Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
STEINDOR STEINDORSSON
■+■ Steindór Steindórs-
* son fæddist á
Möðruvöllum í Hörg-
árdal í Eyjafirði 12.
ágúst 1902. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri hinn 26.
apríl síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Stein-
dór Steindórsson versl-
unarmaður á Þrastar-
hóli í Arnarneshreppi
og Kristín Jónsdóttir
ráðskona á Möðruvöll-
um. Steindór hlaut
nafn föður síns sem Iést
vorið 1902. Hann ólst
upp á Hlöðum í Hörg-
árdal og kenndi sig við
þann bæ. Hann lauk
gagnfræðaprófi á Ak-
ureyri 1922 og stúd-
entsprófi utanskóla í
Menntaskólanum
Reylgavík 1925. Að því
loknu nam hann nátt-
úrufræði við Hafnarháskóla
1925-30, var þó eitt ár frá
námi vegna veikinda og lauk
fyrri hluta meistaraprófs í
grasafræði 1930. Framhalds-
nám og rannsóknir við háskól-
ann í Osló stundaði hann 1951.
Hann var sæmdur heiðursdokt-
orsnafnbót við Háskóla Islands
1981. Verðlaun úr sjóði Asu
Wright hlaut hann árið 1977
fyrir vísindastörf og var einna
fyrstur til þess að hljóta þau.
Hann var kjörinn heiðursborg-
ari Akureyrar árið 1993. Heið-
ursfélagi Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags og Félags ís-
Ienskra náttúrufræðinga 1978.
Steindór var kennari við
Menntaskólann á Akureyri
1930-66 og síðan skólameist-
ari 1966-72. Stundakennari
við Gagnfræðaskólann á Akur-
eyri var hann 1930-36. Hann
vann að gróðurrannsóknum á
sumrum 1930-60.
Steindór var í kjöri á ísafirði
fyrir Alþýðuflokkinn við fyrri
alþingiskosningarnar 1959,
varð landskjörinn alþingismað-
ur og sat sumarþingið 1959.
Aður hafði hann verið nokkr-
um sinnum í kjöri á Akureyri,
orðið Iandskjörinn varaþing-
maður og tekið sæti á Alþingi
1947.
Bæjarfulltrúi á Akureyri var
hann 1946-58, í bæjarráði frá
1948. Hann sat í fulltrúaráði
Menningarsjóðs Akureyrar og
sfjórn Menningarsjóðs Akur-
eyrar um árabil. Sat í nefnd um
mýrafriðun 1973-74. Hann var
í flokksstjórn Alþýðuflokksins
1950-72 og formaður Alþýðu-
flokksfélags Akureyrar
1962-64. Heiðursfélagi Alþýðu-
flokksins 1976. Steindór var full-
trúi íslands á þingi norrænna
náttúrufræðinga í Helsingfors
1936. Sat fundi í International
Vereinigung fiir Vege-
tationskund í Þýskalandi 1964,
1973 og 1977. Fulltrúi á fundi
kennslumálanefndar Evrópur-
áðs í Strasburg 1967. Hann var
formaður Ferðafélags Ak-
ureyrar frá stofnun þess
1936-42 og formaður Norræna
félagsins á Akureyri 1931-41
og 1956-73. Formaður Rækt-
unarfélags Norðurlands
1952-71 og ráðunautur Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins
1955-67. Héraðssáttasemjari á
Norðurlandi var hann 1957-71.
Hann sat allsherjarþing Samein-
uðu þjóðanna 1965. Grasafræði-
ráðunautur við gróðurkortagerð
Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins á Grænlandi 1977-81.
Hann dvaldist þrjá mánuði i
Bandaríkjunum 1956 í boði
Bandaríkjastjórnar og flutti
fyrirlestra við háskóla þar.
Sumarið 1958 vann hann vest-
an hafs að söfnun heimilda að
æviskrám Vestur-íslendinga.
Kennsla var aðalstarf hans
um áratugi en jafnframt sinnti
hann fræðistörfum. Gróður-
rannsóknir stundaði hann víða
um land, einnig á Grænlandi
og Jan Mayen. Hann var mikil-
virkur rithöfundur. Ritstýrði
tímaritinu Heima er bezt í rúma
þijá áratugi. Hann skrifaði bók-
ina Gróður á Islandi fyrir al-
menning. Hún kom út 1964 og
er einstök í sinni röð. Hann var
aðalhöfundur hins mikla rit-
verks Landið þitt Island og
Vegahandbókarinnar. Hann
var mikilvirkur að þýða, búa til
útgáfu og ritstýra öndvegis-
verkum á borð við Ferðabók
Eggerts Olafssonar og Bjarna
Pálssonar, Ferðabók Sveins
Pálssonar og Ferðabók Olafs
Ólafíusar og er þá fátt eitt upp
talið því ritverk hans í bókar-
formi skipta hundruðum.
Hinn 14. júlí 1934 kvæntist
Steindór Kristbjörgu Dúadótt-
ur, f. 3. desember 1899, d. 16.
ágúst 1974. Þeirra sonur er
Gunnar, f. 14. september 1923.
Kona Gunnars er Guðrún Sig-
björnsdóttir, f. 8. október 1925.
Börn þeirra eru 1) Steindór,
f. 30. mars 1947, 2) Sigbjörn,
f. 2. maí 1951, kona hans Guð-
björg Þorvaldsdóttir, f. 13. júlí
1952, börn þeirra: a) Hildur
Björk, f. 1972, sonur hennar
JökuH Starri, f. 1995, b) Guð-
rún Ýr, f. 1974, c) Þorvaldur
Makan, f. 1974, d) Rósa María,
f. 1980. Sonur Sigbjörns og
Þóru Sigurbjörnsdóttur er
Björn Þór, f. 1972. 3) Kristín
Gunnarsdóttir, f. 21. ágúst
1956, eiginmaður Gunnar
Torfason, f. 8. júlí 1953, börn
þeirra: a) Katrín, f. 1976, b)
Kristbjörg Anna, f. 1979, c)
Gunnar Torfi, f. 1983, 4) Gunn-
ar Gunnarsson, f. 16. júní 1960,
kona hans er Alma Oddgeirs-
dóttir, f. 19. september 1964.
Barn þeirra Nanna, f. 1991.
Útför Steindórs fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Sittu hátt við hörpuslátt,
- hljóðin átt þú, vaktu -
sólskin dátt við sunnanátt,
seint til hátta gaktu.
(Stephan G. Steph.)
Steindór Steindórsson frá Hlöð-
um gekk seint til hátta. Ævidagur-
inn var orðinn langur, afköstin mik-
il. Hann hafði vakað lengi, setið
hátt, slegið hörpu sína og leyft al-
þjóð að njóta. Það ríkir sunnanáttar
sólskin um verk hans og minningu.
Eilíflega verð ég forsjóninni
þakklátur fyrir að leiða mig á stigu
þessa einstæða manns. Mér finnst
stundum sem hún hafi með þeirri
ráðstöfun verið að bæta mér upp
stutta skólagöngu, og hafí svo ver-
ið, þá voru það fullar bætur. Ég
hefi í aldarþriðjung notið þeirrar
náðar að sitja við fótskör eins fjöl-
fróðasta íslendings allra tíma, notið
leiðsagnar hans og vináttu sem ég
met meira en nokkurs annars.
Steindór miðlaði fólki af sínum
mikla þekkingarbrunni, var óspar á
fræði sín við þá sem í sjóðinn vildu
ganga. Hann var öllum öðrum, sem
ég hefi þekkt, afkastameiri, og nú
þegar hann er genginn til hátta,
skilur hann eftir sig mikinn fjölda
merktra rita um land, þjóð og sögu,
sem íslendingar framtíðarinnar
geta sótt ómetanlegan fróðleik í.
Opnast snilli og feprð full,
P1 í hillingunni
viðra á syllum sólskinsgull
Qöll í stillingunni.
(Stephan G. Steph.)
Þeim, sem í framtíðinni leita í
verk Steindórs Steindórssonar, mun
eins og skáldið segir hér að ofan,
opnast snilli og fegurð full, þar sem
hann viðrar á syllum sitt sólskins-
gull fyrir aldna og óborna. Steindór
bjó yfir yfirburðaþekkingu á nánast
öllum sviðum tilverunnar. Hann var
sannkallaður fjölfræðingur. Því var
það, þegar íslenska alfræðiorðabók-
in kom út árið 1990, að ég tileink-
aði Steindóri útgáfuna með þessum
orðum: „íslensku alfræðiorðabókina
tileinka ég vini mínum, Steindóri
Steindórssyni frá Hlöðum, fjölfróð-
asta manni sem ég hefi kynnst.“
I fyrstu bókinni sem ég gaf út
eftir Steindór, sem var Landið þitt
ísland, annað bindi, fjallaði hann
um óbyggðir ög öræfi íslands. í
formála bókarinnar ber hann saman
öræfaferðir og ferðatækni frá þeim
tíma, er hann fór sína fyrstu ferð
sumarið 1931 um Landmannaaf-
rétt, við þá tækni sem gengin var
í garð árið 1968. Hann segir þar
m.a.: „Kyrrð og friður öræfanna
er rofin. Bílar þeysast þar um fram
og aftur, hópar glaðra ferðamanna
leggja land undir fót, og flugvéla-
dynur fyllir loftið. Allt eru þetta
tákn nýja tímans, sá gamli er horf-
inn að eilífu. Ég get að vísu ekki
neitað því, að ég sakna hins liðna.
En um það tjáir ekki að fást, ef
einungis allir þeir mörgu, sem
leggja leiðir sínar um óbyggðirnar,
kunna að meta töfra þeirra, unna
þeim og umgangast þær með þeirri
virðingu, sem náttúru landsins ber,
og þeir verða ekki sviknir af því,
eins og Sigurður frá Brún kvað:
Öræfín svíkja aldrei neinn,
öræfin stillt, en fálát.
Festi þau tryggð við einhvem einn,
em þau sjaldan smálát.
Við fyrstu sýn gat Steindór líkst
þeim öræfum sem Sigurður vinur
hans frá Brún lýsir í kvæði sínu;
stilltur, en fálátur. Þeir sem kynnt-
ust honum vissu þó betur. I hans
ranni var hvorki að finna fálæti né
tómlæti. Hjartahlýrri og raunbetri
manni hefi ég aldrei kynnst. Hann
hafði ungur tekið ástfóstri við jafn-
aðarstefnuna og var sannur bar-
áttumaður fyrir velferð fjöldans.
Það var í fuílu samræmi við hans
hjartalag. Hann var einnig sann-
kallað tryggðatröll. Þyrftu vinir hans
einhvers með, sem var á hans færi
að leysa, var hann ekki smálátur.
Hann var blóðheitur baráttumað-
ur undir stilltu yfirborðinu. Arið
1959 fór hann í framboð fyrir flokk
sinn á ísafirði. Þá var svo komið
fyrir flokknum þar vestra að fram-
boðið var talið næsta vonlaust. Var
það mikil breyting frá þeim dögum
er Vilmundur Jónsson, síðar land-
læknir, réð þar ríkjum og stýrði
sterku liði jafnaðarmanna. ísfirð-
ingar fundu brátt að það ríkti eng-
in lognmolla í kringum Steindór.
Með ólgandi þreki kastaði hann af
sér af einurð og harðfylgi út í bar-
áttuna. Menn fundu að þar fór mik-
ill og orðsnjall forystumaður, enda
sneri hann vopnunum í höndum
andstæðinganna og vann glæstan
sigur þar sem baráttan hafði áður
verið talin vonlaus. Hvernig Isfirð-
ingum hefir verið innanbijósts eftir
að þeir kynntust þessum svipmikla
foringja verður e.t.v. best lýst í
örlítilli sögu sem Steindór sagði
mér sjálfur en hún er á þessa leið:
Það var eftir einn framboðsfund-
anna að karl nokkur gekk að Stein-
dóri, faðmaði hann að sér og sagði:
„Loksins höfum við fengið mann
sem líkist Vilmundi." Meira hrós-
yrði gátu ísfirskir jafnaðarmenn
ekki borið á frambjóðanda sinn. Það
sýnir hins vegar fórnarlund hans
og lítillæti að hann gaf síðar fram-
boð sitt eftir svo aðrir gætu notið
uppskerunnar. Hann var fórnfús
maður og trúr sinni hugsjón. Það
sannaðist einnig um miðja öldina
en þá hafði forysta Alþýðuflokksins
farið þess á leit við Steindór að
hann tæki að sér sendiherrastarfið
í Noregi. Hann féllst á þá beiðni
og norsk yfirvöld voru að sjálfsögðu
búin að fallast á tilnefninguna. Þá
stóð flokksforustan skyndilega
frammi fyrir innra vandamáli, sem
hún taldi best leyst með því að bjóða
öðrum sendiherrastöðuna, og bar
sig upp við Steindór, sem gaf það
eftir án þess að mögla.
Honum var ósárt um sinn eigin
frama og metorð; fullur lítillætis.
Má í því sambandi geta þess er
hann tók að sér að endurskoða og
auka nýja útgáfu af báðum bindun-
um af Landinu þínu og sameina
efni þeirra í eina stafrófsröð. Þegar
upp var staðið var þetta orðið að
sex binda stórvirki þar sem hlutur
Steindórs var a.m.k. 69% á móti
31% Þorsteins. Nafn Steindórs er
framar í stafrófsröðinni en Þor-
steins, og þar sem hann átti mikinn
meirihluta efnisins, hefði margur
maðurinn í hans sporum þegið að
stafrófsröðin hefði verið látin gilda
á bókarkápu. Það kom þó ekki til
greina af Steindórs hálfu. Þorsteinn
var látinn og minning hans skyldi
njóta þess að hann skrifaði að minni
beiðni fyrra bindið á sínum tíma.
Steindór var brautryðjandi í nátt-
úruvísindum. Það starf hans mun
halda vísindagildi sínu um ókomin
ár. Síðasta ósk hans vitnar um ást
hans á íslenskri náttúru. Hann bað
ekki um kransa eða krossa, hann
bað um að vel verkað úthey frá
Hlöðum, bænum þar sem hann ólst
upp og hann kenndi sig við, yrði
sett í kistu sína, til höfðalags og
fóta.
Steindór unni sveit sinni, Eyja-
firði, og bæ sínum, Akureyri. Hann
var kosinn í bæjarstjórn Akureyrar
árið 1946. Þá skipaði hann baráttu-
sætið og vann frægan sigur. Bæjar-
fulltrúi var hann síðan til ársins
1958 og bæjarráðsmaður lengst af.
Áhrif hans á þróun bæjarmála voru
mjög mikil þótt ekki séu tök á að
rekja þau hér. Þó langar mig til
þess að geta þess, til þess að sýna
hversu framsýnn hann var, að hann
lagði snemma til í bæjarstjórn að
bærinn léti af hendi land undir flug-
völl, en á þeim árum var ýmist lent
á Melgerðismelum eða Akureyrar-
polli. Meirihluti þeirra, sem um til-
löguna fjölluðu í fyrstu voru á móti
henni, en ekki leið langur tími þar
til menn áttuðu sig og fóru að ráð-
um Steindórs. Völlurinn gæti þess
vegna borið nafn þessa framsýna
manns. Hann var vel að því kominn
að vera kjörinn heiðursborgari bæj-
arins samtímis því er síðasta ritið
sem ég gaf út eftir hann, bókin
Akureyri - höfuðborg hins bjarta
norðurs, kom út. Fáir eða engir
höfðu aðra eins sýn yfir sögu og
þróun Akureyrar. Naut hann þar
aldurs síns, einstaks minnis og víð-
feðmrar þekkingar á mönnum og
málefnum. Steindór valdi kvæðið
Akureyri eftir Sigurð Norland til
þess að vera fremst í bókinni. Ég
tók úr kvæðinu setninguna Höfuð-
borg hins bjarta norðurs og notaði
sem undirtitil. Það þótti vini mínum
vænt um.
Steindór var, eins og ég hefi
áður sagt, tryggðatröll. Þau eðlis-
einkenni hafa flust frá honum til
annarra í fjölskyldunni. Það sýndi
sig best þegar seig á seinni hlutann
hjá Steindóri. Hann átti gott at-
hvarf og atlæti hjá sínu fólki. Heim-
ili sonar hans Gunnars og Guðrúnar
tengdadóttur hans stóð honum allt-
af opið. Sannast sagna tilbað hann
Guðrúnu, fékk hana aldrei nógsam-
lega lofað og talaði alltaf um hana
og við hana sem Guðrúnu sína,
enda ríkti með þeim gagnkvæm
virðing og vinátta. Guðrún og
Gunnar studdu Steindór dyggilega
í hans síðustu göngu og þau, ásamt
börnum sínum og barnabörnum og
er þá á engan hallað þótt ég nefni
sérstaklega son þeirra, Steindór,
sýndu vel hin sterku tryggðabönd.
Umhyggja Steindórs yngra fyrir afa
sínum og nafna, þegar hann þurfti
á því að halda síðustu og erfiðustu
árin, var einstök og til fyrirmynd-
ar. Þessi eðliseinkenni snúa ekki
einungis inn á við hjá fjölskyld-
unni. Fyrir því hefi ég persónulega
og áþreifanlega reynslu. Þetta er
fólk sem leysir hvers manns vanda,
verði því við komið.
í kvæði Sigurðar Norland um
Akureyri segir m.a. „Um þig bjart-
ur ljómi leikur, lífgar bæ og fjörð.“
Steindór Steindórsson hefur varpað
björtu ljósi á bæ sinn og fjörð og
landið allt. Hann hefur í verkum
sínum vísað fleirum til vegar um
ísland en nokkur annar og þjóðin
mun njóta leiðsagnar hans um mörg
ókomin ár. Leiðsögn hans í lífínu
hefur verið mér og fjölskyldu minni
dýrmætari en orð fá lýst. Fyrir það
þökkum við að leiðarlokum. Minn-
ing hans lifir.
Örlygur Hálfdanarson.
Elsku afi minn. Mig langar að
kveðja þig með nokkrum orðum,
orðum sem vart fá lýst því þakk-
læti og elsku sem ég ber til þín.
Loks hefur þú fengið hvíldina eftir
langa og farsæla ævi. Mig langar
að minnast þín sem höfuðs fjöl-
skyldunnar. I lítilli fjölskyldu sem
okkar er samheldnin mikil og góð.
Þú barst hag okkar fyrir brjósti og
hin síðari ár voru barnabörnin þér
efst í huga. Alltaf var hægt að leita
til þín, þú leystir úr öllu eða bentir
á bestu leiðir í smáu sem stóru.
Barnabörnin leituðu mikið til þín
bæði með hugðarefni sín og lær-
dóm, það var síðast nú í desember
sem dóttir mín var að leysa heima-
verkefni fyrir skólann að hana vant-
aði nafn á Ijalli í Noregi. Öll tiltæk
landakort voru dregin fram en ekki
fannst nafnið. Þá brá hún á það ráð
að hringja í þig að kveldi til upp á
Sel og vandamálið var leyst á stund-
innj.
Ég man hvað þú varst ánægður
þegar hún Nanna litla fæddist, þér
fannst þú aldrei hafa séð jafn fal-
legt barn. Verst þótti þér að fá
ekki að sjá hana stækka, þar sem
sjónin dapraðist og hvarf að lokum.
Oft spurðir þú hvort hún væri ekki
alltaf jafn falleg.
Hinn 10. ágúst 1995 var með
stærri dögum í lífi þínu. Þá fæddist
lítill drengur og hún Hildur þín
gerði þig að langalangafa. Ekki
fannst þér nafnið slæmt sem honum
var gefið, Jökull, en þú kallaðir
hann alltaf Vatnajökul því það var
manndómsnafn í þinum huga. Það
eru ekki margar vikur síðan þú
baðst mig að lýsa honum Jökli fyr-
ir þér, ég reyndi að gefa þér sem
besta mynd af honum. Þér fannst
á lýsingu minni að hann mundi líkj-
ast þér og bera þetta mikla og fal-
lega nafn.
Að lokum langar mig að þakka
þér allt sem þú gerðir fyrir mig og
íjölskyldu mína og kveð þig, elsku
afi minn, með orðum Ólafar skáld-
konu á Hlöðum.
Senda auð ég veröld vil
sem velkist snauð á kili.
Enginn dauði að sé til,
aðeins nauð í bili.
Hvíl í friði. Þín sonardóttir,
Kristín.
Aldrei hryggur og aldrei glaður,
æðrulaus og jafnhugaður,
stirður var og stríðlundaður
Snorrason og fátalaður.
Þannig orti Grímur Thomsen,
sem mér hefur alltaf þótt eðlisskyld-
astur Steindóri Steindórssyni frá
Hlöðum, um Halldór Snorrason,
einhvern stórbrotnasta en um leið
heilsteyptasta íslending fyrri tíma.