Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1997 21 ERLENT Sprengjur kosta 1.700 Kúv- eita lífið JARÐSPRENGJUR, sem ír- akar komu fyrir í Kúveit þegar þeir hernámu landið árið 1990, hafa orðið 1.700 óbreyttum borgurum að bana og sært 2.300. Um 70% þeirra, sem hafa særst, eru börn, að sögn Rauða hálfmánans í Kúveit. 84 sprengjusérfræðingar hafa einnig beðið bana og 200 særst af völdum sprengnanna. írakar komu um fímm milljón- um jarðsprengna fyrir í Kúveit þegar þeir hernámu landið í níu mánuði. Rúm milljón sprengna hafði verið ijarlægð fyrir síðustu áramót. Lík barna geymd í formalíni LÆKNAR á sjúkrahúsi í rúm- ensku borginni Cluj sögðust í gær hafa geymt lík 15 barna í formalíni, eða formaldehýði í vatnslausn, þar sem ekki væri hægt að jarðsetja þau vegna fjárskorts. Læknarnir neituðu hins vegar fréttum rúmenskra fjölmiðla um að börn, sem hafa dáið á sjúkrahúsinu, hefðu ver- ið grafin í fjöldagröfum. „Við geymum lík dánu barnanna í formalíni og bíðum eftir því að foreldrarnir gefi sig fram og sæki þau,“ sagði yfirmaður barnadeildar sjúkrahússins. Trúin á kommúnisma dvínar í Kína VIÐHORFSKANNANIR í Kína benda til þess að stuðn- ingurinn við kommúnistaflokk- inn hafi minnkað verulega meðal kínverskra verkamanna, að sögn kínversks tímarits í gær. Samkvæmt opinberri könnun telja aðeins 29,42% verkamannanna að æðsta markmiðið sé að efla kommún- ismann, en árið 1982 voru 69,9% aðspurðrar þessarar skoðunar og 57,82% árið 1986. Könnunin bendir hins vegar til þess að verkamennirnir séu trúhneigðari en áður. Sígauni á meðal hinna blessuðu JÓHANNES Páll páfi hvatti í gær þjóðir heims til að sýna sígaunum umburðarlyndi, dag- inn eftir að hafa lýst því yfir spænskur sí- gauni, Cefer- ino Jimenez Malla, væri á meðal hinna blessuðu á himnum. Jimenez er fyrsti sígaun- inn sem er heiðraður með þessum hætti, en slík yfirlýsing er næstsíð- asta skrefið áður en menn eru teknir formlega í dýrlingatölu. Jimenez var hrossakaupmaður, gekk undir nafninu „E1 Pele“, og var skotinn til bana í borga- rastyrjöldinni á Spáni árið 1936. Reuter Giftusam- leg björgun TÆLENSKA ferjan „King Cruiser“ sigldi á sker og sökk skammt frá Phi Phi-eyju í Andaman- hafi á sunnudag. Er það um 870 km fyrir sunnan Bangkok. 600 manns, að- allega ferðafólk, var með ferjunni, sem er 2.000 tonn, og tókst að bjarga öllum frá borði í fiskibáta á svæðinu. Hlutu sumir nokkra áverka en enginn alvarlega. Hér er einn fiskbátanna að flylja burt síðustu farþegana. Fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta DJ8ÍS.R rí 1 með íslenskum texta Dagana 6., 7. og 8. maí klukkan 19:00 verður Djöflaeyjan sýnd með íslenskum texta í Háskólabíói. Þetta verður í fyrsta sinn sem heyrnarlausir og þúsundir fólks með skerta heyrn getur notið íslenskrar kvikmyndar. Við hvetjum þá og aðstandendur þeirra til að nýta þetta einstaka tækifæri. Þökkum eftirtöldum aðilum stuðninainn: Fálkinn hf Happdrætti Háskóla íslands Hitaveita Reykjavíkur Hitaveita Suðurnesja Húsnæðisstofnun ríkisins Islenska útvarpsfélagið Kentucky Fried Chicken Landsbanki íslands Nói - Síríus hf Rolf Johansen og Co hf Samherji hf Seðlabanki íslands Sild og fiskur Sjómannafélag ísfirðinga Sjóvá-Almennar hf Sókn, starfsmannafélag Sól hf SPR0N Verslunin 10-11 Sérstakar þakkirfá Texti hf. íslenska kvikmyndasamsteypan Lionskiúbburinn Æsa - Njarðvík Lionsklúbbur Njarðvíkur FELAG HEYRNARLAUSRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.