI KROSS ÍSLANÞS I |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.