Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D/E
STOFNAÐ 1913
117. TBL. 85. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Samstarfssamningur Rússa og Atlantshafsbandalagsins undirritaður í París
Síðustu leifar kalda stríðs-
ins sagðar á bak og burt
Brugðið á leik
með göngustaf
LÉTT var yfir forsetum Banda-
ríkjanna, Frakklands og Rúss-
lands á Ieiðtogafundinum í París í
gær og göntuðust þeir m.a. með
heilsufar Bills Clintons, sem hér
endurheimtir göngustaf sinn úr
höndum Jacques Chiracs og
Borísar Jeltsíns.
Jeltsín segir Rússa fjarlægja kjarna-
odda sem beint sé að NATO-ríkjum
París, Moskvu. Reuter.
LEIÐTOGAR aðildan-íkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Rússlands
undirrituðu í gær tímamótasamkomulag sitt um samstai'f á leiðtogafundi í
París. Kom Borís Jeltsín Rússlandsforseti starfsbræðrum sínum í opna
skjöldu er hann lýsti því yfir að Rússar myndu fjarlægja kjarnaodda af flug-
skeytum sem miðað er á NATO-ríki. Þá lýsti hann því yfir við Bill Clinton
Bandaríkjaforseta að hann vildi stíga frekari skref til að draga úr spennu á
milli þessara tveggja fjenda frá tímum kalda stríðsins. Var yfírlýsingum hans
fagnað mjög á fundinum, Jacques Chirac Frakklandsforseti og gestgjafi
fundarins sagði að með þessu væru „síðustu leifai' kalda stríðs á bak og burt“,
svo og arfur Jalta-ráðstefnunnar, þar sem Evrópu hefði verið skipt í tvennt.
Reuter
Sjónvarpsávarp Frakklandsforseta
Segir efnahags-
batann í hættu
„Við snúum við blaði hálfrar aldar
misskilnings, átaka og klofnings í
álfu okkar,“ sagði Chirac í upphafi
fundarins og ítrekaði að með samn-
ingi NATO og Rússa næðist það tak-
mark sem menn hefðu svo lengi
stefnt að; „friðsamleg, lýðræðisleg
og sameinuð Evrópa“.
Samningur Rússa og NATO kveð-
ui' m.a. á um stofnun fastaráðs, sem
verður pólitískur og hernaðarlegur
samstarfsvettvangur Rússa og aðild-
arríkja NATO. Rússar munu ekki fá
neitunarrétt á ákvarðanir bandalags-
ins og með samningnum telur NATO
að rutt sé úr vegi stærstu hindrun-
inni gegn stækkun þess.
Er Chirae hafði lokið máli sínu
stóð Jeltsín skyndilega upp og
kvaðst hafa tekið ákvörðun. „Ollu því
sem beint er að löndunum sem eru
viðstödd hér, öll vopnin, verða fjar-
lægð,“ sagði forsetinn, viðstöddum
til undrunar og ánægju. Sergei
Jastrsjembskí, talsmaður Jeltsíns,
kvaðst telja að Jeltsín hefði með
þessari yfirlýsingu bragðist við þeim
anda velvilja sem hefði einkennt
fundinn.
Rússneskir embættismenn sögðu í
gær að ýmist yrðu kjamaoddar fjar-
lægðir af flugskeytum, eða hætt að
beina þeim að NATO-ríkjum. Að
sögn Jastrsjembskíjs er þetta ein-
hliða ákvörðun Rússa um að láta
ákvæði um að beina ekki kjarnaodd-
um að Bretlandi, eins og kveðui- á í
samningi landanna þriggja, eiga við
um öll NATO-ríkin. Interfax-frétta-
stofan hafði hins vegar eftir ónefnd-
um yfirmanni úr rússneska hernum
að yfirlýsing Jeltsíns hefði fyrst og
fremst táknrænt gildi þar sem það
tæki aðeins nokkrar mínútur að
beina flugskeytum að NATO-ríkjun-
um að nýju.
Engum dylst mikilvægið
í ávarpi Davíðs Oddssonar forsæt-
isráðherra á leiðtogafundinum sagði
að engum viðstaddra blandaðist hug-
ui' um mikilvægi atburðarins. Þó
væri ekki víst að þeir einstaklingar
sem hefði lagt drýgstan skerf til
þessara tímamóta yrðu um ókomna
tíð hyllth' að verðleikum vegna þess.
Samningur Rússa og NATO væri til
marks um sigur sátta, samheldni,
traust og trú á framtíðina, sigur yfir
tortryggni, ótta, sérhyggju og fortíð-
arvanda.
„Þessum sigurvegurum fógnum
við núna, og þá sérstaklega hold-
gemngum þehra hér á fundinum í
höll Frakklandsforseta,“ sagði for-
sætisráðherra.
■ Fullur sigur/17
Reuter
JACQUES Chirac Frakklands-
forseti býður Davíð Oddsson
forsætisráðherra velkominn til
Parísarfundarins í gærmorgun.
París. Morgunblaðið. Reuter.
JACQUES Chirac Frakklandsfor-
seti hvatti kjósendur til að stefna
ekki efnahagsbatanum í hættu með
því að kjósa sósíalista í seinni um-
ferð þingkosninganna, í sjónvarps-
ávarpi sem hann hélt í gærkvöldi.
Hann minntist hins vegar ekki einu
orði á hver ætti að taka sæti Alains
Juppes, fráfarandi forsætisráð-
herra, héldu hægriflokkarnir velli í
kosningum nk. sunnudag.
Ávarpsins hafði verið beðið með
eftirvæntingu eftir sigur vinstri-
manna í fyrri umferð þingkosning-
anna sl. sunnudag og afsögn
Juppes. Chirac fór hins vegar al-
mennum orðum um frelsi fyrir-
tækja, framhald hagvaxtar og við-
hald lágmarkslauna, lækkun tekju-
skatts og gæslu tryggingarkerfis.
Lionel Jospin, leiðtogi sósíalista,
sagði ávarpið viðurkenningu forset-
ans á eigin mistökum og að Chirac
hefði fengið að láni ýmsar hug-
myndir vinstrimanna til telja fólki
trú um að áframhaldandi seta
hægrimanna á valdastóli myndi
breyta einhverju. Tók Jospin undir
orð Dominique Voynet, leiðtoga
græningja, um að annars hefði for-
setinn nefnt almenn atriði sem allir
væi-u sammála um. Voynet þótti
forsetinn sigla af hneykslanlegri
linku milli skers og báru í ávarpinu.
■ „Allt Chirac að kenna“/16
Næsti forseti Irans segir
aukið lýðræði tímabært
Teheran, Washington. Reuter.
Rétta má í máli gegn
Bandaríkjaforseta
Washington. Reuter.
MOHAMMAD Khatami, sigurveg-
ari forsetakosninganna í íran,
kvaðst í gær telja tímabært að
stefna að auknu
lýðræði en bætti
við að á sama
tíma og það yrði
gert þyrfti að
vemda íslömsku
stjórnina gagn-
vart óvinum
hennar erlendis.
Þá kenndi hann
Bandaríkja-
mönnum um erj-
ur ríkjanna síðustu tvo áratugi og
sagði að það væri undir Banda-
ríkjastjóm komið hvort samskiptin
bötnuðu.
„Stefna okkar er að fallast á fjöl-
ræði og ólíkar skoðanir í kerfi okkar
og tryggja um leið einingu og sam-
stöðu gegn utanaðkomandi ógnun
við stjórnkerfi okkar,“ sagði
Khatami á fyrsta blaðamannafundi
sínum eftir kosningasigurinn.
Fréttaskýrendur í Bandaríkjun-
um sögðu að sigur Khatamis mark-
aði þáttaskil í stjórnmálum írans
og Bandaríkjastjórn ætti að endur-
skoða stefnu sína í málefnum
landsins. Mike McCurry, talsmað-
ur Bandaríkjaforseta, sagði hins
vegar í gær að það yrði ekki gert
nema breytingar yrðu á stefnu
ráðamanna í íran.
Fyrsti kvenráðherrann?
Khatami kvaðst vera að undir-
búa myndun ríkisstjórnar og sagði
að til greina kæmi að kona yrði
skipuð ráðherra í fyrsta sinn frá ís-
lömsku byltingunni fyi'ir 18 árum.
Þá kvaðst hann vonast til þess að
smám saman yrði hægt að byggja
upp betra réttarkerfi í íran, með
skýrari skilgreiningum á réttind-
um og skyldum þegnanna og
stjórnvalda.
Fréttaskýrendur sögðu að kosn-
ingaloforð Khatamis um að byggja
upp betra réttarkerfi hefðu aflað
honum mikils stuðnings meðal
menntamanna, sem kvarta oft yfir
gerræðislegum aðgerðum stofnana
sem hafa eftirlit með fjölmiðlum,
bókaútgáfu og kvikmyndagerð í
landinu. Þeir töldu líklegt að um-
mæli Khatamis myndu mæta and-
stöðu afturhaldssamari klerka þótt
hann hafi tekið skýrt fram að
breytingarnar mættu ekki skaða
islamska stjómkerfið.
HÆSTIRETTUR Bandaríkjanna
úrskurðaði í gær að ekkert væri því
til fyrirstöðu að réttað yrði í máli
Paulu Jones gegn Bill Clinton
Bandaríkjaforseta, en hún sakar
hann um kynferðislega áreitni.
Clinton hafði óskað eftir því að mál-
ið yrði ekki tekið fyrir fyrr en hann
léti af embætti.
Forsetinn hafði fært þau rök fyrir
máli sínu að hann nyti tímabundinn-
ar friðhelgi gagnvart einkamálum á
hendur honum, þegar um væri að
ræða mál sem komið hefðu upp áð-
ur en hann tók við embætti. Því
hafnaði hæstiréttur í gær og sagði
að slíkt samrýmdist ekki stjórnar-
skránni.
Talsmenn Clintons sögðu engin
viðbrögð að svo stöddu við málinu
en úrskurður hæstaréttar er talinn
töluvert áfall fyrir forsetann, sem
þverneitar ásökunum Jones.
Lögfræðingar hennar kváðust í gær
búast við því að málið yrði tekið
fyrir innan árs.