Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
“1
LISTIR
HVERJIR
ERU BESTIR?
Eru gagnrýnendur ekki þess umkomnir að segja lesend-
um sínum hvaða bókmenntaverk er raunverulega varið
í? Hvaða skáldsagnahöfundar eru „bestir“ í heiminum
um þessar mundir? Kristján B. Jónasson skoðar mæli-
kvarðana sem lagðir eru á nútímabókmenntir.
SÍÐASTLIÐIÐ sumar efndi fransk-
svissneska tímaritið „L’Hebdo“ til
óformlegrar könnunar á meðal 18
bókmenntagagnrýnenda víðsvegar
í heiminum um það hver væri besti núlif-
andi skáldsagnahöfundurinn. Jóhann Hjálm-
arsson greindi hér í Morgunblaðinu (2.8.
1996) frá þessari könnun og rakti þar helstu
niðurstöður sem voru á þá leið, að Gabriel
Garcia Marquez og Milan Kundera væru
bestu skáldsagnahöfundar sem nú væru
uppi. Svipuð könnun var gerð fyrir rúmum
tveimur árum á Ítalíu. Þá bað vikutímaritið
„L’Espresso" ítalskt bókmenntafólk um að
svara sömu spurningu og voru svörin á líkum
nótum. Marquez, Umberto Eco og Kundera
voru taldir bestu höfundar samtímans, önn-
ur nöfn fóru á biðlista.
En það sem var athyglisverðast við könn-
unina var ekki val ítölsku gagnrýnendanna
á höfundum heldur ummæli margra þeirra
um, að gæði manna eins og Kundera hefðu
ekki verið staðfest fyrr en með Nóbelsverð-
launum. Gagnrýnendurnir fáruðust yfir því,
að verðlaunin skildu ætíð falla skrýtimenn-
um frá þriðja heiminum í skaut en ekki
Kundera, þessu höfuðskáldi Evrópubúa.
Þeim fannst sem fjölmiðlar og háskólar
þyrðu ekki lengur að staðfesta „gæði“ með
löggiltum stimplum en væru þess í stað
senditíkur vafasamra tískustefna og að þeir
döðruðu við allskyns „minnimáttar“-bók-
menntir í stað þess að beina sjónum sínum
að því sem raunverulega stæði fyrir sínu.
Ef taka ætti mark á Nóbelsverðlaununum
sem æðsta dómara í gæðamati á bókmennt-
um yrðu þeir sem veita þau, að huga að því
hvað sé raunverulega „gott“ og hugsa minna
um pólitík. í raun væru fjölmiðlar, háskólar
og bókmenntaakademíur ekki lengur starfi
sínu vaxin. Þessar stofnanir þori ekki að
grisja bókmenntaskóginn og því viti almenn-
ingur ekki lengur hvað góðar bókmenntir
eru.
Skoðanakannanir „L’Hebdo" og
„L’Espresso" sem og fullyrðingar af
svipuðu tagi sem stundum má sjá
í fréttatímaritum og dagblöðum
bergmála góðkunn viðhorf. Ófáir bók-
menntaáhugamenn halda enn dauðahaldi í
þá hugmynd, að gæðamál í heimi bókmennt-
anna eigi að útkljást af viðurkenndum fag-
mönnum í löggiltum stórblöðum stórþjóð-
anna og að þaðan sé mælikvarðanna á gott
og vont helst að vænta. Jafnvel þótt menn-
ingarsprenging hafi átt sér stað á síðustu
30 árum. Jafnvel þótt „undirmálshópar“ í
vestrænum þjóðfélögum og íbúar hins svo-
kallaða þriðja heims hafi ruðst fram á sjónar-
sviðið og skapað bókmenntir á eigin forsend-
um og jafnvel þótt afþreyingarmenningin
sé nú í raun meginmótunaraflið í menningar-
efnum nútímans, er látið eins og óskorðað
kennivald hámenningarinnar geti enn komið
niður úr skýjunum og skipað orðum og hlut-
um niður í aðra deild og þá fyrstu. Þörfin
á því að viðhalda þessu kennivaldi er svo
sterk, að til að fullnægja henni hafa fjölmiðl-
ar í raun eyðilagt forsendur hennar með
offorsinu við að blása í hana lífi. Frumskil-
yrði „gamla stíls“ í bókmenntamati er gagn-
menntuð yfirsýn og vönduð yfirvegun en
gagnrýni samtímans sniðgengur þetta þrá-
faldlega og setur í staðinn dómhörku og
óbilgirni sem virðist ekki eiga sér aðra rétt-
lætingu en örvæntinguna yfir að ekki er
lengur einfalt mál að höfða til almennra
mælikvarða á góð listaverk og vond.
Þegar bókmenntamat fer fram sem
sjónarspil í sjónvarpssal en ekki sem spjall
jafningja á litlu menningartímariti er út í
hött að halda að forsendur hefðbundinnar
bókmenntagagnrýni séu þar lagðar til
grundvallar. Sjónvarpið knýr fram miklu
beinskeittari umfjöllun en prentmiðillinn og
þar er í raun ekki heldur gert ráð fyrir að
allir áhorfendur skilji forsendur gangrýninn-
ar. Gagnrýnin verður afdráttarlaus án þess
að eiga sér aðra réttlætingu en þá að vera
„hörð“. Hún heldur fast í gamlar hugmynd-
ir um „menningarvitann" sem hefur full-
komna yfirsýn til að bera en um leið grefur
hún sjálf undan þeim.
Andúðin á sjónarspili fjölmiðlanna
og efi um að hefðbundinn hámenn-
ingarskilningur á bókmenntamati
gæti gert grein fyrir nútímabók-
menntum varð kveikjan að því að hinn þekkti
franski skáldsagnahöfundur og gagnrýn-
andi, Guy Scarpetta, ritaði bók um nútíma-
skáldsöguna, sem hann nefnir „Gullöld
skáldsögunnar" (L’áge d’or du roman)
(1996). Þar reynir hann í senn, að tefla fram
verðmætamati, segja hvetjir séu ef til vill
ekki bestir, en að minnsta kosti góðir, og
að storka útbreiddum hugmyndum um að
nútímabókmenntir séu til einskis nýtar.
Kenning hans er, að við lifum á gullöld
skáldsögunnar. Síðustu 15-20 árin hafi kom-
ið út slíkur fjöldi af fyrsta flokks skáldsög-
um, að síðustu áratugir 20. aldar verði að
teljast með mestu gróskutímum í sögu bók-
menntanna. Þetta er óneitanlega nokkuð
djörf kenning og ekki verður sagt, að Scarp-
etta eyði heldur miklu plássi í að rökstyðja
hana. Hann lætur verkin og greiningu þeirra
fremur tala en tilgangslausan samanburð á
gróskutímum fyrr og nú. Mat hans á gæðum
er hins vegar sett fram á skýran hátt og
ljósan. í hans augum er skáldsaga góð ef
hún uppfyllir þijú skilyrði: 1) Að hún birti
lesanda sínum sannleika (eða þekkingu) sem
ekki hefur verið uppgötvaður áður og aðeins
er hægt að uppgötva í skáldsögunni. 2) Að
hún uppgötvi nýtt form, nýja leið til að segja
sögu. 3) Að þetta tvennt sé bundið óijúfan-
legum böndum.
Glöggir lesendur kannast sjálfsagt við að
þessar frumsetningar voru einnig leiðarljós
Milans Kundera í ritgerðasafni hans „List
skáldsögunnar". Scarpetta beitir þeim hins
vegar ekki til að draga fram helstu einkenn-
in í sögu skáldsögunnar eins og Kundera
heldur til að skýra betur út hvað sé gott
við samtímaskáldsöguna. Hann tiltekur 12
skáldsögur eftir 11 höfunda sem komu út í
franskri þýðingu á árunum 1980 til 1995
og greinir þær bæði út frá fyrrnefndum
frumsetningum sem og öðrum þáttum eins
og hvernig höfundarnir „leika“ sér með aðra
texta sem og hvernig þeir blanda saman
sjálfsævisögu og skáldsögu. Hinir útvöldu
eru alls staðar að úr heiminum, enda leggur
Scarpetta áherslu á að skáldsöguna sé að-
eins hægt að skoða í alþjóðlegu samhengi.
Tveir koma frá Frakklandi, Claude Simon
og Alain Robbe-Grillet. Einn er Austurríkis-
maður, Thomas Bernhard, og einn er Spán-
veiji, Juan Goytisolo. Milan Kundera er að
sjálfsögðu á blaði og reyndar fjallar Scarp-
etta um báðar nýjustu bækur hans, „Ódauð-
leikann“ (1990) og „Með hægð“ (1995) og
annar Mið-Evrópubúi er einnig með, serb-
neski höfundurinn sálugi, Danilo Kis. Frá
Rómönsku-Ameríku koma Carlos Fuentes
og Mario Vargas Llosa en frá Japan Nóbels-
verðlaunahafinn Kenzaburo Oe. Einn
Bandaríkjamaður er nefndur til sögunnar,
Philip Roth, og af öðrum enskumælandi
höfundum nefnir Scarpetta Salman Rushdie.
Þegar litið er yfir hveijar af þessum sögum
eru tiltækar íslenskum lesendum sést að
aðeins þijár af bestu skáldsögum síðustu
15-20 ára hafa komið út á íslensku, fyrr-
greindar skáldsögur Kundera og „Söngvar
Satans“ (The Satanic Verses) (1988) eftir
Rushdie. Verk eftir Roth og Vargas Llosa
hafa að vísu verið þýdd á íslensku en ekki
sögurnar sem Scarpetta velur úr, „Andævin"
(The Counterlife) (1986) eftir Roth og „Júl-
ía frænka og handritshöfundurinn" (Tia
Julia y el escribidor) (1977) eftir Vargas
Llosa. Margir kannast við frönsku höfund-
ana tvo. Torfi Túlíníus hefur t.d. fjallað um
sjálfsævisögulegan sagnabálk Alains Robbe-
Grillet, sem Scarpetta tekur til athugunar,
í Tímariti Máls og menningar fyrir nokkrum
árum, þ.e. sögurnar „Spegillinn sem sneri
aftur“ (Le Miroir qui revient) (1985) og
„Angélique eða töfrarnir" (Angélique ou
L’Enehentement) (1988) en hvorugur höf-
undurinn hefur verið þýddur á íslensku.
Höfundar eins og Danilo Kis og Kenzaburo
Oe hafa verið kynntir íslendingum, t.d. hef-
ur Friðrik Rafnsson, ritstjóri Tímarits Máls
og menningar, verið ötull við að vekja at-
hygli á Kis og Oe fékk nokkra umfjöllun
eftir að hann fékk Nóbelsverðlaunin 1994
en sögurnar sem Scarpet.ta telur til há-
punkta bókmenntasögunnar, „Stundaglas-
ið“ (Pescanik) (1972) eftir Kis og „Endur-
tekinn leikur“ (1979) eftir Oe eru jafnvel
torfundnar á ensku. Sá ágæti en um margt
tormelti höfundur Thomas Bernhard er lítið
þekktur hérlendis en söguna sem Scarpetta
tekur til skoðunar, „Útþurrkun. Hnignun“
(Auslöschung. Ein Zerfall) (1986), má tví-
mælalaust telja til helstu bókmenntaverka
samtímans. Þótt talsvert hafi verið þýtt af
bókmenntum spænskumælandi höfunda á
íslensku hefur af einhveijum ástæðum eng-
inn átt við verk Carlos Fuentes og Juan
Goytisolo, þótt þeir séu báðir bókmennta-
fólki að góðu kunnir. Það er því ljóst að
íslenskur gagnrýnandi hefði vafalaust stillt
upp öðrum lista en Scarpetta.
að er von Scarpetta, að umfjöllun
um samtímabókmenntir á þessum
nótum verði til að hleypa kappi í
gagnrýnendur. Að þeir þori að
skera úr um hvað sé kjarni og hvað hismi
og geri sér skýra grein fyrir þeim mælikvörð-
um sem þeir leggja á bækur en láti forræðið
í þessum málum ekki alfarið í hendur fjöl-
miðla sem í sjálfu sér hafa ekki áhuga á
mati en er þeim mun meira umhugað um
að framleiða „ákveðnar skoðanir“. Hann
vill skapa umræðugrundvöll sem í raun
gengur á skjön við einkenni nútímaflölmiðl-
unar sem felast ekki hvað síst í því að mið-
illinn er mikilvægari en það sem hann miðl-
ar. Flokkun Scarpetta er hins vegar ekki
endanleg. í bókmenntaumræðu þar sem mat
er í æ meira mæli tengt afmörkuðum for-
sendum en ekki yfirsögulegum mælikvörð-
um er „kanóníseríng“ hans aðeins tillaga. A
gullöld skáldsögunnar er þetta háevrópska
bókmenntaform í hálfgerðu uppnámi. Því
spurningin er: Hver hefur lesið þessa bestu
höfunda gullaldarinnar? Hver þekkir þá?
Eitt er víst. Scarpetta vill hvetja lesendur
til að kynna sér þá áður en þeir afskrifa
þá með öllu.
Asnakjálki o g
aulabárður
STÚLKNAKÓR Akraness ásamt stjórnanda og undirleikara.
Skólakór Akraness
til Póllands
KVIKMYNPIR
Kringlubíó
BEAVIS OG BUTTHEAD
BOMBA BANDARÍKIN
(„BEAVIS AND BUTT-
HEAD DO AMERICA") ★ Vi
Leikstjóri Mike Judge. Handritshöf-
undar Judge og Joe Stillman. Raddir
Mike Judge, Cloris Leachman, Eric
Bogosian, Bruce Willis, Demi Moore,
o.fl. Tónlist Joe Frizzell. 70 mín.
Bandarísk teiknimynd. Geffen/Para-
mount 1996.
AULAFYNDNI er síst verri en
önnur og hefur óvíða notið sín betur
en í fjölmörgum bandarískum gam-
anmyndum, þar sem hún skýtur upp
kollinum með stuttu millibili. Beavis
og Butthead eru afarvinsælir fulltrú-
ar þessarar gamansemi um þessar
mundir. Fæddir og uppaldir á MTV
þar sem tónlistarmyndbandakyn-
slóðin hefur átt þess kost að hlæja
að fáráðunum í hálftíma skömmtum.
Það er þolanlegra magn. Þó kvik-
myndin Beavis og Butthead... sé
með alstysta móti þá eru sjötíu mín-
útur alltof mikið af svo góðu, sem
er mikið til síbylja af heiladauðum
klámbröndurum. Of mikið má af öllu
gera. Fáráðarnir eru vissulega
háðsádeila á andagift óstöðvandi
tónlistarmyndbandagláps, þeir vita
ekki hvað taka á til bragðs þegar
stolið er frá þeim sjónvarpstækinu
og þeir standa uppi í fullkomnu
umkomuleysi og eymingjaskap með
fjarstýringuna í lúkunum. Lenda í
sendiför til Vegas (þar sem þeir
halda að þeir eigi að missa sveindóm-
inn fyrir peninga), sem lýkur í rútu-
ferð milli ýmsa merkisstaða í Banda-
ríkjunum.
Þetta efni er í hávegum vestra,
þar sem myndin naut talsverðra vin-
sælda, unglingar Evrópulanda hafa
ekki verið ginnkeyptir fyrir harðlíf-
isbröndurunum. Sjálfsagt njóta
þeirra einhveijir af yngri áhorfend-
um hérlendis þó þeir beri lítið skyn-
bragð á þá menningu og umhverfi
sem húmorinn er sprottinn úr. Teikn-
ingarnar eru frumstæðar, hálfleiði-
gjarnar í einhæfni sinni, líkt og inni-
haldið. Þessi félagsskapur á greini-
lega lítið erindi á stóra tjaldið.
Sæbjörn Valdimarsson
SKÓLAKÓR Akraness, sem ein-
göngu er skipaður stúlkum, mun
halda í tónleikaferð til Póllands
um næstu mánaðamót og halda
þar þrenna tónleika í borgunum
Gdansk og Eiblag.
Kórinn verður í Póllandi dag-
ana 2.-6. júní og mun halda
þrenna tónleika. Fyrst verður
sungið í Gdansk, síðan í Malbor-
kastala og lokatónleikarnir verða
i Elblag. Kórinn hélt tónleika á
Akranesi á sunnudaginn, í Safn-
aðarheimilinu Vinamynni, og
flutti þar sömu efnjsskrá og flutt
verður í PóIIandi. Á efnisskrá er
íslenska tónlist, pólsk þjóðlög og
negrasálmar. Undirleikari er
Flosi Einarsson og stjórnandi er
Dóra Lindal Hjartardóttir.
Pinhole ljós-
myndasýn-
ingn að ljúka
SÍÐASTA sýningarvika Vil-
mundar Kristjánssonar á pin-
hole-ljósmyndum stendur nú
yfir í Galleríi Myndáss, Skóla-
vörðustíg 41.
Sýningunni lýkur laugar-
daginn 31. maí og er opin á
venjulegum opnunartíma
verslana.