Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGURVEGARAR keppninnar, Kári Óskarsson, Þorvaldur Gautsson, Guðmann Sveinsson, Sigurjón Ingólfsson, Davíð O. Sveinbjörnsson og Hákon Ö. Hannesson. ÖRYGGISTAPPI í baðkar hreppti fyrstu verð- laun í flokki uppfinninga. Höfundur er átta ára gamall. Sex verðlaun afhent í nýsköpunarkeppni VERÐLAUN voru afhent í nýsköp- unarkeppni grunnskólanemenda síð- astliðinn laugardag. Keppninni var skipt í tvo flokka, uppfinningar ann- ars vegar og formhönnun hins veg- ar, og fengu þrír nemendur í hvorum flokki um sig verðlaun. Fyrstu verðlaun fyrir uppfinningu hlaut Hákon Ö. Hannesson í Engja- skóla og fyrstu verðlaun fyrir form- hönnun hlaut Guðmann Sveinsson í Foldaskóla. Önnur og þriðju verð- laun fyrir uppfmningu hlutu Kári Óskarsson í Grundaskóla og Davíð Ö. Sveinbjörnsson í Grandaskóla og í öðru og þriðja sæti fyrir formhönn- un voru Sigurjón Ingólfsson, Egils- staðaskóla, og Þorvaldur Gautsson, Hamraskóla. Aðstandendur segja markmiðið með nýsköpunarkeppninni að vekja athygli á hugviti nemenda og hvetja til sköpunar. Keppninni er jafnframt ætlað að hvetja nýsköpun í grunn- skólunum. Umsjón með keppninni er í hönd- um Kennaraháskóla íslands og íþrótta- og tómstundaráð heldur sumarskóla í nýsköpun fyrir grunn- skólanemendur og námskeið. Jafn- framt er Foidaskóli móðurskóli fyrir nýsköpun í Reykjavík. Móðurskólar þróa nýsköpunarstarfið, miðla öðr- um af reynslu sinni og nú eru yfir 20 skólar að þróa hjá sér nýsköpun í starfi að sögn aðstandenda keppn- innar. Að keppninni standa Kennarahá- skólinn, Samtök iðnaðarins, íþrótta- og tómstundaráð, Félag íslenskra smíðakennara, Tækniskóli íslands og Félag íslenskra iðnhönnuða. SÍMI fyrir lítil börn sem ekki muna símanúmer. A tökkunum eru myndir af fólki sem hægt er að hringja í með því að ýta. Eiturlyf fundust í Eyjum LÖGREGLAN í Vestmanna- eyjum lagði hald á þijú grömm af amfetamíni um miðjan dag á sunnudag, eftir að ábendingar höfðu borist um að fíkniefni kynnu að verða send til viðtakanda þar. Lögreglumenn höfðu eftir- lit með flugvellinum í kjölfarið og þegar þangað kom maður til að sækja pakka sem grun- ur lék á að innihéldi fíkniefn- in, var hann handtekinn. Innihald kom á óvart Hann var færður í fanga- geymslur þar sem pakkinn var opnaður og reyndist hann innihalda um þijú grömm af amfetamíni. Móttakandi efn- isins kvaðst hafa átt von á hassi og var því ögn hissa yfir innihaldinu, en játaði þó að vera eigandi þess í félagi við annan, samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu. Meðeigandinn var hins veg- ar við vinnu á sjó, og mun því ekki sæta afskiptum lög- reglu fyrr en hann kemur í land. Málið telst upplýst. Formaður Alþýðuflokks vill sameigin- legt framboð jafnaðarmanna Tíu baráttumál og opið prófkjör SIGHVATUR Björgvinsson, for- maður Alþýðuflokksins, sagði í ræðu á félagsfundi Jafnaðar- mannafélags Eyjafjarðar sl. sunnudag að jafnaðarmanna- flokkarnir ættu að hefja undirbún- ing að sameiginlegu framboði við næstu alþingiskosningar. Því ætti að koma í kring með almennu prófkjöri, „þar sem þeir, sem vilja styðja baráttu okkar, velja fólkið á framboðslistana á jafnréttis- grundvelli", eins og Sighvatur komst að orði. Sighvatur sagði gömul deilumál ekki lengur standa í vegi fyrir samstarfi jafnaðarmanna. Tiltók hann tíu baráttumál sem hann sagði að gætu orðið grundvöllur sameiginlegs framboðs í næstu alþingiskosningum, sem alþýðu- flokksmenn, alþýðubandalags- menn, þjóðvakafólk, stuðnings- menn Kvennalista, ungt fólk í Grósku, öfl í verkalýðshreyfing- unni og aðrir jafnaðarmenn ættu að geta sameinast um. Kjörtímabilið 1999-2003 á að verða kjörtímabil frelsisaðgerða, sagði Sighvatur m.a. „Við viljum fijálsa samkeppni með öflugu neytendastarfi og neytendavernd, gegn fákeppni, hringamyndunum og markaðsyfirráðum fyrirtækja og fyrirtækjasamsteypa,“ sagði hann. Meðal annarra mála sem Sighvatur rakti voru velferðar- og öryggismál, þar sem m.a. barna- bætur yrðu greiddar án tekjuteng- ingar, tekjutenging grunnréttinda aldraðra og öryrkja í almanna- tryggingakerfinu yrði afnumin og biðlistar styttir um a.m.k. helm- ing. Lýðræðisumbætur eiga einnig að vera meðal tíu baráttumála sameiginlegs framboðs jafnaðar- manna, sem m.a. feli í sér að hið opinbera dragi sig út úr atvinnu- rekstri, sem betur er kominn í höndum einstaklinga og fyrir- tækja og ríkisfyrirtæki verði einkavædd. Veiðileyfagjald og aukin Evrópusamvinna Á næsta kjörtímabili á að. tryggja þjóðinni sameiginleg yfir- ráð og forræði yfir auðlindum lands og sjávar, að mati Sighvats. Leggja veiðileyfagjald á í sjáv- arútvegi og sambærilegt gjald fyrir virkjana- og námaréttindi í alþjóðareigu. Náttúru- og um- hverfisvernd verða meðal baráttu- málanna og næsta kjörtímabil verður tímabil efnahagslegrar uppstokkunar og nýsköpunar, þar sem m.a. á að örva erlenda fjár- festingu og sækjast eftir sam- starfi við erlenda aðila. Aukin Evrópusamvinna á einnig að vera meðal tíu baráttumála sameigin- legs framboðs. Leit enn árangnrslaus FORMLEG leit hefur nú staðið yfir að fertugum Akurnesingi, Ottó Sveinssyni, frá því 2. maí, en ekk- ert hefur til hans spurst síðan að- faranótt mánudagsins 28. apríl. Enn sem komið er hefur leitin eng- an árangur borið. Vitað er að Ottó fór til Reykjavík- ur sunnudaginn 27. apríl og næstu nótt sást til hans í miðbæ Reykja- víkur. Lögreglumenn og björgunar- sveitarmenn gengu fjörur í ná- grenni Reykjavíkur um helgina, auk annarrar eftirgrennslanar. í gær var leitað með aðstoð leitarhunds í miðborg Reykjavíkur. Verðlaun afhent í lj ósmyndasamkeppni Morgunblaðið/Golli VERÐLAUN og viðurkenningar fyrir bestu myndir fréttaritara Morgunblaðsins voru afhent við sérstaka athöfn sem haldin var í tengslum við aðalfund fréttarit- aranna í Morgunblaðshúsinu síð- astliðinn laugardag. Okkar menn, félag fréttarit- ara Morgunblaðsins, efndi til samkeppni meðal félagsmanna sinna á bestu myndum þeirra frá árunum 1995 og 1996. Fjöldi fréttaritara tók þátt í keppninni og sendu inn yfír 700 ljósmyndir. Dómnefnd veitti 26 myndum verðlaun og viðurkenningar og voru verðlaun afhent um helgina. Myndirnar hafa verið hengdar upp í anddyri Morgunblaðshúss- ins og eru þar til sýnis á af- greiðslutíma blaðsins til 22. þessa mánaðar. Síðan er ætlunin að setja sýninguna upp á nokkrum stöðum á landsbyggðinni á veg- um Morgunblaðsins og fréttarit- aranna. Halldór Sveinbjörnsson ljós- myndari á Isafirði fékk aðalverð- laun keppninnar fyrir myndina Siyóflóð á Flateyri. Myndin sýnir björgunarsveitarmenn leita við erfiðar aðstæður að fólki í rústum húsa sem urðu fyrir snjó- flóðinu á Flateyri. Á myndinni hér til hliðar tekur Björn Hall- dórsson, sonur Halldórs Ijós- ■ myndara, við verðlaunum föður síns úr hendi Haraldar Sveins- sonar stjórnarformanns Árvak- urs hf., útgáfufélags Morgun- blaðsins. AIls fengu tólf fréttaritarar og ljósmyndarar verðlaun í ljós- myndasamkeppninni. Á mynd- inni hér að ofan sjástþeir saman- komnir eftir athöfnina, f.v. Guð- mundur Þór Guðjónsson á Ólafs- firði, Egill Egilsson á Flateyri, Svavar B. Magnússon á Ólafs- firði, Sigurður Aðalsteinsson á Vaðbrekku, Sigmundur Sigur- geirsson sem tók við verðlaunum frænda síns, Sigurðar Sigmunds- sonar í Syðra-Langholti, Björn Halldórsson sem tók við verð- launum föður síns, Halldórs Sveinbjörnssonar á ísafirði, Jón Sigurðsson á Blönduósi, Pétur Kristjánsson á Seyðisfirði, Sigur- geir Jónasson í Vestmannaeyj- um, Hólmfríður Haraldsdóttir í Grímsey og Theodór Kr. Þórðar- son í Borgarnesi. Auk þess tók Erlendur Sigurþórsson við verð- launum sonar síns, Jónasar Er- lendssonar í Fagradal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.