Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Forskoðun fyrir fjórðungsmót
*
A þriðja hundrað hrossa
í dóm í Borgarnesi
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
DULD frá Víðivöllum fremri, dóttir Madonnu frá Sveinatungu,
kom fram á héraðssýningunni um helgina og lagði móður sinni lið
til að komast inn á fjórðungsmótið. Knapi er Þórður Þorgeirsson.
Þingflokkur jafnaðarmanna
Asakanir á fé-
lagsmálaráð-
herra ítrekaðar
FORSKOÐUN kynbótahrossa fyrir
fjórðungsmótið á Vesturlandi sem
haldið verður á Kaldármelum
seinni partinn í júni stendur sem
hæst þessa dagana. Á mánudag
voru hross skoðuð í Stykkishólmi
og náðu fimm hryssur þar einkunn
inn á mótið.
í gær hófust dómstörf í Borgar-
nesi og sagði Kristinn Hugason
hrossaræktarráðunautur að menn
yrðu þar við dómstörf fram að
helgi og endaði dagskráin með
yfirlitssýningu á laugardag. Áður
höfðu hross verið skoðuð á Vest-
fjörðum og í Dölum í kjölfarið.
Sagði Kristinn að fátt hefði komið
fram í Dölunum en skýring þess
væri sú að hross frá Dalamönnum
kæmu fram á öðrum stöðum.
Margt hrossa væri sent úr hérað-
inu tii þjálfunar.
Vel á þriðja hundrað hrossa er
skráð til dóms í Borgarnesi og
sagðist Kristinn gera ráð fyrir að
hann og meðdómari hans, Guð-
laugur Antonsson, dæmdu 60
hross fram að helgi.
Dómarnir í Borgarnesi eru
lokahnykkurinn í vali kynbóta-
hrossa inn á fjórðungsmótið og
sagði Kristinn að hross sem kæmu
fram á sýningunni á Gaddstaða-
flötum í næstu viku yrðu ekki
gjaldgeng á mótið í samræmi við
það sem kynnt hefði verið. Að
loknum dómum í Borgarnesi
verða reiknaðar út nýjar einkunn-
ir fyrir kynbótamatið (BLUP).
Svo kann að fara að afkvæma-
sýningar á fjórðungsmótinu verði
fjölskrúðugar. Tvær hryssur frá
Sveinatungu, Fúga og Madonna,
eru að öllum líkindum búnar að
tryggja sér sæti á mótinu, Fúga
til heiðursverðlauna fyrir af-
kvæmi og Madonna til fyrstu verð-
launa. Áður en dómar hófust áttu
10 til 15 hryssur möguleika á að
komast í afkvæmasýningu en Guð-
laugur sagði ekki Ijóst fyrr en
eftir helgi hveijar þeirra kæmust
inn.
Þá vantaði stóðhestana Kolfinn
frá Kjarnholtum og Stíganda frá
Sauðárkróki aðeins sex til sjö af-
kvæmi hvorn til að ná heiðurs-
verðlaunamörkunum. Baldur frá
Bakka hefur bæði afkvæmafjöld-
ann og stigin innan fyrstu verð-
launa marka en samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins er ekki ljóst
á þessari stundu hvort tekst að
smala saman hrossum við hæfi til
að sýna á mótinu með klárnum.
ÞINGFLOKKUR jafnaðarmanna
heldur fast við að félagsmálaráð-
herra hafi gefið Alþingi rangar og
villandi upplýsingar um verð og
greiðslubyrði á félagslegum íbúð-
um. Segist þingflokkurinn muni
taka málið upp á nýjan leik þegar
Alþingi kemur saman næsta haust.
Þessar ásakanir komu fram hjá
Jóhönnu Sigurðardóttur alþingis-
manni á síðasta degi þingsins í
vor, og vísaði hún þá í nýja skýrslu
Ríkisendurskoðunar því til stað-
festingar. Páll Pétursson félags-
málaráðherra hélt blaðamannafund
á mánudag þar sem hann vísaði
þessum ásökunum á bug og sagði
Ríkisendurskoðun staðfesta í öllum
meginatriðum þau svör sem hann
gaf Alþingi um félagslega húsnæði-
skerfíð í nóvember, þótt í örfáum
afmörkuðum tilvikum væru efni-
stök og viðmiðanir öðruvísi.
Tvö tilvik
Þingflokkur jafnaðarmanna
sendi frá sér fréttatilkynningu í
gær þar sem segir að blaðamanna-
fundur ráðherrans hafi aðeins verið
aumkunarvert yfirklór og kattar-
þvottur ráðherra sem hafí ekki
hreina samvisku gagnvart Alþingi.
í fréttatilkynningunni segir að
félagsmálaráðherra hafi orðið upp-
vís að því að gefa Alþingi í nóvem-
ber villandi upplýsingar og þar
með ranga mynd af stöðu félags-
lega húsnæðiskerfisins. Þetta hafi
verið staðfest þegar í november í
svörum frá Húsnæðisstofnun sem
voru mjög hagstæð félagslega
íbúðarkerfinu en ráðherra hafi
stungið undir stól. Rétt fyrir þing-
lok hafi Ríkisendurskoðun gefið
sambærileg svör og Húsnæðis-
stofnun við þessum spurningum
og þannig staðfest að ráðherra
hafi gerst sekur um mjög ámælis-
verð vinnubrögð gagnvart Alþingi.
Einnig hafi ráðherrann leynt Al-
þingi mikilvægum upplýsingum um
samanburð á afföllum í húsnæðis-
lánakerfínu, sem kennt er við árið
1986, og húsbréfakerfinu. í tengsl-
um við fyrirspum um þetta efni, sem
lögð var fram á Alþingi í desember,
hafi ráðherra leitað eftir svörum
Húsnæðisstofnunar en síðan stung-
ið þeim undir stól og gefið Alþingi
þau svör að félagsmálaráðuneytið
teldi ekki mögulegt að gefa viðhlít-
andi svör við fyrirspuminni.
Kærunefnd jafnréttismála um mál íslenskrar móður o g dóttur hennar
Munur á réttarstöðu bama
eftir kynferði foreldris
Sími 555-1500 '
Kópavogur
Foldasmári
Glassilegt ca 140 fm nýlegt raðhús á
einni hæð. Áhv. ca 5,5 millj. Verð 11,8
millj.
Reykjavík
Leirubakki
Góð 4ra herb. íb. ca 90 fm á 3. hæð.
Fráb. útsýni. Verð 6,6 millj.
Hafnarfjörður
Breiðvangur
Sérlega glæsileg ca 190 fm neðri sér. í
tvíb. auk bilskúrs. 5 svefnh. Áhv.
byggsj. ca 2,7 millj. Verð 13,2 millj.
Gunnarssund
Til sölu er góð 3ja herb. íb. á jarðh.
Breiðvangur
Mjög góð 5 herb. ca 112 fm íb. á 2.
hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj.
Vantar eignir á skrá
Fasteignasala,
Strandgötu 25, Hfj.
Árni Grétar Finnsson, hrl.
ÍSLENSKAR mægður, sem flutt-
ust til íslands frá Kanada á síð-
asta ári, komust að því að dóttirin
var ekki íslenskur ríkisborgari,
þrátt fyrir að móðir hennar væri
það. Ef dóttirin hefði átt íslenskan
föður hefði málið hins vegar horft
öðm vísi við, því þá hefði hún sjálf-
krafa fengið hér ríkisfang. Móðirin
taldi þarna um augljósa mismun-
um að ræða og kærði málið til
kærunefndar jafnréttismála.
Nefndin tók undir sjónarmið henn-
ar og beindi þeim tilmælum til
dómsmálaráðuneytisins að það
beitti sér fyrir lagabreytingu sem
leiðrétti þann mun sem væri í sum-
um tilfellum á réttarstöðu barna
eftir kynferði hins íslenska foreldr-
is. Jón Thors, skrifstofustjóri í
dómsmálaráðuneytinu, sagði í
samtali við Morgunblaðið að málið
yrði tekið til skoðunar, líklega
þegar Alþingi kæmi saman á ný
komandi haust, en ekki væri end-
anlega ákveðið hvort það yrði gert
með frumvarpi til laga.
Konan var gift erlendum manni
og átti með honum dóttur árið
1976. Samkvæmt þágildandi lög-
um um ríkisborgararétt urðu skil-
getin börn íslenskra karla, sem
kvæntir voru erlendum ríkisborg-
urum, íslenskir ríkisborgarar. Hið
sama gilti hins vegar ekki um skil-
getin börn íslenskra kvenna, sem
giftar voru erlendum ríkisborgur-
um. Dóttirin öðlaðist því ekki ís-
lenskt ríkisfang við fæðingu.
Bent á að sækja um dvalarleyfi
Með lögum árið 49/1982 var
lögum um ríkisborgararétt breytt
á þann veg, að bam öðlaðist ís-
lenskt ríkisfang við fæðingu væri
það skilgetið og faðir þess eða
móðir íslenskur ríkisborgari. í 10.
grein laganna var tekið fram, að
barn sem fætt væri 1. júlí 1964
eða síðar og hefði öðlast ríkisfang
ef regla þessi hefði verið i gildi
við fæðinguna, fengi íslenskt ríkis-
fang ef móðir þess gæfi um það
skriflega yfirlýsingu til dómsmála-
ráðuneytisins og þó því aðeins að
móðirin væri íslenskur ríkisborgari
og barnið yngra en 18 ára. Veittur
var 2 lh árs frestur til að gefa slíka
yfirlýsingu.
Móðirin kvaðst ekki hafa vitað
af lagabreytingunni, enda hefði
hún verið búsett erlendis á þessum
tíma og engin tilkynning hefði
verið send til kvenna sem voru í
þessari aðstöðu. Því hefði hún
enga slíka tilkynningu sent til
dómsmálaráðuneytisins vegna
dóttur sinnar. Hún hefði hins veg-
ar fengið nafn hennar skráð í
vegabréf sitt hjá embætti lög-
reglustjórans í Reykjavík og litið
svo á að í því fælist viðurkenning
á íslensku ríkisfangi hennar. Þeg-
ar þær mæðgur fluttu til landsins
hefði dóttur hennar verið syngjað
um íslenska kennitölu hjá Hag-
stofu íslands með þeim rökum að
hún væri hvorki íslenskur ríkis-
borgari né hefði dvalarleyfi hér á
landi og þyrfti því að sækja til
útlendingaeftirlitsins um dvalar-
leyfi.
Konan taldi mál þetta ganga
gegn jafnréttislögum og samningi
Sameinuðu þjóðanna um afnám
allrar mismununar gagnvart kon-
um, sem fullgiltur hefði verið af
íslands hálfu.
Eðlilegt að kynna betur
í bréfi dómsmálaráðuneytisins
til kærunefndar jafnréttismála
vegna þessa máls kom fram, að
ráðuneytið hefði með auglýsingu
í dagblöðum vakið athygli á að
réttur til að skila inn yfírlýsingum
vegna bama sem 10. grein tók
til, væri að renna út. Þá sagði,
að það hefði oft gerst hjá lögreglu-
stjórum og sendiráðum að börn
íslenskra mæðra eða feðra, sem
ekki hefðu sjálf íslenskan ríkis-
borgararétt, hefðu verið skráð í
íslenskt vegabréf foreldris, en það
gæti ekki á neinn hátt veitt rétt
til íslensks ríkisfangs.
Kærunefnd jafnréttismála
komst að þeirri niðurstöðu, að
eðlilegt hefði verið að vekja at-
hygli sendiráða og ræðismanna á
tímafresti laganna, eða kynna
ákvæði þeirra betur, einkum með
tilliti til þess að líklegt væri að
stór hluti þeirra sem málið varðaði
væri búsettur erlendis. Kæru-
nefndin áleit, að lagabreytingin
hefði ekki leiðrétt að fullu þann
mun, sem var á réttarstöðu barna
á grundvelli kynferðis foreldra
þeirra. Sú staðreynd að mæður
barna, sem 10. grein laganna tók
til, hefðu átt þess kost á 2 'h árs
tímabili að tryggja börnum sínum
íslenskt ríkisfang með tilkynningu
til dómsmálaráðuneytisins breytti
því ekki, að réttarstaða barna
hefði áfram verið mismunandi eft-
ir kynferði hins íslenska foreldris.
Bráðabirgðaákvæði 10. greinar
hefði því ekki verið í samræmi við
jafnréttislög og ekki með öllu upp-
fyllt þær skyldur, sem íslenska
ríkið hefði tekið á sig með undirrit-
un og fullgildingu sáttmála SÞ um
afnám allrar mismununar gagn-
vart konum.
Jón Thors, skrifstofustjóri í
dómsmálaráðuneytinu, sagði að ef
gerðar yrðu breytingar á lögum
um ríkisborgararétt vegna þessa
mætti vænta þess að einnig yrði
bætt úr því misrétti sem feður
teldu sig hafa verið beitta, þar sem
bráðabirgðaákvæði 10. greinar
hefði einungis tekið til mæðra.
Málið yrði væntanlega skoðað
komandi haust.
Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl.
Nýjar á söluskrá m.a. eigna:
Góð íbúð gott lán gott verð
Sólrfk 3ja herb. íb. á 2. hæð í reisul. þribhúsi f gamla, góða
austurbænum. Parket. Sérhiti. 40 ára húsnlán kr. 3,5 millj. Lítill bilsk.
fylgir.
Endurnýjuð gott verð Kleppsholt
2ja herb. mjög góð íb. lítið eitt niðurgr. v. Fljallaveg. Nýir gluggar og
gler. Nýtt eldhús. Ný gólfefni. Sérinng. Nýtt þak á húsinu. Verð
aðeins kr. 4,5 millj.
Eign sem margir bíða eftir
Mjög gott parh., suðurendi, 76,4 fm v. Hjallasel. Allt eins og nýtt.
Sólskáli. Góð geymsla. Pjónustuaðst. f. aldraða í næsta húsi.
Vegna sölu að undanförnu
vantar okkur eignir af flestum stærðum og gerðum. Margs konar
hagkvæm eignaskipti.
Viðskiptum hjá okkur fylgir
ráðgjöf og traustar
upplýsingar
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521*370
I
I
)
)
)
í
>
I