Morgunblaðið - 06.05.1997, Page 21

Morgunblaðið - 06.05.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1997 21 ERLENT Sprengjur kosta 1.700 Kúv- eita lífið JARÐSPRENGJUR, sem ír- akar komu fyrir í Kúveit þegar þeir hernámu landið árið 1990, hafa orðið 1.700 óbreyttum borgurum að bana og sært 2.300. Um 70% þeirra, sem hafa særst, eru börn, að sögn Rauða hálfmánans í Kúveit. 84 sprengjusérfræðingar hafa einnig beðið bana og 200 særst af völdum sprengnanna. írakar komu um fímm milljón- um jarðsprengna fyrir í Kúveit þegar þeir hernámu landið í níu mánuði. Rúm milljón sprengna hafði verið ijarlægð fyrir síðustu áramót. Lík barna geymd í formalíni LÆKNAR á sjúkrahúsi í rúm- ensku borginni Cluj sögðust í gær hafa geymt lík 15 barna í formalíni, eða formaldehýði í vatnslausn, þar sem ekki væri hægt að jarðsetja þau vegna fjárskorts. Læknarnir neituðu hins vegar fréttum rúmenskra fjölmiðla um að börn, sem hafa dáið á sjúkrahúsinu, hefðu ver- ið grafin í fjöldagröfum. „Við geymum lík dánu barnanna í formalíni og bíðum eftir því að foreldrarnir gefi sig fram og sæki þau,“ sagði yfirmaður barnadeildar sjúkrahússins. Trúin á kommúnisma dvínar í Kína VIÐHORFSKANNANIR í Kína benda til þess að stuðn- ingurinn við kommúnistaflokk- inn hafi minnkað verulega meðal kínverskra verkamanna, að sögn kínversks tímarits í gær. Samkvæmt opinberri könnun telja aðeins 29,42% verkamannanna að æðsta markmiðið sé að efla kommún- ismann, en árið 1982 voru 69,9% aðspurðrar þessarar skoðunar og 57,82% árið 1986. Könnunin bendir hins vegar til þess að verkamennirnir séu trúhneigðari en áður. Sígauni á meðal hinna blessuðu JÓHANNES Páll páfi hvatti í gær þjóðir heims til að sýna sígaunum umburðarlyndi, dag- inn eftir að hafa lýst því yfir spænskur sí- gauni, Cefer- ino Jimenez Malla, væri á meðal hinna blessuðu á himnum. Jimenez er fyrsti sígaun- inn sem er heiðraður með þessum hætti, en slík yfirlýsing er næstsíð- asta skrefið áður en menn eru teknir formlega í dýrlingatölu. Jimenez var hrossakaupmaður, gekk undir nafninu „E1 Pele“, og var skotinn til bana í borga- rastyrjöldinni á Spáni árið 1936. Reuter Giftusam- leg björgun TÆLENSKA ferjan „King Cruiser“ sigldi á sker og sökk skammt frá Phi Phi-eyju í Andaman- hafi á sunnudag. Er það um 870 km fyrir sunnan Bangkok. 600 manns, að- allega ferðafólk, var með ferjunni, sem er 2.000 tonn, og tókst að bjarga öllum frá borði í fiskibáta á svæðinu. Hlutu sumir nokkra áverka en enginn alvarlega. Hér er einn fiskbátanna að flylja burt síðustu farþegana. Fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta DJ8ÍS.R rí 1 með íslenskum texta Dagana 6., 7. og 8. maí klukkan 19:00 verður Djöflaeyjan sýnd með íslenskum texta í Háskólabíói. Þetta verður í fyrsta sinn sem heyrnarlausir og þúsundir fólks með skerta heyrn getur notið íslenskrar kvikmyndar. Við hvetjum þá og aðstandendur þeirra til að nýta þetta einstaka tækifæri. Þökkum eftirtöldum aðilum stuðninainn: Fálkinn hf Happdrætti Háskóla íslands Hitaveita Reykjavíkur Hitaveita Suðurnesja Húsnæðisstofnun ríkisins Islenska útvarpsfélagið Kentucky Fried Chicken Landsbanki íslands Nói - Síríus hf Rolf Johansen og Co hf Samherji hf Seðlabanki íslands Sild og fiskur Sjómannafélag ísfirðinga Sjóvá-Almennar hf Sókn, starfsmannafélag Sól hf SPR0N Verslunin 10-11 Sérstakar þakkirfá Texti hf. íslenska kvikmyndasamsteypan Lionskiúbburinn Æsa - Njarðvík Lionsklúbbur Njarðvíkur FELAG HEYRNARLAUSRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.