Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hús og hugarfar ÞÓTT Austur-Evrópuþjóðunum miði mörgum býsna vel áfram á erfiðri leið sinni frá miðstjórn til markaðsbúskapar þurfa þær samt að búa lengi enn við arfinn, sem kommúnistar skildu eftir sig. Þessi arfur tekur á sig ýmsar myndir, Ijósar og leyndar, og mætti hafa langt mál um það, en hvergi birtist hann þó eins áþreifanlega og í hús- um. Gamli bærinn í Tallinn er gott dæmi um þetta. Eistar hafa búið í landi sínu í fímm þúsund ár, en þeir fengu ekki að ráða sér sjálfir fýrr en eftir fyrri heimsstyijöldina. Arin milli stríða eru eini tíminn, sem Eistar hafa fengið að vera í friði í a.m.k. þúsund ár, auk áranna síðan 1991, þegar þeir endurheimtu sjálf- stæði sitt við hrun Sovétveldisins. Fyrir heimsstyrjöldina síðari voru lífskjör Eista talin vera svipuð kjör- um Finna handan flóans, jafnvel ívið betri. Gamli bærinn í Tallinn var fyrirtak af frásögnum að dæma og myndum: hann var að sumu leyti talinn enn glæsilegri en t.a.m. gamli bærinn í Stokkhólmi. Þegar Sovétríkin hrundu loksins var gamli bærinn í Tallinn þó ekki nema svipur hjá sjón. Húsin þar höfðu grotnað niður að innan sem utan vegna skorts á viðhaldi í hálfa öld. Fyrir Ólympíuleikana í Sovét- ríkjunum árið 1980 voru nokkrir pólskir iðnaðarmenn að vísu fengn- ir til að skvetta málningu á fram- hliðar húsanna í gamla bænum. Það hrökk skammt. En nú er að rofa til. Sumum húsunum í gamla bænum hefur nú verið skilað aftur til fyrri eigenda eða afkomenda þeirra, önnur hafa verið seld og enn önnur eiga ríki og borg og leigja t.d. erlendum sendiráðum, svo að leigjendurnir annast þá umbyggingu og f dndurbætur gegn leigufríðindum. Nýir eigendur eru nú sem sé smám saman að koma húsunum í fyrra horf yzt sem innst. Tallinn er smátt og smátt að verða falleg á ný. A sama tíma og gamli bærinn var lát- inn grotna niður var byggt og byggt í kringum hann og í úthverfum borgarinnar. Bygg- ingarbragurinn ber það með sér í einu og öllu, að þar voru flokksarki- tektar af vondri tegund að verki. Margir borgarbúar hlökkuðu til vefrarsnjóanna, því að þeir huldu hörmulega ásýnd borgarinnar og var ástand húsa þar og efnahags- ástand yfirleitt þó talið vera einna skást í Sovétríkjunum. Nú þarf þetta fólk vonandi ekki lengur að kvíða vorkomunni. Byggingararfleifð kommúnista er í reyndinni tvöfaldur glæpur. Næstum allt, sem þeir byggðu sjálf- ir, vitnar um litla verkkunnáttu og vondan smekk, auk þess sem þeir vanræktu og eyðilögðu flestallar byggingar, sem þeir tóku í arf — aðrar en þær, sem nómenklatúran þurfti til eigin nota. Þessa sér stað víðast hvar um Sovétríkin sálugu og svipuð pláss. Þetta á ekki aðeins við um húsin sjálf, heldur einnig um flesta innanstokksmuni. Ég kom þarna austur frá í kennslustofnanir, þar sem krítin tolldi ekki við töflurnar og annað var eftir því. Nú er þetta allt þó sem óðast að fá nýjan svip. Búkarest, höfuð- borg Rúmeníu, er kafli út af fyrir sig. Sjáseskú forseti var brennandi áhugamaður um bygg- ingarlist og einsetti sér að endurbyggja borg- ina eftir eigin höfði. Hann lét jafna gamla bæinn við jörðu eða því sem næst og byggja stórhýsi i staðinn og teiknaði þau gjarnan sjálfur, þótt hann kynni ekkert til slíks; hann hafði ekki verið nema þijá eða ijóra vetur í barnaskóla og talaði auk þess bjagaða rúmensku. Borgin, sem var kölluð París austursins árin milli stríða, breyttist á nokkr- um áratugum í eina herfilegustu húsaþyrpingu, sem sögur fara af. Stundum er sagt, að mistök arki- tekta séu afdrifameiri en mistök annarra, af því að hús standa leng- ur en mörg önnur mannaverk. Það er talsvert til í þessu. Og þó: hví skyldu sár fólks, sem hefur mátt þola það, að líf tveggja til þriggja kynslóða hefur verið lagt í rúst, vera fljótari að gróa en sárin, sem flokksarkitektarnir ristu í borgir og byggð? Og hví skyldi mengað hug- arfar — afleiðing þess, að fjölda fólks var umbunað fyrir alls kyns Þorvaldur Gylfason Menntaskólinn í Reykjavík er nýmálaður að utan, en að innan er hann að grotna niður. Þorvaldur Gylfason telur að það eigi við um fleiri sögufræg hús. ódæðisverk og mörgum öðrum var refsað fyrir að reyna að standa á rétti sínum — valda skammvinnari skaða en niðurnídd hús? Munurinn er e.t.v. einkum sá, að sum sárin sjást betur en önnur. Skákmeistarinn Paul Keres er sennilega sá Eisti, sem náð hefur mestri frægð utan heimalands síns. Mynd hans prýðir nú fimmkrónu- seðil Eistlands. Hann tapaði óvænt fýrir Rússanum Botvinnik í heims- meistaraviðureign í skák árið 1948 með herfilegum afleik. Nú, hálfri öld síðar, virðist skýringin á þessum undarlega ósigri Keresar vera kom- in í ljós: sovézka leynilögreglan hótaði honum og fjölskyldu hans Síberíuvist ef hann leyfði Botvinnik ekki að vinna. Ástand húsa í kommúnistalönd- unum fyrrverandi endurspeglaði ástand efnahagslífsins. Viðstöðu- lausar byggingarframkvæmdir villtu mörgum sýn: þær virtust vitna um grósku. Nýbyggingar voru tald- ar fullgild fjárfesting í þjóðhags- reikningum Sovétríkjanna, þar sem enginn greinarmunur var gerður á góðri og vondri fjárfestingu. Minni ljómi leikur um viðhald, svo að því var sleppt, nema þegar mikið lá við og von var á útlendingum í heim- sókn, eins og þegar Pólveijarnir voru fengnir til að mála framhlið- arnar í gamla bænum í Tallinn. Viðhald var reyndar ekki talið með í sovézkum þjóðhagsreikningum og flokkaðist því beinlínis undir sóun. Efnahagslífið þarna austur frá hlaut því á endanum að fara sömu leið og húsin og grotna niður, unz gripið var í taumana. Halldór Laxness kom auga á þetta á ferðum sínum um Sovétrík- in fyrir 60 árum. Hann segir í Gerska ævintýrinu: „Hjá rússum einsog íslendíngum er það altítt að byggíngar fari að drabbast niður áður en þær eru fullgerðar" (1938; 2. útgáfa, bls. 184). Allt þetta þurfa menn að hafa í huga, þegar þeir virða Menntaskól- ann í Reykjavík fyrir sér utan frá, en nú eru liðin 150 ár og einu bet- ur frá vígslu hans árið 1846. Hann er að vísu nýmálaður að utan eins og til að villa um fyrir vegfarend- um, en hann er að grotna niður að innan. Þetta sögufræga hús hefur legið undir alvarlegum skemmdum um árabil án þess að yfirvöld hafi sýnt því nokkurn umtalsverðan áhuga þrátt fyrir ítrekaðar aðvar- anir og áskoranir stjórnenda skól- ans. Það er þó alkunna, að ekkert hefur verið til sparað við endurbæt- ur stjórnarráðshússins aðeins steinsnar frá eða þá við endurbætur og viðbyggingar alþingishússins og Ráðherrabústaðarins, svo að tvö önnur dæmi séu tekin af vistarver- um stjórnmálastéttarinnar. En Menntaskólinn í Reykjavík, Þjóðminjasafnið og margar aðrar helztu byggingar þjóðarinnar og starfsemin, sem þær hýsa, búa áfram við fjársvelti og sovézka nið- urníðslu. Höfundur er prófessor. Hátæknisjúkrahús og minni sjúkrahús TILTÖLULEGA litl- ar breytingar hafa orð- ið á byggingum, skipu- lagi og rekstri sjúkra- húsa í heilan manns- aldur. Allt er byggt í föstum einingum, skurðstofur, legurými, rannsóknarstofur o.fl. með skörpum landa- mærum sem varin eru til síðasta blóðdropa. Tilfærsla sjúklinga, gagna og tækja innan sjúkrahúss fylgja föst- um reglum. Nálægð er lykilorðið, þ.e. nálægð sjúklinga við tækið, enda fara samskipti fram með sendiboðum, bréfi eða sím- leiðis. Öllu sem breytist er miðstýrt. Sjúklingur verður því oft að ferðast langar leiðir frá heimkynnum sínum, jafnvel vegna smávægilegra sjúk- dóma, því minni sjúkrahús eru Iögð af eða dregið úr starfsemi þeirra. Breytingar Nú upplifum við mikið breytinga- skeið varðandi byggingu, skipulag og rekstur sjúkrahúsa. Breytinguna má rekja til: - mikilla tækniframfara í aðgerð- um, greiningum og samskiptum. - félagslegra og efnahagsvæntinga. Tækni framtíðarinnar sem virðist vera hulin mörgum Sem dæmi um þessar framfarir voru aðeins 20-30% allra skurðað- gerða gerðar á göngudeildum fyrir 25 árum en nú nema þær um 50% svo að áhrifa þessara breytinga gætir nú þegar. Því er spáð að inn- an 5-10 ára verði hlutfallið 70-80%. Innan tíðar má vænta meiri fram- fara á aðgerðarlækningum, jafnvel aðgerða án skurðar. Æxlum hefur lengi verið eytt rneð geislum en nú eru hafnar tilraunir á sjúkrahúsum í Englandi með að senda útvarps- bylgjur (hljóð- eða ljósbylgjur) úr tveimur áttum inn í æxli. Þá myndast orkusvið og æxlið eyð- ist. Aðgerðin fer fram utan skurðstofu, án skurðstofuteymis. Þetta þýðir að þótt aðgerðarkostnaður lækki ekki eða hækki jafnvel, þá mun mikið sparast í legudögum. Heimsheilsan (WHO) ásamt bresku og bandarísku heilbrigð- isstjórnunum telja að heildarkostnaður vegna heilbrigðisþjón- ustu muni standa í stað og líklega lækka í nánustu framtíð. Tækniframfarir í samskiptum Vegna betri tækni er hraði sam- skipta mun meiri en áður. Koma þar til framfarir í tölvu-, síma og sjónvarpstækni, s.s.: - stafrænar myndir - fjarlækningar - tölvupóstur. Boð berast því hratt og örugg- lega milli fjarlægra staða. Slík boð- skipti fara nú þegar fram á Is- landi. Þessi tækni hefur í för með sér grundvallarbreytingu, þ.e.: - ekki er nauðsynlegt að flytja alla sjúklinga til hátæknisjúkrahúss. - minni og meðalstórar aðgerðir og rannsóknir er hægt að fram- kvæma á minni sjúkrahúsum, m.a. með tækniaðstoð, hröðum og góð- um samskiptum við sérfræðinga í öðrum landshlutum. Færa þarf sérfræðiþekkinguna nær sjúkl- ingnum. Fleira kemur til. Læknar eru ekki lengur einráðir um fram- kvæmd lækningar. Almenningur hefur tileinkað sér aukna þekkingu með auknu upplýsingastreymi, m.a. með aðgengi að tölvum, og gerir meiri kröfur en áður um beina þjón- ustu í heimahéraði. Forsenda gæðaþjónustu smærri sjúkrahúsa er, að mati Olafs Olafs- sonar, fjarskiptasam- band við hátækni- sjúkrahús. Hátæknisjúkrahúsa er þörf til stærri aðgerða og nauðsynlegt er að efla þau sem mest af tækjum og göngudeildaraðstöðu. Minni sjúkrahúsum fækkar en tími nokk- urra þeirra, til þess að sjá um rann- sóknir og minni aðgerðir, sem eru algengastar, virðist kominn aftur. Forsenda þess að þau geti starfað og veitt gæðaþjónustu er að þau starfi í nánu oggóðu fjarskiptasam- bandi við hátæknisjúkrahús og sér- fræðinga þeirra (fjarlækningar). Sérfræðingar eru ekki síður fær- anlegir en sjúklingar og því munum við eignast farandsérfræðinga er ferðast á milli minni sjúkrahúsa eftir þörfum. Lokaorð Menn geta ekki horft framhjá þessum breytingum og haldið áfram að áætla og byggja steinkassa við sjúkrahúsin! Sú stefna er úrelt. Landlæknir hefur lengi varað við slíkri stefnu við litlar vinsældir og mælt á móti steinkassabyggingum víða um land. Dæmi: Isafjörður, Blönduós, K-bygging Landspítalans o.fl. Nú standa víða auðar bygging- ar sem vart er hægt að hita upp en hafa verið í byggingu lungann úr starfsæfi manna enda hönnunar- kostnaður allt að 'A af heildarkostn- aði. Betra væri að veija þessu fé til að stytta biðlista. Höfundur er landlæknir. Ólafur Ólafsson Breikkun Gullinbrúar Sjálfstæðismenn hafa lagt fram í skipu- lagsnefnd Reykjavíkur tillögu um að fram- kvæmdir við breikkun Gullinbrúar frá Stór- höfða og í gegnum gat- namótin við Hallsveg verði hafnar nú strax í sumar. Er í tillögunni lagt til að borgarráð gengi þegar til viðræðna við rikisvaldið um að tryggja að þessar fram- kvæmdir geti hafíst strax. Einnig segir í til- lögunni að kanna verði þann möguleika að Reykjavíkurborg fjár- magni framkvæmdirnar þar til fjár- magn fæst til þeirra á vegaáætlun. Gullinbrú er „þjóðvegur í þéttbýli" Gullinbrú tilheyrir þjóðvegakerfi landsins og því er það ríkisvaldsins að fjármagna breikkun brúarinnar. Reykjavíkurborg getur hins vegar haft áhrif á niðurröðun verkefna í samningum og viðræðum við sam- göngumálayfirvöld. í Grafarvogi búa nú rúmlega 12 þúsund manns. Hverfin hafa byggst hratt upp og innan skamms tíma munu lóðaúthlutanir hefjast í Staða- hverfi. Aðeins tvær tengingar eða samgönguæðar tengja Grafarvogs- svæðið við önnur hverfí borgarinnar. Fá mál eru eins mikið til umræðu meðal Grafarvogsbúa og umferðar- mál enda teppist umferð til og frá hverfunum í Grafarvogi á annatím- um. Má segja að ófremdarástand ríki í þessum málum og að út frá öryggis- sjónarmiðum sé ástandið óviðunandi. Byggingaraðilar og aðrir halda því jafnframt fram að erfíðara sé að selja íbúðir í Grafarvogi en í ná- grannasveitarfélögum Reykjavíkur vegna þess ófremdarástands. Þess vegna telja sjálfstæðismenn það for- gangsmál í umferðarmálum Reykja- víkur að breikka Gullinbrú og tryggja eðlilega aðkomu að Grafarvogssvæð- inu en samkvæmt vegaáætlun eiga fram- kvæmdir við breikkun Gullinbrúar ekki að hefjast fyrr en eftir tvö ár eða árið 1999. Gullinbrú og Sundabraut Breikkun Gullinbrú- ar nú á ekki að verða til þess að framkvæmd- ir við svokallaða Sunda- braut tefjist enda eiga framkvæmdir við Sundabraut ekki að hefjast fyrr en eftir nokkur ár. Þar er mikilli hönnunarvinnu ólokið og ólíklegt að ríkisvaldið hefji fram- kvæmdir við Sundabraut á næstu þremur árum. Breikka þarf Gullinbrú. Gunnar Jóhann Birg- isson telur nauðsynlegt að tryggja eðlilega að- komu að Grafarvogs- svæðinu. Það er ekkert nýtt að Reykjavík- urborg láni ríkisvaldinu fyrir þjóð- vegaframkvæmdum í Reykjavík. Ef borgarstjóm Reykjavíkur hefði ekki í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins tek- ið frumkvæðið með þeim hætti og ijármagnað þjóðvegaframkvæmdir væri illa komið í samgöngumálum Reykvíkinga. Borgarstjórn þarf að grípa tækifærið og taka á þessu máli nú strax því vegaáætlun er til umræðu á Alþingi þessa dagana. Vonandi ber R-listinn gæfu til að taka rétta ákvörðun í þessu máli. Það er kominn tími til. Höfundur er borgnrfulltrúi í Reykjavík. GunnarJóhann Birgisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.